Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 2
10 ÍSLAND. Þættir um íslenzkar bókmenntir. II. Sæmundaredda. Svo nefnist einu nafni safn allmikið af fornum kvæðam, og var það áður trú manna, að Sæmund- ur prestur hinn fróði væri höfundur þeirra, eða hefði safnað þeim, og er nafnið þaðan sprottið. En nu vita menn, að hann getur eigi verið höf- undurlnn og er talið vafasamt, hvort hann hafi átt nokkurn þátt í að safna kvæðunum. Hand- ritið, sem geymt hefur flest af kvæðum þessum, er í konungsbókhlóðunni í Kaupmannahöfn; það er á skinni og nefnist Konungsbók. En þá bók átti Brynjúlfur biskup Sveinsson en gaf Dana- konungi. Auk þessara kvæða eru og nokkur önnur calin til Eddukvæða, af því að þau líkjast þeim í öllu, þótt ekki sjeu þau geymd í sömu handritum. Edda er skylt ðður, og þyðir: skáldskapur. Snorri Sturluson kallaði svo rit sitt um norrænar goðasagnir og skáldskap. En miklu síðar fá þau kvæði, sem hjer er um að ræða, það nafn, en það fengu þau af því, að menn hugðu þau komin úr öðru riti sams konar, er Sæmundur fróði hefði ritað. Ekkert vita menn með vissu um aldur þessara kvæða. En norrænir málfræðíngar hafa ráðið það af málinu á þeim, að þau geti ekki verið eldri eu frá 9. öld, og telur Finnur ptófessor Jónsson þau ort á 10. og 11. öld. Eigi eru lærðirj menn heldur ásáttir um, hvar þau muni ort, og telja sumir þau keltnesk að uppruna, aðrir norsk ogenn aðrir íslenzk. Hafa margir þaullærðirvísinda- menn ritað þykkar bækur á ýmsum tungum um þetta efni og eru kvæðin allfræg. En engar sagn- ir hafa menn um þau nema frá íslendingum, og ertf þau að því leyti okkar eign, hvaðan svo sem þau kunna að vara runnin upphaflega. Kvæðin hafa lengi gengið í munnmælum manna á milli, áður þau væru rituð; munu þau því víða afbökuð, og líklegt, að það sem nú er til sjeu brot ein, eða kvæðahlutar. Það þótti góð og göfug skemmtun á Norðurlöndum í fornöld, eðheyra kvæði flutt og sögur sagðar; voru þeir menn vel metnir, er slík fræði kunnu. Optast munu þetta hafa verið gamlir menn, er víða höfðu ratað og margt hugsað. Voru þeir nefndir þulir, en það er skylt sögninni að þylja og nafnorðinu þula, og þýðir skáld eða vitringur. Höfðu konungar og aðrir höfðingjar sjerstakan stól í sölum sínum handa þeim mönnum. Eigi voru þeir ætíð sjálfir höf- undar að því, sem þeir fluttu, en sögðu frá því, sem þeir höfðu heyrt og numið af öðrum. Flest segja kvæðin frá *gómlum goðdsögum eða hetju- sögum og voru þeir, er frá sögðu, fremur taldir fræðimenn en skáld. Rímið á kvæðunum er mjög óvandað og öll byggingin laus. Sum þeirra eru að eins litt rím- buudnar þulur, svo sem Rígsþula, Þrymskviði o. fl., og fylgja engum föstum reglum. Eru þulur ó- vandaðastur kveðskapur og ekki nema að nokkru leytibundið mál. Byggingin bendir á, að þulur sjeu fyrati vÍ9Ír'0til kveðakaparins, og líklegt er, að það nafn hafl hann haft í fyrstu, svo sem hin elztu skáld, er sagnir fara af, voru nefndir þulir. Fornyrðalagið er líkt þulunni, en nokkuð fast- byggðara. Aðrir bragarhættir í Eddukvæðunum eru málaháttur og Ijóðaháttur. í þesaum þremur háttum er fram komið rím með ákveðnum áherzl- um og fastri skipun stuðla og höfuðstafa. Annars koma rímstuðlar einnig fyrir í máls- háttum og 8pakmælum, og er uppruni rímsins eigi annar en sá, að tilraun er gjörð til að orða ein- Btakar setningar sem. bezt og snjallast, t. d.: „ekki er allt gull, sem glóir", „þar er mjer úlfs von er jeg eyrun sje", „köld eru kvenna ráð" o. s. frv. Verður þetta svo að list, og eru heilar sögur sagð- ar á þennan hitt til að gjöra þær áheyrilegri; þær eru fluttar í þulu eða kvæði. Þetta er fornyrðalag