Ísland - 31.01.1899, Qupperneq 3

Ísland - 31.01.1899, Qupperneq 3
í SLAND. 7 foringi þeirra ljet skammirnar dynja yfir Banfíy í þingsalnam, og fór svo, að þeir háðu einvígi út af þessn, en hvorugur varð sár. Eptir það fór Bufiy til Vínar. Nú er sagt, að heldur dragi til sam- komulags aptur milli flokkanna, og sama er að segja um flokkadrættina í Austurríki, að þar muni einnig vera vel komið á veg með að miðla mál- um. Dreyfusmálið. Enn þá er þetta mál efst á dagskrá og getur enginn sjeð fyrir, hvað af þvi kann að ieiða. — Skömmu eptir að skip fór heim síðast, var sím- ritað tilDreyfus um að rannsókn væri hafin á ný í máli hans, og yrði hann því að vera viðbúinn að svara fyrirspurn, er rjetturinn legði fyrir hann. Kona hans hafði áður fengið brjef frá honum og var hann þá mjög hnugginn; fór hún því til Dupny og baðst að fá að láta hann vita um end- urskoðunina, en Dupny neitaði, en kvaðst óðar skyldi gjöra það, ef rjetturinn færi fram á það. Þótti þetta óbeinlínis eggjan til rjettarins, enda bauð hann þegar að láta gjöra Dreyfus aðvart um málið. Hann hafði orðið mjög glaður við. Hafa nú verið gjörðar fyrirspurnir til hans um það, hvort hann hafi nokkurn tíma játað sekt sína. Eu hann þverneitar og segir enn sem fyr, að hann sje saklaus. Þá var og hvað eptir annað af ýms- um mönnum skorað á ráðaneytið, að láta fresta rannsóknum herrjettarins í Picquarts-málinu, en Dupny neitaði að gjöra það, nema hæstirjettur (Kassations-rjetturinn) heimtaði það og vildi fá málsskjölin framseld. Þetta þótti enn óbeinlínis eggjan. Og nokkru síðar heimtar rjetturinn að fá málsskjölin framseld og fjekk það óðara. Þá er Picquarts-málinu frestað, meðan rannsókn stend- ur yfir í Dreyfusmáli, en Picquart situr enn í fangelsi. Þá heimtaði og rjettnrinn að fá þessi leynilegu skjöl Dreyfus málsins, sem fyrverandi hermálaráð- gjafar hafa borið fyrir sig sem órækan vott um sekt Dreyfus. Þau fjekk hann og, en gegn trygg- ingu fyrir því, að þau yrðu ekki birt, því það gæti verið hættulegt fyrir rikið. Eru margar til- gátur um efni þeirra, en flestir ætla, að þau muni öll fölsuð, og víst er svo um eitt þeirra, því að það hljóðar allt öðruvísi nú en 1893, ogafrit, sem til eru af því, koma ekki heim við það. Vitna- leiðslum hefur verið haldið áfram í málinu og öll- um stefut til að bera vitni, er eitthvað kynnu að vita um málið; meðal annara hefur sjálfur ráða- neytisforsetinn orðið að bera vitni. En hvaðgjör- ist, vita menn ekki með vissu, því að öllu er haldið leyndu, sem fram hefur komið í prófunum. Talið er líklegt, að hin opinbera meðferð málsins byrji ekki fyr en í febrúar. En litlar líkur eru til þess, að endurskoðunin eigi meiri ró og friði að fagna eptirleiðis en áður, sem sjá má af máli því, er nú verður frá skýrt. Formaður hinnar „cívilu“ deildarinnar í hæsta- rjetti, Quesnay de Beaurepaire, sagði af sjer dóm- arastörfum núna skömmu eptir nýár. Litlu fyrir nýár hafði hann kært Bard sakamáladómara fyrir óleyfilegt makk við Picquart. Dómsmálaráðgjafinn Ijet þegar rannsaka málið, og kom þá í ljós, að þetta voru tóm ósannindi. Þá reiddist Beaure- paire og sagði af sjer; kvaðst hann ekki vilja sitja í hæstarjetti með þeim mönnum, er fótum træðu sóma hersins til þess að bjarga glæpamanni. Bar hann enn sakir á þá Loew og Bard, en þær eru allar hlægilega barnalegar. Enn fremnr sagði hann, að dómurinn, sem kveðinn yrði upp í mál- inu, mundi verða ranglátur og ólöglegur. En sann- leikurinn er sá, að hann veit ekki skapaðan hlut um, hvað gjörist í sakamáladómnum, því að því hefur verið haldið jafnleyndu fyrir honum sem öðrum óviðkomandi. Samt hefur dómsmálaráðgjaf- inn ályktað að láta rannsaka kærur hans, því að þetta hefur vakið mikla eptirtekt og stór flokkur fylgir Beaurepaire, sem sje allir hersinnar, enda lofa þeir hann á hvert reipi. Þarsem menn öðru hverju, og nú síðast Beaurepaire, hafa komið með aðdróttanir