Ísland


Ísland - 14.09.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 14.09.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 139 göngu á Spáni, eða biðjast friðar. Spanska stjórnin byrjaði í óða önn að víggirða höfuðborgir sínar og aukasetulið á eyj- unura kringum Spán, en áður en á þeim viðurbúnaði þurfti að halda, tókust samn- ingar fyrir milligöngu Frönsku stjórnar- innar, um að hætta vopnaviðskiftum. Pann 12. ágúst voru svo uudirstöðuatriði friðar- ins samþykt í Washington, og undirskrif- uð af Mc-Kinley og sondiherra Frakka, Washington Camben. Saraningurinn er á þá leið, að Spánverjar iáti af höndum Ciiba, Portorico, Lodronaeyjar og Filipps- eyjar, eða með öðrum orðum leyfarnar af hinu mikla nýlenduríki er einusinni gerði Spán að voidugasta ríki heimsins. Hvað um þessar eyjar verður, er ekki ervitt að segja, því að það hefur frá upp- hafl ófriðarius augijóst verið, að Banda- menn börðust ekki tii þess að losa eyjar þessar undan óstjórn Spánar, heldur miklu fremur til hins, að ieggja þær undir sig. Eyjarnar verða því hér eftir ameríkansk- ar nýlendur. En því er spáð, að Banda- mönnum muni veitast ervitt að koma í lag stjórn og góðri reglu í þessum nýju eignum sínum; fyrst og frerast hafa eyja- menn bæði á Kúba og Filippseyjum bar- izt fyrir freisi sínu, en ekki til þess að komast undir yfirráð Bandamanna og í öðru lagi er koraið svo mikið los á at- vinnuvegi og yfir höfuð skipun borgara- legs félags á þessum eyjum, að það þarf bæði langan tíma og mikla fyrirhöfn til þess að færa það aftur í lag. Að öllum líkindum þurfa Bandamenn að beita vopn- um áður en þair geta farið að stjórna hinum nýju samþegnum sínura. Englendingar og Rússar. Eins og kunnugt er, stendnr nú yfir skifting hins kínverska ríkis meðal stór- veldanua. Frakkar og Þjóðverjar hafa hver tekið sína sneið, Rússar og Englend- ingar líka. Af öllum þessum eru Rússar frekastir eins og vant er að vera; fyrir utan íslausu höfnina, sem þeir altaf hafa sókst eftir að ná í á Kyrrahafsströndinni, 25 Brandur Nei, einBkis nýs ég ætlast til, hið eilífa ég þrái’ og vil, og það er hvorki kreddu-kirkja né kenningar, sem ég vil styrkja; því hvort um sig sér upphaf á og eitt sinn þvi svo fara má, það hljóti á skapa-skeri’ að lenda, alt Bkapað hlýtur loks að enda; það máist fyrir möl og ryð og má ei lengur haldast við, en fær sér annað form og snið. En eitt er það, sem aldrei deyr,' sá andi, sem er eilífð frá, sem endurreis þá fallin lá, og drottinn hlés á lífsins leir; sem sló með máttkri manndóms trú á milli holds og andans brú. Þeim anda’ er snndrað, sukkað, dreift, og sjálfum guði’ úr völdum stoypt. En npp úr þessum andans rotum. úr öllum þessum sálna-brotum, skal gera heild mín höndin sterk, unz herran sér sitt furðuverk, sinn niðja, Adam, annað sinn, sem ungan, nýjan, frumgetinn. Einar (tekur fram i) Og hér mun bezt að hættum við. Far heill! h?.fa þsir náð tökum á Mantsjúríinu, miklu og frófsömu landi í norðanverðu Kína; Englendingar hafa sezt i Yangtsedalinn og hafnarborgina Wei-hai-Wei. En hvor- ugum var þetta nóg; hvorir um sig vildu ná fastatökum á sjálíri Kínastjórn og hafa hana í heudi sjer. Það er þessi keppni um yfirráðin í Kína, sem er und- irrótin til og kemur ljóslega fram í því máli, sem nú er á dagskrá og valdið hef- ur miklum ágreiningi. Stjórnin í Kína ætlaði að gera járn- braut, en vantaði íé til þess, og sneri sér því til enskra banka í Shanghai og Hong kong um lán til þess. Þegar sendi- herra Rússa í Peking heyrði það, þá mót- mælti hann því harðlega, hann lýsti því blátt áfram, að Kínverjar mættu ekki nota enska peninga til járnbrautabygg- inga, og þegar Kína þyrfti