Ísland - 31.01.1899, Side 1

Ísland - 31.01.1899, Side 1
ISLAND. í. ársfj. Reykjavik, 31. janúar 1899. 2. töliibl. „T tiizl er stærsta lífsábyrgðarfjelag á Norðurlðndum. Ábyrgðir þess nema nú rúmiega 100 mill. kr. Ábyrgðir teknar 1897 voru 3575 að tölu ; var upphæð þeirra samtals 14,512,300 kr. „Thule“ borgar líftryggjendum hærri i-tnrms en nokkurt annað fjelag. Umboðsmaður fjelagsins fyrir ísland: Bernharö Laxdal, Akureyri. Þættir um íslenzkar bókmenntir. Úað hefur lítið verið ritað á islenzku um ís- lenzkar bókmenntir, bæði að fornu og nýju, sem aðgengilegt sje til lesturs fyrir alþýðu manna. Miklu meir er þó ritað um fornu bókmenntirnar,en ir.est er það vísindalegar ritgerðir eptir lærða mál- fræðinga og fornfræðinga og því lítt við alþýðu hæfl. Á útlendum tungum er miklu meir ritað um fornbókmenntir okkar, og er bókmenntasaga Finns prófessors Jónssonar hið nýjasta og jafn- fraiat eitt hið mesta verk, sem um þær hefur verið skráð. Hún er rituð á dönsku og er svo umfangs- mikil og dýr dók, að á sína tungu eignast íslend- ingar að likindum seint svo stóra bókmenntasögu. Eu það er ekki ótrúlegt, að mrrgnr maðurinn hjer á landi, sem ekki hefur tæki til að afla sjer út- lendra bóka, sem fjalla um bókmenntir okkar, vilji gjarnan fræðast um þessi efni. Hefur „ísl.“ því í hug að flytja þætti um islenzkar bókmenntir, alþýðlega ritaða, er gefi mönnum hugmynd um helztu rit8míði íslenzk á öllum tímum. Auðvitað verður hjer farið fljótt yfir sögu, og ætlunin er ekki að telja upp, hvað ritað hafi verið, heldur skýra inni- hald og stefnu bókraenntanna á ýmsum tímum. Hjer er byrjað á því elzta, og verður evo haldið fram eptir tímanum, þótt þættir þesBÍr eigi ekki bein- línis að vera samanhangandi saga, heldur safn af einstökum ritgjörðum. Á þennan hátt er hægast að gera mönnum efnið ljóst og forðast þó endur- tekningar. I. Inngangur. Þegar ísland fannst af Norðmönnum (874) og | byggðist, gekk ein tunga um öll Norðurlönd. Hún er í fornum kvæðum stundum nefnd dönsJc tunga. En er fram líður á 10. öldina, fer fyrst að bera á nokkurri greiuingu í tungunni, en þó lítils háttar með fyrstu. Pær breytingar, er þá fer að bóla á, kljúfa tunguna í tvohluta, og eru Svíar og Danir um annan hlutann, Norðmeun og ísiend- ingar um hinn. Eptir 1300 klofnar tungan enn í sænsku og dönsku, en Norðmenn týna smátt og smátt hinu forna máli og verða þá aðaltungurnar fjórar og er svo enn í dag. í ritum Snorra Sturlusonar er hin norska og íslenzka tanga nefnd norrœna eða norrœnt mál, og það nafn hefur hún enn. Snorri lætur og norrænu stundum þýða hið sama sem áður er kallað dönsk tunga. Á 16. öld er tunga vor fyrst nefnd Islenzka. Þá eru það íslend- ingar einir, er geyma hið forna mál, en aðrar norðurlandaþjóðir hafa þá íyrir löngu gieymt þvi. Hin elztu spor, sem hið norræna mál hefur eptir sig látið, eru grafletur, rúnastafir, er fornmenn hjuggu á steina; voru steinarnir reistir upp viðs vegar til minningar um látna menn, og eru nöfn þeirra manna höggvin á steinana. Stundum er þess einnig getið, hver hafi reist steininn. Gerðu forn- menn sjer þannig far um að geyma minningu hinna dauða. Svo segir í Hávamálum: Deyr tje, en orðstírr deyja frændr, deyr aldregi deyr sjálfr it sama; hveim sjer gððan getr. Þetta letur var nefnt rúnir, en rún þýðir: