Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 3

Ísland - 21.01.1899, Blaðsíða 3
ÍSLAND. með því, en þu ert með þínu, þá gjörði jeg þið fúslega og væri sæll, — en ekkl til þess að jeg væri sæll, heldur svo að þú værir sæl. Opt hef jeg staðið fram við sjóinn, þögull, hugs- andi. Jeg hef heyrt haflð tala, — tala um þig. Jeg hef sjeð stjörnurnar rita nafnið þitt meðgull- pennunum sínum á dökkbláu spjöldin sædísanna. Jeg hef sjeð sólina skrautrita það brosandi á haf- fiötinn með óteljandi litum. En stafirnir, — stóru, fallegu stafirnir, — hafa slitnað sundur, — öld- urnar litlu hafa slitið ogbieytt dráttunumí punkt- letur. Bn samt hef jeg í huganum getað skipað punktunum niður í raðir og lesið nafnið þitt! Jeg hef heyrt sædísirnar syngja á kvöldin vís- urnar sínar. Og mjer misheyrðist ekki: nafnið þitt hljómaði í hverju stefi. Annarlegur, ákafur, hávær ljet sæniðurinn mjer í eyrum, eins oghann vildi fá mig til þess að gleyma einhverju. Og honum tókst það: jeg gleymdi öllu, — öllu nema þ j e r ! Nafnið þitt heyrði jeg allt af gegnum hat- gnýinn. Jeg stóð í fjörunni, álútur, áhyggjufullur, og ritaði stafi í sandinn með prikinu mínu. Ogfyrri en jeg vissi sjálfur af því, hafði jeg skrifað þar nafnið þitt, — dregið stryk yfir það, — skrifað það aptur, og svo koll af kolli. -------— En sólin er sezt, loptið þykkara, og það er komið flóð!------------ Jeg hef byrgt þig inni í hjarta mínu án þess þu vitir af því sjálf; — nafnið þitt geymi jeg þar, hugtakið allt, sem þetta nafn felur í sjer, geymi jeg þar, þó stjörnurnar hrapi og setjist sól, himininn dökkni og hækki flóðið. Sál mín er altekin af þjer!--------------------- Jeg gekk einn eptir stígnum í kveld. Það marraði í snjónum undir stígvjelunum mínum. Dimmblár var himininn og stjörnurnar glóðu. Og langir, breiðir, blikandi, kvikir, bogadregnir ljós- straumar iðuðu og liðu um loptið yfir mjer. Geim- urinn mikli, eilífi, óendanlegi, sítalandi, mælti við sál mína á dýrðlega alheimsmálinu sínu, sem eng- inn dauðlegra manna gjörskilur. Jeg hlustaði og hlustaði; — mjer þótti sem sál mín yfirgæfi mig og lyptist hærra, hærra, en jafnframt fjarlægðist sjálfa sig meir og meir, — mjer þótti hún berast í óljósum draumórum út í óskiljanleikans eilífa altóm. Jeg var algjörlega utan við mig, — ýmist mændi jeg upp í Ijóslendur Tvíburanna og blá- vegu Óríons, eða jeg starði niður fyrir mig á snæ- kristallana, sem brutu geislana og grjetu brosandi með stjörnunum. Marrið í snjónum truflaði mig, erti mig, æsti mig; það Ijet mjer í eyrum svo ömurlegt, angistarlegt, sárkveinandi, — gegnníst- andi eins og neyðaróp æskumannsins, sem drukkn- ar á leiðinni til unnustu sinnar, rjettir höfuðið saltdrifið upp úr öldunum, felur himninum and- vörp sín og síðustu kveðjnna. Mjer varð órórra, órórra, — þetta hljóð varð mjer óbærilegt; — mjer þótti sem töluð væru til mín á annarlega tungu einhver orð, sem jeg ó- sjálfrátt titraði fyrir, skalf fyrir án þess jeg skildi þau---------------------— En allt í einu stóðst þú mjer lifandi fyrir hugskotssjónum; — jeg veitekki hvernig það varð, en sál mín fann sjálfa sig apt- ur í þjer, hvíldist í þjer dauðþreytt af fluginu og stríðinu. Þú komst með hvíldina, friðinn, ljósið. Þú sættir sál mína við sjálfa sig, — við óskiljan- leikann endalausa, — þú færðir hana nær sjálfri sjer og guði. Allt þetta flnn jeg, — finn, en skil ekki nje get skýrt fyrir sjálfum mjer hvernig þetta er orðið, — hvernig jeg er orðinn. Er þetta að elskaþig? Orgel-kaup. Gamla orgelið úr dómkirkjunni keypti herra kaupm. Helgi Helgason fyrir nokkru; var það þá talið ónýtt með öllu og: því selt fyrir lítið verð. Hefur hr. Helga nú tekizt að laga og endurbæta það svo vel, að það má kalla jafngott sem áður. Þeir munu vera margir, sem áður hafa haft unun og gleði af að heyra hina fögru og mjúku tóna