Ísland


Ísland - 30.09.1898, Blaðsíða 3

Ísland - 30.09.1898, Blaðsíða 3
ISLAND. 151 útheysílekkir á iúnum, og er vou tii að þeir náist, því þurkar hafa gengið þessa síðustu daga, en votviðrasamt hefur verið frá miðjum ágústmánnði tii skamms tíma. Fiskiveiðar hafa lítið verið stundaðar seinni part sumarsir.s, sökum maunfæðar- iunar, þó hefur fiskiúthald verið meira eu áðnr, eiukum á Blönduósi, og þaðan flytst fiskur í fyrsta sinn í ár til útlanda (frá J. G. Möilers verzlun). Fjártökubréf etu kaupmenn nú búnir að gefa út, og má verðlag á slátursvörum yfirleitt kallast gott, og verður síðar miust á það og aðra fjármarkaði yfir höfuð hér í.sýslu“. co. 12. sept. var aðstoðarprestur séra Magn- ús Þorsteinsson skipaður prestur í Laud- eyjarþiugum. Hof í Vopnafirði var auglýst laust 5. þ. m. og er umsókuarfrestur til 20. nóv. næstkomandi. Prestsekkja er í brauðinu, sem nýtur eftirlauna af því samkvæmt lögum 3. okt. 1884. Á brauðinu hvila tvö embættisián til húsabóta, annað að upphæð 2,700 kr., sem afborgast á 27 ár- um með 100 kr. árlegá auk vaxta, en hitt 256, sem afborgast á 20 árum með kr. 12,80, auk vaxta. 31. ágúst veitti landshöfðingi bændunum Árna Þorvaldssyui á Innra-Hólmi í Borgar- fjarðarsýsiu og Vigfúsi Jónssyni á Vakurs- stöðum í Norður-Múlasýslu heiðursgjöf af styrktarsjóði Kristjáns konungs IX., 140 kr. hvorura fyrir dugnað í jarðabótum. 12. sept. var séra Lúðvig Knúdsen á Þóroddstað veitt lausn frá embætti án eftiriauna. „Hvíidardagur Drottins og heigihald hans fyrr og nú“, heitir ritlingur, sem höfundurinn, hr. David 0stluud, hefur sent oss til um8agitar. Höf. ieitast við að sanna af ritningunni, að laugardagurinn en ekki sunnudaguriun hafi verið hvíldar- dagur ö. ðs í upphafi. Því Guð hvildi sig ekki áður en hann byrjaði að skapa, held- ur á eftir, ekki á fyrsta degi vikunnar, hokiur á þeim sjöunda. Og með því að öuð helgaði sinn hvíldardag og bannaði að vinna á þeim degi, þá er það synd, að lnlda hann ekki heilagan, en þessa synd drýgir öll kristnin nú á dögum. Fyr- ir utan þetta aðal efni inniheldur kverið goLt guðsorð og gömul kristileg sannindi, sem geta verið guðhræddum mönnum tii uppbyggingar, hvoit sem þeir halda hinn rétta hvíldardag heilagan eða ekki. Úr Fáskrúðsfirði er skrifað 23. þ.m.: „í nótt brann veitingahúsið hér í kaupstaðn- um (á Búðum) til kaldra kola; raannskaði varð ekki og sagt er, að miklu hafi orðið bjargað af því er inni var. í storminum á mánudagskvöldið var rak þilskipið „Biue BeII“, eiga Finnboga Lárussonar í Glerðum upp í Leirunni og brotnaði það œjög. Það var nýkomið suð ur þangað raeð vörur héðan. 4 menn voru með og drukknaði einn, Einar bóudi Jóns- son frá Endagsrði. Lögfræðíngnr er nú kominn út, 2. árg. og hefur inni að halda: 1. Yfirlit yfir sóttvarnariög íslands eftir Pál Briem. 2. ágangur búfjár eftir sama (framh.). 3. Handbók fyrir hreppsnefndarmenn eftir Klemens Jócsson (framh.). 4. Yfirlit yfir löggjöf ísl&nds 1887—97 eftir Pál Briem. 