Ísland


Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 2

Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 2
162 ÍSLAND. „ÍSLAND" kemur út á hverjum laugardegi. Zostar í Reykjavk 3 kr., út um land 4 kr. erlendia 4 kr. 50 au. Ritstjóri I* orsteinn (xMason Laugavegi 2. Afgreiðsla blaðsins: ÞingfooStssÍF. 4. Prgntverk Jóns- O-laíssonar. FRÁ ÚTLÖNDUM. Kph. 27. sept. 1898. Enn niíi Dreyfusinálið- og Esteíhazy. Hinn 24. þ. m. kvað nefndin upp úr- skurð sinn og var-endurskoðunin feld með 3 : 3. Gegn ondurskoðuninni voru 2 dóm- árar úr ónýtingarróttinum og 1 stjórn- deildarformaður. Eáðaneytið þykist þó ekki bundið við þenna úrskurð með því atkvæðin hafl verið jöfn. Brísson vill fyrir hvern mun fá málið rannsakað á ný og fylgja þeir Bourgeois og Declassé. honum drengilega í því. Sarrien kvað vera deig- ari að halda málinu til streytu eftir að þessi úrskurður var kveðinn upp. Loks hélt ráðaneytið fund með sór í gærj álykt- aði að endurskoðun skyldi haldið fram og málið lagt fyrir ónýtingarréttinn, og er nú alt undir honum komið. Sagt er að Go- din hafi verið mótfallinn endurskoðun og muni ganga úr ráðaneytinu. Blaðið „Qbserver" hefur birt grein um ummæli Esterhazy um Dreyfusmálið; hefur það frásögu sína frá manni, er Esterhazy hefur' búið hjá um tíma. Kveðst Ester- hazy hafa falsað skjal það, er Dreyfus er sakaður um að hafa ritað og'dæmdur í útlegð fyrir, og hafi hann gert það eftir skipun Sandherrs og með vitorði Henry's. Þeir hafi haft illan grun á Dreyfus, en vantað sannanir gegn honum og griplð því til þessara úrræða. Er máske varlegt ab trúa Esterhazy of vel. Mælt er að Ester- hazy haft sent hraðskeyti til Chanoine og lýst því yfir, að „Observer" fari méð lýgi. Frásögnin þykir ,þó o'f truleg til þess að enginn fótursé fyrir henni. P. Hohn . skraddari dó í gær í fangels- inu. Hann hafði legið í lungnabólgu og var á batavegi, on þá fékk hann æðabólgu og hún reið honum að fullu. Eigi var dómur fallinn í máli hans. . Frakkar hafa unnið mikinn sigur við Nzo, 60 kílómetra frá Cavallyfljótinu og drepið stórum óvini sína þar. 5000 voru handteknir, en 20,000 gengu á vald Frakka. Yfir Frökkum var Wölfel lautinant. Vísindalegar og verkiegar uppgöívanir, —o— Hraðskreiðasta skipið. 35 mílur danskar á vökunni. Skip eitt er nefnt Turbania sem er ný- hlaupið af stokkunum. TJppdrættir til þe'ss eru gjörðir af Parsons, yngra syni Rosse lávarðar, er smíða lét sjónpípuna frægu, sem við hann er kend. Turbinia er 100 feta löng, 9 feta breið. Vólin hefur 2100 hesta afl og knýr hún skipið áfram með 36 mílna hraða á vök- unni eða 83/4 mílur á hverri stundu. Skip- ið getur þó ekki farið nema 3 stundir með slíkum hraða, því þá er það orðið kolalaust. Gufuvélin i „Túrbanía" er ólík öllum gufuvélum sem nokkru sinni hafa verið látnar í nokkurt skip. Þar er engin vog- arstöng, engin sveif eðá „drifhjól" og yfir höfuð lítið annað en gufuketillinn. Er guf- an svo leidd á nokkurs konar vængjaspaða líkt og á víndmillu — sem er á innri endanum á ás þeim, sem skrúmrnar eru á. Gengur ás þessi.