að Loew formanni um hlutdrægni, er mælt að yfirformaður hæstarjettar, Mazeau, ætli að stýra rannsókninni, er rjetturinn hefur lokið við þessar leynilegu rannsóknir, og gjörir hann það til að friða menn, en eigi af því, að nokkur ástæða sje til þess frá Loew’s hálfu. En nú skulum vjer líta nánar á Beaurepaireog aðfarir hans. Hann var sækjandi Panamamálsins sæla frá ríkisins hálfu og hjálpaði svikurunum til sýknunar með því að draga málið á langinn, þar til í ótíma var komið. Þingið reiddist honum fyrir þetta og ljet höfða mál á roóti honum, en saka- máladómur hæstarjettar sýknaði hann, með því að hann hefði ekki frestað málinu af saknæmum á- stæðum, eða að minnsta kosti yrði það ekkisann- að. Hann var óánægður yfir því, að rjetturinn skyldi ekki hreinsa hann betur af þessu hneyksli, og álíta menn því að hann muni nú vilja hefna sín á rjettinum. Aðalástæðan mun vera sú, að maðurinn, sem er bæði óhlutvandur og metorða- gjarn, hefur lengi viljað komast á þing og láta þar til sín taka. Slæst hann því í lið með her- sinnum og fær fylgi þeirra til þess að ná tak- marki sínu og hefna sín á fjandmönnura sínum; enda mun nú herinn fylgja honum til hvers sem vera skal. Beaurepaire hefur stungið upp á því, að Dreyfusmálið verði lagt fyrir alla dómara hæsta- rjettar í þeirri von, að þá muni hersinnar verða ofan á. Því mun eðlilega enginn gaumur verða gefinn. Þetta er nú að líkindum ein af síðustu dauðateygjum hersinna, en óefað verður það orsök til óspekta og æsingatilrauna, og getur þannig komið mörgu illu af stað, eu endurskoðunina hindrar það ekki hið minnsta. Þá er að segja frá Zola. Loks vita menn nú fyrir víst, að hann dvelur á Englandi og hefur gjört um hríð. Segir hann Englendinga hafa tekið drengilega á móti sjer. Hann kveðst eigi fara heim fyr en spekt sje komin á, því að óvíst sje, hvað fantaflokkurinn taki til bragðs. Hann hefur nýlega tapað málinu móti Judet, ritstjóra „Petit Journal”. Zola er dæmdur tii að borga 100 frk. sekt og 500 kr. í skaðabætur. Mælt er að frakknesk- ir snatar sjeu á hælunum á honum, en varlegt er að trúa því, þótt slíkt geti vel átt sjer stað. Esterhazy situr í Rotterdam. Honum var stefnt til að mæta fyrir rjettinum, en hann kvaðst ekki koma nema hann fengi griðabrjef, en það vildi rjetturinn ekki gefa. Kom Esterhazy því hvergi. Sagt er að Bónapartarnir hugsi sjer að hafa gagn af þessum róstum og reyna að ná völdum. Það er þó ólíklegt að þeim takist það. Norska llaggið. Norska þingið samþykkti í nóv. í þriðja skipti, að Norðmenn skyldu hafa sitt eigið flagg en ekki sambandsflaggið; var frumvarpið síðan sent Ósk- ari konungi til staðfestingar, en hann reit aptur langt brjef og kvaðst ekki geta staðfest þessi lög því það yrði til þess, að þjóðirnar tæki síður hönd- um saman og bræðrabandið yrði ekki eins tryggt. Úrskurður hans hlóðar því þannig: Lögin um flagg Noregs, sem þingið samþykti 17. nóv., verða ekki staðfest. 2) Samkvæmt 79. grein grundvallar- laganna verður þó frumvarpið að lögum. Svo loks hafa þó Norðmenn fengið sjerstakt flagg. Mannalát: í nóvember andaðist Fr. Winkel- Horn; hann mun mörgum kunnur af þýðingum sín- um; hann var starfsmaður hinn mesti. Enn er að geta láts 3 merkra kvenna: Frú Sars, móður þeirra professoranna Sars, og frú Evu Nansen, og frú Emilia Brandes, móðlr bræðranna Brandes, gáf- uð kona og hin merkasta í alla staði, sem og hin fyrnefnda; enn fremur hin nafnfræga norska leik- arakona Laura Gundersen i Kristjaníu. Andrée-leit. Lautinant Daniel Brun ætlar næsta sumar að fara til Grænlands á sjerstöku skipi til að leita að Audrée. Hann hefur þegar fengið nægilegt fje til fararinnar. Frá Aineríku (síðustu frjettir). Eptír að kaflinn hjer að framan var skrifaður, hefur verið símritað frá Newyork, að friðar- samningnum muni verða breytt til muna eðajafn- vel alls ekki samþykktur; 38 öldungar (Senatores) hafa skuldbundið sig