Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 3

Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 3
ÍSLAND. 11 kletta og klungur. — