Ísland - 31.01.1899, Blaðsíða 4

Ísland - 31.01.1899, Blaðsíða 4
ÍSLAND. vjer alls ekki. Blaðið lagði, að hann væri mjög kunaugur ástandinu heima, og það báru greinarn- ar með sjer. Sumir hafi því getið tí 1, aðhöíuud- urinn væri lautinant Diniel Bruun, en það eru getgátur einar. Ea bara að íslendingar hefðu nú hreinar hend- ur! Það ætti að fara að vakna hjá þeim tiJfinn- ing og virðing íyiir sínum eigin lögum, svo að þeir hættu öllu makki og pukri við botnverpinga. Það er ljóat, að höí. greinanna í „Kbh." þekkir viðskipti íslendinga og botuverpi.nga, og með því að honum er í nöp við laudsmenn, hefur hann gert úlfalda úr mýfiugu. En vjer getum ekki með sanni aagt, að aiit, sem hann segir, sje gripið úr lausu lopti. Það er satt, að íslendingar hafa mök við botnverpinga og þau miður sæmileg, en það eru einstakir menn, en ekki öll þjóðin eða betri mennirnir, og þar í liggur aðalvillan hjá greinarhöfundinum. Kaupmannahöfn, 14. jan. '99. Bindindishetjan. Það lítur út fyrir, að eitthvað sje til í því, sem „ísland" sýndi fram á síðast, að ekki muni allt í sem rjettustum skorðum á efsta loptinu, þar sem heilinn er geymdur, hjá vorum valinkunna blaða- bróður, ritstjóra „ísafoldai". Hugsanaringlið í grein hans 7. jan. benti ljóslega í þá áttina. En hvað segja menn nú um eptirfarandi klausu? í „ísaf." 25. þ. m. er hann að verja sig gegn orða- sveim þeim, sem lengi hefur á honum Iegið meðal templara fyrir sífelld skuldbindingarbrot, og fer hann um það þessum orðum: „Það (Bakkusarbýið) lýgur því nú, að hann (ritstj. „ísaf.") drekki í laumi, þött í bindindi sje og hafi verið mörg ár". Ekki nema það þó, að halda að hann drekki í laumi; hann, sera erí bindindi!!! En hverjir eru það nú, Bjórn minn, sem drekka í laumi? Eru það ekki einmitt bindindismennirnir? Hinir, sem ekki eru i bindindi, þurfa ekki að fara neitt laumulega með það, þótt þeir fái sjer í staupinu. Og guðvelkomið segir hann mönnum, að hafa þetta álit á sjer. Ója, karlinn minn; það var líka vissast, að fara ekki mikið út í þá sálmana, kippa sjer ekki hátt upp við það, en reyna að eyða um- talinu. Eu úr því að „ísland" hefur nú einu sinni minnzt á þetta mál, og ókunnugir gætu ímyndað sjer, að því væri fieygt hjer að eins til að erta Björn, þá skal nú skýra frekar frá málavöxtum. Eins og skýrt hefur verið frá, bar „ísland" templ- ara fyrir sögusögn sinni, og það hefur jafnvel fyr- ir löngu síðan fengið tilmæli úr þeirri átt um, að hreifa við þessu kauni Bjarnar, þótt ekki hafiþað orðið fyr en nú, að hann gaf sjerstakt tilefni til þess með fólskufieipri sínu í „ísaf." 7. jan. út úr fyrirlestri Gruðmundar læknis. Sjálfur vissi hann vel áður, að hann var af mörgum templurum skoðaður sem svartur og óhreinn lagður í regl- unni. Að sögn þeirra hefur þetta mál eitt sinn verið gjört að uraræðuefni opinberlega á fundi í stúkunni „Hlín", og sömuleiðis ekki alls fyrir löngu í stúkunni „Einingunni". En þrátt fyrír þetta hefiír ekkert verið hreift við Birni í reglunni enn, svo kunnugt sje. Það geta líka verið töluverð vandkvæði á því. Því bæði heimilisfólk Bjarnar og eins ýmsir verzluuarmenn, sem helzt er að