Ísland


Ísland - 15.10.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 15.10.1898, Blaðsíða 4
160 í SL AND. hver á svo mikinn andans mátt og eld í sál? Það mundi vera Matthías, svo mætavel hann kvað! Hans hróður ætíð hrærði oss í hjartastað. Klemens Jónsson sýlumaður Eyfirðinga sigldi í haust með konu sinni til Hafnar og dvelja þau þar um tíma. Hannes Hafstein sýslumaður ísfirðinga ætlar að sigla í haust með konu sinni og vera ytra í vetur. Á meðan gegnir Ma- rino Hafstein bróðir hans sýslumannsstörfum í ísafjarð-arsýslu. Merkileg tilviljun. í haust viltist unglingsmaður, Kristinn Jónsson, frá Tjörnum í Eyjafirði, úr göngum og suður til óbygða. Gekk hann lengi iengi og vissi ekki hvar hann fór, og svo liðu 15 dægur að hvergi hitti hann fyrir sér menn eða mannabygðir. Hafði hann þá gengið sundur sokka og skó og var illatil reika, því að heiman hafði hann lagt á stað nestislaus og létt klæddur. Yar hann því nær yfirkomin af kulda og sulti og svo máttfarinn að hann treystíst ekki að ganga lengra. Hann var, þegar hér segir frá, staddur í þéttu skógarkjarri og þekti hann ekkert hvar hann var staddur, en ætlaði að láta þar fyrirberast og bíða dauða síns. Fer nú tvennum sögum um það, hvernig hann bjargaðist. Segir önnur svo frá: friðjudaginn 4. okt. fór Eiríkur Ólafsson bóndi á Minni-Mástungu í Gnúpverjahrepp skógarför til Búrfells, en það er 2—3 stunda lestaferð frá efstu bæjum í Gnúp- verjahreppi. Þegar hann hafði viðað svo sem hann ætlaði og búið upp á hesta sína og var að halda á stað aftur heimleiðis, sér hann að baggamunur er á eínumhest- inum og hleypur út úr götunni tíl að ná í ábagga. Sér hann þá Kristinn, þar sem hann situr og rís upp við olboga undir skógarrunni þar skamt frá. En hin sagan segir svo frá, að þar sem Kristinn lá í skóginum sá hann álengdar hest á beit og var reiðingur á og beisli brugðið um hálsinn. Dróst hann þá með veikum burðum í áttina til hestsins og náði honum loks og hugsaði sér að fylgja hon- um þar til hans yrði vitjað. En ekki var hann svo hress að hann gæti komist á bak hestinum eða svipast nokkuð í kring eftir eigandanum. Þetta var einn af við- arhestum Eiríks bónda í Mmni-Mástungu og hitti hann Kristinn þegar hann vitjaði heStsins. Eiríkur gaf Kristni mat, og léði honum föt af sér og flutti niður að Ásólfsstöðum, efsta bænum í Hreppunum. Þar var hann þegar siðast fréttist og var farinn að hress- ast vel. Þó var hann töluvert skemdur á höndum og fótum. Eftir að sett var það, sem hér að ofan er sagt um villu Kristins Jónssonar frá Tjörnum í Eyjafirði, hefur „ísiandi" verið skrifað um þetta atvik austan úr Gnúp- verjahreppi og segir þar meðal annars svo: „Eftir hans (Kristins) frásögn að dæma, hefir hann farið þann bezta veg, sem hægt var að fá úr því var komið suður yfir Sprengisand. Upp á austurhornið á Hofs- jökli hefir hann gengið, eftir þvi sem hann segir frá, en ekki komist áfram fyrir sprung. um; snúið þá aftur og gengið fram með jökl- inum og vaðið allar Pjórsárkvíslarnar þar upp við jökulinn. Yestur í jökulkrikann hefur hann komist, eftir þvi sem hann lýsir og vaðið þar Miklukvísl, enda mun hún hvergi vera væð nema þar; dýpst óð hann liðugiega í mitti. Úr því hann kom suður á fjórðungssand fór hann að halda; sig með Þjórsá. í kofa lá hann eina nótt, þá frusu skórnir á fótunum á honum. Hvar annarsstaðar sem hann hefði gefist upp fyrir ofan bygð hefði hann enga hjálp getað fongið. í Búrfelli er skógur og sækja Hreppamenn þangað á haustin. Maðurinn er mjög bólginn á höndum og fótum. Yetlingana varð að rista af hönd- unum á honum; þeir höfðu verið litlir, en hann ekki athugað að taka þá nógu fljótt af sér áður en hendurnar fóru að þrútna undan þeim. Ekkert hefur honum orðið iit af því, sem hann hefur borðað. Maður- inn hlýtur að vera meira en meðalmaður, að þola þenna hrakning í 15 dægur og vera þó ekki full harðnaður, 22 ára að aidri.“ 26. f. m. fórst bátur úr Hrappsey á Breiðafirði og druknuðu þar 2 menn, Einar Sveinsson og Páll Ólafsson vinnu- menn úr Hrappsey, en 3. manninum sem á bátnum var varð bjargað. Veður hefur verið gott undanfarandi, nokkuð kalt, en þurt og hreint loft. Lovisa Danmerkurdrotning dó 29. f. m. Hún hafði tvo um áttrætt, fædd 7. seft. 1817. 