Ieyndardómur. Mjög er óljós uppruni rúnaleturs- ins. Þó þykjast menn nú geta sannað, að það sje myndad á 3 öld eptir Krist eptir stafrofi latínu- manna. Rúnasteinar, er fundizt hafa í Svíþjóð, á Frakklandi og Englandi sýna, að hið sama rúna- stafrof hefur verið notað á öllum þessum stöðum, en þeir steinar, sem hjer ræðir um, eru frá árun- um 600—800. í því stafrofi eru 24 stafir. En síðan kemur það fram, að Norðurlönd eiga annað rúnastafrof og eru í því 16 stafir. Það stafrof er nefnt eins og hið fyrnofnda fúþark eptir byrjunar- stöfunum. Þetta rúnastafrof kemur fram á stein- um, er fundizt hafa í Danmörku frá 10. öid. Mál og orðmyndir eru þar hinar sömu og á elztu hand- ritum íslendinga. Rjott eptir 1100 rita menn með latínustöfum. Rúnir voru og ristar á trje og horn. Sú var trú manna, að miklir leyndardómar fylgdu rúna- skriptinni og var hún höfð til galdra og gerninga eða tilniðs; því er kallað að rista einhverjum níð. Á íslandi tíðkaðist aldreí að höggva rúnir á legsteina, og vita menn ekki dæmi til, að svo hafi verið gert fyr en í lok 13. aldar, og var þó sjaldgæft. Fa handrit eru til með rúnum. Og þegar ritöld hefst á íslandi, um 1100, rita menn með latínustöfum- og er aukið við þeim stöfum, er til þurftu. Það letur er kallað munkaletur. En um 1140 er rituð íslenzk staffrœdi og er hún prentuð í Snorra Eddu, eptir ætlun sumra. Þegar ísland byggðist var kveðskapur nokk- uð tíðkaður í Noregi. Eigi vita menn uppruna haus. Litlar sagnir hafa menn af fornskáldskap hjá Dönura eða Svíum. Bragi hinn gamli er elzta skáid Norðmanna, er sögur segja frá, og hyggja mennhannhafa lifað hjer um bil frá 800—850. Har- aldur hinn hárfagri hafði skáld við hirð sína svo sem Þjóðólf úr Hvini, er kveðið hefur Ynglinga- tal og Haustlöng, Þorbjörn hornklofa, er kveðið hefur Glymdrápu og orti um Hafursfjarðarorustu og hirð Haralds konungs. Eyvindur skáldaspillir (um 920—990) var og norskur; hann hefur kveðið Hákonarmál, Háleygjatal og íslendingadrápu. En hann er síðastur noskra skálda, ogeptir það eru hirðskáldin jafnan íslenzk. Er svo að sjá sem kveð- skapur leggist niður í Noregi eða flytjist með land- námsmönnum til ísland*. Skáld eru nefnd í fornura sögum svo sem Stark- aður hinn gam!i,og er hann taliun elztur allra skálda. En allar sagnir um hann líkjast æfintýri; hann er jötunkynjaður og alinn upp af Óðni og lifir þrjá mannsaldra. Ragnar konungur loðbrók á og að hafa verið skáld. En allar sagnir um þessa menn eru mjög i þoku og talið víst, að þær vís- ur sem þeim eru eignaðar, sjeu síðar kveðnar. Uj ettritunar samþykkt „Blaðamannafjelagsiiis“. Á föstudagskvöldið var íslenzk rjettritun til um- ræðu i stúdentafjelaginu. Var sá fundur einhver hinn fjörugasti, sem þar hofur verið haldinn langa lengi. Umræður hófust með því, að rektor Björu M. Ólsen flutti langa og fjöruga ræðu og reif niður rjettritunarákvæði Blaðamannafjelagsins, en játaði jafnframt, að tilraun þeirra til að fá ein- ingu í stafsetninguna væri allrar viðurkenningar verð. Svo sem kunnugt er, vill rektor Ólsen færa stafsetning íslenzkunnar nokkru nær framburði en gjört er i skólarjettrituninnl, eða rithætti H. Kr. Friðrikssonarjyfirkennara, sem nú er almennastur. Eu rektor Ólsen taldi rjettritunarsamtök Blaða- mannafjelagsins fara í öfuga átt og væru þau apturför frá skóhrjettrituninni; gerði hann mikið skop að einstökum ákvæðum í ritreglum Blaðam.