Ísland


Ísland - 17.09.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 17.09.1898, Blaðsíða 4
144 ISLAND. arinnar frá í fyrra, cði Yaltýakuna. AUir, sem kæra sig nokkuð um að vita, kvað rétt er eða rangt, vita að þötta or satt og þýðir engum að neita. Jafnónýtt er að vera að berja það fram, að miðlunar- mennirnir frá ’89 hafi viljað koma á Þing- vallafundi í sumar. „ísland“ skal ekkert segja um ætianir Jóns a!þm. í Múl*, sem „ísafold“ talar um. En það er víst, að í kjördæmi hans var aidrei kosið til Þing- vallafundar og mætti af því ætla, aðhann hefði ekki lagt sig mikið fram til að fá því framgeugt. Hitt veit „ísaf.“ vel, að málgagn miðlunarmanna, „Nýja Öldin“, lagði eindregið móti íundarhaldinu og það engu síður en „ísaf.“, ef ekki fremur. Ummæli „ísaf.“ um tilraunir miðiunar- manna til að koma á Þingvallafundi, eru því eins og hitt, ekkert annað en mark- laus vitleysa. Reykjavík. 10. þ. m. andaðist hér í bænum frú Kristín Waage, kona E. Waage, fyrrum kaupmanus hér í Rvík, en dóttir Sigurð- ar Sigurðssonar stúdents, sem bjó á Stóra- Hrauni við Eyrarbakka.— Jarðarför henn- fer fram í dag. 1. þ. m. héldu þau hér brúðkaup Gunn- ar verzlunarmaður Ólafsson í Yík í Mýr- dal og fröken Jóhanna Eyþórsdóttir, dótt- ir Eyþórs kaupmanns Felixsonar. Nú er Einar Banediktsson hættur við blaðamenskuna og hefur selt „Dagskrá“ í hendur Sig. Júl. Jóhanneasyni, upp í skuld að því er sagt er. Er nú Sig. Júl. rit- stjóri blaðsins, og eigandi ásamt Sig. Þór- ólfssyni búfræðingi og einhverjum fieirum. Það mundu ýmsir ætla, að „ísland“ mælti nokkur orð við útför þessa vinar síns úr bíaðameaskuniii. Eu lítið mun verða um það, og er bezt að hinn fram- liðni hvílist í friði. Magnús Jóhannsson, settur Skagfirðinga- læknir, fór á stað héðan norður í morgun. 45 Með fylgdarmanni hans er vonáSæmundi lækni Bjaruhéðinssyni suður hingað. Skólaskýrsla latínuskólans er nú komin út og er aftan við hana prentað ágrip af ræðu rektors við skólauppsögn í vor um nám gömhí málanns. Valdimar Ásmundarson er eitthvað að aka sér í Fj.-k. í gær og kvartar um „óþrifa- kláða“. Það mun vera fjárkláðinn, sem að honum gengur og þarf það engan að undra um annan eins dæmalausan sauð og Valdimar greiið er. Það er nú sagt, að Valdimar mnni ráð- inn með „Fj.-konuna“ í vinnumennsku til Björns Jónssonar ritstjóra ísafoldar. Sagði Valdiroar svo manni einum nú fyrir fáum dögum, að bráðum mundi hann fara að láta prenta „Fj.-kouuna“ í „ísafoldar"- prentsmiðju og bætti við, að óvíst væri, að hann þyrfti að gefa þar raikið fyrir prentunina. Um leið gaut hann augunum út undan eér og glotti ámátlega, eins og honum er lagið. Tímarit Bókmentafélagsins er nú komið út og hefur inni að halda: 1. Framhald af ritgerð dr. Gr. Thomsens um Platon og Aristóteles; 2. Um skóga, eftir Helga Jóns- son caDd.mag.; 3. Framh. af athugunum við íslend. sögur, eftir séra Jón Jónsson; 4. Tilraunir Danakonga til að selja ís land, eftir Jón Stefáusson dr. phil.; S. Gróð- urrækt í Danmörk eftir Einar Helgason garðyrkjufræðing; 6. Oddur lögm. Sigurðs- son og Jón biskup Vídalín, eftir Jón Jónsson cand. phil. 7. Ritdómur um vísna- kver Páls lögm. Vídalíns, eftir Björn rek- tor Óisen. Skírnir er og loks kominn með útlendu íréttirnar og hefur