Ísland - 31.01.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 31.01.1899, Blaðsíða 2
ÍJSLAND. Frá útlöndum. Khöfn, 14. jan. Spánverjar og Bandanienn Uppreisn á Fil- ippseyjum. Ófriðarhorfur. Hinn 10. desbr. f. á. var undirritaður í París fíiðarsamningurinn milli Spánverja ogBmdamanna. Spánverjar urðu auðvitað að láta að kröfum Banda- manna um Filippaeyjar; en kurr var meðal spánsku sendimannanna, og ljet formaður þeirra óánægju sína í ljósi yfir framkomu Bindaœanna gegu Spán- verjum. Skildi að öðru skaplega með þeim. Samn- ingurinn verður því næst lagðar fyrir þingbeggja ríkjanna, og er talið víst, að hann muni sam- þykktur af þeim. Ástandið heima fyrir á Spáui er ekki sem álitlegast. Sagasta fer frá vóldum, en hver eptirmaður hans verði, er ekki fullráðið enn. Karlistar þykjast ætla að láta til sín taka, eptir að samningurinn er samþykktur, en stjórnin hefur verið að leitast við að koma í veg fyrir æsingar frá þeirra hálfu. Samt má búast viðþví, að Spánn muni ekki eiga lengi friði að fagna heima fyrir. Bandamenn eru heldur ekki friðsamlegir á að líta. Svo virðist sem í þá sje komið hernaðaræði, og ætli þeir að fara að semja sig að siðum Evrópu- þjóðanna í því að kosta ógrynni fjár til herbún- aðar. í siðasta fjármálafrumvarpi fer stjórnin fram á, að veittar verði 150 milj. dollara til her- búnaðar (landherinn á að auka upp í 100,000 manns) og auk þess margar milj. til herskipa- stólsins. Að vísu mætir þetta allmikilli mótspyrnu meðal demokrata helzt, og jafnvel meðal fylgis- manna McKinleys, en hann er hvatamaðurinn til alls þessa. Menn eru farnir að kalla hann Napó- leon nýja heimsins, enda þykir honum svipa til Napoleons í útliti. Þess mun kannske ekki lengi að bíða, að Bandamenn þurfi á her sínum að halda, og menn fái aptur að heyra frá þeim á vígvell- inum. Filippseyingar fengu brátt njósnir af því, að Bandamenn ætluðust ekki til, að eyjarnar yrðu sjálfstætt ríki, en að þeir sjálfir vildu hafa þar öll völdin. Svo á að heita, að eyjarnar sjeu nú þjóðveldi og Aquinaldo forseti þess og jafnframt foringi uppreisnarmanna. Hann er dugandi maður og harður í horn að taka. Hann og hans flokkur, Tagalarnir, leggja blátt baun fyrir, aðBandamenn ráði Iögum og Iofum í eyjunum, og gefi þeir ekki eptir, þá verði vopnin úr að skera, enda þótt þeim þyki fyrir því að eiga í stríði við Bandamenn. Aðalaðsetur uppreisnarmanna er Ilo Ilo; búastþeir þar fyrir og eru við óllu búnir. Stjórnin í Wash- ington hefur boðið Otis yfirforingja sínum á eyj- unum að Benda nægilegt lið til Ilo-Ilo, til að taka borgina. En sagt er, að uppreisnarmenn brenni hana heldur til kaldra kola, en að láta hana kom- ast í hendur Ameríkumanna. „Iudependencia", blað uppreisnarfiokksins, segir, að nu sjeu tvær úrlausnir fyrir hendi: annaðhvort að Bandamenn viðurkenni sjálfsforræði eyjaskeggja, eða að öðr- um kosti ófriður. Og hið síðara verður að öllum líkindum, því að Bandamenn munu ekki þoka undan. Ólíklegt er að eyjaskeggjar geti veitt þeiffl viðnám til lengdar, ef tilófriðarkemur; eyja- skeggjar eru um 7 miljónir manna. Það er ekki ólíklegt, að Spánverjar, er þeir sjá ófriðinn aptur nálgast, hugsi með sjer eins og karlinn: „Nú skyldi jeg hiæja, væri jeg ekki dauður!" Hias vegar berast ljótar sögur um meðferð spánskra fanga á Filippseyjum. Einkum er illa farið með munkana, þeir jafnvel bxúkaðir til á- burðar og biskupinn lábarinn. En varla má kasta þungum steini á hálfvillta þjóð, þó hún vægi ekki gömlum kúgurum. Óvandaðri er eptirleikurinn. Ameríkumenn hafa viljað skerast í leikinn, en eyjaskeggjar segja, að þá varði ekkert um það; þeir geti sjálfir samið um það við spónsku stjórn- ina og páfann. í H&vanna var á nýársdag dreginn upp ame- ríkanski fáninn, en sá spánski dreginn niður. Var því fagnað með miklum gleðilátum. Una Kúbubúar hið bezta við skiptin. Fandurinn gegn anarkistum. Þá er fundurinn