5. Ritsjá eftir sama og 6. yfirlit yfir dóma í íslenzkum málum 1896 eftir sama. Eimreiðin (3. hefti af 4. árg.), er nú ný- komin. Þar er löng grein um nútíðar- bókmentir Dana effcir danskan mann, Hen- rik Ussing, en þýdd af Birni Bjarnasyni stud. mag. Henni fylgja 20 myndir af helztu skáldum Daua á þessari öld. Mynd- irnar eru góðar, en í ritgerðina er Iítið varið. Inu í myndaflokkinn virðist oss vanta 3 fræga höfunda, úr því að þar eru svo margir sýndir, Goldsohmidt, E. Bran- des og Pontoppidan. Þessi ritgerð tekur með myndunum yfir mestau hluta heftisins. Auk hennar er þar: Tvenn erfiljóð eftir Jóhannes Þor- keisson, mynd af C. R. Unger og grein um haun, effcir Finn Jónssou prófessor, kvæði eftir H. Drachmann, „Enskir jafn aðarmenn“, þýtt af Dr. Vaitý öuðmunds- syni, stökur eftir sama, og loks „íslenzk hringsjá11, ritdómur um „Tímaiit kanpfé- kganna“ eftir Dr. Valtý, „Hellismenn“, eftir Guðmund Finnbogaso i o. fl. Það hefur staðið í flestum blöðunum hér í Rvík, að presturinn i Goðdölum væri að missa heiisuna og mundi leggja niður prestskap. Þetta segir Sæmundur læknir Bjarnhéðinsson &ð sé tórat rugl; hann hafi reyndar verið ksinn, en nú sé honum að bitna, og hafi hann aldrei ráðgert að segja af sér prestskapnum. Það kvað vera „ísafold", sem fyrst flutti þessa fregn, og er Ijótt hve því blaði er orðið tamt að hlaupa með ails konar „slúðuru, sem engar reiður er á að henda. Reykjavík. 12. þ. skipaði landshöfðingi Pál Hal- dórsson 2. kennari við stýrimannaskóiann, frá 1. okt. Aiþingisforsetarnir, biskup, landfógeti og lektor, gengust fyrir því, að mann- virkjafræðingunum A. P. Hanson og F.N. Brinch var boðið til morgunverðar í Iðnað- armannahúsinu á mánudaginn og sóttu það samsæti um 40 manns, þar á moðal landshöfðingi, landlæknir og ýmsir em- bættismenn, blaðámenn o. fl. Biskup mælti þar fyrir konuugs minni, en Björn Jóns- son ritstjóri mintist heiðursgestanna og starfs þeirra hér. Sæmundur Bjarnhéðinsson, læknir holds- veikraspítalans kom suður hingað landveg á sunnudagskvöldið, en með „Vestu“ um daginn kom ráðsmaður spítalans, Guðm. Böðvarsson frá Khöfn. „Hólar“ komu í gærmorgun austan að og neð þeim hátt á þriðja hundrað far- þega. . Þeir mættu „Thyra“ á Djúpavogi á Ieið frá Höfn og norður um land, og tóku „Hólar“ utanlandspóstinn, sem hún hafði meðferðis og hingað átti að fara. Að utan eru engia merk tiðindi að segja frá því síðast fréttist. Með „Hólum“ komu cand. Magnús Magriússon leikfimiskennari, Pétur Þor- steinsson stud. theoi., öuðm. Magnússon frá Akureyri og kona hans, öuðrúu Sig- urðardóttir, Jón ísleifsson frá Hryggstekk í Skriðdal o. fl. Hr. öuðmundur Magnússoa er alkominn hingað og verður i vetur við riðinn sjón- leiki „Leikfélags Reykjavíknr“ í Iðnaðar- mannahúsinu. Hann kom upp til Akur- eyrar frá Khöfn í júní i sumar, hafði þá verið ytra tvo vetur. Hann hefur lært þar að búa út íeiksvið fyrir sjónleiki og haft tilsögn hjá Ieiksviðsstjóra Dagmar- leikhússins í Khöfn, einnig haft ókeypis aðgang að leiksviði Konunglega leikhúss- ins til að læra þar. Styrkveitingar til að nema þetta hefur bann haft úr dönsk- um sjóðum, „Det Classenske Fideikommis" o. fl. Það má telja víst, að hann verði góður styrktarmaður sjónleikanna hér í vetur. Þar hefur vantað mann, sem feng- ið hefði tilsöga í að búa út leiksvið. Magnús dýralæknir Einarsson er nú á bólusetningarleiðangri suður um Hrauniu, en kemur hingað aftur um helgina, fer þá aftur í sömu erindum austur fyrir fjail. „Vesta“ fór héðan tii útlanda í fyrra kvöid og með henni um 60 manns: W. Christenssn kaupm., öuðm. Thorsteinsson kaupm., Helgi Jónssoa náttúrufræðingur, Jón Jón8son sagnfræðingur, Páll Torfasou frá Flateyri og kærasta hans, frk. Rai- mann frá Khöfo, læknaskólakandidatarnir Halidór Steinson og öuðm. öuðmundsson, á fæðingarstofnunina í Khöfn, Bald bygg- ingameistari og 20 af hans mönnum, Einar Bea. málaflutningsm., mannvirkja- fræðingarnir Brinck