Ísland


Ísland - 29.11.1898, Side 4

Ísland - 29.11.1898, Side 4
180 f SLAND. nndarhólmi og af opnnm bátum sem oss gætn hentað, svo nefnda „Skagens Jolle". Ailir þessir bátar eru einmastraðir, með spritsegli með föstu spriti, 2 forseglum og gafíaltoppsegli. Einkennilegnr var Hirts- halspramminn, vanalegnr prammi, en með kili og seglum eigi litlura. Hann kvað vera góður til sigiinga. Því miður var þar ekki bátur með nýju lagi frá Yorupör, sem hefur getið sér svo góðan orðstýr á vesturströnd Jótlands. Hann er með al- dekki, en sætum, svo að sitja má við ár- ar og róa þegar logn er. Þar var líkan af kúttaranum „Ellen“, sem var hér við land í sumar við kolaveiðar. Hann er nýr með hjálparskrúfu, knúðri með stein- olíuvél, sem hefur 20 hesta afl. Þótt Danir væru all-ánægðir með þessa vél, þá hefur steinolín-hreyfívélin en ekki unnið almenningshylli. Hún þykir vinna ójafnt og óáreiðanlega í ókyrrum sjó, og hætt vlð eldsvoða af henni jafnel. Að knýja fiskiskip áfram með rafmagni, á ódýran og áreiðanlegan hátt, á líklega langt í land enn, nema einhver ný uppgötvun verði gerð. Þar voru og sýndir björgun- arbátar frá vesturströnd Jótlans með sín- um ágæta útbúnaði. Af netum ýmskonar var mjög mikið, bæði eign fiskifélagsins, frá Köbenhavns mekaniske Net- og Garn- fabrik (M. L. Utzon), er kvað vera bezta netaverksmiðja Danmörku og frá fleirum. Ég nefni Snurrevaad, sem Danir brúka svo mjög til kolaveiða, og jafnvel Þjóð- verjar eru farnir að taka upp eftir þeim. Hér ættu þau einnig að vera heppileg (kosta 50—90 kr.). Laxareknet frá Borg- undarhólmi (á 16 kr.) ættum vér og að reyna. Hnýsu-net voru þar með 7" möskva- legg, úr digru börkuðu nótgarni. Svo var þar mjög mikið af „rúsum“ og öðrum net- um til álaveiða og annara veiða. Þar var og laxalóð frá Borgundarhólmi, sem reyn- andi væri hér. Ég fæ að líkindum bæði laxanetið og lóðina áður en langt um líð- ur. Af öðrum merkilegum hlutum vil ég nefna Kaptein Rungs Bathometer, grunn- sökku, er sýnir dýpið af því, hve mikið loft, sem inn í því er, þjappast saman af vatnsþrýstingnum; það kvað vera nákvæmt, en er mjög dýrt (150 kr.). Einnig nýtt verkfæri mjög hagkvæmt til losa björgun- arbáta í einu augnabliki frá skipum í slæmum sjó, sem annars getur oft verið hættulegt, (búið til af Jul. Christensen Kh.). Frystihús, þar sem kuldinn er framleidd- ur með uppgufun fljótandi ammóníaks, sem svo aftur þjappað saman með sér- stakri vél (Schous patent), sýndu þeir Tuxen og Hammerich í Kh. Þéttunarvél- ina knúði steinolíuvél, með 4 hesta afli. Oiíuföt frá Chr. Möller Amaliegade 43 Kk., voru talin einhver hin beztu og ó- dýrustu á allri sýningunni. Af fiskiafurðum sýndu Danir eigi mikið. Ég vil þó nefna fallegan saltfisk og ís- lenzkan skarkola, sem Vendsyssel Export- forretn. í Friðrikshöfn hafði verkað. Stjórn grænlenzku verzlunarinnar hafði allmikla sýningu á grænlenzkum vörum, svo sem loðskinnum, fiðri og dún, auk margs fleira frá Grænlandi. Þá eýndu og nokkrir dansk-íslenzkir kaupmenn (L. Tang á ísa- firði, Popp á Sauðárkrók, Thor. E. Tuli- nius í Khöfn og Lsfolii á Eyrarbakka) ís- lenzkar vörur. Hinir 3 fyrstnefndu sýndu að eins saltflsk, semallur var prýðisfalleg vara, sérstaklega fiskur Tangs, sem var afbragð og beztur af öllum saltfiski á sýn- ingunni, að undanteknum fiski frá Mor- tensens Efterfölger í Trangisvaag í Fær- eyjum, sem mér þótti öllu fallegrl. Lefolii sýndi bæði saltfisk og harðfisk, (ýsu og þorsk), lýsi og sundmaga, alt fallega vöru. Þessi litla sýning var þeim og oss til sóma. En þótt saltfiskur vor væri með hinum bezta á sýningunni og tæki tölu- vert fram hinum norska, þá