Ísland


Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 1
ISLAHD. II. ár, 4. ársfj. Reykjavík, 24. okt. 1898. 41. tðluMað. EKTÁ PAKKALITIR OG IÍJDIGO (BLÁKKUSTEINN) FÆST HJÁ C. ZIMSEN. HESTHÚS ðskast til leigu. Menn snúi sér til rítstjórans. Minnisspjald. —o— Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri við kl. lltyg —Itya — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskól- anumkl. 5-—6 síðd. 1. mánud. i hverj- um mánuði. Xiandsbókbsafnið: Lestrasalur opinn daglega frá kl. 12.—2 síðd.; á mánud., mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Forngripasafnið opið mvkd. og Id. kl. 11—12árd. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. fmtd. í mán.,kL 5 síðdegis. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis tannlækning hjá tannlæknl V. Bernhöft (Hótel Alexandra) 1, og 3. mánudag í mánuði hverjum. Frá fjallatindum til fiskimiða. Sumarið er nú farið en veturinn kominn; hann kom á laugardag- inn. Síðasta sumardagsmorgun- inn hvítnaði fyrsta sinn á haust- inu niður að sjó; það var þuntföl og tók fljótlega af aftur og þegar leið á dagin fór að rigna. Ann- ars hefur tíðin verið inndæl lengi undanfarandi, stilt og heiðskírt veður, sólskin um daga, en stjörnu- bert á kvöldum. En það er helzt fundið að sumr- inu, að það hafi verið um of rign- íngasamt, einkum síðari hlutinn. Grasspretta hefur verið um alt land með betra móti og sumstað- ar, svo sem á austurlandi með allra bezta móti. Heyskapur hefði því víðasthvar orðið góður, ef ekki hefði vantað þurkana. Heyin hröktust víða, en þurkarnir nú síðan í síðari hluta september hafa bætt úr, svo að yfuieitt má telja meðal heyár eða betur. Til sjóarins hefur sumarið einnig verið allgott, þótt þurkaleysið hafi einnig þar verið til baga. Það er verzlunarástandið sem stendur mönnum nú fyrir þrifum, markaðsleysið fyrir sauðféð og þar afleiðandi peningaleysið; en um það er ekki sumrinu að kenna. inn hér í bænum 18. þ. m. Átti félagið í sjöði í árslok 1897 1391 kr. 56 au. Forseti (séra Eiríkur Briem) skýrði frá að Árbókin væri brátt fullprentuð og fylgdi henni þýðing á ritgerð D. Bruuns um rannsökn eyðisveita og eyðibýla. Brynjólíur Jónsson skáld hafði verið í þjónustu félagsins næstl. sumar eins og að undanförnu og hafði rannsakað sögustaði og örnefni úr Gullþórissögu. Hann hafði og verið með Dr, Bruun við fornmenjarannsóknir í Reyk- hólasveit. Eitt af fjárkaupaskipum þeirra Zöllners og Vídalíns ernýlega far- ið á stað út hóðan með 2000 fjár og er ráðgert að flytja þann fjárfarm til Liverpool og slátra þar. Er svo áskilið, að engin kindin megi vera léttari en 105 pd. á fæti, og þá ætlað að verð- ið muni verða 10 kr. til jafnaðar fyrir hverja. Gufubáturinn „Reykjavík" fór héðan á stað alfarinn 17. þ. m. Hann á að notast til strandferða við Noreg í vetur. Hann hefir haft töluverða vöruflutnínga í sun> ar á ferðunum upp í Borgarfjörð- inn eða vestur um, en miklu minni á suðurferðunum. Fornleifafélagsfundur var hald- Lars Oftedal, norski presturinn og ritstjórinn alkunni, sem ferð- aðist hér í sumar, hefir ritað í blað sitt „Stavanger Aftenblað" langa ferðapistla frá íslandi. Hann kom upp til Austfjarða, fór með skipi norður um land og suður hingað til Reykjavíkur; kom inn á flestar hinar stærri hafnir fyrir norðan og austan. . Hér syðra var hann 8 daga og fór þá til Pingvalla. Hann hefir tekið vel eftir ýmsu, verið mjög spurull um hvaðeina sem fyrir bar og segir frá mörgu. Eitt af því sem hann minnist á er íslenski kvenbúningurinn, skotthúfan, sjalið og peisufötin. Margir útlendingar, sem ferðast hafa hér um, hafa hrósað þessum „þjóðbúningi", látið sem sér þætti hann fallegur. Og íslendingar hafa, eins og skiljanlegt er, það smáþjóðaeinkenni á háu stigi, að meta dóma útlendra ferðamanna um þjóðina eins og goðasvör. Ofte- dal er ekki á því máli, að peisu- búningurinn klæði vel; honum þykir hann afskræmislega ljótur og kveður hatóa þar mikið verkefni fyrir einhverja smekkvísa konu, að rísa upp og reyna að úferýma honum úrlandinu. Ogþví ber ekki að neita, að hann hefur rétt fyrir sér; það er óskiljanlegt hvað það er, sem ræður því, að íslenzka kvennfólkið heldur svo fastri trygð við peisu- búninginn, jafn-ljótur og hann er. Annað minnist hann líka á, sem honum þykir ljótt í fari íslendinga, og það er „neftóbaks-drykkjan" sem hann svo kallar. Hann seg- ist hafa tekið eftir því, að margir sveitamenn, sem koma hingað til