Ísland


Ísland - 09.12.1898, Page 3

Ísland - 09.12.1898, Page 3
ISLAND. 191 horfir dapur á eftir dánum vonum, grár íyrir hærum með bogið bak og ber þó hverflyndi hamingjunnar með ró og still- ingu þess manns, er aldrei hefur viljað vamm sitt vita, sem er því virðingarverð- ari því lægra sem hann er fallinn úr gullstiga gæfunnar. Kristjáu hefur að vísu ekki söngrödd, en þess gætir ekki mjög í þessum leik. Hr. Sig. Magnússon leikur og prýðilega að vanda. Hr. Árni Eiríksson (Frank) leikurmjög vol; — það hefur stundnm verið sagt, að Árni léki hlutverk sín of líkt hvert öðru, en trauðla verður sagt að hann leiki þetta örðuga hlutverk sitt neitt líkt neinu því er hann áður hefur leikið. Árni hefur og góða söngrödd. Hr. Friðflnnur Guðjónsson (Leopold = „Drengurinn minn“) leikur yfir höfuð all- vel í þessum leik. Hr. Davíð Heilmann leikur Larsen vel og sömuleiðis Fischer, — hann syngur og ailvel. Hr. Helgi Helgason leikur settan dóm- ara, Berthelsen að nafni. Framburður hans ber nokkurn lestrarkeim og geð- breytingar koma ekki vel í ljós hjá hon- um, t. d. við skilnað þeirraMörups í fyrsta þætti leiksins o. s. frv. Það er illa fallið að hann verður að syngja, því hann hefur ekki söngrödd og áherzlan er mjög til- breytingalaus á orðunum í kvæði því, er hann syngur einn í fyrsta þætti. Hr. Valdimar Ottesen leikur hermann, en ekki er hann þar sérlega hermannleg- ur í framgöngu eða málróm ; ef til víll á hann ekki að hafa verið lengi í hern- um og er honum þá ekki sök á því gef- andi. Ekki sýnist leikurinn gefa tilefni til þess, að þjónninn, er hr. Guðm. Magnús- soa leikur, eigi að „riða“ eins mikið og leikandinn gerir. Slíka þjóna hef ég ekki séð á veitingahúsum hér á landi, og þeir sem ég hef átt tal við og dvalið hafa erlendis, segjast ekki heldur hafa séð þá þar. Látbragð þjónsins sýnist yfir höfuð alls ekki eðlilegt. Frú Stefanía öuðmundsdóttir leikur vel 201 Brandur Og hvað er það þið heimtið, hrífið? að fyrir ríkis vísdðms-vind ég varpi þeirri fyrirmynd, sem ég hef helgað hug og llfið? Prófasturinn E>ér varpið burt? Hver býður það? Ég bendi’ á veginn, hyggið að. Mitt ráð er að þér rennið niður því rugli’, er skaðar fólk og yður. Nú, haldið í það, ef þér viljið, en ofurvel það fyrir þiljið; jft, ærslist, fljíigið, ærist hreint, ef aðrir það ei sjá né vita. En sá fær eitt sinn raunir reynt, sem ráðlaust fer, og einn vill strita. Brandur Jú, ótti og hagur efiir verkið. Á enni þér er Kains merkið, sem hrópar: Þú þig heimi gafst, og hjartans góða Abel drapst! Prófasturinn (lágt). Nú segir hann, trúi’ ég, „þér“ og „þú“, nei, það má ekki! (hátt). Ég vil nú ei lengja framar þetta þref, en það er víst, sem sagt ég hef, að yður gleyma aldrei hlýðir, hvers æBkir land og fólk og tíð; sem fyrri, en oft hefur henni þó betur tekist. Annars er það galli á listhennar, að hún er ekki nógu tilbreytingarík í meðferðinni á hlutverkum sínum, svo hvert þeirra minuir fullmikið á annað. Söngur- inn hefur heldur ekki tekist sem bezt hjá henni í þetta sinni og yfir höfuð er rödd hennar ekki eiginlega viðkunnanleg, of mjóhljóðuð og blístrandi. Eu altaf er gaman að sjá frú Stefaníu á leiksviðinu. Frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur Maríu prýðisvel og ekki ieikur hún síður Kristján, gletna og fjöruga skósmíðasvein- inn. Þær ftú Þóra Sigurðardóttir og frk. Þuríður Sigurðardóttir leika mjög vel að vanda; frú Sigríður Jónsdóttir leikur og vel, en unglegri hefði mátt gera hana í andliti á leiksviðinu. Litlu drengirnir, er þær Marta Indriða- dóttir og María Sigurðardóttir