Ísland


Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 24.10.1898, Blaðsíða 4
164 ÍSLAND. Frá fjallatindum til flskimiða. á Því im&st enn>hvar hann muni niður kominn. Á öðrum stað hér í blaðinu er --------------" prentað: Opið bréf, frá Guðmundi lækni Hannessyni til þeirra guð- fræðinganna séra Jóns Helgasonar og Haraldar Níelssonar. Bréflð er áður prentað í „Bjarka" í Apríl í vor, og út úr því hefur spunnist ritdeila sú, sem þeir Haraldur og Guðmundur hafa haldið áfram í „íslandi" og „ísafold" og ef til vill er enn ekki séð fyrir endann á. Af því að bréf þetta kemur svo mikið við deiluna og margir, sem þar vilja fylgjast með, hafa kvartað yfir, að þeir ekki hafl sóð upphaflð, þá höfum vér prentað bréftð orðrétt. Eiga menn nú hægra með það eftir en áður, að fella dóma sína samvizkusamlega í þessu málefni. Þær fréttir eru nú sagðar hér í bænum, að landsbankinn hafl orðid fyrir fjárprettum fyrir ári síðan. Einhver dóni að vestan hafði þá svikið út bankalán, 850 kr., gegn faisaðri sjálfskuldará- byrgð. Hann hafði vottorð Sig- urðar hreppstjóra í Tröð í Kol- beinsstaðahreppi fyrir því, að á- byrgðarmenn sínir væru efnamenn, en þegar til skyldi taka og heimta inu skuldina, reyndist svo, að annar ábyrgðarmaðurinn var dreng- ur 10 ára gamall, en hinn var hvergi til; lántakanda sjálfanþekti og enginn maður. Hann hafði kallað sig Sigurð Sígurðsson í bankanum, kom þangað moð plögg sin í november í fyrra og baðst skjótrar afgreiðslu, með því að hann væri tæpt staddur til að ná í sjóferð upp á Mýrar. Fékk hann hana þá, en hafði falsað ábyrgð- arskjalið og svo vottorð Sigurðar hreppstjóra. Enginn rómur hefir Bólusetningin á fé hepnaðist slysalega illa hér nærlendis í ár. Fyrst drapst mikiðaf hinu bólusetta fé suður með sjó. Síðan bólusetti dýralæknir fé í Mosfellssveit og á Kjalarnesi, og þynti þá bóluefnið til þriðjunga (bólusetti 35 kindur ur efni því sem ætlað var fyrir 25). Engu að síður heflr árang- urinn orðið hinn versti. 12. þ.m. bólusettihannáHólmiia lömb, og drápust 3 af þeim. — S. d. bólusetti hann í Vilborgar- koti 22; af þeim drápust 9. — S. d. í Elliðakoti 35; af þeim dráp- ust 19. — Daginn fyrir á Lága- felli 17; 5 drápust. — 13. þ. m. 50 á Gufunesi; 30 drápust. Alt þetta vóru dilkar. Aftur á móti bólusetti hann á Ell- iðavatni 100 lömb (ekki dilka) að- keyptarrírðar-skepnur; af þeim dóu að eins 4. Sömuleiðis bólusetti hann á Esju- bergi og í Kollafirði 100 lömb (alt graslömb, engan dilk) og dó að eins eitt. Brenna. í byrjun þ. m. gerðu skólapiltar mikla 'brennu uppi í holt- nm og brendu þar alla gamla Liscó-a, sem þeir áttu. Liscó gamli er nú lagð- ur fyrir óðal í latínuskólanum sem kenslubók í trúfræði. SmjÖr segir ísaf. að Kaupfélag Pingeyinga hafi sent út í haust og' fengið erlendis fyrir 85—90 au. pd. Vigsla bartiaskólans. Miðvd. 