peninga við ætti það að snúa sér til Rússlands. Nú tóku ensku blöðin að færast í auk- ána og hóldu því fram, að þessi yfirlýsing hins rússneska sendiherra væri sama sem hrottaleg tilraun til þess að troða rétti og hagsmunum Englendinga, því Kína hefði aldrei undirgengist að Iáta vera að leita fjárstyrks hjá enskum mönnum, og gæti það heldur ekki án þess að rjúfa samninga, og Salisbury lét sendiherra Englendinga í Peking lýsa því yfir, að Kína mætti reiða sig á örugga aðstoð Engleudinga til þess að halda uppi rétti þeirra til jafns við Rússa. Blöðin ensku hafa ámælt ráðaneyti Salis- burys mjög mikið fyrir það, hversu það héldi fram málstað Englands gagnvart RÚ3sum. Það lítur út fyrir að stjórnin hafi látið sér segjast, því að síðast þegar fréttíst hafði hún sent flotadeild austur til Kína og lét þar með fylgja, að ef Kína léti ekki að sínum vilja, mundi breska stjórnin taka það sem casus belli. — Hvernig þessu máli reiðir af, er engin áreiðanleg fregn komin um enn þá. Lík- legast er, að Rússnr slaki til, og Eng- lendingar hafi sitt fram. Og eftir því, sem stendur í ensku blaði frá 27. f. m., áttu þá þegar að vera komnir samningar á milli þeirra, fyrir mitligöngu dönsku hirðarinnar. 26 Brandur í vestur farið þið en ég í norður, næsta jafnt við nið’r í fjörðinn eigum samt. Far vel! Einar Far vel! Brandnr Þitt líf er list af ijósi, reyk og sora hrist! Einar Flýt þér að hnoða’ upp heiminn þinn, ég held í gamla drottinn minn. Brandur Þú lánar hækju og hökuskegg, ég hjúpinn gef og kistulegg! (hverfur ofan af brúnunum). Agnes (Stendur um stund eins og i leiðslu, litur síDan í liring um sig). Gekk gólin undir? Einar Undir ský, og aftur sézt nú björt og hlý. Agnes Hann blæs svo kalt. Einar Já kaldur blær frá klettagnýpu þarna slær. Agnes Hve fjallið þar í suðri’ er svart, Frá fjallatindum til íiskimiða. Úr Rangárvallasýslu: „Héðau er fátt um fína drætti að segja, utan nú er gras- vöxtur með bezta móti og nýting allgóð, það sem af slætti er. Eu þá er annað, sem spillir framtíðarvonum manna með heyskapinn; það er vinnufólks- og kaupa- fólksekla. Þeir bændur, er áður höfðu 5 —6 manns vinnandi um sláttin, þykjast nú góðir, ef þeir geta látið standa á teig 3—4 og það af einhverjum skríl. Því margt af þessum vinnandi lýð, er telur sig af betra taginu, fer í lausamensku að sjónum og flytst svo á gufuskipum lands- hornanna á milli, til þess að krækja í krás- ina, hvar sem þeir álíta hana feitasta, í þann og þann svipinn. En sveitabændur verða að setja saman bústofninn, þó gras sé nóg. þegar vinnukraftana þrýtur. Horf- urnar eru alt annað en svo, að þeir geti boðið fólki hátt kaup til að hæna það að, þegar allar afurðir landbúnaðarins eru fallnar í verði, og peningaekla hin mesta. Eu nú er ekki að ræða um aðra peninga- lind en þá, er Jón Vídalín og Zöllner færa inu í landið með hrossakaupum sín- um, og þó sú verzlun sé í nokkuð stórum stíl, þá rounu það ekki margar krónur, sem koma niður á hvern búanda í land- inu, alls ekki fullnægjandi til að borga öil opinber gjöld er á bændum hvila, sem þing og stjórn er samtaka í að auka. Það er annars furða, að þessir „beztu menn þjóðarinnar“, sem þeir telja sig, þingmennirnir okkar, og sem eru það ef- laust sumir, skulu ekki geta látið sér detta í hug að íslenzku bændurnir muni úr þessu eyra því illa, að á þá séu lagð- ir nýir .tollar og skattar þing eftir þing og svo þar við bætt ýmsum Iagaskipun- um er þeir hafa hleypt af stokkunum síð- ustu árin, svo sem lögum um leysing vistarbandsins og horfellislögunum. Það hefðu verið virðingarverðir heiðurs- menn þjóðar vorrar, sem hefðu tekið sig saman um að halda Þingvallafund í