Ísland


Ísland - 15.10.1898, Side 1

Ísland - 15.10.1898, Side 1
ISLAND. II. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 15. okt. 1898. 40. tölublað. EKTA PAKKALITIR OG INDIGrO (BLÁKKUSTEINN) FÆST HJÁ C. ZIMSEN. Minnisspjald. —o— Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri við kl, llVa—lVí* — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum kl. 5— 6 síðd. 1. mánud. í hverjum mánuði. Landsbókbsafnið: Lestrasalur opinn daglega frá kl. 12.—2 síðd.; á mánud., mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Utlán sömu daga. Eorngripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árd. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. fmtd. í mán.,kl. 5 síðdegis. Fátækrancfndar-fundir 2. og 4. fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvem sunnu- dag kl. 2—3 síðdegis. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis tannlækning hjá tannlækni Y. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1. og 3. mánudag í mánuði hverjum. FRÁ ÚTLÖNDUM. —o--- Kph. 25. sept. 1898. Drcyfus-málið. 9. Endurskoðun á máli Dreyfus. Báðhei'raskifti. Svik Henrys urðíi til þess að veita end- urskoðiminni meira fylgi. Dreyfus-féndur hafa ekki kastað þungum steini á svikar- ann, þeir meira að segja hæla honum á hvert reipi og segja að hann hafi falsað þessi bréf af einberri föðurlandsást og til þess að bjarga og halda uppi sóma hers- ins, og þess vegna hefur jafnvel verið gengist fyrir því, að reisa svikara þessum minnisvarða! Hins vegar hafa Ðreyfus- vinir beytt sér betur til þess að berjast fyrir endurskoðuninni og þeir, sem reikulir voru í ráði, hafa flestir slegist í fylgi með þeim. Einkum hefur Dreyfusmálið átt duglega og góða talsmenn í ráðaneytinu, þar sem þeir Brisson og Bourgeois eru. En sú von, að Zurlinden, hinn nýji her- málaráðgjafi mundi snúa sór öðruvísi í málinu en Cavagnac fyrirrennari hans, hefur orðið sér til skammar. Eins og get- ið var um síðast, höfðu þeir hermálaráð- gjafinn og dómsmálaráðgjafi Sarrieu máls- skjölin til rannsóknar og 12. þ. m, átti að verða ráðgjafastefna, þar sem þeir gjörðu grein fyrir rannsókn sinni, og átti þar að taka fullnaðarákvæði um endurskoðun málsins. í>að var þegar orðið hljóðbært áður, að Zurlinden mundi vera með öllu á móti endurskoðun, því að hann sæi sóma hersins í voða, ef málið yrði tekið upp á ný; hann sá það, að þá yrði að taka þá Mercier, æðsta franska hershöfðingjann og Boisdeffre undir rannsókn; þetta vildi hann ekki að gjört væriogþví var það, að hann ætlaði að draga sig í hlé, ef endurskoðunin fengi framgang. Og loks rann upp mánu- dagurinn 12. september. Mættu þar ráð- herrarnir og áttu fund með sér undir for- sæti Faurés; fundurinn stóð í 8 tíma. Fyrst kom þar til umræðu mál Paty de Clam og var ályktað að víkja honum úr herþjónustu fyrir framkomu hans í Ester- hazy-málinu. — hann hafði sem só verið frumkvöðullinn til allra óspektanna og lof- að herróttinum öruggu fylgi sínu, til þess að gjöra háreysti í salnum; sumir segja og að það só vegna þess, að hann hafi beinlínis gjört alt, sem hann gat, til þess að bjarga Esterhazy. Því næst var tekið til við Dreyfus.málið. Brisson hélt fyrst ræðu og talaði eindregið með endurskoðun. Zurlinden varð þá reiður og spurði, hvort það vissulega væri vilji manna, að Mercier væri tekinn fastur, því að það væri óhjá- kvæmilegt, ef endurskoðun yrði. Dá svar- aði Brisson: Við verðum að taka Mercier fastan og hvern annan, Sem sekur er, því að það er skylda vor að lireinsa þjóðveld- ið af þessari pestnæmi". Urðu síðan harð- ar umræður milli þeirra og Faure setti sig gegn