megum vér eigi ætla, að vér höfum náð þeirri full- komnun í saltfisksverkun, að vér getum látið staðar numið við það sem er. Þótt einetakir menn og einstök héruð verki vel fisk, þá er verkuninni samt víð mjög á- bótavant enn. Öss ætti að vera innan- handar, að verka dlment góðan fisk, fisk sem gæti kept við hvern annan saltfisk, ef bæði fiskimenn og kaupmenn vildn leggjast á eitt og muna eftir þvi, að sómi landsins og velmegun þeirra, sem ef fiskiveiðar lifa, er undir því komin. Sérstaklega vænti jeg þess af útgerðarmönnum þilskipa, skipstjórum og hásetum á þeim, að þeir verði samtaka í því, að vanda verkun á fiskinum, því að á þilskipum ætti að vera beztu skilyrðin fyrir því, að verka vel fiskinn. Fœreyjasýningin var ekkl stór, en þar voru þó ýmsir góðir munir. Auk salt- fisksins, er ég áður nefndi, var þar fær- eyskir bátar í fullri stærð og bátalíkun. Þar var haldfæri með umbúðum og öng- ultaumar með sigurnöglum úr látúni. Einn- ig lóð með öngultaumum úr taglhári, mjög fallegum, samskonar tauma sá ég á skozkri lóð í Bergens Fiskerimusæum. Þessir hrosshárstaumar eru mjög mjög sterkir og endast vel. Þá er að minnast á hina íslenzku muni, er danska fiskifélagið sýndi meðal annara muna, er tilheyra fiskisafni þess. Flestir þessir munir voru á vegg sér og og var nafnið „ísland“ sett yfir þá, en þeirra var hvergi sérstaklega getið á sýningarskránni heldur en annara muna er félagið sýndi. Þessir munir hneixluðu marga af þeim lönd- um, er sýninguna sóttu. Þóttu þeir vera íslandi til minkunar og nokkrir kváðu upp yfir þeim dóm í norsku blaði, sögðu þá gamla og úrelta. Feddersen mótmælti þessum dómi og hið sama verð ég að gera, því flestir, ef ekki allir muuirnir eru al- mennt brúkaðir enn, einhversstaðar á land- inu, enda hefur félagið nýlega fengið þá að gjöf frá Yesturlandi. Samskonar skinn- klæði og þar voru, hefi ég séð brúkuð á Snæfellsnesi, hákarlasóknirnar litu vel út voru lakkdregnar og alt eins ásjálegar og þær sem voru á Bandaríkjasýningunni. Ég hefi séð miklu Ijótari sóknir á Aust- fjörðum og víðar; lóðin var ný. Hinn staki sjóvetlingur sem einna mestu hneykslinu olii, gjörði hvorki til né frá. Vér þurfum að mínu áliti, ekkert að æðrast út af þess- um munum. Það voru miklu ellilegri munir innanum víða á 3ýningunni, munir sem lengi hafa legið á söfnum. Yítaskuld var þetta ómerkileg sýning, af því hún var svo lítil, en hugsandi menn hafa varla tekið hana fyrir mælikvarða fyrir ástandi fiskimða vorra. Euginn gat bann- að eigendanum að sýna þessa muni og þeim gekk ekkert ilt til, það veit ég. Að eins hef ég það að að finna, að „ísland“ skyldi vera sett yfir þá, fyrst landið tók ekki opinberlega þátt í sýningunni. Það var ekki sýningarnefndinni dönsku að kenna, að ísland var ekki opinberlega með, því hún geymdi nokkuð af fé því, er hún hafði til umráða, til þess að borga nokkuð af kostnaðinum, ef ísland vildi taka þátt í sýningunni. Oss hefði verið hægðarleikur, að taka sómasamlegan þátt í eýnÍDgunni, hefðum vér í tíma fengið vitneskju um, að sýn- ingin væri fyrir allar þjóðir, og vonandi verðum vér með, þegar næst verður þess- konar sýning á norðurlöndum, eða annar- staðar í grend, en til þess þurfum vér nokkuð langan undirbúaingstíma. Frá fjallatindum til fiskimiða. Mál Halldórs prófasts í Presthólum er nú dæmt í hæstarétti og hann þar sýkn- aður af ölluin kærum og sakargiftum. Skagafjarðarlækishérað er veitt Sigurði Pálssyni, sem verið hefur aukalæknir á Blönduósi. Albert bóndi Finnbogason á Héðins- höfða kom hingað til bæjarins 23. þ. m. Sagði hann skipskaðafregnir af Norður- landi frá 3. þ. m. Úr Svarfaðardal