29. þ. m., var barnask. nýi af- hentur skólan. af bæjarfógeta með ræðu, en form. nefndarinnar (dómk.prestur- inn) þakkaði með annari ræðu. Skóla- stjóri M. Hansen setti svo skólann með prýðisfallegri ræðu, en helzt til langri. Fánar vóru á hverri stöng í bænum, en enginn á skólahúsinu. Fjöldi bæjarmanna var viðstaddur. Á undan var sungið þetta kvæði eftir Stgr. Th.: Yfir haustfold enn þá græna Algert skólahús vort rís, Opnar sína sali vaena Sér til handa vígslu kýs. Fræðslan smárra, fögur iðja, Flutti í þennan nýja rann; Heilla skyldi húsi biðja Hver, sem barna framför ann. Barnaskarans blítt með rómi, Borin fram af hjartans yl, Stígur bæn í hreinum hljómi Himinhæða Ijóssins til: Pessi sala- kærust kynni, Komin þar sem erum nú, Sé af návist signuð þinni, Sannur Guð! — það bænheyr þú. Hér þar námsins fyrstu fræin Falla í ungan hugar-reit, Geisla, dögg og gróðrablæinn, Guð! frá himni þínum veit. Virst í blessun þú að þróa Pað, sem er í kærleik sáð, Og þess ávöxt öld lát fróa Otalfalt af þinni náð. 29 sjúklingar eru nú komnír til spítalans á Lauganesi, en von mörgum með „Skálholti" nú um mánaðamótin. Kl. 2—3^2 síðd. verða þeir að koma út þangað, sem erindi eiga við einhvern af holdsveiklingunum; á öðrum tímum dags er enginn aðgangur að spítBlanum leyfður óviðkomandi mönnum. „Laura" er nú að koma rétt um leið og byrjað er að prenta blaðið. Engin stórtíðindi að frétta vestan að. Með „Lauru" er tölu- vert af farþegum af Vestfjörðum og af Akranesinu. Meðal þeirra er Sig. Júl. Jóhannesson ritstjóri, sem kemur úr bindindisleiðangri af ísaflrði. Hamar á Þelamörk í Eyjafjarðar- sýslu, hjá Einari bónda Jónsssyni, fátækum fjölskyldumanni. Er svo sagt, að um nóttina vaknaði fólkið við hundgá og stóðu þá bæjar- göngin í ljósum loga, en gluggar voru svo litlir á baðstofunni, að eigi VBrð komist út um þá og urðu hjónin að brjótast með börnin í gegnum eldinn. 5. Seft- í haust brann bærinn Maður óskar eftir atvinnu helst við búðarstörf (utan eða innan) eða aðra hæga vinnu helst innan bæjar. Hann er bindindismaður og reglumaður og býður sig fyrir lágt kaup. Ritstj. vísar á. Takið eftir! Nú er aftnr kominn hinn ágæti skó- og vatnsstígvélaáburður sem hvergi fæst betri í bænum en hjá Jóhannesi Jenssyni skósmið. Kirkjustræti. Yerzlun W. Fisciiers í Hafnarfirði. Stjórn og forstaða þessarar verzl- unar er nú fengin í hendur herra Arna Filippussyni (í stað herra Guðmundar Ólsens). Guðbr. Finnbogason. Hr 1. Lövenskjold Fossum,—— Fossum pr. Skien lætur kaup- mönnum og kaupfélögum í té als- konar tímbur; einnig tekur nefnt félag að sér að sér að reisa hús, t. d. kirkjur o. s. frv. Semja má við umboðsmann þess: Pétur M. Bjarnason, ísafirði. KARTÖFLUR til sölu hjá C. Zimsen. Þeir, sem vilja halda blöð og lesa, eiga líka að borga þau, því ef enginn borgaði neitt, gæti ekk- ert blað komið út. Sérstaklega eru nærsveitamenn, sem daglega, eða því sem næst, eiga leið hingað til bæjariiis mint- ir á að borga „ísland". Hafnfirðingar eru framvegis beðnir að vitja „íslands" í búð Jóns Þórðarsonar í Bankastræti. Mosfellingar eru beðnir að vitja „íslands" í búð Jóns Þórðar- sonar. Suðurnesjamenn eru beðnir að vitja „íslands" í búð Jóns Þórðarsonar. NYJAR BÆKUR. Vegupinn til Krists, eftir B. Gb "White, 159 bls. Innb. í skrautband 1, kr. 50 au. Hvíidardagur drottins og helgi- hald hans fyr og nú, eftir D. Ostlund, 47 bls., í kápu 25 au. Endurkoma Jesú Krists. Hvenær og hvernig kemur hann? Eftir James- White, 31 bls. 15 au. Fást hjá bóksölunum og hjá D. Ostlund, Rvík. Harrisons heimsfrægu prjónavélar fást að eins hjá undirskrifuðum. 25°/0 afsláttur frá verksmiðjuverð- inu veitist kaupendum. Ásgeir Sigurðsson, Reykjavík. 