Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 1
s> ISLAHD. 1. ársfj. Reykjavik, 21. janúar 1899. 1. tölubl. „ISLAND". Um leið og þessi árgangur „íslands" hefst, verð- ur töluverð breyting á blaðinu, og er rjett að byrja árganginn . með því, að gera grein fyrir henni. Ritstjóri „íslands" og fyrverandi eigandi þess hefur ná fengið útgáfur jett blaðsins í hendur hluta- fjelagi hjer í bænum, og blaðinu er fyrst um sinn breytt í hálfsmánaðarblað og verðið um leið fært niður að sama skapi. Brotið á blaðinu er ekki alveg hið sama og verið hefur; það er nokkru lengra og mjórra, en leturmergðin hin sama og áður var. Orsökin til þeirrar breytingar er sú, að pappír af þeirri stærð, sem „ísland" var áður í, er nú ekki fáanlegur hjer, og eigi heldur pappir af nokkurri stærð, er meir nálgist brot það, sem blaðið var í áður, en þessi. Það er satt, að blaðaöld er nú mikil á iandi hjer, og það svo, að heyra má, að almenningi þyki nóg uui. Eru það eldri blöðin, þau sem ekki eru fær um að fylgjast með tímanum, en finna á sjer eliimörk og hrumleik, sem hafa alið þannsóu og reyna að halda honum við. í þessu blaði hef- ur rækiiega verið sýnt fram á það áður, að það er ekki almenningur eða þjóðin, sem hjer þurfa um að kvarta, heldur blaðamennirnir sjálfir. Það er þeim einum í hag að blöðunum fækki, því þá þurfa þeir minna að vanda til blaða sinna en nú, meðan samkeppnin er svo mikil. Síðan „ísland" kom út, munu fá blöð hjer á landi hafa verið lesin meir eða iafnmikið, og er það rauplaust talað. Frá því sjónarmiði skoðað hefur það einna bezt lífsskilyrði allra íslenzkra blaða. Ýmislegt sem fram hefur komið, einkum nú á síðustu tímum, frá systkinum þess, hinum blöðunum, bendir ljóslega á, að þau eru sömu skoðunar. Þau finna, að „ísland" hefur þau tvö lífsskilyrði, sem mest er í varið fyrir hvertblað, sem er: 1. að almenningur liefur lesið það, og 2. að almenningur vill lesa það áfram. Eldri blöðin mörg vanta síðara skilyrðið: almenningur hefur lesið þau, meðan ekki var um annað að velja, en þau finna, að þeim fækkar, sem vilja lesa þau á- fram, af því að menn velja nú heldur annað í þeirra stað. Hinc illae lacrimae. Útgáfufjelag „íslands" hefur þð viijað fara hóg- lega úr hlaði og því tekið nokkurt tillit til al- menningsálitsins að því er blöðin snertir; það hefur minnkað blaðið um helming. Verði nú sú raunin á, að lesendum blaðsins líki breytingin vel, þá er sjálfsagt, að þessari stærðinni verður haldið fram- vegis. En reynist hitt sannara, að lesendurnir vilji heldur halda hinni upprunalegu stærð og verði, þá hefur útgáfufjelagið í hyggju að fjölga blöðun- um síðar, ef vel gengur, eða eigi ver en ætlað er nú í byrjuninni. Blaðið er nú selt, eins og upprunalega, hver ársfjórðungur út af fyrir sig. Kostar þessi fyrsti ársfjórðungur 50 aura í Eeykjavík og 60 aura út um land, og verður því verði haldið framvegis svo framarlega sem blaðið verður hálfsmánaðar- blað. Árgangur blaðsins kostar þá í Eeykjavík að eins 2 kr., en út um land 2 kr. 40 aura, og verð- ur „ísland" þá langódýrasta blað landsins. Síðar í blaðinu verður minnzt á áform þess og hver umræðuefni það einkum muni taka til meðferðar framvegis. Þetta fyrsta blað er orðið nokkru á eptir tím- anum og eru kaupendur hjer í nándinni beðnir að afsaka það. En þvi er þar um að kenna, að stofnun útgáfufjelagsins og svo ýmsar ráðagerðir um fyrirkomulag blaðsins framvegis hafa dvalið tímann. Nokkuð hefur verið rætt um fjelagsstofnun þessa í flestum blöðum hjer i Eeykjavík og hafa þau fylgt undirbúningnum til hennar með mikilli ná- kvæmni og áhuga, einkum „ísafold". Af skýrsl- um blaðanna og áætlunutn munu menn hafa fongið hugmynd um, að töluvert stríð hafl staðið undan- farandi um tilveru „Landsins". Eu þar sem þau góðu málgögn hafa ekki haft næga vitneskju um gang þessa máls, þá er auðvitað ýmislegt mis- hermt í frásögnum þeirra, og er þá næst að skýra hjer nánar og rjettar frá þeim leik. Kappróðurinn. „Lands"menn vinna sigur. Björn á brotnu skipi. Það er langt síðan að ritstjðra „íslands" kom til hugar að gjöra blaðið að hlutafjelagseign, þeg- ar þessum árgangi væri lokið. Það var einhvern tima í fyrra-vetur. Orsökin var sú, að eptir að hann hafði hætt við þá viðskiptaaðferð, sem hann tók upp í byrjuninni við kaupendur blaðsina, sá hann skjótt, að hann skorti fje til að halda blað- inu út reglulega og svo að í lagi færi, þar sem hann mátti búast við, að verða að bíða eptir borg- un á andvirðinu frá miklum hluta kaupandanna, eí til vildi svo árum skipti. Þessu áformi hreifði hann þó að eins við fáa menn þá, og leizt sumum þeirra strax vel á það, en öðrum miður, eins og verða vill. Stóð svo þar til nokkru fyrir nýárið. Þá tóku nokkrir menn hjer í bænum að sjer að koma þessu í framkvæmd. Og, eins og skiljan- legt er, voru meðal þessara manna sumir þeir, sem frá upphafi höfðu verið blaðinu hlynntir og opt góðir stuðningsmenn þess. Sú er nú sagan til stofnunar útgáfufjelags „ís- lands", sem nú er komið á fastan fót, og er hún Bögð hjer til leiðrjettingar við „slúður"-sögur Björns gamla Jónssonar, sem verið hefur aðrugla um þetta í „ísafold" undanfarandi, án þess að vita nokkur glögg deili á málavöxtum, og svo annan sams konar bæjarþvætting og úr sömu átt runninn. Þó það sje nú svo algengur vlðburður nú á dögum, að eigandaskipti verði að blaði, að slíkt sje naumast talið með stórtíðindum, þá hefurþessi breyting, sem nú er orðin á „Islandi" og útgáfu- fjelagsstofnunin vakið hinn mesta gauragang hjer í bænum og verið aðalumræðuefnið nu í langan tíma. Sú hluttekning í kjörum blaðsins, bæði frá hálfu þeirra manna, sem starfað hafa að stofnun útgáfufjelagsins, og líka hinna, sem sveitzt hafa blóðinu við róðurinn á mðti, hefur verið ritstjóra „íslands" hin mesta ánægja, og hlýtur hann að telja hvorttveggja blaðinu til gildis. Hjer skal sjerataklega til sögunnar nefna hinn „aldraða, valinkunna sæmdar- og atorkumann", ritstjóra „ísafoldar". Þegar fregnin um fjelags- stofnunina til framhalds „íslands" barst heim í ból hans, þá er sagt að hann setti í fyrstn hljóð- an. Og frá þeirri stund sóttu hann illir draumar. Hver hreifing þeirra fjelagsmanna vakti honum nýjar og nýjar ofsjónir, og nefið hafði hann þá í hverri gátt og við hvert skráargat, þar sem ein- hverra frjetta var að vænta. Segja kunnugir, að hugmyndasmíði hans út úr þessu fyrirtæki hafi helzt líkzt hugsanarugli sjúks manns í langvinnu ölæði. Er það þó ekki kunnugt að vínreikningar Björns hjá kaupmönnum hafi stigið að mun þessa dagana. En á eilífu trítli hefur hann verið um bæinn. í skafrenningsbyljum, hörkufrosti og opt glerhálku hefur aumingja-karlinn, stirður og veikl- aður, skjögrað hús úr húsi. Hann hefur verið að telja