Ísland


Ísland - 25.11.1898, Blaðsíða 4

Ísland - 25.11.1898, Blaðsíða 4
176 ISLAND. Amtœaður aegir talsvert um slark í Akureyrarkaupstað og sé fremur þörf á að draga úr því ea auka það. Þetta er nú sjálfsagt hverju orði sannara. En hér er sérstöku máii að gegna. Ef þjóðhá- tíðarsamkomurnar eiga að haldast við, þá er sjálfsagt að sveitamenD, sem oftast eiga mjög annríkt um það leyti árs, kjósi lang- heizt að verja til þeirra sunnudegi. Og verði hátíðinni algerlega bygt út fráþeim degi, er hætt við að ekkert verði úr há- tíðahaldinu allvíða. Þá munu menn segja, að halda mætti hátíðina án áfengissöiu, en hvort sem það væri nú æskilegt eða ekki, þá er hitt víst, að það mundi ekki reynast heppiiegt fyrir írarohald hátíða- haldsins. Lögin eiga að þoka til fyrir þörfinni; þau eru hvort sem er ekki annað en kongulóarvefur, eins og einnvísmaður komst að orði fyrir löngu síðan. Amtmaðurinn vill að löggjafarvaldið taki í taumana frekar en er til að útrýma drykkjuskapnum, og leggur til að þeir, sem sýndu sig drukna, yrðu fyrirsektum. En sú tillaga fer í ranga átt og árangur af þess konar lagaboði yrði að líkindum þveröfugur við þsð sem til væri ætlast. Því almenningsálitið dæmir ekki drykkju- skapinn svo etrangt enn, að það sé talið hegningarvert siðferðis- eða velsæmisbrot að sýna sig ölvaðan. Og meðan svo er ekki, mundi strangt lagaboð í þessa átt hafa ill áhrif, en ekki góð. Vegurinn til að útrýma drykkjuskapnum er sá einn, að snúa almenningsálitinu gegn honum með frjálsri bindindishreyfingu, og að því vinna bindindisfélögin. Þegar allur fjöldi íslendinga hefur gengið í bindindi, þá á það fyrst við að koma með lagaboð til að kúga þá fáu, sem ekki viija fylgja með. Á dögum biblíunnar voru lögin gefin af almáttugum og algóðum guði, og þá trúðu auðvitað allir, að þau væru rétt og þeim bæri að hlýða. Og á meðan svo var gekk auðvitað alt vel. Nú vita allir íslendingar, að lögin eru búin til í aiþing- ishúsinu og síðan staðfest af þeirri „vondu makt“, stjórninni í Khöfn. Þetta er það sem gerir menn tortrygga gegn löggjöf- inni, svo að hún má aldrei ganga feti framar en almenningsálitið leyfir. Q-eri hún það, þá er ekki annað en kjósa nýja þingmenn og segja þeim að breyta, og gegni þeir því ekki, þá eru menn neyddir til að brjóta lögin. Lagaboðin eiga fyrst og fremst að skrif- ast í hjörtu fólksins, síðan í stjórnartíð- indin. Komi þau fyrst út í stjórnartíð indunum, verður illur kur í landi, eins og t. d. út af horfellislögunum nýju. Þessa aðferð hafði Guð almáttugur líka meðan hann einn hafði löggjöfina á hendi. Heiðingjarnir gerðu það sem lögmálið skipaði, af því að þess orð voru skrifuð í þeirra hugskot. En þegar mennirnir fóru að taka þátt í löggjöfinui sjáifir, þá gættu þeir þessa ekki. Þaðan stafar öll ólöghlýðni og vantrú. Ef Q-uð hefði t. d. á þeim gömlu góðu dögum gefið lögin móti vínnautn á sunnu- dögum, þá hefðu þau sjálfsagt htjóðað nokkuð öðruvísi, en hjá okkur núna. Hann hefði án efa sagt svo: Þú skalt ekki neyta víns á sunnudegi. Ea lögin okkar segja: EnginH má selja vín á sunnudegi. Og fyrra boðorðið er gott, en hið síðara vont. Því það segir ekkert um það, að menn megi ekki drekka vín á sunnudegi, ef þeir aðeins geti tælt ein- hvern náunga sinn til að selja sér það. Reykjayík. Iliviðrunum hefur nú lint og eru nú komin bjartviður með frosti. Töiuverður snjór alt niður að sjó. Á mánudaginn kom hér inn gufuskipið „Ásgeir Ásgeirsson“, kom af Austfjörðum og hafði hingað að flytja kol handa „Heim- dalli“. 