orgelsins, og mun þeim víst finnast það nokkuð kyalegt af kirkjustjórninni, að svipta söfnuðinn þessum gamla dýrgrip, án þess að gera minnstu tilraun til að lagfæra hljóðfærið eða leitasjerupp- lýsinga um, hvort það væri mögulegt. Mörgum er þó vel kunnugt um, hvern snilling við höfum á meðal vor, þar sem er Helgi Helgason, og sjálf- sagt hefði engum hjerlendum manni tekizt að gera við orgelið nema honum. Nú getur kirkjustjórnin og Reykjavíkurbúar nagað sig í handarbókin. Orgelharmoníið, sem nú er í kirkjunni, er hvergi nærri gott nje heldur samboðið dómkirkjunni. Gamla orgelið, sem í mörg ár hefur verið Iátið þegja, mun hjer eptir gleðja hjörtu Oddfjelaganna, sem að sögn hafa fest kaup á því. X. Lestrarfjelag og lestrarstofa. Það var töluvert um það rætt í stúdentafjelag- inu hjer í fyrra-vetur, að stofna nýtt lestrarfjelag eða nmbæta hið gamla „Lestrarfjelag Reykjavíkur". Eins og geta má nærri, urðu menn þó ekki á eitt sáttir um það, hvernig fyrirkomulaginu skyldi háttað og komu fram um það ýmsar uppástungur. Var svo kosinn nefnd manna til að íhuga málið og halda því vakandi; átti hún síðan að koma fram með skynsamlegar tillögur, sem þá var ætl- azt til að meiii hluti manna gæti fallizt á. í fyrra vetur lá málið í væium dvala hjá nefndinni, en hafði rumskazt eitthvað lítils háttar í haust, þegar stúdentafjelagið tók aptur að koma saman eptir sumarleyfið. Ekki vitum vjer nákvæmlega, hverjar skýrslur eða tillögur nefndarinnar voru, en víst er um það, að síðan þær komu fram, hef- ur málið algjörlega legið í dái og gleymsku. Þetta er þó skaði, því hugmyndin var góð og fyrirtækið hið þaifiegasta, ef nokkuð hefði getað úr því orðið. Það var hugmyndin upphafiega, að stúdenta- fjelagið leigði lestrarstofu, er höfð væri opin vissa tíma á degi hverjum, ok þar lægju frammi útlend blöð og tímarit og nýjar bækur útlendar, erfjelagið kaupir, eða til var ætlazt að það keypti fram- vegis. Nú er stútentafjelagið svo fámennt fjelag, að ekki er hægt til þess að ætlast að það út af fyr- ir sig geti keypt útlend rit og bækur svo að miklu nemi, eða að verulegum notum geti komið. Auk þess er kostnaðurinn við að leigja lestrarstofu og hita hana einnig töluverður fyrir svo íámennt og fátækt fjelag. Út úr þessu kom sumum til hugar, að gjöra þessa lestrar- eða bókakaupa-fjelagstofnun víðtæk- ari, binda hana ekki við stúdentafjelagið, en koma á almennu lestrarfjelagi handa öllum bænum. Virtist sú hugmynd hafa mikið fylgi, þegar um þetta mál var rætt í fyrra-vetur. Skyldi svo leigja lestrarherbergi með sæmileg- um útbúnaði, sem allir ættu aðgang að fyrir víst tillag mánaðarlega eða árlega. Bækurnar mætti einnig lána fjelagsmónnum heim til sín mót sjer- stökn tillagi. Hjer í bænum hefur lengi verið lestrarfjelag, sem, að minnsta kosti nú á síðustu árum, hefur keypt flestar nýjar bækur, fagurfræðislegs efnis, sem út hafa komið í Danmörku og Noregi og nokkuð hefur þótt að kveða, og svo ýms hin helztu tímarit. í þvi eru mestmegnis embættis- menn, og íyrirkomulag þess er að mörgu ókentugt, Tölu fjelagsmanna verður að takmarka, svo að opt er þar svo fullt, að ekki komast fieiri að. Bæk- arnar gánga frá einum fjelagsmanni til annars og heldur hver um sig þeim eiua viku, og verða sam- ferða 2—4 bækur í einu, en tímaritum t. d. Rew. of Rew. halda fjelagsmenn 3 daga hver. Nú mun vera um 40 manns í fjelaginu, og sjá þá þeir, sem síðast fá bækurnar, þær ekki fyr en 40 vik- um eptir að þær koma upp hingað og byrja hring- rásina. Fæstir af fjelagsmönnum munu líka kæra sig um að lesa allar þær bækur, sem keyptar eru, en einn vill lesa þessa, annar hina. Nú fer opt svo, að eina vikuna fær fjelagsmaður þrjár bækur ok kær- ir sig ekki um að lesa neina þeirra; næstu viku fær hann þrjár bækur nýjar og vill gjarnan lesa þær allar, en hefur ekki tíma til þess þá. Hann verður þá að