109 mun blása þetta blóm í hel. Far Brandur, svo þitt barn ei deyi far burt, og helzt á næsta degi! BRANDUR í dag, í kvöld, í dag af stað! — Nef, deyja skal ei barnið það; — þá dauðans nepju og næðings-gjóst ég nista læt ei þetta brjóst! Kom, Agnes, ber hann hægt á hönd, og höldum suður beint með strönd. Æ. Agnes, Agnes, hel og hjarn vill hrifsa þetta eina barn! AGNES I hljóði lengi harm ég bar, þó háskann þekti ei eins og var. BRANDUR En fari' ég burtu barnið lifir? LÆKNIRINN Það barn, sem faðir vakir yfir um dag og nótt vill dauðinn eigi; hann deyr ei, munið hvað égsegi; en leiðið hann á lífsins vegi. BRANDUR Haf þökk! (til Agnesar) En fóðr' hann fötum vel, út fjörðinn stendur kóf og él. LÆKNIRINN (leggur hönd á herðar Brandi, sem horfir inn um gættina) Við heiminn ekkert sig að sveigja, 110 við sjálfan sig að vera beygja; hann skal ei láta lítið, mikið, hann láta skal: ei neitt eða' alt; en sjálfur ei að standast strykið. Þá stund er manni er sagt: þú skalt er offurlambið undan svikið! BRANDUR Hvað meinar þú? LÆKNIRINN Til móður þinnar þú mælir dómsorð sektarinnar: „Pér býðst ei nokkur náðargjöf ef nakinn leggstu ei í gröf!" Og þetta hróp er þér ei nýtt við þá, sem hafa sárast strítt. Nú hefurðu' sjálfur hjartans kvöl, nú hangir þú á skipbrots-fjöl, en heljar-eldsins heiftarstaf þú hendir nú svo fer í kaf; og þeirri bók, er breyzkan sló er bráðast fleygt í djúpan sjó; nú liggur meir en lifið á að láta barn sitt undan ná. Á flótta suður fjörð og vik, — & flóttu yfir móður lík; — á flótta burt með kjól og kall, því klerkurinn hefur messufall! BRANDUR (ráðviltur). Hvað, var ég frá mér? Var eða er? 111 LÆKNIRINN Þér verður nú sem vorkunn er, og varla nokkur láir þér; og síðan þú hefur seglin lækkað þú sýnilega hefur stækkað. Far vel! í þessum spegli spáðu; þú færð þar sanna sálarbót og sérð hinn rétta himinbrjót! (fer). BRANDUR Nær fór ég öfugt? Nú eða þá? (Agnes kemur út albúin til ferðar með barnið í faðminum. Brandur sér hana ekki. Hún ætlar að tala til hans, en hræðíst svip hans. I sama bili kemur maður inn í gegnum hliðið. Sólin gengur undir). MAÐURINN tú átt hér háska-hatursmann. BRANDUR Já' hér! (ber á brjóstið) MAÐURINN Ég meina fógetann. Mót sólu hlógu sáð þín bezt, en svo kom hann með eiturpest. Pað kvis hann milli bæja ber að bráðum prestlaust verði hér, — hann segir að þú unir ekki, þar önduð sé hún mððir þín. BRANDUR Og sé það svo? 112 MAÐURINN Nei, þig ég þekki, og líka hann með lastmál sín. Pví stöðugt hann þér stendur mót þó steypt til fulls þér gæti aldrei; ég veit ég þekki rógsins rót. BRANDUR En reynast kann hann skrökvi' ei hót. MAÐURINN Þá fyllirðu' oss með falsi' og skvaldri. BRANDUR Ég? MADURINN Þú hefur sjálfur sýnt og kent og sagt að Guð þig hafi sent; að hjá oss ættir heima þú, að hér þú skyldir boða trú; sitt orð og kall mætti' enginn svíkja, og aldrei bugast hót né víkja. Og köllun áttu leynt og Ijóst, þinn logi vermir ótal brjóst. l BRANDUR Nei, hér er andans eyia sljótt, og yfir flestum sálarnótt MADU'RINN Pú betur veist, fyrir verkan þín hér víða blessuð sól nú skin. BRANDUR Hve míklu viðar myrkra spor. MAÐURINN En mundu, þú ert sólin vor.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.