5 daga hafði það verið á leiðinni frá Eskifirði og undir 20 daga upp þang- að frá Skotlandi, svo að engar nýjar fregnir bárust með því frá útlöndum. Fjallkonan er nú að flytja greinir um landsins gagn og nauðsynjar eftir einhvern, sem kallar sig Dalbúa, og er það gjörv- inafn vel valið, með því að sjóndeildar- hringur manns þessa er mjög þröDgur, svo sem margra þeirra er í dölum búa. Reynd- ar er ekkert það við greinarnar er geri þær umtalsverðar, og heldur engin nýlunda þótt eiahver þriingsýnn kotkarlinn stígi í stólinn í Fj.-konunni og heili þar út visku sinni. RitstjórinD kveður þetta beztu greiaarnar, sem birzt hafi í íslenzkum biöðum á þessu ári. En í hverju það ágæti sé innifalið munu margir eiga örðugt að fiona. Qrein- arnar líkjast því helzt, að þær væru soðn- ar saman af göralum, ómentuðum sveita- kalli, sem hefði lítið hugsað sjálfstætt og aldrei annað lesið á æfi sinni en íslenzku blöðin. Þar er ekksrt, sem ekki hafi oft áður staðið í einhverju af hinnm blöð- unum. Menn eru fræddir á þeirri nýlundu, að nú séu að hætta fiskiveiðar á opnum bátum og í þeirra stað komnar veiðar á þilskipum, — aðbetraværi að stunda fiski- veiðar á gufuskipum, sem reyndar hefir heyrst áður líka, — að rjúpnaveiði og laxveiði séu nú minni en fyrrum, — að menn ættu að taka við „Valtýskunni" af þeim ástæðum, sem áður hafa verið tald- ar í „ísafold". Þetta er efnið í greinun- nm; þar er enga nýja hugsun að finna og yfir höfuð eru greinarnar eitthvað af því fátæklegasta, sem íslenzku blöðin hafa flntt nú lengi. Það hefur heyrst, að í ráðagerðum væri að stofna Dýtt lestrarfélag hér í bænum, eða að umsteypa hinu gamla, og væri það þarft og gott, ef eitthvað yrði úr því, annað en umtalið tórat. Fyrirkomulagið á því lestrarfélagi, sem nú er hér, er mjög óhentugt. Maður, sem kunnugur er séra Lárusi H&lldórssyni, fríkirkjupre3ti, og fyrirætl- unum hans, hefur beðið þess getið, að ekkert væri fuilráðið um flutning hans suður hingað eða kaup á húsi Gísla bú- fræðings. . Gísli búfræðingur Þorbj&rnarson hofur í ráði að byggja stórt hesthús einhversstað- 157 158 159 Brandur Ef lörnin þykir frek og ströng hún fellur ógild, epilt og röng. Þín vegarepor ern vönd og ströng. Brandur En viljinn byggist með þeim einum. Aynes Og frelsi og náð ? Brandar Úr fórnarsteinum. Agnes (starir höggdofa) Nú sé ég cins og opnist storðin hin óttalegu spádómsorðin, ég aldrei skildi. Brandur Orð, hver ? Heyr ! Agnes Ef eilífan Guð þú sér, þú deyr! Brandur (gripur hana i fang sér) Æ, fel þig! Sjáðu’ ei, sjáðu’ hann ei! Legg augun aptur — Agnes Á ég? - Brandur (sleppir henni) Agnes Þú sjúkur ert. Nei! Brandur Ég elska þig. Agnes En ástin þín er hörð við mig. Brandur En seg mér hvort hún of hörð er. Agnes Ég einskís spyr; ég fylgi þér. Brandur Hvort hyggur þú ég hafi valið og hrifið þig af gleðistig og hlýðnis skyldu kvölum kvalið með köldu blóði’ og gabbað þig? Yei okkur þá, þá væri hörð þin voða-stóra fórnargjörð. Ég á þig, þú ert öll min cign, við eigum samleið, skyldu-veginn. Agnes Já, skipa þú, en far ei frá mér. Brandur Ég fer um tíma, hvíld að fá mér. Hin stóra kirkja á brátt að byggjast. Agnes En bænhúsið er fallið mitt. Brandur Ef brotnað hefur blóthús þitt, þá ber