Ísland


Ísland - 15.10.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 15.10.1898, Blaðsíða 2
138 í SLAND. „ [ S L A N D“ kemur út á hverjum laugardegi. Kostar í Reykjavk 3 kr., út um land 4 kr., erlendis 4 kr. 50 au. Ritstjóri Þorsteinn 6ríslason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsius: Þingholtsstr. 4. Pretverk Jóns Ólaissonar. að málsskjölin í Dreyfus-málinu sðu um 1000 og þar af séu 600 fölsuð. Hertoginn af Orleans hefur gefið út opið bréf og segir þará meðal annars: „Ráðherr- arnirhafa gjört sig seka í samsæri gegnföður- landinu. Þótt fleiri hermálaráðgjafar hafi fullvissað þá um sekt Dreyfus, vilja þeír ekki játa sekt hans og neita að kalla saman þingið til að heyra álit þess. Undir því yfirskyni að þykjast vilja sýna fram á sakléysi þess manns, er dæmdur hefur verið sem land- ráðamaður, ætla þeiraðgjöreyða franska her- inn og setja ált Frakklandi í hættu.— Frakk- ar! Þetta' munum við aldrei láta viðgang- ast!“ Það mun nærri sanní, að hertoginn só farinn að hafa góðar vonir um að geta fært sér þessar deilur i nyt, til þess að ná því, sem hann þykist með róttu eíga til- kall til, og hyggur því bezt að fá herinn í fylgi með sór. En það er einmitt það, sem Frakkar ættu ekki að láta viðgang- ast. Látinn er Stefán Mallarme, franskt skáld og rithöfundur, Þegar hann komst til vits og ára, var sú stefna í skáldskapnum ráð- andi, að hafa kvæði og skáldrit sem allra formfegurst, en efnið leið oft við það nokk- uð, því að yflrlegu mikla og vandvirkni þurfti til að fullnægja þeim kröfum, er gjörðar voru. Móti þessu reis Mallarmó og kærði síg kollóttan um formið, en lagði aðaláherzluna á það, að koma hugmynd- unum (og skáldagrillunum ?) á pappírinn eins og þær myndast í heilanum. Þettá varð hjá honum oftast svo mikill óskapn- aður, að varla mun nokkrum auðið að skilja kvæði hans og, jafnvel ekki Frökk- um sjálfum og sumír efast um að hann sjálfur hafi skilið það, sem hann fór með, en þó fylgdu margir stefnu hans og mun hann höfundur hínnar „symbólsku“ stefnu, sem mörg dönsk skájd hafa tekið upp og -— fleiri, og þótst menn at meiri. Krítarmálinu héfur þokað lítið átram síðan síðasti fréttapistiU var ritaður; upp- reistin er að vísu bæld niður, en alt gengur þar enn á tréfótum; nú er það þó fullyrt að England, Rússland, Frakklandog Ítalía muni ganga í bandálag til þess að stilla algjörlega til friðar á ' Krít og neyða soldán til að slaka til og ganga að þeim skilmálum, er þau setja. Ennfremur að þau muni sem fyrst senda flota til Dar- danellanna og jafnvel leiigra, ef þörf krefur. Eins og kunnugt er, hófu ættingjar Al- freds Nobels mál út af arfleiðsluskrá hans, en nú hafa þeir sæzt á málið, þannig að 25 miljónir króna skuli setja á vöxtu og nota vextina til verðlaunaveitinga, eins og Nobel ákvað í erfðaskránni. Allar eigur Nobels voru 31,587,202 krónur. Stjórnendaskifti í Kína. Anstræna málið nýja. Deilan um járnbrautarlagningu í Kíná, er getið var um síðast, hefur lagast, svo að ekki lítur út fyrir að hún komi frekar til greina. En jafnskjótt, sem hún var á enda kljáð, kom annað til skjalanna, er ó- víst er hvernig lyktar. T-saitien, keisari í Kína, hefur verið frjálslyndur og viljað hefja þjóð sína upp úr villu og vanþekkingu og leytast við að laga alt þar í landi eftir siðum hinna mentúðu nútíðarþjóða. Ráðgjafl hans var Kang-Ju-Mei, framfaramaður mikill og hvatti keisara mjög til að koma á endur- þótum þessum. Meðal annara endurbóta, er þeir vildu koma á, var stofnun skóla, er veittu mönnum fræðslu í verklegu, svo sem járnbrautarlagningu og öllu, er þar til heyrði, og námugrefti o. fl., ennfremur vildu þeir koma á póststjórn í sama stíl og Evrópumenn. En Kínverjar kunna þessu illa og ekki sízt keisaradrotningin, er sat að völdum næst á undan Tsaitien — hann er kjör- sonur