endurskoðun. Loks urðu menn á það sáttir að fresta málinu þangað tel laugar- daginn 17. sept. í millitíð gengu ýmsar sögur um Faure, að hann ætlaði að koma sér í mjúkinn hjá hernum og ef þing yrði kallað saman mimdi hann leggja niður for- setastörfin, en bjóða sig svo aftur til for- seta og láta svo forsetakosninguna skera úr því hvort endurskoðun yrði eða ekki. En hafi Faure verið eindregið móti endur- skoðun á þessum fundi, þá hefur hann ekki haft áræði til að halda skoðun sinni til streytu, eftir því sem ráða má af laug- ardagsfundinum. Á þeim fundi gáfu ráð- herrarnir Sarrieu dómsmálaráðherra um- boð til að kalla saman nefnd til þess að segja álit sitt um málsskjölin og málið og undirbúa endurskoðunina. En þá stóðst Zurlinden ekki lengur mátið og eins og hann hafði lýst yfir á mánudagsfundinum, sendi hann beiðni um lausn frá ráðherra- störfum og hljóðaði beiðni hans svo: „Ég leyfi mér hér með að beiðast lausnar frá embætti. Orsökin er sú, að ég hef við rannsókn málsskjalanna orðið sann- færður um sekt Dreyfus, svo að ég sem hershöfðingi get engan vegin felt mig við annan enda þessa máls, en að sektar- dómur Dreyfusar standi óhaggaður". Einnig baðst Tillaye atvinnumálaráðherra lausnar, sakir þess, að hann vildi ekki bera ábyrgð- ina á endurskoðuninni. Fengu þeir báðir lausn. Hermálaráðgjafi í hans stað er orðinn Chanoine hershöfðingi, hraustur maður og harðfengur; hefur hann verið í mörgum herferðum Frakka og jafnan feng- ið ágætan orðstír. En eigi þykir ólíklegt, að hann feti í fótspor fyrirrennara sinna, að því er Dreyfusmálið snertir. Zurlinden er nú aftur orðinn yfirborgstjóri í París og þykir það glappaskot frá Brisson’s hálfu, því að hann hefur svo mikil ráð í þeirri stöðu, að hann getur styrkt herréttinn og hans fylgifislca svo vel, að vansóð er, hvort mótstöðumenn þeirra komizt upp fyrir moðreyk. í stað Tillaye’s er Godin öld- ungur orðinn ráðherra. — í nefnd þeirri, er dómsmálaráðherrann kallar saman, eiga 3 stjórndeidarformenn úr dómsmálaráða- neytinu sæti og 3 dómendur úr ónýting- arróttinum. Nefndin tók til starfa mið- vikudaginn 21. þ. m., og er talið líklegt, að hún muni hafa lokið störfum sínum innan fárra daga, en hún hefur ekkert fullnaðarákvæði í þessu máli, því að eftir að hún hefur fjallað um það, gengur það til ónýtingardómsins og hann hefur úr- skurðarvaldið um, hvort endurkoðun skuli hafin eða ekki. Það er í mæli, að dóms- málaráðherrann hafi ekki fengið að sjá hið allra leynilegasta skjal í Dreyfusmálinu, en orðið í því efni að fara eftir fyrirsögn em- bættisbróðnr síns, Zurlindens. Alt er holt rotið við þetta enn þá, en vonandi er nú að úr þessu greiðist eitthvað úr þessu máli, svo að sannleikurinn komi í ljós. ítambaud, sem átti sæti í Meline-ráðaneyt- inu sagði við hátíð eina í RoQolouge: „Eins og allir embættisbræður mínir, þekti ég þegar svik Henry’s. Það hefði verið betra að færa sér þau ekki í nyt“. Tramés þingmaður greip fram í fyrir honum og sagði: „Fið hafið þekt svikin og þagað yfir þeim og látið sökudólgana sitja í em- bættum, til þess að geta haldið áfram uppteknum hætti. Petta eru vandaðir menn! Góðk fulltrúar í opinbei’um mál- um!“ Ekki bætir þetta fyrir mótstöðu- mönnum endurskoðunarinnar. 2. fiSclið gegn Pitjuas-t. Esterhazy. 