„ipeð miklu meiri hraðá, en áður þekkíst eða fer 2500 snúninga á mínútu hverri, en vanaleg gufu- vél niúndi fara i mola við helmingi minni hraða. Segir Parssons, að hættulaust mundi* áð lá't'á" shúningaha verða 5000 eða jafnvel 10,000 ef það værí tíl nokkurs gagns. Skrúfuásarnir á „Turbaniu" eru 3. og 3 skrúfur á hverjum ás, hver inn af öðrum, svo skrúfurnar eru í raun og yeru 9. Hver skrúfa er hér um bil 18 þuml. að þvermáli. Parsons heldur að smíða megi 15000 'to'nna gufuskip á sama hátt, og „Tur- bania" er 'fari milli írlands og Ameríku á 3 sóiarhringum. Muni það eyða 1500 tons kola á. dag, en vélin taki upp svo miklu minna rúm, að slíkt skip muni geta haft J'afnmarga farþega og jafnmikinn farm og 15000 tonna skip nú. Á Miðjarðarhafinu megi byggja farþega- flota er fari milli Marseille, ítalskra hafna, Aþenu, Konstantínopel og Smyrna, er stæðu við á hverjum degi eða annanhvern dag til að byrgja sig að kolum og hefðu 10 mílha hraða á stundinni eða 40 milna á vökunni. Slík skip þyrftu að vera 5— 600 feta löng og hafa 12000 tonna vatns- hrynding (deplacement, ekki farmrými), og mundu eyða 2000 tonnum kola daglega. — Jafnvel mæfti auka hraðann í 50 míl- ur á vökunni ef það borgaði sig flutnings og farþega vegna, en þá yrði kolaeyðslan 3000 tons á dag. (Review of Reviews). Sj. Sig. Opið bréf til Jóns Helgasonar og Haraldar Melssonar. Guðfræðingunum, kunningjunl sínum, Jóni Helgasyni og Haraldi Níelssyni, sendir Guðmundur Hannesson kveðju sína. Ég vil í hjartans einlægni spyrja ykkur, hvort Febrúarblaðið af „Verði Ijós" þ. á. sé ritað af eigin sannfæring ykkar og í fullri alvöru, eða Drottinn hafi hinsvegar „boðið ykkur að tala" á þann hátt sem þið gerið það. Hins þriðja mætti að vísu geta til, nefnilega: að þið rituðuð móti betri vit- und í þeim tilgangi að rægja og ófrægja þá sem ' aðrar trúarskoðanir hafa en þið. Ég vil eigi geta þessa 'tíl, ' enda Sæti slíkt illa á mönnum sem tala um stráhgár" sið- ferðiskröfur. Ég geri ráð fyrir því, að þið ritið eftir beztu sannfæringu, fremur en þið hafið fengið vitran af himnum ofan, þó fyrstu línur blaðsins fyllilega láti það í ljósi, en þá veit ég, satt að segja ekki, hv^r þið haflð haft. augun. ¦ . Til þesS að rita slíka ¦ fjarstæðu sem. í blaði þessu stendur þarf tvent: að hafa ekki lesið eða að. minsta kosti ekki skilið nejtt af nýmælum- eða hugsunarstefnum vorrar aldar í vantrúaráttina * og heldur okki hafa haft augun eða eyrun opin í daglegu lífi. I'að er ekki ætlun mín að rita langt mál eða taka fyrir nema fá atriði' í g'reininni ykkar. Ég vildi" hins vegar, að það yrði til þess að þið skilduð þau fyllilega. ' Pið -spyrjið: Hvers vegna eru menn van- trúaðir? Svar: Af því að menn eftir veikum mc&tti leita sannleikans. Ef ekki lægi- sumpart þungur, alvarlegur grunur á, sumpart væri full vissa fyrir því, að bibií- an sé mannaverk og eigi frekar að marka en aðrar hinar svonefndu helgu bækur, að hún sé víða skáldskapur, víða þjóðsög- ur,. víða hrein og bein ósanníndi, að kraftaverk hafi aldrei ' átt sér 'stað, að heiminum sé eigí stjórnað, samkvæmt mannlegum hugmyndum um réttvisi og siðalögmál, að bænir manna til guðs breyti ekki rás viðburðanna .... — ,ef eigi alt þetta væri — þá yæri vantrúin engin. Pað, að kenning kyrkjunnar, og yfirleitt *) Vantrú == trúarskoðanir sem eigi eru í sarnrajmi við kirkjunar kenningu.