Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 1
ÍSLAND. 1. ársfj. Reykjavík, 12. febrúar 1899. 3. tölubl. m 1 N M JHULE' I 8 I N N er stærsta lífsábyrgðarfjelag á Norðurlöndum, N 8 N N N m Ábyrgðir þess nema nú rúmlega ÍOO IXIÍIJ. lS.rcÍ>3CLCt- Ábyrgðir teknar 1897 voru 8S7S að tölu; var npphæð þeirra samtala 14,512,300 15L27- /THULE' borgar líftryggjendum hærri BOÍíUS en nokkurt annaö fjelag. M Umboösmaöur fjelagsins fyrir Island: N N m m N N N N N N N N £3 Bernharð Laxdal, Akureyri. | i Heimsins ódýrustu og vönduðustu OnC-EL 01 MTEFlAIÓ fást með verksmiðjuverði heina leið frá Comish & Co., Washington, New Jersey, U. S. A. Orgel úr hnottrja með 5 oktövum, tvöföldu hljóði (122 fjöðrum), 10 hljóðbreytingum, 2 hnje- spöðum, með vönduðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með sama hljóðmagni kostar hjá Brödrene Thorkild- sen, Norge, minnst c. 300 kr., og enn þá meira hjá Petersen & Steenstrup. Öll fullkomnari orgel og fortepíanó tiltölulega jafnódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Flutningskostnaður á orgeli til Kaupmannahafnar c. 38 krónur. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúa sjer til mín, sem sendi verðlista meðmyndum o. s. frv. Jeg vil biðja alla þá, sem hafa fengið hljóðfæri frá Cornish & Co., að gera svo vel að gefa mjer vottorð um, hvernig þau reynast. Fulltrúi fjelagsins hjer á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Hyernig á að rjetta við landbúnaðinn? Það heyrast nú hvaðanæfa kvartanir um það, að landbunaðurinn íslenzki sje á fallanda fæti, jafnvel að kjör sveitabændanna sjeu orðin svo bág- borin, eða að minnsta kosti fyrirsjáanlegt, að þau verði það innan skamms, að þeir geti ekki lengur lifað af búum sínum, ekki haldizt við á jörðunum. Þetta ástand er mjög ískyggilegt, einkum sje það eins almennt og af er Iátið. Mörgum hefur auðvitað orðið, að reyna að leita að orsökunum til þessa. Flestir kenna um markaðsleysinu, óstandinu í verzluninni, síðan fjár- sölubannið hepti útfiutning lifandi fjár til Eng- lands. Aðrir kenna um leysingu vistarbandsins; verkafólkið streymi til sjávarins, en vinnukraptur- inn sje orðinn bændum of dýr o. s. frv. Og ráðin til umböta eru ýmisleg: að útvega nýjan markað; að binda verkafólkið með lögum við sveitavinnuna, hvernig svo sem hún borgi sig; að auka garðrækt, túnrækt, nautgriparækt o.s.frv. ö.s.frv. Mörg af þessum ráðum eru nú án efa mjög góð, það sem þau ná. En þar sem útlitið er orðið jafn- ískyggilegt og nú er það, þá er það bersýnilegt, að það er meira en. smábreytingar einar, sem með þsrf, til að rjetta vlð landbúnaðiun; það, sem að gagni á að verða, má ekki vera neitt smákák. Hjer getur ekkert auaað dugað en gjörsamleg breyting á öllum búnaðarháttam, algjörð bylting í landbúnaðinum. Það er ekki nema nokkur hluti íslendinga, sem liflr á landbúnaði; hinir lifa á sjónum. Et svo þessir fáu menn, sem á landbúnaðinum lifa, sjá nú ekki fram á annað en örbirgð og dauða, svo að þeim finnst yfirleitt, að þeir verði að yfirgefa hin stóru landflæmi, sem þeir nú hafa yfirráð yfir, með þeim vitnisburði, að þau sjeu ekki fær um að veita þeim uppeldi, þá virðis helzt svo, sem með því sje uppkveðinn dauðadömur yflr öllum landbúnaði hjer á íslandi um óyfirsjáanlega fram- tíð. Landið ætti þá ekki að vera, til annars hæft en að vera fiskiver, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Vonir okkar gætu að eins leikið sjer með þá hugsun, aðsíðarmeir yrði það iðnaðarland, þegar rafurmagnið væri orðið aðalvinnuafi mannkynsins í stað gufunnar. Dauðadómur þarf þetta þó ekki að vera. Því verið getur, að til þess að landbúuaðarinn gæti borgað sig, þyrfti að eins meira fjármagn en bænd- ur hjer hafa ráð yfir; það, sem vanti, sje að lagt væri meira fje og vinna, en íslenzka þjóðinn hef- ur ráð yfir nú sem stendur, í það, að rækta jörð- ina og nota. Þá borgaði hún tilkostnaðinn. Ráðið til þess að rjetta við landbúnaðinn hjer, væri þá að fá útlenda auðmenn til að verja fje til hans. Spor i þá átt er nú gert með jarðakaupum Boilleaus