sleppa þeim og sjer þær ekki fram- ar fyr en á uppboði fjelagsins. Er það fljótsjeð að þetta er miklu óhentugra fyrirkomulag heldur en hitt, ef bækurnar væru allar geymdar á ein- um stað og hver fjelagsmaður fengi þar ljeðar þær bækur, sem hann vildi lesa, en væri ekki skyldaður til að halda fyrir öðrum þeim bókum, sem þeir vilja hafa, en sjálfur hann kærir sig ekkert um. Lestrarfjelag Reykjavíkur selur árlega á upp- boði allar bækur sinar, og er mikill skaði, að sú venja skyldi komast á. Ef fjslagið hefði safnað bókum sínum frá því það var stofnað, ætti það nú fallegt bókasafn, sem væri mikils virði. Auðvitað fara peningarnir, sem fyrir bækurnar koma, árlega til nýrra bókakaupa, og tillög fjelagd- manna yrðu að vera hærri en þau nú eru, ef þessi tekjugrein gengi frá og jafnmikið væri keypt af nýjum bókum eptir sem áður. En þetta mætti bæta upp með því, að gora lestrarfjelagið fjöl- mennara og breyta fyrirkomulaginu, hætta að láta bækurnar hringsóla milli fjelagsmanna, eins og nú er, en hafa í þess stað útlánsbókastofu. Gagnið af bókunum hlýtur að verða miklu minna, þegar þær tvístrast sín í hverja áttina, heldur en orðið gæti, ef þær væru geymdar á einum stað og menn gætu þar gengið að þeim. Þær yrðu með því mótiuu lesnar af miklu fleirrim en annars. Helst ætti „Lostrarfjelag Reykjavíkur" að verða breytt í það horf, sem bent er á hjer að framan, og gjört úr því nýtt lestrarfjelag handa öllum bæn- um, sem hjeldi áfram bókakaupuaum, myndaði bókasafn af nýjum bókum, sem lánaðar væru út, og hefði í sambandi við það lestrarstofu, þar sem haldin væru helztu útlend tímarit og blöð. Það er mikið keypt hjer í bænum af útlendum timaritum og blöðum af einstökum mönnum, sem ekki mundu keypt, ef þeir ættu vísan aðgang að þessu á vissum stað í bænum, Á þann hatt muudi mörgum sparast peningar, ef almonnri lestrastofu yrði komið á. Þar sem fleirum gæfist kostur á að sjá ritin, yrðu notin af þeim jafnframt miklu meiri. Landsbókasafnið er mjög fátækt af nýjum bók- um útlendum, og það er fullkomin nauðsya á að koma á fót öðru bókasafni við hliðina á því, sem hefði það markmið, að fylgja mað bðkmenntutn nútímans að svo miklu leyti sem kostur er á. Á föstudaginn þegar greinin um „Lestrarfjelag og lestrar- stofu" var nýsett, kom „Þjðððlfur" út, með grein um sama efni, eptir formann stúdentafjelagsins, kand. Vilhjálm Jóns- bou. Skýrir hann þar frá, að stúdentafjelagið hafl í ráði, að gera samtök við önnur fjelög hjer í bænum um stofnun almennrar lestrarstofu með líku fyrirkomulagi og talað er um í greininni hjer í blaðinu. Það er gott að heyra úr þeirri átt, að málið sje enn vakandi, og það var einmitt hr. Vilhjálmur Jónsson, sem fyrstur manna hreifði því í stúdentafjelaginu og er einnig manna líklegastur til að koma þvi eitthvað áleiðis. Bjarnargreiði af verra tæginu er það, sem „ísafold" 7. þ. m. gerir Guðmundi lækni Björnssyni. Hún er sem sje að lepja upp ýmsar slúðursögur og götuþvætt- ing, sem hún segir að gangi um bæinn út af fyrirlestrinum um áfengisnautn, sem hann hjelt nýlega, og ætti læknirinn að vera og er líka mað- ur til að ganga þegjandi og óskemmdur fram hjá slíkum hjegóma. Þó „ísaf." þykist vera að ve rja hann, gæti tilgangur hennar alveg eins verið sá, að breiða þennan þvætting út, og ef svo væri, mætti bæði Björn og blað hans skammast sín fyr- ir og ættu bæði skilið óþvegna ofanígjöf. En hitt verður maður þ6 fremur að ætla, að blaðið hafi ekki gjórt þetta í. Ulum tilgaugi, heldur hlaupið hjer á sig eins og öpxar af heimskulegu ofstæki, og munu þó fáir hafa heyrt mikið af þessum þvætt- ingi áður „ísaf." breiddi hann út, enda kvað rit- stjóri hennar vera veðurviti, eða vindhani á stór- eflis slúðurmyllu hjer í bænum. Sögunaum romm- toddy-glösin 5 ýkir blaðið og rangfærir hana og

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.