leita upplýsinga hjá, neita að bera nokkurn hlut um þelta fyrir rjetti templara. En ef Birni er sjerlega annt um að beraþetta af sjer, og hvítur sakleysinginn er hafður hjer fyrir rangri sök, þá getur hann heimtað, að ritatj. „ísl." færi fram sannanir fyrir þessu fyrir dómstólunum. En því gjörirBjörn það ekki? — Já, auðvitað gjörir hann það nú eptir þessa árjettingu. „Skuggasveinft" o. fl. hefur verið leikinn í Hafnarfiiði undanfarið, og standa Goodtemplarar eiukum fyrir því, enda hafa þeir áður staðið þar fyrir sjónleikum. Það er vitanlega ekki sanngjarnt, að gjóra stórar kröf- nr, þar sem skortur mun vera á góðum útbúnaði, sumt af leikendunum alveg óvant að koma á leik- svið, og þá ekki sízt tilfiunanlegur ekortur á góðri tilsögn; en af því að jeg brá mjer suðureptir um daginn til þess að sja Skuggasvein eða Útilegu- mennina leikna, ætla jeg lítilsháttar að drepa á, hvernig mjer gazt að þeim. Það er hvort um sig, að Skuggasveinn sjálf- ur á að bera leikinn að miklu leyti uppi, enda gjörir hann þið raeð stórum yfirburðum þar hjá Hafnfirðlngum, og má hann heita vel leikinn, röddin góð og vöxturinn einnig. Hann hefur og þann stóra kost fram yfir fiesta hina leikendurna, að hann sýnist ekki vera í neinum vandræðum með, hvernig hann eigi að haga sjer á leiksviðinn, hvar hann eigi að standa, hvernig hann eigi að hafa hendurnar o. s. frv. Það er ekki þessi sí- fellda ókyrrð á honum, sem sumum hinna, t. d. Möngu, sem virtist bókstaflega eiga ómögulegt með að standa kyrr eitt andartak, heldur sýndist sífellt vera að taka danssporin, eða þá þsssi ham- gangur fram og aptur um allt leiksviðið, eias og hjá stúdentunum. Það er sannarlega mjög ónáttúrlegt að þjóta um allt leikaviðið hvenær sem eitthvað er sagt, og án þess að það sje sagt í nokkurri geðshræringu, en slíkt og annað þvílíkt afkára- legt látbragð, vangaveltur o. fl., hefði óefað verið að miklu leyti lagfært, ef tils.ögn hefði verið góð. — Yfir höfuð kunni jeg einna sízt við stúdentana, einkum G-rím, og svo Grasaguddu, sem annars er þó svo skemmtilegt og þakklátt hlutverk. Ketill (Gísli Gíslason) er aptur á móti sæmilega leikinn, og góð skemtun er að söng hans og Skugga, þá er þeir hvessa hnífana. Ásta (Pr. Þorláksína Pjet- ursdóttir) er og þolanlega leikin á sumum stöð- um, þótt mikið vantaði á, að geðshræringarnar lýstu sjer nægilega. Söngrödd virtist hún hafa Iaglega, þótt söngurinn færi ekki sem bezt, en á því má ekki taka hart, þar sem ekkert hljóðfæri er til að leiðbeina og styrkja þann, er syngur. Harald hefði jeg kosið glæsilegri, en laus var hann að miklu leyti við allt vandræðalátalæti, enda mun sá, er hann leikur (Halldór Gtelason) áður hafa fengizt við sjónleiki. — Um hina aðra leikend ur skal ekkert annað sagt en það, að fremur þótti mjer sýslumaðurinn tilkomulítill, og sömleið- is, og öllu fiemur Ögmundur, on hans hlutverk er líka vandasamt. Bændunum vildi jeg líka segja það, að það er ekki æfinlega kýmilegt að vera svo hokinn og skakkur að auðið er, það má að öllu ofgera. Skuggasveiu gamla Ieikur Eyjólfur Illugason járnsmiður. Sig. Magn. Brjóstumkennanleg geövonzka. Leaendur „íslands verða að fyrirgefa, þótt ekki sje svarað óllum hnútum, sem því hafa verið send- ar, undir eins. Því ef svo ætti að vera, mundi ekki rúm fyrir annað í blaðinu. En svarað mun þeim verða smátt og smátt. Til bráðabyrgða skal mönnum bent á það, að rjett hefur „ísland" hitt naglann á höfuðið síðast, þar sem það minntist kunningja síns, „Ísaf."