mér ei af því að hryggjast. (faömar hana að sér elns og kvlðandi) Guðs friður inn og yfir þér og út frá þér og hlífi mér! (fer að innri dyrum stofunnar) Agnes Æ, má ég gjöra glufu hér við gluggatjaldið ? Leyfist ei að Iypta ? Þetta ? Þetta ? Brandur Nei! (fer inn i sitt herbergi) Agnes Lokað, lokað — lífs hver glæðing, lokuð hróp og andvörp byrgð, gleymskan sjálf er lögð í læðing, læstur himin, gröfin stirð. Út og út mér ögn að svala! Út, úr drómi slíkra kvala! Út! En hvert? Frá himni heiðum horfa niður augu ströng! Gæti ég með löngum leiðum losað mig við hjartans göng? Flý ég þessa, — þótt ég rynni, — þögn og ógn i sálu minni ? (hlustar við hurðina á herhergi Brands) Hann er að lesa, að hans eyra ekki nær mín veika raust. Engin hjálp né hjartans traust! Guð er í önnum, hlýtur heyra hinna ríku, börnum gæddu, lukkudrjúgu, láni klæddu glaum og dans, því gleðitíð Guðs og manns eru jólin blíð. Mig er varla von hann eygi, vesöl, barnlaus, ein ég þreyi. ar hér utan við bæiun og taka síðan hesta af ReykvíkÍDgnm til fóðurs og hirðingar á vetrum. Hitt og þetta. Hann: „Sástn Monte Carlo meðan þið voruð í Nissa?“. Hún: „Nei, hann pabbi ætlaði að heimsækja hann, en þegar hann kom aft- ur var hann mjög stúrinn og ólundarleg- nr á svipinn, avo ég heid, að herra Carlo hafi ekki verið heima. (Monte Carlo er alræmdur spilabauki við Miðjarðarhaf skamt frá borginni Nissa). — Móðirin: „Hvenær heldur þú að ungi maðurinn sem heimsækir okkur fari að gera nppskátt hvað honum býr í skapi?“ Lára: Ég he!d hann biðji mín rétt strax, því í gærkvöldi vildi hann svo á- kaflega míkið vita hvað ég þyrfti fyrir fatnað á ári. leikur í fyrsta sinni á þessum vetri næst- komandi sunnudag, k). 8 síðd. Nánar á götuauglýsingum. K Y E N N Ú R, nokkuð stórt, gamalt og á tvsim stöðum kíttað í skífuna, með nikkelfesti við, hefur tapast á leið frá húsi P. Hjaltesteðs úrsmiðs niður að Lands- bankanum. Fiunandi beðinu að skila gegn fundarlaunum á skrifstofu „íslands“. Góð Jólagjöf. „VEQURINN TIL KRISTS“. Eftir E. G. White. Innb. í skrautb. Verð 1 kr. 50. Fæst eins og aðrar góðar bækur hjá D. Ðstlund, Vallarstræti 4, Rvík. B AÐHÚSIÐ verður framvegis opið að eins þrjá daga í viku, suaiiudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þó geta þeir sem æskja fengið böð aðra daga, en þá verða þeir að hafa beðið um þau daginn áður, hjá H. 6. Magnússyni Austurstr. 6. 160 (læðist nær glugganum) Á að sifta svörtu búmi, senda’ út aftur ljósið bjart, reginmyrkrið reka svart frá hans lága legurúmi ? Nei, þar niðri er hann ekki. Eíga’ ei jólin smábörnin ? Honum er leyft að líta inn. — En ef ég hann úti þekki og hann ber á gluggann minn ? — Ungbarnshljóð mér heyrðist eitt! — Hjartað mitt, ég get ei neitt; fæ þig ekki‘ að faðma, Álfur, faðir þinn hann læsti sjálfur. Yel þú kunnir hlýðnis-hót, honum gjörðir aldrei mót. Svíf þú upp til sólarhæða, sjá þar ljós og fylling gæða; lít þar engla ljóssins káta; lát ei nokkurn sjá þig gráta. Seg ei frá að faðir þinn fyrri læsti en komstu inn; mundu börnin mega’ ei skilja margt það, som þeir eldri vilja. Segðu’ hann hafi syrgt og grátið, seg það væri hann, sem látið hefnr binda biöð í krans, barn mitt, líttu’ á, þetta er hans! (hlustar, áttar sig og hristir höfuðij) Mig er að dreyraa! Meir er bilið milli okkar heldur en þilið,

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.