Jón Ólafssori samið þær eins og í fyrra. íslandsfréttirnar eru enn ekki komnar út, en nú verið að prenta þær. Skírni fylgir eins og áður „Bókaskrá“, en mjög er hún illa úr garði gerð og mætti vel minuast á það síðar. Friðrik Friðriksson cand. theol. hefur í sumar haldið guðsþjónastur hér í bænum 46 á hverjum föstudegi í fundahúsi Framfara- félagsins hér vestur í bænum. Hann hefur og haldið drengjaskók síð- an í vor og haft 20 — 30 lærisveina. D. Ostlund er nú aftur byrjaður á guðs- þjónustugjörðum sínum. Séra Jónas A. Sigurðsson, einn af prest- um ísl. lútherska kirkjufélagsins 1 Vestur- heimi, er hér nú staddur og hefur í sumar verið í kynnisför hjá frændfólki sínu i Hún&vatnssýslu. Hann hefur verið 12 ár í Ameríku. í vor kom hann til Khafnar. Sagt er, að erindi hans hér austur yfir hafið hafi jafnframt verið, að útvega hér eða í Höfn mann til að taka að sér kens!u við fyrirhugaðan skóla kirkjufélagsins vestra. Bankahúsið nýja er nú reist og er í dag veizla haidin í minningu þess í Iðnað- arm&nnahúsinu. Bankahúsið lítur út fyrir að verða fallegt útiits. Það er tvíloftað og hátt undir loft, gluggarair stórir og bogar yfir og eins yfir dyrum. Þakið er uppmjótt, líkt í lögun og þakið á alþing- ishúsinn. Ætti nú áður langt um Iíður a.ð korna jafnfallegt hús hinumegin Austurstrætis, en frönsku sjómannahúsin að rýma burtu. Barnaskólahúsið suður með tjörniuni er nú nær fullgert og er stórt hús og mikið, en ekki fallegt útlits, sízt til að sjá hér utan úr bænum. Hliðin, sem að tjörninni snýr, er þó dálaglcg, með stórum glugg- um og breiðum. Það er tvíloftað. Kenslu- stofurnar eru vestanmegin í byggingunni, uppi og niðri, en austau megin gangar eftir henni endilangri. Útbygging gengur austur úr nyrðri endanum og á þar að vera bústaður skólastjóra, og enn er þar austur úr leikfimishús ekólaus. Austau við skólaun og suanan við útbygginguna verður afgirt svæði opið handa börnunum að leika sér á. — Yfirsmiður við skóla- byggiaguna er Jón snikkari Sveinsson. Þerneyjarhúsið gamla er nú rifið, en þar sem það stóð er nú Gunnar kaupm. Einarsson að reisa stórt hús þríloftað. 47 Land úr laudi. Tll suðurpólsins. Um mánaðamótin júlí og ágúst í sumar I&gði norskur maður, Carsten E Borchgre- vinck á etað að hoiman í leit eftir suður- pólnum, eða til að kanna höf og iönd þar í kring. Til farariunar hefur verið bygt eérstakt skip og heitir Southern Cross. Maðurinn er 34 ára gamall, fæddur í Krist- janíu, ea hefur verið víða um heim áður og fengist við ýmislegt. Með houum verða 32 menn, 12 norskir og 20 Euglendingar og það er enskur blaðaútgefaudi, sem á mikinn þátt í að kosta förina. Ráðgert er að hún taki 2 ár. Prentvillur syrgilegar hafa slæðst inn í söguritling minn „Einir“ og eru þessar verstar: Bls. 3. stendur: á Grænudrög fyrir í Gr.dr. — 10. —— : Hallur sneri saman lófun- unum; á að vera Hallur neri saman knefa og lófa o. s. frv. Bls 15.: 3. 1. að neðan: skókreppu, á að vera skókreppuna. Bls. 31.: er bera ofaukið. Sömu bls.: er er f. var. Bls. 34.: útsýning fyrir útsynin. Bls. 35.: tóau kominn f. komm. Bls. 38.: Svo þegar ktimti, þar vantar: í þriðja króanum. Bls. 39.: forarlagi fyrir forar- lagar. Bls. 47.: féiagsskipunum fyrir fé- lagsskipumhmí. B!s. 51.: kirknaktókaua á leið mína, vantar. Bls. 53.: geitábreiðu fyrir ^ffábreiðu. Sömu bls.: hlið, fyrir hh'ð (og hamri). Bls. 54.: skein á sjórinn, fyrir sjóinn. Bls. 56.: aðrar fyrir æðar. Þessi meinvilla er í 5. 