hennar. — Hún er mikil vina Li- Hung-Changs, enda er talið yíst að hann hafi ýtt undir hana til stórræðanna, að stemma stigu fyrir þessum endurbótum. Og er minst varði tókst henni að steypa keisara frá völdum, og er nú tekin sjálf við stjórn. Keisari var tekinn höndum; einnig átti að taka Kang-Yu-Mei, en hann flýði og er mælt að hann sé kominn í skip Englend- inga; þar er honumborgið. Keisaradrotn- ingin hefur verið hylt af hirðmönnnm og eftir fróttum frá Peking að dæma, einnig af keisaranum; en fréttir frá Shanghai segja að keisarinn hafi verið myrtur, og þykir eigi ótrúlegt, að það muni satt. Talið er og víst; að Li-Hung-Shang taki aftur við embættum sínum, og vænta Eng- lendingar sér ekki góðs af því, því að hann þótti ærið hliðhollur Rússum hið síðasta. Englendingar munu hafa í hyggju að setja her á land við Taku, og í dag (24. seft.) lagðienskt herskip á stað frá London til Taku og er áfitið, að það ætli að taka önnur 6 herskip með sér í Tschifu og halda með þau til Taku. Annars fer þetta mjög leynt enn þá, en frá London hefur sú fregn komið að málið vceri pijög alvarlegt, að því er næst yrði komist. Faslxoda-málið. Ekki er alt klappað og klárt í Nílárdaln- um enn, þó Mahdíinn sé rekinn á flót.ta. 90 mílur fyrir. sunnan Onídurman er bær einn, er Fa'ðhoda heitir. I'angað hafði Mahdíinn, skömmu áður en Jiann beið ó- sigurinn fyrir Englendingum, sent tvo fall- byssubáta, en þeir höfðu hörfað undan þaðan, með því að hvítir menn skutu á þá og léku þá hart. Bátarnir komust síð- ar í hendur Englendinga, og báru skeytin, er voru í þeim, það með sér, að Frakkar mundu sitja í Fashoda. • Nú hefur fengist full vissa fyrir því að svo er. Þessum bæ verða Englendingar að ná, svo að þeir ráði löndum frá Kap til Kairo. Foringi Frakka, sá er í Fashoda situr, mun vera Marchand, og telja menn hann hafa um 4000 vígra manna. Englendingar sendu í vor liðsveit frá Uganda undir forustu Macdonalds norður eftir og var svo ráð fyrir gjört, að þeir mættu enska hernum, er hann kæmi norð- an að. Er Macdonald var kominn norður að Fashoda, voru Frakkar þar fyrir, en hann hefur ekki liðstyrk á við þá. Fór því Kitchener þangað suður eftir. Már- chand vildi ekki látá bæinn lausan án leyfls frönsku stjórnarinnar. Setti Kitchener þar setulið og hélt svo aftur til Omdur- man. Betta jafnar sig að öllum líkindum friðsamlega; franska nýlendustjörnin þýkist ekkert vita um gjörðir Marchand’s og engar fregnir hafa fengið frá honum síðan í apríl. Yiðsjái* í Suður-Ameríku. Landamerkjaþræta hefur komið upp mílli Ohile og Argentinu og leit um tíma all- ófriðlega út milii þeirra.' Nú háfa þau komið sér saman um að leggja málíð í gjörð, þannig að Viktoria- drotning skeri úr um landamærin. I3ó er ekki þar með alt búið, því að Argentina vill ekki hlýta honnar dómi um nema nokkuð af landa- mærunum, er þrætan er um, og er því eigi séð, hverjar afleiðingar málið kunni hafa. ---------t , ■ i " Konungurinn og krónprinzinn á Korea urðu fyrir skömmu snögglega fárveikir eftir að þeir höfðu matast, en batnaði þó aftur innan skamms. Grunur leikur á þvi að eitur hafl verið sett í mat þeirra. Fjöldi hírðmanna hafa verið teknir, en í mæli er að ein af hirðmoyjunum hafi gjört það af afbrýðissemi. IJmmæli Frakka um Frakklaxid. „Politiken" tekur upp bréfkafla frá fræg- um frönskum manni, sem þó er ekki nafn- greindur, um föðurland hans. Bréfkaflinn hljóðar svo : „Mór væri ánægja að því að bréfln frá Vilhjálmi kejsara til Dreyfus væri gjörð heyrum kunn. Þau hljóta að vera æði skringileg, ef sami bjáninn hefur búið þau til, sem bjó til bréfln, er áttu að hafa far- ið Schwarzkoppeu og Panizzardi á milli. til allrar óhamingju er það stjórnin ein, sem getur birt þau, en hún þorir það aldrei. Ég er viss um að það voru þessi ruddalegu svik, er komu því af stað, að Hanotaux