0|>ið brél frá hertoganum af Drleans. Dess var getið í síðustu fróttum, að Picquart mundi látinn laus innan skamms. En sú raun hefur ekki orðið á. Sakamála- dómurinn neitaði að láta hann lausan. Af sakargiftum þeim, er honum fyrst voru bornar á brýn, er nú einungis einni haldið fram gegn honum, sem sé að hann árið 1897, er hann var í ríkisins þjónustu, hafi skýrt Leblois málsfærslumanni frá ýmsu, er snerti varnir ríkisins, en Leblois hafi aftur sagt það Scheurer-Ketsner, er fyrstur hóf Dreyfusmálið á ný. Loks var Picquart leiddur fram fyrir róttinn 21. þ. m. Sækj- andi skýrði frá málavö?:tum, og með því að öll líkindi voru til að Picquart hefði falsað bréf það, er um var að ræða, þá þyrfti tíma til að rannsaka það og bað því dómarana að fresta málinu. I3á tók La- bori til máls og kvað enga þörf á fresti, sækjandi sæi að málið fólli um sjálft sig, eins og nú væri komið og mundi því eiga að beita nýjum brögðum. Hann endaði ræðu sína þannig: „Ég er á móti fresti af því að við eigum óvini, er við getum vænst als ills af, því nú er verið að brugga einhver ný vélabrögð og vinna að því, að Picquart sitji í fangelsi þar til hann verð- ur fenginn yfirmönnum hersins í hendur. Þessi sakargift er borin Picquart einungis af því, að þegar setið var á svikráðum við hann, sumpart af hans undirmönnum, sumpart af jafningjum hans og sumpart af hans yfirmönnum (og sneri sér um leið að hershöfðingjunum Gonse og Pellieux)— óg get sannað þetta — þá leitaði hann ráða til málafærslumanns, með því að hann sá sér hættu búna. Og ég leyfi mér að spyrja, hvort nokkuð saknæmt sé við það að spyrja málfærslumann ráða? Þetta mál snertir ekkert Esterhazy-málið. Picquart var einungis tekinn fastur af því, að hann vidi sýna fram á svik Henry’s, þá er Ca- vagnac var ráðherra". Pá mælti Picquart sjálfur: „Ég heimta einnig dóm þegar í stað, Nú fyrst fæ ég það opinberlega að vita, að vélabrögð eru brugguð gegn mér; ég las um það 1 blöðunum í morgun, en ég trúði því ekki. En nú sé ég að það er satt, og það er ef til vill í síðasta sinn að ég fæ að tala opinberlega, því að ég sef kannske í Cherche-Midi (hermannafangelsi) í nótt. En ég er óhræddur hvað póstkortið snertir, samvizka mín er róleg. En ég á- lít við þetta tækifæri róttast að lýsa því yfir, að ef í fangaklefa mínum finst snara Lemerciers-Picards eða sveðja Henry’s, þá er hér um morð að ræða, því að ekki ætla ég að ráða sjálfum mérbana". í því hann mælti þetta varð Gonse bleikur sem nár, því að það er kunnugt, að hann sendi Picquart til Afriku, svo að hann missti lífið í ófriðnum gegn Tuaregum. Labori lýsti því yfir, að Picquart æskti ekki eftir að vera látinn laus. Var svo málinu frest- að og farið með Picquart í fangelsið aftúr; en daginn eftir er hann var tekinn úr fangelsinu „La Santé“ og fluttur til her- mannafangelsisins „Cherche-Midi“ og munu nú hershöfðingjar hugsa honum gott tií glóðarinnar að launa honum lambið gráa, þar eð herrétturiun á að rannsaka mál hans. Fylgismenn hans og frelsisvinir allir eru hinir reiðustu yfir þessari aðferð og ásaka mjög Zurlinden og Chanoine fyrir að láta þetta viðgangast. Brisson hefur stung- ið upp á því í ráðaneytinu, að veita Zur- linden ofanígjöf fyrir framkomu hans gegn Picquart, með því að hann hefði gefið leyfi til þess að láta málið ganga fyrfi- her- róttinn áður en auglýst hefði verið opin- berlega að hann væri skipaður í það em- bætti, er hann situr í. í>að er ekki ólík- legt að Picquarts-málið verði Frökkum til jafnmikils ósóma sem Dreyfusmálið ef her- inn fær að ráða. Esterhazy helzt nú við í London og er næsta óþekkjanlegur útlits. Hann lætur alldrýgindalega yfir sér og kveðst margt merkilegt hafa í höndum viðvíkjandi Drey- fus-málinu. Segir hann að einir þrír menn hafi þekt málið til hlýtar, Sandherr, Henry og hann sjálfur, en bæði Sandherr og Henry eru dauðir. I’að er og haft eftir honum,

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.