til að greiðá atkvæði með þeirri breytingartillögu, að Bindamenn sleppi öllu tilkalli til Filippseyja og sömuieiðis Kúbu. Enn. fremur hefur þíð frjetzt frá Filippseyjunum, að ameriskir hermenn, í Maniila, er ssnda átti til Ko- Ko, hafi neitað að fara. r l in Islendinga í „Kobenhayn44. Hjer í Khöfn kemur út b!að eitt, er „Koben- havn“ heitir; á svo að heita, að það sje vinstri- mannablað, en alllítið álit mun það hafa meðal allra flokka. Ritstjórinn er Henning Jensen, fyr- verandi prestur og pólitískur æsingamaður — því vikið frá embætti — síðan soscialisti og ó- vinur vinstri manna, en nú vinstrimaður og fjand- maður socialista. Þetta er æfiferill hans í fám orðuro. í þessu blaði voru síðast í nóv. birtar greinar með fyrirsögninni „Afslöringer fra Island“. Þær voru þess efnis, að benda Dönum á, að íslending- ar væru í bandalagi við enska botnverpinga og hjálpuðu þeim til að sleppa úr klóm „Heimdsls“. Meira að segja, hefði einn maður orðið uppvís að þessn (sagan úr Keflavík), en þrátt fyrir það hefði hann verið sýknaður af dómstólunum. Sem von væri gengi „Heimdal11 því illa að klófesta botn- verpinga, og svo víttu íslenzku blöðin hann fyrir slóðaskap og notuðu þetta tíl að æsa þjóðina gegn Dönum. Hins vegar vikju íslendingar því að Englendingum, að ofsóknirnar gegn þeim væru frá Dana hálfu, en minna írá þeim sjálfum. Út af þessu væru Englendingar orðnir mjög reiðir Dönum og mundu hætta verzlunarviðskiptum við þá, en mjög mikið af smjöri og öðrum vörum er flyttust frá Danmörku, færu einmitttilörimsby, aðal- aðsetri botnverpinga. Það væri því varhugavert, að vera að kosta upp á varnarskip handa íslend- ingum, þegar svona væri ástatt. Eu Dönum væri líka hætta búin frá annarí hlið, sem sje frá Norð- mönnum. Norska stjórnin hefðí sent til íslands í haust Tryggva Andersen, til þess að æsa íslend- inga móti Dönum og fá þá til að ganga í sam- band við Norðmenn. Hefði hann á Færeyjum í veizlu drukkið skál væntanlegrar sameiningar Færeyja og Noregs. Þetta er aðalefni greinanna. Dr. Yaltýr Gaðmundssoa reit þá grein í „Ber- lingske Tideude“ og hrakti greinar þessar. Þá reis „Kbb.“ upp á ný. Kvaðst þá að vísu ekki geta leitað til sjálfs höf. greiuanna, eu hún hetði leitað til annars knnnugs manns. Sá sagði, að dr. V. G. liti íslenzkum augum á málið, en eigi væri auðið að neita því, að íslendingar hefðu mjög mikil mök við botnverpinga, einkum kring um Faxaflóa, og stæðu vanalega íslenzkir menn við stýrið og leiðbeindu þeim. Enn fremur bendir hann á, að í einu íslenzku blaði, sem hann hvorki geti nefnt nje skrifað („Þjóðviljinn ungi“?), hafi staðið, að Dönum, annari eins kotþjóð, sje bezt að sleppa alveg íslandi úr því þeir geti ekki varið það almennilega. Þá kemur hann og með flagg- söguna frá Þingvöllum, er Bruun rauk þaðan í burtu. Seinna kom enn skammagrein um íslendinga, og virtist sú rituð af enn meiri úlfúð og hatri en hinar greinarnar. Sióð þar meðal annars, að ís- lendingar væru ekki eins fátækir sem þeir Ijetu, því þegar vel lægi á þeirn, þá dönsuðu þeir, spil- uðu og ljeku við hvern sinn fingur og kampavínið flyti þá í straumum. Sem dæmi þess, hvað ís- lenzku blöðin væru óvinveitt Dönum, sagði blaðið væri það, að í blaðinu „Þjóðólfi“ („Pjódölfur“) hefðu verið fáeiuar línur um lát Lovísu drottn- ingar, en heillöng klausa um morðið á Eíisabethu drottningu. „Og þó var þetta þeirra drottníng“, segir blaðið. Blaðið hefur og fært þá fregn, að greinunum hafi verið mjög mikil athygli veitt á ríkisdegin- um og meðal þjóðarinnar, en að þvi er vjer frek- ast vitum, hefur ríkisdagurinn ekkert sinnt þeim, og svo hefur vist verið um flesta aðra, enda minntust engin önnur blöð einu orði á þetta. En þótt höf. greinanna hafi þannig ekki náð tilgangi sínum með þeim, en farið fýluför eigi allíitla, væri þó gaman að vita hver hann er. Eu það vitum

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.