Ísland - 21.01.1899, Qupperneq 4

Ísland - 21.01.1899, Qupperneq 4
4 ÍSLAND. Andvaka- Þegar nóttin er svört og regnið rennnr rúðum og þakinu á og stormurinn hvín og rekur á ríngi’, en rofar þó hvergi frá, þá hefur mjer fundizt tíminn tregur og teygjast einverustund. Til að geta þá fullnægt sjúlfum sjer, þarf síngjarna, rólega lund. Nú væri það gott að geta snúið til guðs í bæn um náð, sem áður fyr þegar gekk alit greitt og gatan var róaum stráð. Nú ann jeg ei því, sem jeg þekki ei, og þvi er mjer bænin treg, og því á jeg bágt með að biðja guð, svo bænin sje innileg. Jeg sje að jeg hlýt þá að hverfa frá minni hjartans brennandí þrá, sú hylling leystist við hugsun upp og hvarf því óðara frá. Æ, hjarta mitt ýnoist hamast, eða því hægir um stundarbið; jeg sný mjer á vinstri, jeg sný mjer á hægri, jeg sný mjer á hverja hlið, og svitadroparnir detta af enni sem dreyri úr banvænni und, jeg held, að jeg þyldi ekki að þreyja aptur þvílíka andvökustund. Að himininn fari að hrapa niður, það hræðist jeg einna mest, og í aðra röndina þykir mjer þó sem það væri kannske bezt. Til hvers er að þreyja þunga nótt og þola andvökuraun, og að eins þá fyrir sjálfan sig, og sjá ekki nokkur laun. Örðugt mun fyrir unga sál, sje yfirvegað nóg, að gefast upp og ganga inn í gleymsku og dauðans ró. Hjörtur. má sjálfsagt fullyrða, aðeins og hún er þar sögð, sje hún tilbúin af blaðinu og engum öðrum. Þessar- arsögu var getið í gamni hjer í blaðinu áður, af því hún virtist meiniaus, og sjálfsagt að taka hana sem annað græskulaust spaug. Hjeraðslæknirinn er svo alþekktur maður, að það virðist hreinn óþarfi af „ísaf.“ og slettirekuskapur, að fara að verja hann gegn drykkjuskapar-óorði, enda þótt hann sje ekki bindindismaður. Einsog tekið var fram hjer í blaðinu áður hafa orð hans og ræður um áfengi og nautn þess engu minni þýðingu fyr- ir það. Loks má minnast á það, að Birni .Jónssyni ferst ekki, að vera mjög kampagleiður eða kjaftfor í garð „Bakkusarliða“, því þær eru misjafnar sögurn- ar sem af því ganga, hve vel hann hafi haldið templar-heit sitt, og er það merkur maður úr Goodtemplarreglunni sjáifri, sem „ísland“ ber fyr- ir þessu, og þar að verðleikum miklu betur met- inn en Björn Jónsson, og mun sá hinn sami kann- ast við þetta hvar og hvenær sem vera vill. Það er áiit góðra templara, að Björn hafi harla iítið lagt í söiurnar fyrir málefni þeirra. Hann hefur aidrei beitt „ísaf.“ fyrir því að nokkru ráði, og kunnustu biudindisræður hans þar eru stráks- leg og klúr dóna-atyrði og uppnefni á veitinga- húsunum í bænum. Ólafsvík, 1. janúar 1899. Kæra „ísland!“ Nft er harla langt gíðan jeg hef skrifað þjer og vil eg nft byrja með því að 6ska þjer gleðilegs ný- árs og þakka þjer fyrir gamla árið. Síðan jeg skrifaði seinast (í marts 1898) hefur tíðarfar hjer verið afarerfitt yfirleitt, sumarið eyðilagðist alveg frá 10. ágftst, og síðan má heita að hafi gengið ðslitnar ófærur; hefur verið mikið tjðn að því, þar sem allt af hefur verið nægur figkur hjer fyrir þegar gefið hefur. Heyskapur varð hjer um slóðir með rýrara móti, því óþerrar voru afar- miklir hjer í sumar. Heilsufar manna hefur verið þolanlegt, nema hvað veiki gekk í börnum. Andlegar hreyfingar eru hjer engar nema ef teija skyldi hindindishreyfinguna. Má geta þess, að skólakennari B. Þ. Gröndal stofnaði hjer barnastftku í marts í fyrra og dafnar hftn vel. Enn nft lítur helst ftt fyrir að öll bindindishreyf- ingin hjer strandi á húSplásBÍeysi. „Bindindisfélag Ólafs- víkur“ ætlaði í fyrra að bæta ftr þessu með þvi að reisa fundarhfts; sótti stjórn þess um leyfi til landshöfðingja um að fá að halda „lotterí" á nýjum bát breiðfirskum, í því augnamiði að ijetta undir með kostnaðÍDn. Þegar svarið kom, var innsókninni synjað vegna formgalla. Þá sótti stjórnin aptur og bjó það svo vel út að ekkert varð ftt á sett; en