fór- ust 2 bátar, voru 7 menn á hvorum og druknuðu 3 menn af hvorum bátnum um sig, en 4 varð bjargað. Frá Krossum á Árskógaströnd fórst bátur með 4 mönn- um. Voru það bræður 3, stjúpsynir bónd- ans þar og einn vinnumíður. Úr Lög- mannshlíð fórst bátur með 3 mönnum og druknuðu tveir. Á Gáseyri rak og bát mannlausan og vissu menn ekki hvaðan hann mundi vera. Tveir bátar höfðu enn sést á hvolfi úti á Eyjafirðinum og hugðu menn þar skipskaða orðinn úr Ólafsfirði. Er því óvíst enn, hve mikið manntjónið hefur orðið nyrðra í þessu veðri. Reykjavík. „Laura“ kom hingað í gær um miðjan dag. Með henni komu: Magnús Ásgeirs- son læknir, sem hefir verið ytra síðan í haust, til að ljúka sér af á fæðingarstofn- uninni í Kaupmannahöfn, og ungfrú Ragnheíður Pétursdóttir; hún hefur verið á málleysingjaskólanum í Kaupmannahöfn og verður nú kenslukona á málleysingja- skóla séra Ólafs Helgasonar á Stórahrauni. Með „Lauru“. er Christiansen skipstjóri nú. „Leikfélag Rvíkur“ lék í fyrsta sinn á vetrinum á sunnudagskvöldið og byrjaði á leik í 5 þáttum, sem ekki hefur verið sýndur hér áður og heitir „Drengurinn minn“, eftir Arthur L’arronge. Leikurinn er góður og fór yfir höfuð vel. Þó var söngnum mjög ábótavant hjá sumum. Efnið í leiknum er alvarlegt, en það virð- ast ekki allir áhorfendurnir skilja vel, því að stundum kváðu við hlátrar og óp þeg- ar leikurinn gaf sízt tilefni til, svo sem í byrjun síðasta þáttar. Á Ieikina verður nánar minnst síðar. Með „Laura“ hef ég fengið miklar birgð- ir af Eldavélum og Magazin-ofnum af ýmsum stærðum; sömuleiðis mikið af rör- um, hreinsunardyrum og margt fleira. Kristján Þorgrímsson. Baðhúsið verður framvegis opið að eins þrjá daga í viku, sunnudaga, miðvikudaga og laugardaga. Þó geta þeir sem æskja fengið böð aðra daga, en þá verða þeir að hafa beðið urn þau daginn áður, hjá H. 6. Magnússyni Austurstr. 6. Nýjar Yörur! Með „L A U R A “ 111EDINBORGAR, Epli, Appelsínur, Vínber, Laukur, Ostur, Döðlur, Uppkveikjur, Mat- arsodi, Engifer mulið, Fuglafræ, Hnífapulver, Barnamél, Sago, Le- monade, Jólakökur. Jona Húfur. Bl. og óbl. Lér- eft, Ital. Cloth, Pique, Ital. Cloth Fóðurtau sv. og gr. Millifóður, greiður, Kamba, Regnhlífar, Ma- nilla, Segldúk, Línur, Hafra, Haframjöl, Hveiti. Og margt, margt fleira. tíi Bazarsins kom mjög margt nýtt og fáséð, sem síðar verð- ur auglýst. Ásgeir Sigurðsson. AugnagieK) (Lorgnet) hafa tapast. Finn- andi skili á afgreiðslustofu „íslands“. Nú með „Laura“ hef ég fengið mikið af alls konar HERRA-HÁLSTAUI, svo sem kraga, flibba, manséttur og sport- kraga af öllum stærðum. Enn fremur alls konar HERRA-SLIPSI, bæði til sel- skaps og hversdagsbrúkunar, og mikið af kraga- og manséttu-hnöppum og vasa- klútum. Alt þetta sel ég mjög ódýrt gegn peningaborgun út í hönd. Fr. Eggertsson. Skraddari. ______________________Giasgow. Yfir hundrað sortir af Jóla- og Nýárskortum komu nú með „Laura“ í: Þinglroltsstr. 4. Þorv. Þorvarðarson. J. P. T. Brydes verzlun: Jólatré. vínber og appelsínur komu nú með „Laura“ til O. Zimsen. Nú með „Laura“ hef ég fengið mikið úrval af karlmannafataefnum í alfatnaði; einnig mjög falleg röndótt buxnatau. — Sömuleiðis fæst hjá mér mikið af tilbún- um karlmannafötum, bæði alfatnaðir, vetr- arjakkar, yfirfrakkar og buxur. Ég hef alls konar fóðurtau o. fl. til fata. Enn fremur hef ég óvenjulega fallegt klæði í föt handa kvennfólki. Alt þetta sel ég með 10°/0 afslætti mót peninga- borgun út í hönd. Fr. Eggertsson. Skraddari. ________________________G-lasgow. Hvítkálsliöfuð, gulrætur og kartöflur hjá O. Zimsen.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.