gjörði umrótið hér um árið. Menn hafa ekki birt þau. .af ótta fyrir að þau mundu fletta ofan af herstjórnarráða- neytinu, þar sem þau eðlilega eru samin. Einu sinni var það þó, að Hanotaux vildi taka svikarana fasta og refsa þeim. En embættisbræður hans þorðu það ekki. Þá lót hann undan siga og hélt sér innan víggirðinga ríkisleyndardómanna. Nú þokar sannleikáhuxíi stórum áfram ! En hvernig mun fara fyrir veslings föður- landinu okkar, hvernig mun það líta út eftir að þessar skærur eru, á enda? , Her ogstjórn hlýtur að vera á lágu stigi þar: sem að slík strákapör (þar á ofan svo heimskuleg strákapsr) geti haldist uppi. Bað lítur út fyrir að einhver óhamingja hvili yfir kakólskum þjóðum. Lítum til Austurríkis, Spánar, Ítalíu og Frakkiands! Kaþólskari flytur eitthvert eiturefni, sem er banvænt. Bað gæti verið viðvörun fyrir veslingana, sem í löndum mótmælenda þrá kaþólskuna, af því þeir ‘ eru orðnir þreyttir á frelsinu." Eiixi uiu drotningarmorðift. Betta níðingsverk hefur vakið' sem von er mikla gremju og reiði gegn stjórnend- i*n og einnig gegn ítölum yfir höfuð, því að Caserio, er myrti Carnot, og sá er myrti ráðaneytisforsetann spánska, voru báðir ítalskir. Kom það einnig brátt í ljós í Austurríki, því að þar var ráðist að ítölum og þeir reknir á brott, urðu af því róstur nokkrar, en urðu þó sefaðár áður langt um leið. Stjórnféndur sjálflr hafa jafnvel lýst vanþóknun sinni á verki þessu, svo er t. a. m. um belgisku stjörnfénd- urnar:. Hafa, verið haldnar rannsóknir miklar í morðmálinu, en eigi hefur Suc- cheni fengist til að játa að fleiri væri í yitorði með honum um morð þetta; þó leikur sterkur grunur á því og hefur i til- efni af því verið tekinn fjöldi stjórnfénda í Svíss og víðar,, Luccheni situr sjálfur í varðhaldi í Genf og bíður þar dóms síns, sem auðvitað verður æfilangt fangelsi,1 því að þar eru þau lög, að eigi má lífláta af- brotamenn. - • Samkvæmt leyfi frá Franz Jósef skáfu læknar upp brjóst drotningarinnar og kom þá í ljós, að sveðja hafði gengið inn 4 lijíirtað og virðist því óskiljanlegt, að.drotn- ingin skyldi ekki falla þegar niður. Yar hún síðan kistulögð þar og hkið flutt með aukajárnbrautarlest til Yínarborgar. Sýndu Genfbúar mikla hluttekningu, eins og aðriry því að samhrygðarvottanir hafa komið úr öllum áttum til keisarans. Vínarbúar létu og sitt ekkveftir liggja að sýna hluttekningu og hætti alt viðskifta- líf þar um þær mundir, því öllum búðum og opinberum stöðum var lokað, en lög- reglan hafði nóg að gjöra að halda á reglú, og svo roíkil varð þyrpingin á götunum kringum kapelluna, þar sem líkið var, að kalla varð á brandliðið til að skakka leik- inn, og þegar fólkið fékk vatnsgusurnar framan í sig, lét það fyrst undan síga. Hinn 17. þ- m. var útförin gjörð og var kista drotningarinnar sett í hvelfinguna, undir Kapuciner-kistunni.við> hliðina á kistu Rudolfs sonar hennar. Við útförina var fjöldi útlendra stórhöfðingja. Meðal annara Vilkjálmur keisari, krónprinz ítalaogkrón- prinz Grikkja o. fl. Elisabet drotning var fædd í Múnchen á jólakveldið 1837. Fáðir hennar var Maxi- milian Josef af Bayern, gáfaður maður og réttlátur og hinn beztí styrktarmaður allra vísinda og lista. Naut hin fagra hefðar- mær í æsku .hins bezta.uppeldis og fræðslu. Sextán ára að aldri var hun gefln Franz Jósef Austurríkiskeisara, o'g áttu þau tvær dætur og einn son, Rudolf, er dó voveiflega fyrir nokkrum árum. Nokkru eftir að Rudolf fæddist varð drotningin undarlega veik; var þá leitað ^llra beztu lækna í. rikinu, ;en þeir þóttust ekki geta vitað osakir sýkinnar; fór drotn: ing. þá til Bayern og leitaði til síns gamla lfeeknis þar. Kom það þá í ljós að hér var um mjög 'illa veiki’ að ræða, er drotning hafði smittast af. Upp frá þeirri

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.