- 101 FÓGETINN Mitt fyrsta orð ég inni enn: Ég ætla bezt við skiljum senn. Hér mun ei yðar skoðun skiljast en skörungskapur yðar dyljast; það hugarflug, sem fólk fa;r hér, — 8Ú fylling lífs að sérhver maðúr við basl sitt unað geti glaður, er hlutverk einmitt handa mér. ; Um elju og dáð mína embættis ég efa' að nokkur tali gys. Tvöfaldað hef ég tölu lýðsins, — ef til víll meira: þrír mót einum, því ég hef kent hér kepni stríðsins og krækt í fjölda af vinnugréinum. Mót náttúrunnar voða-valdi við hlöðum yegi, byggjum brú. — BRANDUR En brúið ei saman líf og trú? FÓGETINN A milli fjöru og fjalla-ranns. BRANDTJR, Ei frjálsræðis og guðsviljans! FÓGETINN Nú, fyrst þarf vegi sveit úr sreit, og síðan um vorn bygðar-reit, og á því voru allir hér áður en hingað komuð þér. í hræring alt þér hafið sett. Náttlampa-týru og norðurljós — má nokkur við það villiskin 102 sjá hvað sé rangt og hvað sé rétt, hvað skaði, hagur, skarn og rós? Pér skekkið öllu, g.óði vin. " Nú hatast þeir við storm og styr er stríddu og unnu saman fyr. BRANDTJR Pér hrindið mér ei ; hér ég dvel, mitt hlutverk ég ei sjálfur vel sem hver sem veit og vill sitt mið og vilja-loga Drottins við les hér á jðrðu: Sjá þitt svið! EÓGETINN Svo dvel, en innan yðar marká; ég ann þeim vel sem syndga slarka, að fá hjá yður harðan þvott, þeir hafa víst af ráðniug gott. En gjörið hér ei helgidág úr hinum sex,'-né merki upp drag sem komi himnakongurinn, með hverri sleif, er siglir ihn! BRANDUR' Ef yðar ráðs ég ætti að neytt^ ég yrði sál og trú að breýta; mitt kall er: Sjálfur sjá og rera, og síðan stefha brautu þvera; og þó það kosti kvöl og hrygð, þá kveiki' ég ljós i minni bygð. Pað fólk sem ykkar fylking hratt í feigðarblund skal vakna glatt. Svo lengi ykkar tízku-tál I tjóður batt þess fjalla-sál 103 þið haflð allan sannleik svelt og sæmd og lífstáp frá því elt; þér hafið svelgt þess bezta blóð, brotið til mergs þess hreysti-móð, smá-holað sundur hverja sál sem hefði orðið gull og stál. — En samt má eim þá hefja hríð, og hljóða svo þið váknið : Stríð! EQGETINN Stríð? BDANDUR Strið? EÓGETINN Pér munuð fyrstur falla ef farið þér í stríð að kalla. BRANDUR 1 stríði því aem stefrit ,er að,, , . hinn stærsti sigur væri það. EÓGETINN . Nei, Brandur, mjótt er mundángs-bilið, þér munuð aldrei sigur fá. BRANDUR. Eg l®t ei bifast. FÓGETINN Búið spilið, -" og burt er lífi sóað þá. Nú stendur opinn auðnu sjóður, þér eigið þessa fjáðu móður, og þetta barnið eitt að annast og eðla konu, mun ei annast að gæfan yður hossi hlý? 104 BRANDUR En ef ég baki að öllu sný, sem yður þykir ráðið snjalt, og ef ég hlýt. — FOGETINN Pá. hrapar alt, —' ¦ ef hér í okkar hamrahlíð , þér hefjið þetta alheimsstríð. Far út og suður, út tj.1 landa þar allir þora að tala' og standa; sjá, þar má lyfta, lýsa, fræða, og láta hjörtum manna blæða. Vor blót-fórn er ei blóð, en sveiti og baráttan um hafra-hveiti.. . BRANDUR 'Hér verð ég þó, mitt heima' er hér, og hér ég berst og safna her. FÓGETINN. En gætið að. ef illa fer, —* og einkum því, sem' missið þér. BRANDUR Mitt bezta er týnt, ef burt ég íer. FÓGETINN Sá berst ei vel, sem aleinn er,. BRANDUR Mitt lið er hraust, ég hef þá beztu. FÓGETINN Ég heyri það, — en ég þá flestu. (fer):' BRANDUR (horfir á éftir honum) Sjá heiðursmanninn hér á landi!

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.