þá þóknaðÍ3t sýslumanninum, Lárusi í Stykkishólmi, að mæla svo á móti þessu fyrirtæki við landshöfðingja að fjelaginu var sgnjað um að halda „lotteríið". Slíkir fram- faramenn!! Hlægilegast er það, að sýslumaður færir það sem ástæðu á móti lotterishaldinu, að hjeraðið sje svo fá- tœkt. jÞað ,-er svo fátœkt að það þarf ekki styrk til að byggja húsiðl Virðist mönnum þetta nokkuð frekleg ósam- kvæmni hjá sýslumanni, sem á manntalsþingi hjer í Ólafsvík vorið 1896 hjelt stranga tölu um drykkjuskap manna hjer og hvatti menn hjer þá til þess að afleggja þann ljóta löst. En nft snýst hann öndverður gegn bindindishreyf. með því að spilla því að áður um getið húa verði reist. Því sannleikurinn er sá, að efnahagur manna hjer er ekki svo góður að fjelögin treysti sjer tii að reisa gott fundarhús án þess að fá styrk annarsstaðar frá; en þetta fyrirhugaða ,lotterí‘ var ætlazt til að næði yfir allt land o: að seðlar yrðu seldir um allt land. Vjer höfum ekki heyrt þess getið fyr, að bannað hafi verið að halda lotterí í þessum tilgangi, og er ilt til þess að vita, að yfirvöldin skulu setja sig upp á móti hinum mestu vel- ferðarmálefnum þjóðarinnar, en þar til hljóta sannsýnir menn að tclja bindindismálið. Auðvitað er það, að sýslumaður vor tapar líklega rftmum 100 krónum við það, að ekki flyst neitt vín hingað til Ólafsvíkur. En skyldi það geta verið, að hann sjái svo mikið eptir þeim krónum, að honum þyki tilvinn- andi að hnekkja þvi máli, sem hann áður hefur verið hvata- maður að? Það er vart trftlegt. En hvað á maður að halda? 2. 7. Ö1 á flöskum. Við undirskrifaðir gjörum hjer með vitanlegt almeuningi, að við framvegis seljum allt öi á flöskum þannig, að flöskurnar sjeu borgaðar á- samt Innihaldinu, ea tökum aptur við flöskunum fyrir sama verð og þær selja^ Þetta nær ekki til fastra viðskiptavina okkar, sem við í þessu efni munum skifta við að öllu leyti eins og áður. Rvík, 10. jan. 1899. J. G. Halberg. Th. Thorsteinsson. (J. Zimscn. Xý tímarit. Nú er komið nýtt kirkjublað í viðbót. Heitir það „Fríkirkjan“ og á að styðja frjálsa kirkju og kristindóm. En eptir því sem sjeð verður af fyrsta blaðinu, þá ætiar „Fríkirkjan“ að sækja að tak- marki sínu með næsta nettuni og kvenniegum meyjarstigum. Það er nú ekki lengur nein nýlunda að sjá tímarit um kirkjumál, en hitt er nýlunda, að sjá tímarit um heilbrigðismál. Það er nú farið að koma út og heitir „Eir“ eptir lækningagyðjunni norrænu. Þetta er þarft fytirtæki og ritið verður áreiðanlega gott. Því að því standa svo góðir menn, að óhætt er að vona hins bezta af þeim. í innganginum reikna þeir ritstjórarnir, hvers virði mannslifið er. Raunar er mat þeirra of lágt, en þess óhættara er ykkur að troysta því, landar góðir, að þið kostið ekki minua en þar er sagt. Þessi góða hugvekja þeirra læknanna ætti að keuna mönnum, að fleira má reikna til hagaaðar og skaða en það, sem t&lið er í krónum og í fríðu. Þegar þingmennirnir okkar lesa þetta, munu þeir sjá, að það borgar sig að hafa nógu marga lækna og kosta nokkru til þar sem um heilbrigðismálin er að ræða. Ekki væri það held- ur óhugsandi að þeim hugkvæmdist þá, að taka minna tillit til auranna og meira til mannanna en þeir hafa gjört hingað til. B. J Reykjavík. Það mua mörgum þykja skrítnar fregnir, að þeir eru nft orðnir mestu mátar Björn Jónsson og Valdimar Ásmund- arBon, og mjög samdauna í öllum skoðunum. Það er í Blaðamannafjelaginu, sem þoir hafa betur en áður kynnst hvor annars innræti og komizt að raun um, að þeir væru í rauninni náskyldar sálir, þótt þeir hingað til hafi ekki kunnað að meta hvor annan rjettilega. Það var í samráði, og eptir langar bollaleggingar þcirra i milli, að báðir lögðu ftt af örkinni móti „íslandi" nft um nýárið. Björn byrjaði og Valdimar lofuði að koma á eptir. Ea þegar hann sá, að grein Björns var öðruvísi tekið af almenningi hjer í bænum en þeir fjelagar höfðu ætlazt til, og það varð hljóðbært, að Björn mundi hafa forskrifað sig og fengi fyrir vikið að kenna á vendi hegningarlaganna, þá sveikBt Valdimar að nokkru leyti undan merkjum, stakk grein sinni undirstólog ljet sjer nægja, að gefa ágrip af grein „ísaf.