gegn anarkistum á enda. — Þegar fundurinn var settur, bauð fulltrúi ítalíu- stjórnar fundarmenn velkomna með mörgum fögr- uum orðum náttúrlega, og þakkaði austurríski full trúinn í sama tón fyrir það í nafni allra hinna. Svo var dyrunum lokað, eptir að- allir frjettaritar- ar höfðu verið reknir út. Fundurinn endaði 21. des. Hvað gjörzt hefur þar, vita menn ekki með vissu, nema það eitt, að það hefur hvorki verið mikið nje merkilegt, enda gjöra blöð bæði sósíal- ista og anarkista miskunnarlaust gys að fundar- haldinu. Sagt er að fundarmenn hafi orðið mjög vel sammála, einkum í því að jeta, drekka og skemmta sjer, sem mun hafa verið aðalstarfið fyrir utan einhver lítilsverð ákvæði um strangt eptirlit með anarkistum; þeir hugsa sjer vist að út rýma þeim með því, en búast má við að þá fari eins og með ákvæðin um útrýmingu úlfa á Frakklandi, að þeir aukist æ því meir. Það hefði getað verið heppilegt fyrir aðgjörðir fundarmanna, að fundur- inn var haldinn áítalíu, því að þar eru anarkist- ar fjölmennastir, og hefðu þeir getað þar sjeð or- sakirnar til anarkismusins og að hann verður ekki kæfður niður með pólitístjórn einungis. Það er hin voðalega eymd og fátækt, sem knýr þessa hungruðu vesalinga til uppreisnar og ódáðaverka í þeirri von, að það hreinsi eitthvað til, svo kjör þeirra batni. En hvað gjörir stjórnin ? Hún sendir heilar hersveitir og lætur skjóta þessa aumingja niður. Nú hafa einmitt orðið óspektir bæði á Sikiley og Suður-ítalíu og hefur lögreglan við ekkert ráðið. Herlið hefur verið kallað til hjálpar, og hversu lengi því tekst að kæfa uppreisnina niður, verðar tíminn að sýna. í sambandi við þennan fund mætti geta um undirbúninginn undir friðarfundinn mikla. Hann kemur víst saman í februar. Margir eruvongóðir um árangurinn af honum og lofsyngja friðarhöfð- ingjanum. En stjórnirnar, sem ætla að senda full- trúa sína á fundinn — þær auka hver í kappvið aðra herbúnaðinn, meira að segja meir en nokkru sinni áður og það sjálfur friðarhöfðinginn. Skyldi þá vera nokkuð guðlast í því, að efast um, að þetta friðarboð sje alvarlega meint. Krítarmálið. Georg landstjóri. Þá urðu stórveldin loks á það sátt, að setja Öeorg prinz frá Grikklandi sem landstjóra á Krít. Hann kom til eyjarinnar 21. desember og var hon- um fagnað með kostum og kynjum, er hann hjelt innreið sína í Kanea. Hjet hann því, að kristnir menn og Múhameðstrúarmenn skyldu njóta jafn- rjettis og hefur hann sett nefnd manna til að semja stjórnarskipunarlög; auðvitað hefur soldán yfirstjórn eyjarinnar, en það er bara nafnið. Von- andi er nú að eyjarskeggjum fari ná að vegna betur og þeir fái læknað þau sár, er þeir hafa beðið á undanförnnm ófriðarárum. Þeir mega þakka öeorg Grikkjakonungi manna mest fyrir, að þeir nú loks hafa náð sjálfsforræði. Kína. í miðjum des. fóru konur allra evrópskra sendi- herra í Peking til hallar keisaradrottningarinnar og tók hún vel á móti þeim. Voru þar ekki spör- uð vináttuhót frá beggja hálfu og allt fjell í Ijúfa löð þessum kvennpersónum. Víst er nú það, að keisari er enn á lífi, en þjáist mjög af nýrnaveiki, og hafa læknar heldur daufar vonir um bata. Viðsjár milli Englendinga og Frakka. Óðara en Fashoda-málið var útkljáð, reis annað upp, er virtist enn íhugaverðara og meiri líkindi til, að þessum stórþjóðum gangi ver aðútkljá. En það er Madagaskar-málið, og er því svo varið: 1890 viðurkenndu Englendingar, að Madagaskar skyldi standa undir vernd Frakka, þó með þeim skilyrðum, að ekki yrði lagður hærri innflutnings- tollur á enskar vörur en sem svaraði 10% af verði þeirra og að Englendingar sættu sem beztum kjör- um yflr höfuð. Skömmu síðar köstuðu Frakkar eign sinni á eyna og fóru þá að hirða minna um þessi skilyrði Englendinga; þeir hafa t. d. lagt svo háan toll á enskar vörur, að numið hefur 40°/0, og bannað, að nokkur önnur skip væru notuð til strandferða þar en þan, er