1842 giftist hún Kristjáni prinz af Glúcksborg, sem verið hefur Danakonungur síðan 1863, og hefur hún því verið Danmerkurdrotning í 35 ár. JEYES FLUID án efa BEZTA BAÐLYFIÐ. Einkasölu hér á landi hefur Ásgeir Sigurðsson Reykjavík. Afsláttur jþegar mikið er keyft. Kaupendur fá ókeypis leiðarvísi, hvernig nota skuli baðið, samin af hr. Magnúsi Einarssyni dýralækni. Karlmannsyfirfrakki, lítið brúkaður, er til sölu fyrir mjðg lágt verð. Ritstj. vísar á. Harrisons heimsfrægu prjónavélar fást að eins hjá undirskrifuðum 25% af- siáttur frá verksmiðjuverðinu veitfst kaup- endum. flsgeir Sigurðsson, Reykjavík. KARTÖFLUR til sölu hjá C. Zimsen. HESTHÚS óskast tii leigu. Menn snúi sér til rit- stjórans. f’eir, sem vilja halda blöð og lesa, eiga líka að borga þau, því ef enginn borgaði neitt, gæti ekkert blað komið út. Sérstaklega eru nærsveitamenn, sem daglega, eða því sem næst, eiga leið hingað til bæjarins mintir á að borga „ísland“. Hafníirðíllgar eru framvegis beðnir að vitja „íslands" í búð Jóns Þórðarsonar í Bankastræti. Mosfellingar eru beðnir að vitja „ís- lands" í búð Jóns Þórðarsonar. Suðurnesjamenn eru beðnir að vitja „íslands" í búð Jóns Þórðarsonar. Akurnesingar vitja „íslands“hjá Andr- ési Andréssyni verzlunarmanni hjá Bryde. Iíjalnesingar vitja „íslands“ í búð Helga kaupm. Helgasonar. 93 94 95 96 að þruma um heimsins víða veldi og vekja fólk með drottins eldi. Lýgi. Sú fórn mín féll á jörð, því fánýt varð sú ráðagjörð, mig vakti Agnes úr þeim draumi, að inna sama fjærri glaumi. (horfir út eftir veginum). Sú ógnar-töf og eftirþrá, að iðrist hún og gjöri bót, svo sektarinnar rifni rót og rætist alveg grunni frá. Hver fer þar ? Hvað þá ? Fógetinn ? Jú, feitur, kátur, hýr á kinn og hendur ber í báðum vösum sem bogasveig á hverri hlið. Fógetinn (gegnum hliðið) Heilir! Þó sjaldan sjáumst við; — en naum er tiðin nú að mösum. Brandur Kom hingað nær. Fógetinn Nei, hér er gott og fái’ ég áheyrn fer ég brott með fullri vissu’, að þessum stað og báðum okkur bezt sé það, — Brandur Þér meinið — hvað? Fógetinn Hún móðir yðar er mjög svo þjáð og víst án biðar — það angrar mig. Brandur Ég efa, ei það. Fógetinn Já, einkar mikið. Nú, en hvað? Háöldruð konan, — hvað segi ég? Skal hver og einn ei sama veg ? Og þar mín leið hér lá um hlað, mér leizt ei vert að geyma það, — ég heyri líka fólk því fleygja að fæð —• og — livað ég vildi segja ? að einhver fæð frá eldri tíð með ykkur sé, og fjármisklíð. Brandur Hvað, fæð ? Fógetinn Og löngum heyrist hitt, og hún vill, skepnan, eiga sitt. Að yður gremst, ég allvel trúi, sitt eigið gagn hver stunda þarf, í óskiftu er hún enn þá búi með yðar heila föðurarf. Brandur í óskiftu, — þér ætlið að — ? Fógetinn Að örfum sjaldan geðjist það. Og nú þar ég hef orsök til að ætla, þó hún hvildi sig, þér sigrið létt þann sorgar byl, þá sýndist mér þér heyrðuð til, ef stundin væri ei til ama, sem ég hef valið. Brandue Mér er sama hvort sé það nú eða’ síðar meir. Fógetinn Ég sný þá strax að efni. Heyr, óðara’ en hún er héðan liðin og hold er lagt í grafarfriðinn, sem verður brátt, — þér verðið ríkir, — Brandur Þér haldið — ? Fógetinn Ekki held,ég veit. Hún á hér lönd í allri sveit sem eigt þér getið lengst í kíkir; flugríkir! Brandur Þó að rýrni bú við réttarhaldið ? Fógetinn Bitti nú ! nei, skiftaréttar rugls ei þarf, hvar reikna þarf ei sundur arf. Brandur En ef nú samt á móti mér meðarfi skyldi finnast hér sem segir: Ég á arf með Brandi! Fógetinn Þá er það víst hinn gamli fjandi! Já, fjandinn! Hvessið augun eigi, ég ætti’ að vita, hvað ég segi; og mér má trúa þó ég þegi. Nú finst mér manni, fjáðum, ríkum, ei fært að una’ á stöðvum slíkum, — ef ekkert heldur yður band, en opið stendur gjörvalt land. Brandur Ég vildi, herra, hafa spurt, er hugsunin ekki: Farðu burt ? Fógctinn Því nær. Ég ætla öllum það sé einna bezt, því hyggið að hver þjóð það er, sem eigið þér að aga, kenna’ og siða hér; þið fremur saman eigið ei en úlfurinn og sauðar-grey. — Nei, gætið að, þér gáfur liafið til gagns og yndis víðri jörð, en ógagns hér, þar alt er grafið í eymd og neyð og jöklum kafið við skuggabjörg og fanna-fjörð Brandur En ættbygð manns ég ætla sé hans eðlisstöð sem rótin tré, og finnist ekki þar hans þörf þá þýða sjaldan neitt hans störf.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.