leika, eru mjög vel leiknir, og eru þó leikendurnir börn. í heild sinni er leikurinn vel leikinn og af sumum afbragðsvel; er óskandi að menn sæki leik þennan vel og láti sjá, að þeir hafi smekk fyrir fleiru en skrípa- leikjum einum. Að því er snertir þýðingu leikritsins sýnist þýðandanum hafa hér tekist lakar en að undanförnu, einkum að þýða söngv- ana, en hann hefur þð áður þýtt leikrit og annað manna bezt úr erlendum tung- um á íslenzku. Gucfm. Gudmundsson. Frá fjallatindum til fiskimiða. Um Hof í Yopnafirði eru í kjöti: Séra Geir Sæmundsson á Hjaltastað, séra Krist- inn Daníelsson á Söndum og séra Sigurð- ur Sivertsen á Útskálum. Auk þeirra sóttu sjö prestar aðrir. Um Þóroddstað í Köldukinn eru í kjöri: Séra Sigurður Jónsson á Þönglabakka, séra Sigtryggur G-uðlaugsson á Svalbarðí 202 því aldrei sigrar hetja’ í hríð, við hlið hans ef ei tíðin stríðir. Já, skoðið skáldin, lista-Iýðinn, er lögmál þeirra’ ei skyldan, tíðin? Og hermenn vora! Hvestan brand þeir hylja líkt og töfragand. Af hverju? Því á hvora hlið þeir horfa’ á landsins þörf og sið. Sinn Bérgæðing skal sérhver temja og sína kappgirnd ávalt hemja, en eptir fjöldans sið sig semja. Mannúðarfull og mild er tíðin — svo mælir einatt fógetinn; — þér þyrftuð ei að auka striðin, þér ættuð vissan sigurinn. En hornin verða fyrst að fjúka, og fornar værur burt að strjúka; þér vera hljótið eíns og aðrir, og eiga’ og nota sömu fjaðrir, ef vel skal happa-verki ljúka. Brandur Burt héðan, óðara! Prófasturinn Einmitt það! Þér eigið að vera’ á betri stað. En til bess yður vegni vel, sem víst og sjálfsagt mál ég tel að gá að Guði’, að gleyma’ ei því að ganga tímans fötum í. Hver kennir alla konst í her? og cand. theol. Þorvarður Þorvarðarson. Fleiri voru ekki í kjöri. Þess hefir áður verið getið hér, að Hall- dór prófastur Bjarnason á Presthólum hafi unnið að öllu mál sín fyrir hæstarétti. Yfirrétturinn hafði Iátið standa frá hér- aðsdóminum litla sekt fyrir ósæmilegan rithátt í varnarskjali, en hana feldi hæsti- réttur einnig, af því að málið hafði verið höfðað að óþörfu. Reykjavík. Fundurinn, sem getið var um í síð- asta blaði að til stæði í skautaféleginu, var nú haldinn á miðvikudaginn og sótt- ur af miklu kappi einkum fjölmenti sá hluti félagsmanna, sem enn er ekki kom- inn af barnsaldrinum eða í kristinna manna tölu. Eu þau eru lög í skauta- félaginu, að fullorðnir og börn hafa þar jafnan atkvæðisrétt. Tillaga var borin fram um að ekki yrði varið fé félagsins til dansskemtana, eða annara skemtana skautalistinni óviðkomandi nema með sér- stökum fundarsamþyktum í hvert sinn, en hún var feld með öllum þorra atkvæða, því stjórnin tók það þá til bragðs, að hún hótaði, að ekkert skyldi verða af dansleik þeim, sem ákveðinn var daginn eftir og margir höfðu búið sig undir, og vildu því ekki missa af; sá smáfólkið þar færi til að neyta atkvæðisréttar síns. Samþykt var þá önnur tillaga um að skora á stjórnina að sjá um að skauta- fært svell væri á tjörninni svo oft sem kostur væri á, og fylgdi þeirri tillögu yfir- Iýsing frá fundinum, að hann treysti stjórn- inni til að leysa þetta sæmilega af hendi. Þess skal getið, að þar sem sagt var í síðasta blaði vafasamt hvort formaður fé- lagsins þekti sundur skauta og mann- brodda, þá reyndist þetta á fundinum oftalað og hrakti formaður það rögg- samlega. Handkörfur tvær hefur nú félag- ið útvegað sér, en þær eru til þess not- aðar að styðja óvana skautamenn á svelli 203 Sá korpðral1, sem liðsmenn ber. Og hann í fyllstu foruatu’ er oss fyrirmynd á landi hér. Sem korpóralinn