og Hanson, frökeu Þórdís Helgadóttir úr Rvík, frk. Thor- steinsson fráBildudal, Engiendingar nokkr- ir o. s. frv. Hr. H&nso:), manuvirkjafræðingur frá Berlín, kom hingað nokkrum dögum áður en „Vesta“ fór. Hann er, svo sem kunn- 65 66 67 68 En síðan hef ég svoizt Bem drðg og senn hvað líður hef ég nóg. Brandur En sérðu ei uh við Bjálfs þín gröf, að sálina léztu í ofanigjöf? Móðirin Ég sá það fyr og sýndi hozt þá sendi’ ég þig og gjörði prest. Þá stundin slær og þín ég þarf, átt þú að launa móður-arf; þú færð hjá henni fast og laust, en færir henni skjöl og traust. Brandur Þó skörp þú sért var sjón þín röng og sálin þín að skilning þröng. Sú fyrirhyggja og fósturást með fyllsta rétti margoft brást Þið ætlið börnnm hús og hokur svo haldist sama maura-okur. Af eilífðinni við og við eiun veikan bjarma sjáið þið, og notið hann; og nú þið meiuið að nóg sé, ef þið fjársafnið og kynstofn ykkar að ei greinið, og hel við líf svo hnýta reynið, að áratalan ykkur hjá við eilífðina standist á Móðirin Rýn þú ei hót í huga minn, en hirð rniun auð ef verður þinn. En skuldin? Brandur Móðirin Hvað þá, skuldin, hvað? Ég skulda engum. Brandur Gott er það; en skilurðu’ ei, ef skuldir væri, með skilum kvitta þær mér bæri; því allar kröfur arfinn á, ef andast móðir hans, að fá; og sá við húsi tómu tók hann tekur við þess skuldabók. Móðirin Svo skipa bvorki lög né iönd. Brandur Ei lög, er ritar mannleg hönd, en í hvers drenglynds sonar sál er sett og skráð það lagamál; og það skal einnig framgang fá. Ó, flýt þér blind að læra að sjá, að þú hefur Drottins góssi glatað, og grafið djúft þitt sálarpund og fjötrað ímynd Guðs við grund og jarðargrómi alla atað, og andast vængi stfýt og klipt. Er hér ei skuld, og hvar er þitt, ef herran segir: Kom með mitt? Móðirin (óróleg) Hvað, hvar sé mitt? Brandur En hræðstu ei þó, ég hef, ég vona, í skuld þá nóg. Guðsmyndin þín, af þér oft blettuð, skal þvegin verða af mér og sléttuð, þú skalt ei deyja skuldug, móðir, skunda því örugg heljarslóðir, — jeg svara skuldum. Móðirin Skuld og sök? Brandur Skuldum, ei meiru, heyr mín rök. Þú geldur brota, sértu sek, en synda skuldum við ég tek. Sú mannsins upphæð er var eytt þá aura og girnda hlaup var þreytt, hún verður yfir á aunan leidd; og af honnm að fullu greidd; en fyrir að hirða ei þann auðinn, sé yfirbót ei gjörð, er dauðinu! Móðirin (óróleg) Mér væri skárra að skunda heim í skotið mitt við jðknlreim; hér sprettur margt sem mér er eitur, á móti slíkri brunasól; mig svimar, verði haus minn heitur. Brandur Já leita þú í skuggans skjól, en skyldi ljóssins vanta hól, þá sendu bráðast boð til mín, þá bíð ég ei, en kem til þín. Móðirin Með tal um syndir, sekt og pín? Brandur Nei, einsog vinur, einsog son, ég óttan rek, en gef þér von, og sit bjá þér rnrð söng og ljóð og sefa skal þitt kvalabióð. Móðirin Því lofar þú með munni og mund? Brandur Ég mæti á þinni angurs-stund. En kost ég set, sem settir mér, að sjálfráð alt, sem heldur þér við jörð, þú látir laust sem gjöf, og leggist ber i þína gröf. Móðirin (slær til hans) Skil eld frá hita, salt frá sjó, og safnaðu öllum kulda’ úr snjó: Of hátt! Brandur Lát barn í brunniun lygna, og biddu Guð þitt verk að signa! Móðirin Nei, lát mig hungra, líða þorsta, en lát það ei hið stærsta kosta. Brandur Ei dóminn mýkir annað allt, sé ekki þetta stærsta falt. Móðirin Ég ætla kirkjum auð og plóg. 5 6*

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.