menn af að ganga í fjelagið og reyna að koma í veg fyrir að það myndaðist. Ýmsir voru þeir, 8em skipuðust við fortólur hans, því karlinn er mjúkmáll samningamaður og drjúgur við róð- urinn þegar hann kemur ár sinni vel fyrir borð á bakborða, eins og hjer átti sjer stað. En til annara fór hann aptur sannnefndar fýluferðir, og flestir munu þeir, sem telja að hann hafi gjört sig óheyrilega spaugilegan með framkomu sinni í þessu hræðslukasti. En hún hefur líka aðra hiið alvarlegri, sem sumum hefur ekki síður orðið starsýnt á. Mönnum mun skiljast svö, sem orsökin til þess- arar árásar hans, hljóti að vera fólgin í einu af tvennu: annaðhvort persónulegri óvild til ritstjóra „íslands", eða þá hræðslu við blaðið sem keppi- naut „ísafoldar". Hið fyrra mun ekki vera rjett. Að minnsta kosti lýsti það svo mikilli vesalmennsku, að það er þess vegna ótrúlegt. Því hann hefur allt af haft tækifæri til að ná í ritstjóra „íslands" meðan þeir höfðu báðir blöð í höndum, en árásin kemur þá fyrst, þegar Björn hyggur vafa á, hvort „ísland" haldi áfram og telur sjálfsagt, að ritstjóri þesssje þar á ofan fjármunalega eyðilagður maður. Hitt er skiljanlegra, að orsökin hafi verið hræðsla við „ísland" sem keppinaut „ísafoldar", og hafi haan því sóttmáliðmeðsvo mikilli áfergju. En það gefur mönnum þá ótvíræðlega hugmynd um, að sjálfur h?.nn telji ekki gengi sitt og „ísa- foldar" standa jafnföstum fótum og margirmur^a ætla. Og þótt stríð hans og strit fyrir vexti og viðgangi blaðs síns sje ekki nema lofsvert og geti verið í alla staði heiðarlegt, þá eru því þó hjer sem annarstaðar takmörk sett, hverjum vopnum þyki sæmilegt að beita til þessa og hve larsgt sje leyfilegt að ganga í því efni, að efla sjálfs sín hag. Hjer skal nú ekkert um það talað, hvað sæmilegt sje, því um það dæmir hver og einn fyrir sig. En Björn hefur í ákafa síuum að fróðra manna dómi lent hjer út fyrir hin Ieyfllegu tak- mörk og í gildru hegningarlaganna. Þetta hefur hent hann í grein, sem birtist í „ísafold" 7. þ. m., og mun vera samin, meðaa hann var hálfringlaður af hringsólinu um bæinn. Þar skýrir hann meðal annars frá því, hvað sagt sje að ritstjóri „íslands" skuldi hinum og öðrum (sjerlega vel viðeigandi af honum, sem lifað hefur lengstum á lánum og gjöfum góðra manna, eða þar til hann saug sig fastan á landssjóðinn). Og af því að herferðin er geið móti „íslandi", skýrir hann einnig frá, að skuldirnar sjeu allar því að kenna, eða því sem nær! Þá veður hann upp á þá menn, sem voru að stofna útgáfufjelag „íslands", með nærgöngulum og flónslegum aðdróttunum, svo að það má virð- ast óskiljanleg miskunnsemi, ef þeir draga hann ekki fyrir lög og dóm. Eignir blaðsins telur hann líka fram, en getur þess um leið, að líklegt sje að ritstjóri þess leggi þar fram falska reikninga. Loks tekst hann á hendur fyrir væntanlega hluthafa að reikna út, að fyrirtækið geti alls ekki borgað sig. Auðvitað er megnið af þessari grein hans rokna- bull um málefui, sem hann hlýtur að hafa mjög óljósa vitneskju um. Til dæmis um það enn fremur, hve lítið mað- urinn gjörir úr sjer, má geta þess, að í „ísafold" 14. janúar hrósar hann sjer fyrir að hafa legið á hleri þar sem útgáfufjelag „íslands" hjelt fundi sína, segir með mestu drýgindura, að veggirnir á Hermes hafi reynzt þunnir.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.