kallar sina til kirkjugangs í fastri röð, eins skal ég líka leiða mína um lífs og sáluhjálpar tröð. Alt er sem rakið: Undir trú er yfirvaldsins hellubrú, en því sem er á bjargi bygt má blindur maður fylgja trygt; en hvernig kenna kristni skal, það kenna lög og ritúal. Svo, bróðir góður, óttist eigi, en athugið hvað sé í vegi, svo ganga alt að óskum megi! í kirkjunni skal ég reyna róminn, hvort rödd mín fellir sig við hljóminn. Því ei eru hvolfin ómgefandi i öllum kirkjum hér í landi. Par vel. Minn texti, trúi’ ég, er um tvöfalt eðli vort og strið, og Guðsmyud þá sem gjarnast fer sinn gamla veg. En nú er tíð að maður hressing sæki sér. (fer). Brandur (stendur sem steini lostinn). Alt, alt ég hefi ofurselt að efla Guðs dýrð, sem ég hélt, 1) heræflngakennari. meðan þeir eru að læra. Bendir það á, að formaður og fleiri stjórnarmeun félags- ins ætli nú að fara að gefa sig við skauta- menskunni. Yfir höfuð hafa verið miklar hreyfiagar í félaginu síðistliðaa daga. Dansskemtunin var haldiu í gærkvöld og stóð framundir morgun, en ýmsir af þeim, sem á fundinum héldu fram skautuuum á móti danskónum tóku þó ekki þátt í henni. Gufuskip kom hér inn í gær, Mors, eign Th. Tuliníusar kaupm. í Khöfn. með kol til verzl’unar W. Christensens. Það hefur verið 7 daga á leið írá Skotlandi, kom hér uppundir Reykjanesið í fyrra- kvöld, en komst þá ekki inn fyrir óveðri. Koma þessa skips þykir góð, því bær- inn var mjög kolalítill; nokkuð var selt af kolum þeim, sem upp komu fyrir skömmuhanda„Heimdalli“, en hrökk skamt. Skp. selt á 5. kr, Sagt hefur verið að von væri á kola- kipi til Fischera verzlunar. Árbók fornleyfafélagsins er nú fyrir nokkru komin út og hefir að færa skrá yfir eyðibýli í Landasveit, Rangárvalla- sveit ogHoltasveit í Rangárvallasýsln eft- ir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. 2. hofalýsingsr í fornsögum og goðalíkneski eftir Finn prófessor Jónsson. 3. Ieiði Guðrúnar Ósvífsdóttur, eftir Dr. Jón Stef- áasson, skýrsiur um fálugið og fleira. — Árbókinni fylgir allstórt rit og er þar fyrst sérprentun úr tímariti danskra landfræð- inga og er ferðasaga D. Bruuns kafteins, hér um land sumarið 1897. Þessi ferðasaga er á dönsk. Þá er þar á íslenzku rit- gerð eftir hr. Bruun um ransóknir hans sumarið 1897 á eyðibygðum í Árnessýslu, Skagafjarðardölumrog Bárðardal. Þetta fylgirit er mjög vandað og eru í því margar myndir er hr, Bruun hefur gert af ýmsum stöðum hér á land. Allir þeir, sem nokkurn hug hafa á fornmenjaran- sóknum hér á landi ættu að ganga í fé- lagið til að styrkja það, og bækur félags- ins í ár munu styðja að því að útbreiða það. 204 svo heyri’ eg tímans hróp og glanm og hrekk nú upp við illan draum. Nei, kveðið enn þau kyngis-ljóð! Sjá, kirkja þessi drakk mitt blóð; mitt líf, mín sól þar sökk í dá; sálina skulu þeir ei fá! Ó, voða-þraut, að vera einn og vonarlaus í hinstu nauð! í hönd er lagður harður steinn er hungursneyðin kallar: brauð! Hve rétt, hve voða-satt hann eagði. og samt þau ráð, sem djöfull lagði. Mig vantar ljós á voða-stig. Ó, vei, Guðs ljós flýr ávalt mig! Ó, kæmi einn, ó kæmi’ hann nú, með kærleik Guðs og frið og trú! (Einar kemur; hann er fölur og magur, sjúkur & svip hann er dökkklæddur. Brandur kallar). Hver? Einar! Einar Það er enn mitt heiti. Brandur Ég stóð og þráði einhvern einn, sem ekki væri kaldur steinn. Æ kom, svo ég ei lengra leiti, og fá þér höfn við hjarta mitt! (vill faðma hann). Einar Ég er í höfn. Brandur Þú enn manst hitt, sem okkur bar i milli?

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.