baróns og er því mikils um vert, hvernig honum reiðir af. En verði fótum komið undir landbúnaðinn hjer á landi með útlendu fje, þá leiðir af sjálfu sjer, að á honum hlyti að verða stórmikil breyting. Búskapurinn yrði rekinn í stórum stýl; hjer kæmu upp stórbú, en smábænd- urnir, sem nú eru, yrðu verkamenn hjá eigendum þeirra. Það er líka hugsanlegt, að með því fje og vinnu- afli, sem til er hjer í landinu, mætti rjetta nokkuð við landbúnaðinn, ef breyting kæmist á í þessa átt; jarðirnar yrðu eign tiltölulega fárra manna, sem svo rækju landbúnað í stórum stýl, í stað þess að nú hokrar hver á sínu koti. AHur fjöldinn yrði svo verkafólk, ársvinnumenn, eða daglaunamenn, seai yunu hjá hinum, án þess að þurfa að hafa útsjón eða umhugsun um búskapinn eða rekstur hans nema sem hjú. Það mætti leiða ýms sennileg rök til þess, að breyting þessi gæti leitt til að bæta ástandið, og skal nánar minnzt á það síðar. Búfrœðingur. Reikningslist „keppi-nantsins". „ísaf." reiknast svo til, sem hún sje núrjettum helmingi ódýrari en „ísl." Væri nú þetta satt og rjett, þá væri ekkert móti því að hafa, þótt Björn tæki það fram til meðmæla með blaði sínu, þvi tigla verður hann því. sem til er. Eu það er langt frá því að svo sje, og skulum við nú gá betur að þessu og sjá svo, hvað ofan á verður. Auglýsingarnar i „ísaf." reiknar hann kaupend- unum sjálfsagt ekki sem lesmál; mig minnir, að þess hafl einhvern tíma verið getið þar í blaðinu, að svo ætti ekki að vera. Því er nu að byrja á því, að draga auglýsingarnar frá. Þær eru í því blaðinu, sem samanburðinn flytur, 6^/2 dálkur vel mældur. Og að því er ráða má af mörgum blöð- um, sem við lítum nú í frá fyrra ári, má ætla, að auglýsingarnar taki að meðaltali þetta rúm upp i hverju einstöku tölubí., nokkru minna á veturna, en aptur meira vor og haust. Samtals taka þá auglýsiagarnar upp á árinu ö^/a X 80 = 520 dálka. Allt rúmtak „ísaf." er 15V9 Mlut dálkur; árg. þá (15V9 X 80 =) 1240 fullir dálkar. Er þállesmál blaðsins alls á árinu (1240: 15V2) 46 tölubl., eða vel það. Hitt er auglýsingar. Lesmál, sem avarar einu tölubl. af „ísaf.", kostar þá sem næst 9 aura, Þau yrðu ekki nema 46 tölubl., semútkæmuaf „ísaf." ef ekki fylltu auglýsingarnar töluna. Dá- lýtið yrði auðvitað einnig að dragast frá „ísl." vegna auglýsinga. Ea það mun láta nærri um verð blaðanna, sje rjett tillit tekið til þessa. „ísl." verður lítið eitt ódýrara tiltölulega í Rvík, en lít- ið eitt dýrara út um landið. En hjer gæti líka annað komið til greina, sem vert er að líta á. „ísaf." kostar í raun og veru miklu meir en 4 kr. Því landssjóður borgar útgáfu blaðsins að nokkru leyti. Fyrir þetta blað, sem „ísl." hefur nú fyrir sjer, mun landsjóður borga um 30 kr., fyrir næsta blað á undan álíka mikið, næsta blað á eptir nokkru meira. En gerum nú ráð fyrir, að landsjóður borgi að meðaltali 30 kr. fyrir hvert tölubl. Það yrði á ári 30 X 80 = 2400 kr. Það er óneitanlega töluverður styrkur. Ef Björn hefði ekki þennan styrk og vildi halda blaðinu út í sömu stærð og nú, án þess að líða tekjumissi, mundi hann verða að selja það á 6 kr. minnst. Og þrátt fyrir þetta er Björn að víla og vola um það framan í menn hjer í bænum, að „ísaf." borgi sig illa; er að reyna að telja mönnum trú um, að hann af tómum höfðingsskap gefl þjóðinni „svona stðrt" blað; útgáfan borgi sig svo sem ekki! Og allt af kvað hann vera að klípa af lauuum meðritstjórans, mannsins, sem nú heldur einn líf- inu í blaðinu. Því á Einari en ekki Birni lifir „ísaf." nú. Ef hún hefði ekki annað af að lifa en sálargróður Björns, mundi húu margfalt dálka- berari en hún er, þótt reyndar sje ekki miklu fyrir að fara. Maðurinn hefur aldrei annað verið en andlaus rubbari. Og þó má nú segja, að lítið var, en lokið er. Nú kvað hann ekki geta annað skrifað hjálpartaust en frjettarugl; heila- vjelin (sem aldrei var af fyrsta „klasga") farin að stirðna svo og steingjörast, eins og períurnar bera vott um, sem „ísl." hefur haft þaðan til sýnis undanfarandi.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.