1. að neðan. Blc. 67.: á fyrir í (þessum sviftingum). Bls. 69.: Skyldurækni, fyrir skylduywJrækni. Bls. 75.: krökktu fyrir krökktfr. Bls. 79.: Gunnar Gruad fyrir Gunnar á Grund. Bls. 88.: á fyrir í (út í strjálbýli útkjálk- anua). Sandi 30. júlí 1898. Ouðmundur Friðjónsson. Herbergi Oskast Tíi L eigu. helst lítið með rúmi og einhverjum hús- gögnum, frá 1. október þ. á. Bezt væri, að það væri í húsi fyrir ofan Iæk. Menn snúi sér til ritstjóra þessa biaðs. 48 En nú? Agnes Einar Nú flnst mér fjörið dýrt, ég fer ei. Agnes (hrökkur aftur ú bak) Ó, hvað heyri’ ég sagt! Einar Ég þori það ei! Agnes (hljðöar upp yflr sig) Þar var lagt með þungra strauma nið sem hvín heilt úthaf milii mín og þín! (til Brands) Ég fer í bátinn! Brandur Flýt þér þá! Konur (þegar Agues stðkkur út í bátinn) Guð forði! Einar Agnes! (hann og fleiri vilja ná 1 hana) Ymsir Upp úr! Frá! Brandur Hvar liggur bærinn. Konan (bendir yflr úm fjörðinn) Bærinn ? Hér! A bak við þetta svarta sker. (báturinn leggur frá) Einar (kallar eftir þeim) Hún móðir þín! — Nei, enn eitt orð! — Alt úti! Agnes Við erum þrjú um borð. (báturinn siglir, fólkið þyrpist upp á bakkann og horflr á eftir honum) Maður Hann nær fyrir oddan! Annar Ekki! Hinn fyrri Jú; út fyrir komst hann; sjáðu nú! Annar Þar skellur hviða á skipið flatt! Fögetinn Nel, skoðið, veðrið tók hans hatt! Konan Hið blakka hár huns berst um stafn sem berji vængjum úfinn hrafn. Hinn fyrri Alt er í reyk. Einar Hver rödd það var, sem rumdi gegnum loftið þar? Kona Úr gilinu? Ónnur fbendir) Þar hún Gerður er; hún grenjar, því hún bátinn sér. Fyrri konan Hún hlæs í gamalt hafurs-horn og hendir grjóti, þessi norn. Önnur Nú blístrar hún í hnefta hönd, en hornið skellur niður á strönd. Maður (bendir til Gerðar) Þér duga ei þín kyngin köld, sá karl á sterkan verndarskjöld. Annar Sé hann við stýrið hafs um veg þð hvaes hann væri, fylgdi ég. Hinn fyrri (til Einars) Hver er haun? Einar Prestur. Annar Hvað um það, hann hjartað ber á réttum stað. Hann hopaði’ ekki heldur en foss. Hinn fyrri Er hann ei prestur fyrir oss? Margir Já, hann er prcstur kjörinn oss. (þeir dreifa sér um bakkann) Fógetinn (tekur saman skjöl sín) En sarnt mér finst þaðformsins galli, að fást við slíkt í annars kalli, og hleypa sér í hættu-spil, ef hærri skipun knýr ei til; mitt skamtað svið og skildu-reit ég skoða mína héraðssveit. (ferj. (Nálœgt bænwrn hins vegar fíarðarins. það er liði langt fram á dag. Fjörðurinn blilcar í sólskini). Agnes situr í fjörunni. Brandur kemur frá bænum. Brandur Þar var dauðinn. Liðinn lá hann, léttur, sléttur, hreinn á brá, ógn og skelfing flúin frá, — áður voða-sjón að sjá hann. Getur blekking, barnslegt tál, breytt í ljós svo myrkri sál? Af því svarta Satans-verki sá hann að eins þunna skán, eigið níðings-nafn og smán, þar sem má með hendi hreifa, hrópa upp, má grípa, þreifa, — dauða barnið með hans merki. Enn þau tvö, sem hýmdu hreld, skimandi, sem fugl á flótta, föl og grá og stirð af ótta rikug um dáinn arin-eld;

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.