sigldu undir frakknesku flaggi. Þetta þykja Englendingum samningsrof, sem von er, og hafa farið orðsendingar milliráða- neytanna, og eru þær allkurteisar að vísu, en harðyrtari eru blöðin „Times" og „Temps" í garð hvor annars. Þar á ofan bætist, að Frakkar kvarta yfir því, gð Engl. hafi spillt málum sínum austur í Kína. Frakkar eiga sem sje nýlendu í Shanghai og vildu gjarna færa út kvíarnar; fóru þeir fram á það við kínversku stjórnina ogætlaði hún að láta að óskum þeirra, en þá komu Engl. og Bandamenn og ógnuðu Kínastjórn til þess að neita beiðni Frakka. Þetta skoða þeir eðlilega sem móðgun við sig, og segja að Englendingar reyni að ýfa upp öll gömul deiluefni til þess að spilla fyrir þeim. Að deilum þessum kveður að vísu ekki mikið enn þá, en það er ljóst, að báðum málsaðilum er þungt niðri fyrir. Frá Englandi er það að segja, að foringi frjáls- Iynda flokksins í neðri málstofunni, Harcourt, hef- ur sagt af sjer formennskunni. Hann tók við henni, er Gladstone gamli sagði af sjer og fór af þingi, og hefur þeim Boseberry ekki samið sem bezt. Hver verða muni eptirmaður Harcourt's, vita menn ekki, en sumir hafa getið til að Asquith væri einna líklegastur til þess. Hann er mála- færslumaður og var aðstoðarmaður Bussels í Par- nells-málinu; síðar varð hann innanríkisráðherra í Gladstones-ráðaneytinu. Þeir Boseberry fylgjast að málum. Útrekstur úr Prússlandi Þess var getið í síðasta frjettapistli, að Prússar væru að flæma danska vinnumenn og vinnukonur burt úr Sljesvík; hafa þeir haldið því áfram, og eignuðu menn þetta stjórninni í Berlín, en þá ját- aði v. Köller, landstjóri Prússa þar nyrðra, að hann sjálfur væri potturinn og pannan í því öllu, og gjörði þetta upp á eigin ábyrgð, til þess að friða landið fyrir æsingum Dana. En enginn efl leikur á því, að þetta er gjört eptir boði stjórn- arinnar, en Köller bara leppur. Um sömumundir fóru Prússar líka að vísa Austurríkismönnum burt, en stjórnin og þingið í Vín snerist illa við slíku, og varð ráðaneytisforseti Thun harðorður um að- farir Prússa, og er sagt jafnvel, að keisararnir hafi farið að skrifast á um málið. Jafnaðist svo það milli bandamannanna. Einnig hafa Prússar vísað burt um 30 rússneskum vinnulýð úr Berlín, og þykja þeir færast nokkuð í fang, ef þeir ætla að egna friðarhöfðingjann upp á móti sjer meðslíkum barnaskap. Þegar blöðin skýrðu frá þessu, neit- aði líka stjórnin að það væri satt, en varð að jeta það ofan í sig aptur, því að blöðin færðu sönnur á mál sitt. Annars mælist þessi útrekstur eigi síður illa fyrir á Þýzkalandi en annars staðar; það þykir bæði þýðingarlaust og ómannúðlegt að ráð- ast að saklausu vinnufólki og flæma það í burtu. Öll frjálslyndu blöðin hafa vítt harðlega slíkt at- hæfi og sum blöð apturhaldsmanna og jafnvel stjórnarsinna hafa tekið í sama strenginn. Árík- isdeginum hafa þeir sósíalistaforingjarnir Bebel og Vollmar sjerstaklega gjörzt tannhvassir móti stjórn- inni. — Vilhjálmur keisari befur verið lasinn um tíma, en er víst á góðum batavegi. Bóstur á Ungverjalandí. Það hafa verið ærin ólæti á þinginu ungverska; menn hafa barið í borðin, svo að ekkert heyrðist til ræðumannanna, og kannske ekki alveg laust við að í handalögmál hafi komizt. Aðalástæðurn- ar eru, að þjóðvinir (Nationalistarnir) hafa haft horn í síðu ráðaneytisins og borið á ráðherrana þungar sakir, einkum ráðaneytisforsetann Banffy, en hanu hefur ekki fundið ástæðu til að fara frá af því að þjóðvinirnir eru í minni hluta. Hinir frjálsu 8tyðja Banffy að málum, og þótt þeir sjeu í meiri hluta, tókst þjóðvinum þó að hindra það, að fjárlögin yrðu samþykkt, svo að ráðaneytið varð að gefa út bráðabyrgðarfjárlög til þriggja mánaða. Þessi óvild milli ráðaneytisforsetans og þjóðvina er sprottin út af endurnýjun samningsins milli Austurríkis og Ungverjalands. Horanzky

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.