- fjel. Hann lýsti og yfir skoðun sinni á ritdeilu þeirri, sem fyrv. yfirkennari H. Kr. Friðriksson hefði nýlega háð við „ísaf.“ út úr þessu máli og kvaðst þar eindregið fylgja yfirkennaranum, en skopaðist mjög að fáfræði blaðsins og framhleypni, þar sem það hefði hlaupið út í þær ógöngur, að f&ra að rita um mál, sem það auðsýnilega hefði mjög lítið vit á. Þá talaði fyrv. yfirkennari H. Kr. Friðriksson, og hafðí hann verið beðinn að koma á fundinn til að taka þátt. í umræðunum. Hanu tók mjög í sama strenginn og rektor B. M. Ólsen, að rjettritunarbreyting Blaðamannafjel. væri til spillis tungunni, en hvergi til bóta. Fylgdi ræðum þeirra beggja mikið lófakiapp og var gerð ur að þeim góður rómur. Þá talaði Jón Ólafsson til varnar blaðamanna-rjettrituninni, og var vörn hans frækileg, svo sem við mátti búast af jafn- miklum mælskumanni. En það kom og í ljós, að hrnn skorti mjög málfræðislega þekkingu til að ganga á hólm við þá hina lærðu menn og hallað- ist bardagiun mjög á hann, og því meir sem á leið. Þá talaði Pálmi Pálsson,: íslenzkukennari lærða skólans; kvaðst hann ekki leggja mikla áheizlu á það, hverjum reglum stafsetningin fylgdi í ein- stökum atriðum, ef samræmi væri í rithættinum og hann fjarlægðist ekki mjög nútiðarframburð. Þeir rektor Ólsen, H. Kr. Friðriksson og Jón Ólafsson töluðu oftar en einu sinni. Þá var leitað atkvæða fundarins um þið, hve margir væru þar meðmæltir rjettritun Blaðam.tjel., og hafði hún 5 atkv. með sjer, en hin öll á móti, milii 20 og 30. Þá var samþykkt, að Stúdentafjelagið tæki að sjer að koma ræðu þeirri, sem rektor Ólsen hóf með umræðurnar, á prent, og svo útdrætti úr umræð- unum, og skyldu þeir, sem til máls tóku, sjálfir gefa útdrátt, hver af sínum ræðum. Svo var ætl- að á, að þetta yrði 3 arka kver og kæmi út innan skamms. Það má nú teija útsjeð um, að rjettritunarsam- tök Blm.fjel. verði nokkurn tíma almenn. Þeir sem undir samþykktina rita við og við fyrir til- mæli sumra ritstjórann?, gjöra við hana hver sína athugasemd, og neita að breyta fyrri ritvenju sinui, þótt þeir leyfi, að allt. sem á prenti sjáist eptir þi,/megi vera með þessari rjettritun. Og skoplegt er, að vera þá að seiiast eptir nöfnum ýmissa þeirra manna, sem vitanlega aldrei rita neitc það, er prentað verður. í Blaðamannafjel. er jafnvel nú svo komið, að þar er ekki full eining um rjettritunina. Guðm. læknir Björnsson, sem nú er genginn í fjelagið, iýsti því yfir á fundi Stúdentafjelagsins, að hann fylgdi ekki rithætti Blm.fjel., þótt sú væri stafsetningin á „Eir“, sem út er gefin af hr. Sigfúsi Eymundssyni, og verður að fylgja hans rjettritun, en það er rjettritun Blm.fjel. Þá var það fundarsamþykkt í Blm.tjel., að ekk- ert mætti taka upp í blöð þau, sem í væru rjett- ritunarsamþykktinni, nema það væri með rjettritun Blm.fjel. En í „ísaf.“ síðustu sjest nú, að B. J. hefur rofið þá samþykkt og flaggar nú með rjott- ritun rektors Ólsens í blaðinu. Þegar um það var að gjöra, hvort hann fengi að halda 2—3 kr. auglýsing eða ekki vegna samþykktarinnar, þá er honum öllum lokið. Ekki metur hann sig nú hátt til peningaverðs, karlsauðurinu, og er þetta helzt til „billegt“.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.