-Bjarnar. H;vnn ræður sjer nú ekki fyrir reiði og fara árásir hans á „ísl." allar í handaskolum síðan. Því það þykir mönn- um verst af öllu, þegar rólega og reiðilaust er flett af þeim gærunni, eins og Birni var gjört hjer í síðasta blaði. Greinar hans móti „ísl.", sem sem áður var ekki ókænlega fyrir komið, eru nú orðnar tómt bull, sem engiun maður með viti getur til ætlazt að „ísl." taki alvarlega. Karlinn hefur enga stjórn á skapsmunum sínum, svo að hann skrifar svartasta rugl. Sem dæmi má minna á, hvernig honum tekst að bera af sjer gruninn um skuldbindingarbrot við Templararegluna, sem getið er hjer um í annari grein. Önnur perlan úr heilabúi hans er þetta: Hann segir að ritstjóri „ísl." hafl „ekkert til að bera í (ritstjóra)embætti, nema — mont og gorgeir". Þetta eru orð hans óafbökuð. Eptir hans skoðun ætti þá „mont og gorgeir" að vera nauðsynlegt skilyrði til að geta verið ritstjóri, þótt hann reyndar játi að þetta sje ekki einhlítt. Eeiðin er eitt andskotans reiðarslag, eins og meistari Jón kemst að orði, og þeír aumingja- menn, sem undir hennar yfirráð eru seldir, verða að öllum jafnaði sínir eigin böðlar. Það er auð- vitað í hálfgerðu æði, að þessar vitleysur gloppast út úr karlinum og fleira af liku tagi (t. d. um pappírssöluna hans handa „ísl.", sem síðar skal minnzt á), og að honum hlýtur að þykja minnkun fyrir sig að öðru eins, þegar hann hugsar rólega um það á eptir. En því fær hann ekki Einar til að skrifa þessar deilugreinar fyrir sig; honum mundi takast það miklu betur. Björn ætti yfir höfuð ekki að hafa sig í harð- bráki framar. Það er alkunnugt, að hann má ekki reiðast, þolir það ekki; líka er alkunnugt, að hann er svo vanstilltur, að ekki má orðinu halla. Á blaðamannafundinum síðast, þegar ritstj. „ísl." var rekinn úr fjelaginu, varð Björn svo yfirkominn af reiði, og það án þess að honum væri sýnd ókurt- eisi af nokkru tagi, eða nokkurt tilefni gefið ann- að en það, að honum virtist svo um stund, sem atkvæðin ætluðu að ganga móti sjer, — að hann lagðist veikur rjett á eptir, og hefur svo frá sagt einn af fundarmönnunum, sem þar var viðstaddur. Reykjavík. B. J. er mjög hrððugur yfir burtrekstri ritstjðra „ísl." úr Blm.fjel. og hefur að nokkru leyti rjett til þess, því svo neyðarlega „kúskaði" hann þá þar Jónana báða. Hann hótaði þeim að fara burt úr fjelaginu, ef ritstj. „ísl." yrði ekki rekinn, og auðvitað að hafa með sjer Einar Hjörleifsson og svo þau hjónin Bríetu og Valdimar. Það var notað aem á- stæða, að ritstj. „ísl." hefði gjört ráðabrugg þeirra vinanna, Björns og Valdimars, sem getið var í síðasta „ísl ", að um- ræðuefni opinberlega og var þetta talið friðheilagt fjelagsmal. En á fundinum mætti ritstjðri „íslands" með vottorð frá tveim mönnum, sem báru, að þeir hefðu heyrt