sum- ar, til þess að ræða um hver ráð myndu heppilegust til að finna markaði fyrir af- urðir lands og sjávar, betri en þá, sem nú 27 það sýndist áðan hýrt og bjart. Einar Þú sást það ei fyrir söng og leik, en svo kom hann, og þú varst smeik. En fari hann þá björtu brant, við byrjum leikinn hvar hann þraut. Agnes Nei, ekki nú, ég er svo þroytt. Einar Og alt eins ég hef dansað nóg; hér ofan er ei gengið greitt sem götuna’ yflr heiðarskóg. En þegar brekkan búin er við byrjum danzinn, hver sem sér, já, tífalt meiri, æst og ört en annars kostar hefðum gjört. Nei, Agnes, horfðu’ á bandið blá, sem blessuð sólin stafar á; nú hrukkað, nú sem glitri gler, nú glætt sem silfur, nú sem raf; hið mikla veldisvíða haf í vestri blikar móti þér! En sérðu þarna svartan reyk um sólskinsfjallið draga kveyk, og sérðu dökkva depilinn, sem dregst þar fyrir hamarinn? Þú eimskips-drekann okkar sérð, sem inn hér stefnir beina ferð, i kvöld hann leggur landi frá, þá leikum við hans þiljum á. — Þar kemur þokan þykk og grá. er völ á. Og Þingvallafundarboð með slíku augnamiði hefði eflaust fengið bezta byr og hvert kjördæmi á landinu tekið þátt í honum með því að senda þangað fulltrúa sína. En enga þarf að furða á því þótt bænd- ur ekki vildu sinna Þingv&llafundarboð- inu út af þessu margþvælda, reitta og rúna stjórnarskrárþrasi, sem nú er loks- ins komið svo í hundana að valla er við- lítandi. Því ný stjórnarskrá er alls ekki það hnoss er vér þörfnumst lielzt, heldur hitt, að hafa skynsama löggjafa á þing- iuu, sem viuni í bróðerni að nýtum laga- smíðum, því það er óhrekjanlegt að und- ir þeirri stjórnarskrá er vér nú höfum, getur landi voru orðíð mikilla framfara auðið, einungis að þingmenn vorir séu vel valdir og samhentír, og að þessum lopt- kastalamönnum og illhryssingum er skipa nú sum sæti þingmanna væru hrundið úr sæti“. M. G. Botnverping&r hafa iitið hafst við hér íflóanum síðari hluta sumarsins. Aftur á móti hafa þeir haldið sig miklu meir eu áður íyrir austur- og norðurlandi. Ekki alls fyrir löngu tók „Heimdallur“ botnverping á Héraðsflóanum og sektaði um 1008 kr., en gerði veiðarfæri og afia upptækt, um 30 þús. pd. af ísu og kola. Einnig hefur „Heimdallur“ nýlega tek- ið botnverping við Yestmannaeyjar, sekt- að og tekið afla og veiðarfæri. Með „Reykjavíkiuni11 komu á föstudags- kvöldið var um 200 manns, flest kaupa- fólk af Yesturlandi og úr Borgarfirðinura, Þessi prestaköll eru nú laus: Svalbarð í Þistilsfirði og Hof í Vopnafirði. Eu sagt er &ð bráðum losni: Þóroddstaðir í Kiun, Lundabrekka og Goðdalir. Séra Lúðvík á Þóroddstað er sagt að segi af sér em- bætti, en séra Jón á Lundabrekku verði aðstoðarprestur hjá séra Árnijóti á Sauða- nesi. Sagt er, að Friðrik Hallgrímsson crnd. theol. verði settur tíl að þjóna Hofspresta- kalli í Yopnafirði. 28 En þarna, Agnes, sérðu þá hvar himinn girðir hamra-sali ? Agnes Já, vel, en seg mér sástu — Einar Já —? Agnes Hve svipurinn óx með hverju hans tali? (fer niður stíginn og Einar á eftir). Vegur eftir fjallshlíðinni, flug fyrir neðan, en snjó- tindur fyrir ofan. Brandur (kemur, nemur staðar og horflr niður fyrir), Yel ég kannast enn við alt, oddann, naustið, túnið halt, börð og fen og engja-yrkju, og þá gömlu, lágu kirkju; ána, bakkann, birkirunna. Bygðin mín i æsku kunna! Þó flnst mér hér orðið alt eitthvað smærra, grátt og kalt; lengra fram af hangir hengjan, hefir ennþá bænum frá lengra dregið loftið bjarta, lokað meira dalnum svarta, hún vill betur byrgja’ og þrengja’ hann, bæja sól og skyggja á. (sezt niður og horfir enn) Fjörður varstú ei fegri þá, fanna-kistu-smugan grá?

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.