Reykjavíkur, gengu með svarta óþerra-pjöru í efrivararskegginu, og skildi hann í fyrstu ekki í, hvernig á þessu stæði. En á Austurstræti fékk hann einn dag ráðning þeirrar gátu. Þar mætt- ust tveir sveitakarlar, heilsuð- ust mjög vingjarnlega, (auð- vitað á þann hátt að þeir kystu slefuna hvor úr annars skeggi); síðan tók annar upp úr vasa sín- um litla „tréflösku",- segir hann, og rótti kunningja sínum. Hann tók á móti, rak stútinn upp í aðra nösina, hallaði sér aftur á bak og drakk fast og lengi. Síð- an skifti hann um, stakk stútnum uppí hina nosina og fór eins að. Oftedal spurðist nú fyrir um það, hvað það væri, sem mennírnir drykkju með nösunum úr tréflösk- um og fékk að vita, að þetta væri neftóbak; bá segist hann fyrst hafa skilið norska orðtækið að „drekka ^snús' " og um leið skildi hann hvernig stæði á svörtu piör- unni í yflrskegginu. Annars liggur Oftedal vel orð til íslendinga, og skal síðar minst á fleira af því sem hann segjr frá. 97 Fógetinn En fyrst er það í lífstjtarfslögum að laga sig eftir fólksing högum, Brandur En betur sézt frá hæðum háum hvað hentar, en í dðlum l&gum. Fógetinn Hin auðgu löndin um það tala, sem ei á við í þrengsjum dala. Brandur 0, þið með ykkar þref og slettur ¦um þessi landmörk, fjöll og sléttur 1 Pið heimtið ykkar rétt sem ríki, þó rétt og skyldur allir svíki, og hrópið svo ef harðna nauðir um bjálp og gegið : Við erum snauðir! Fógetmn Sinn tími hvað, hver þegn og þjðð, — og þesaa bygð og einkum nefni, því hún hefur og í heimsins sjóð sinn hluta lagt þó bresti efni oss nú, og langt sé liðið síðan; hún lagði samt til skerflnn friðan, því fegri var hún fyr á dðgum á fraegðaröld í gömlum sögum; þá Beli sat í Baldurshaga var bygðin stærst og öll vor saga, og enn þá fágar frægðin stór þá fornu bræður Úlf og Þór, og margan dreng, sem forðum fór 98 <að finna gullin vesturlönd, og brendi þar og brældi strönd. Guð sjálfan bað hver Buður-þjóð að sefa þeirra grimdarmóð ; og þetta eðla áablóð var efalaust frá vorri slóð. Og hvort þeir kunnu harma að hefna og höggva, sigla, rsena, gtefna! Og meira enn, ég mætti nefna einn mann sem héðan krossast lét, en hvort hann fór, ég hermt ei get» BRANDUR. Frá honum kominn hér í sveit ég bygg sé margur. FÓGETIÍTN Enginn veit þvi haldið þér? BRANDUR % hygg af þvi að hér eru margir likir því, að festa heit hins fræga manns Bem fór þó ei til krossins lands. FÓGETINN Ja, við erum af þeim víkings lýð. Við vorum til á Bela tíð! Fyrst æddum við i önnur lond, bvo óðum við um grannans strönd, og sýndum frændum fal og egg, og feldum garð og akur hans og brendum hof og brutum vegg og bundum margan sigurkranz. 99 ró óvist sé um alt það blóð, sem okkur greinir sögn og ljóð; en eftir því sem eg hef sagt, ðg ýkjulaust og glaður þori að benda á þessa manndóms makt á miðju okkar frægðarvori; í sjóðinn hðfum við Hka lagt og lífsins hjálpað stóra máli með björtum eldi, beittu stálL BRANDDR ró fin8t mér hér því fæstir trúi, að frægðin niðjum vanda búi, mér finst við mæðu-moldar-starf þið minkið heldur Bela arf. FÓGETINN Nú, því fer fjærri. Farið þér í fölmenn boð og gildi hér, hvar ég er kominn, kennarinn, klukkari' og umboðsmaðurinn; þá á ég von að flestir finni að farið er ekki Bela minni. Með skálum, kvæðum, sumbli, söng, og svo með ræðuhöldin löng þeir minnast hans og láta' hann lifa; ég sjálfur fann oft þrá og þröng til þess um hann í ljóðum klifa, og festa upp mitt fræðispjald á frægðarinnar skólatjald. Við skáldskap oft ég skemti mér, það skapadómur sýnist hér & okkar bygð — en alt í hófi, — 100 hann á ei við i hversdags þófi; nei, skáldin eiga að skemta á kvöldin þá skyldustörfin eru gjörð, og langa tekur lúna hjörð að teyga andans töðugjöldin. Sá munurinn er okkur á; þér ætlið bæði að plægja og slá, þér viljið eftir minni meining að mætist trú og líf sem eining, — Guðsríki og rækt a rófum, malti, >— að renni saman hold og andi, sem púður maður bruggi og blandi ur brennisteini, koli, salti. BRANDUR Sízt fjær? FÓGETINN En hérna heimBkan hreina, i höfuðborg það mætti reyna; prédikið slíka pistla þar, við plægjum sjó og mýrarnar. BRANDUR Nei, plægið fyrst í hyldjúpt haf alt heimskugort og feðra skraf. Pú gefur ei dvergum gildi manns þó Golíat sé afi hans. FÓGETINN En framför vex af frægðarsögum. BRANDUR Ef frægð þá inn i líf vort drögum. En þið, — þið gjðrið gleymda hauga að glæpaskotum lafidsina drauga.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.