allt hið sama eptir öðrum fjelagsmanni áður en „fsl." gerði það að um- ræðuefni. Sá fjelagsmaður er Vald. Ás., og játaði haun þetta á fundinum með leyfl konu sinnar. Þegar ritstjóri „ísl." var farinn og Björn lagztur í valinn, þá brígsluðu þeir, sem ept- ir voru, hver öðrum um útburð af fundum fjelagsins. Pyrst skammaði J. 01. Valdimar; svo þegar Jön var genginn út, bauð E. Hjörl. Vald. að sanna, að J. Ól. hefði borið út af fundum fjelagsins. En fyrir fundinn fullyrti J. Ól. við rit- stj. „ísl.", að E. Hjörl. bæri út af fundum í Kr. Ó. Þor- grímsson kaupm. Loks gátu þeir ekki þagað yfir því, sem fram hafði farið á þessum sama fnndi, svo að ritstj. „ísl." frjetti það allt lítilli stundu eptir að fundinum var slitið. Ritstjóri „ísl." er svo sem ekkert hnugginn af því, þðtt hann sje laus úr svona fjelagsskap. Síðar mun „ísl." við tækifæri flytja mönnum til skemmtunar ýmsar „scenur" úr fjelaginu. Því það er engin hætta á því, þratt fyrir það sem hjer er sagt, að hann fái ekki framvegis vitneskju um allt, sem fram fer á fundunum, ef fjelagið er nu ekki algjör- lega sálað, eins og heyrzt hefur. Þessa vísu kvað Jðn Ólafsson einhvern tíma í fyrra vetur og langaði þá til að hún kæmist á prent. Þð vildi hann, ein- hverra ástæðna vegna ekki birta hana í „N. Ö.", en ráð- gjörði að koma henni fyrir hjá „Fj.konunni": Nú veitist honum sú ánægja að sjá stökuna „á þrykki" : Átrúnaði' á aumlegt goð illa hreistrað ísuroð allflestir nú hafna, Axlar-Bjarnar nafna. Þðtt öllum hljðti að vera auðsær tilgangur þeirra Björns og Valdimars, er þeir sögðu upp aukalögum Blm.fjel. um gjörðardðma, rjett eptir að báðir höfðu hellt sjer út yflr rit- stj. „ísl." og áður en hann fjekk tækifæri til að svara, þá er Björn nú að reyna að rjettlæta sig í „ísaf." og lsetur J. Ól. gefa sjer vottorð um það, fyrst og fremst að hanu hafi auðvitað ætlað að gefa ritstj. „ísl." eptir gjörðardómsskuld- bindinguna, og í öðru lagi, að hann (J. ÓI.) hafi sagt rit- stj, „ísl." undir eins fra þessu göfuglyndi Bjarnar. Hvort fyrra atriðið, er satt vita þeir fjelagar betur en ritstj. „ÍbL", en að siðara atriðið er ekki satt, það veit ritstj. „ísl." og lýsir þvi hjer með yflr. Aðsent. Seint þreytist Fj.k. á því að lofa, bðndi. Nu lofar hún því ofan á öll afrekin að verða bænda og verzlunarblað. En sáj sem svíkur þig einu sinni, gjörir þjer rangt; sá, sem svíkurþig tvisvar, gjörir þjerekki rangt; sá, sem svíkur opt gjörir þig að gjalti; sa, sem lofar þjer smjöri, en lætur þig fá gráða, gjörir þjer rangt í fyrsta sinni, en hve opt sem þú svo gengur inn á sömu samninga við hann aptur, þá áttu að visu að ganga; þa er engin vorkunn fyrir þ% að vara þig. En mikill mun styrkur og blómi bændanna verða, þegar hinn fegursti og snjallasti meðal þeirra svona skrýðist foringjakápunni. Þá] ærist Heimdallur af þytnum af gras- inu, þegar það sprettur, og ólátunum i ullinni, þegar hún vex, og söngnum í gullinu, þegar það er að ryðjast ofan í vasana. Sveitamaður. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Porsteinn Gíslason. Prentað i FjelagBprentsmiðjunni.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.