oger úr Völuspá: Ár var alda Jðrð fannst eigi þars Ýmir byggði; nje upphiminn; var-a sandr nje sær| gap var ginnunga nje svalar unnir. en gras hvergi. Þatta er málaháttur og segir frá för Niflunga til Atla konungs: Petum ljetu fræknir Hristist öll Hunmörk, um fjöll at þyrja þars harðmóðgir fóru; marina melgreypu ráku þeir vandstyggva Myrkvið hinn ðkunna. völlu algræna. Þetta er ljóðaháttur: Meyjar orðum 1>tí at á hverfandi hveli skyldi mangi trua voru þeim hjörtu sköpnt, nje því er kveðr koua. brigð í brjóst um lagit. Flest eru kvæðin sagnir um goðin eða fornar goðkynjaðar hetjur og valkyrjur. Önnur eru lær- dómskvæði og kenna heimspeki og lífspeki þairra tíma. Sagnakvæðin eru öll kveðin um viðburði, er löngu áttu að vera um garð gengnir, en geymzt höfðu í munnmælum. Eu tíminn nemur jafnan smáatvikin burt, en aðalviðburðirnir geymast í sögunniogverða æ stórfengilegri eptir því sem lengra líður frá. Því er ætið svo fyrir augum vorum, sem töfraljóa brenni yfir þeim tíma, er vjer höfum að eins munnlegar sagnir af. Og skoðanir þær, sem hjer koma fram á heiminum og tilverunni, eru óljósar og öfgafullar. Allt verður með undrum og kynjum, táknum og stórmerkjum, góldrum og gjörningum. Leynileg öfl taka sí og æ fram fyr- ir hendur manna. ímyndunaraflið er lítt bundið af lærdómi eða vísindum og skapar veröldina, guði, menn og viðburði eptir vild sinni. Fuglarnir taia í trjanum og segja fyrir óorðna hluti; menn fara með galdra; valkyrjur ríða lopt og lög o. s. frv. Guðirnir hafa að öllu mannlegt eðli og æði, og eiga í höggi við jötna og þursa. Hjer er engin ljós aðgreining guða, manna, jötna og dverga, eða himins og jarðar. Tilveran er öll í töfraljósi. Það er eins og guða andi svífi enn yfir vötnun- um. ímyndunaraflið er ótamið; mannsandinn er hjer í bsrnskuórum að brjótast um til að fá skiln- ing á heiminum og tilverunni og stikar geiminn í stórum skrefum. Mörg erindi í kvæðunum eru undir eins yndisfögur og stórkostleg; önnur eru aptur þur frásögn eða upptalningar. í flestum kvæðunum er frásögnin aðalefnið; við- burðurinn eða viðburðimir, sem kveðið er um. Lýs- ingarnar, sem gjörafrásögnina skáldlega, eruhvergi langar nje ýtarlegar. Kvæðin eru fáorð, kjarnorð og dularfull; það er eins og hálfgagnsæ hulins- blæja liggi yfir efninu, svo að andann gruni allt af fleira en augað sjer, eins og skáldið segir. Mörg af kvæðunum eru samtöl, og segja menn þeir og guðir, sem kvæðin eru um, þá sjálfir frá Víða er aðalguðinn Óðinn á ferð í dularham, og ræðir við þá, sem hann hittir, um forn fræði, heim- speki og siðaspeki. Þar af er komið nafnið á helzta lærdómskvæðinu, sem heitir „Hávamál", en það er: mál hins háa, guðs mál eða guðsorð. í Völuspá er Vala ein látin segja frá upphafi heims og forlögum. Menn þeir og konur, sem hetjukvæðin lýsa eru ekki einsog fólk er flest, ekki almennar mennskar verur, heldur goðmagnaðareðatröllmagnaðar feikna- verur. Lif þeirra birtist eins og æfintýri. Allar ástríðurþeirraog tiIficnÍDgarerumjög sterkar; menn og konur springa af harmi, en brenna af ást, heipt eða grimmd. Miklu næmari athugan kemur fram í lýsingunum á hinu innra lífi, en hinni ytri nátt- úru. Yfirbragði manna og utliti er varla lýst, eða þá mjóg ófuílkomlega. Þegar lýst er fríðleik konunnur, er hún sögð hvít eða björt, armhvít og sólbjört og fleira því líkt; nákvæmari er lýsingin ekki. Þegar Sigurðí Fáfnisbana er lýst, er það með þessum samanburði: Svo bar Sigurður af sonum Gjuka, aem væri grænn laukur úr grasi vaxinn eða hjörtur hábeinn með hvössum dýrum, eður gull glððrautt hjá grá silfri. Eins eru náttúrulýsingarnar hvergi ýtarlegar