“, til að rjett- læta sig fyrir Birni. Eins og mörgum er kunnugt, hafa meðlimir Blaðamanna- fjelagsins (og í því eru meðal fleiri ritstj. „Fjk.“, „fsaf.“ og „ísl.“) komið sjer saman um, að láta fttkljá meiðyrðamál öll sín í milli, sem ftt af blaðadeilum rísa, fyrir kjördómi eða gjörðardómi, en leita ekki dómstólanna. Þennan tímann, sem „ísl.“ hefur ekki komið ftt, hafa blöð þeirra fjelaga flutt hverja greinina á fætur annari um „ísl.“, sem þeirgætu bu- ist við að verða að sæta ábyrgð fyrir fyrir gjörðardóminum. Svo bjuggust þeir við, að ritstj. „íslands" mundi ef til vildi svara, og það svar ráðgerðu þeir að nota sem bezt að hægt yrði. Þeir sögðu sig þá undan lögum Blaðamannafjelagsins um gjörðardðminn, til að geta notað dómstólana, sem þeir sjálfsagt hafa bftizt við að tækju óvægilegar á sakargiptun- um. En allt sem fram var komið þangað til þeir sögðu sig undan samþykktunum, vcrður að ganga fyrir gjörðardóminn. Þessi aðferð þótti þð formanni fjelagsins (J. Ól.) ekki drengi- legri en svo, að þegar hann fjekk uppsögn þeirra, sagði hann sig úr fjelaginu, eftir að hafa þó fyrst farið heim til beggja, til að reyna að fá þá til að taka uppsögnina aptur. En daginn eptir fjekk Björn þó einhverja eptirþanka af þessu, labbaði til formannsins og bað hann að taka aptur úrsögnina mót því að þeir fjelagar gæfu sig aptur undir gjörðardóminn, og varð það þá ftr. Eitt var það í ráðagjörðum þeirra, að reyna að fá ritstj. „ísl.“ rekinn ftr Blaðamannafjelaginu og hjeldu þeir, að með því gjörðu þeir honum mikla hneisu(!!!). Hver ástæðan átti að vera er ókunnugt, en þeir treystu þó ekki atkvæðun- um, og á fundi, BOm nýlega var haldinn, hreifðu þeir sig ekkert í þá áttina, en hugsuðu sjer að bfta sig betur undir til næsta fundar. Þð eru þeir lafhræddir um, að svo geti farið, að nýtt fjelag myndist við hliðina á hinu, og lamar það töluvert allar framkvæmdir. „Fj.k.“ flytur í síðasta blaði mynd, sem hún Begir að sje af Guðmundi skáldi Friðjónssyni, og fylgir henni afarþunn og vesaldarleg grein um ritstörf Guðmundar eftir ritstjórann. Annars varð Valdimar þarna sem optar dálítil skyssa á. Guðmundur hefur sem sje stundum gripið óþirmilega ofan í lurginn á „ísaf.“ og Björn er nógu mikill nagli til að taka sjer allt þess háttar mjög nærri. Valdimar kvað hafa fengið hjá honum þungar átölur, og Björn talið það „tryggðarof" af honum, að flytja mynd af öðrum eins manni og Guð- mundi. Frft Bríet hafði verið þessu alveg samdóma undir eins og Björn minntist á það. Og þegar hftn sagði það og Björn lika, þá er svo sem sjálfsagt, að lítið varð um vörn- ina hjá aumingja Valdimar. Ný harmonika, með 21 nótu, 3 registrum og 4 bössum, fæst með verksmiðjuverði. Nánari upplýsingar hjá ritstjóra „íslands“. XJ ósmyndLavj ©1 9 X 12 crn. til sölu með ýmsu tilheyrandi fyrir lágt verð. — Upplýsingar hjá ritstjóra „íslands“. Island ketnur framvegis út á sunnudögum, aðrahvora viku. Þö getur útkomudagur orðið annar þegar póstskip koma frá útiöndum. Verð hvers ársfjórð- ungs í Reykjavík 50 aur., út um land 60 aura. Afgreiðsiu og útsending blaðsius annast Þorv. Þorvarðarson prentari í Þingboltsstræti 4, og snúi kaupendur sér til hans um allt þar að lútandi. Gjaldkeri blaðsins er cand. Einar Gtunnarsson í húsi Gunnars kaupmanns Einarssonar í Kirkju- stræti 1, og annast hann innheimtu á andvirði blaðsins. Skrifstofa Laugaveg 2. Næsta blað kemur út áður póstar fara. Bitstjóri og‘ábyrgðarmaður: Þorsteinn Gíslason. Prentað i Fjelagsprentsmiðjunni.

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.