Þarerekkilýateinstðkumfjöllum, dölum eða fljótum, blómum eða grösum, ekki litbreytingum hafs og himins eins og í skáldskap nútímans. Jörðin er kölluð græn og iðjagræn, en fleiri liti hefur hun þar ekki. Er nákvæmnin í lýsingum eigi lengra komin þar, en þar sem konan er kölluð hvít og sól björt. Sól skein sunnan Þá var grund gróin á salarsteina grænum lauki. Dómsdegi heiðinna manna, þá, er jörðin á að farast í Surtarloga, er í Völuspá lýst með þessum fáu en skörpu dráttum: Sðl tjer stortna, geysar eimi sökkur fold í mar, ok aldurnari, hverfa af himni leikr bár hiti heiðar stjörnur, við himinn sjálfan. Þegar jörðiu endnrfæðist eptir Surtarloga er því svo lýst, eg er það völva, sem sjer sýnina: Sjer hún upp koma falla fosBar, öðru sinni flýgr orn yflr jörð úr úr ægi sa er á fjalli iðjugræna fiska veiðir. Þetta eru kjarnorðar, fagrar og áhrifamiklar náttúrulýsingar, eiga við stóra viðburði og tapa sjer ekki í smámuni. En smágjörvari drættir og nákvæmari lýsingar eru heldur ekki til í þessum kvæðum. Aptur á móti eru lýsingarnar miklu nákvæmari þegar farið er að lýsa skapi manna og geðshrær- ingnm. Tárinu er á einum stað svo lýst, að það er kallað „úrsvalt, innfjálgt, ekka þrungið" Ást, sorg, heipt og hatri er svo vel lýst í Eddu- kvæðunum, að því er við brugðið. Þö eru lýs- ingarnar ekki langorðar nje ýtarlegar. En þessar lyndisleinkunnir eru svo skarpt dregnar fram, einkum hjá kvenfólkinu, Brynhildi Buðladóttur, Guðrúnu Gjúkadóttur og Sigrúnu ástmey Helga Hundingsbana, að ýms beztu skáld á þessari öld hafa tekið sjer þaðan fyrirmynd. (Framh.) Ex umbra ad astra! Eptir Guðm. Guðmundsson. II. Yfir kletta og klungur. Manstu eptir því þegar, við gengum saman forð- um? — Jeg man það svo vel sem það hefðiverið í gær. Jeg var á ferð og kom á fjarlægu æskustöðv- arnar þínar og þekkti engan mann, — jeg var einn meðal allra ókunnugra, aðkomumaðurinn, gesturinn! Og enn er mjer sem finni jeg hjartað slá eins og það sló forðuru við það að sjá þig, hitta. þig. Jeg sá þig gegnum gluggann og hljóp út á móti þjer, — jeg átti þar engra kunningja von, —sízt átti jeg þín von — jeg vissi ekki, að þar voru þínar stöðvar; — þetta kom mjer svo óvænt. Jeg varð glaður, en fyrst átti jeg þó fulit í fangi með að átta mig, þegar endurminningarnar um þig og tiifinningarnar risu upp og stóðu lifandi fyrir sjónum sálar minnar í bendu, svo allt komst á kynlega ringulreið, og jeg gat ekki í skjótum svip greint eitt frá öðru. En svo mætti jeg dökku augunum þínum, þegar Jeg kom ofan af dyrariðinu, og undir eins áttaði jeg mig. — Já, manstu það? Við gengum saman, þú sýndir mjer átthagana þina. — Þá var sumar og sólin skein, ljómi ljek yfir vogum og víkum, fjörðum og fjöllum. Norður á hæðirar gengum við, — grýttu hæð- irnar; lágir kofar og lagleg smáhús blöstu við í grænu rjóðrunum aailli hæðanna. Og vinalega brostu smátúnin við okkur í hallanum. Hvítar holtasóleyjar, — hvítar sem sakleysið og þráin unga — vögguðu sjer í blænum milli gráu steinanna, vöfðust upp að þeim og mændu tárvot- um augum til sólarinnar og himinsins bláa, sem var svo yndisblár eptir ljúfa og lífgandi gróðrar- skúr; hvítu krónublöðin blöktu og börðust við grjótið. En steinarnir voru harðir og hljóðir og högg- uðust ekki fremur en endrarnær! — Og tengdum höndum klifruðum við saman í klettunum, — horfðum yfir hjeraðið af snösunum, — stóðum í skjólinu af dröngunum, þar sem Hulda býr> — þaðan sem aptansöngur álfanna hljómar yfir voginn á kvöldin. — Mjer datt í hug einhver leið, — jeg sá, ein- hvern veg í hugsjón minni, grýttan, brattan, með

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.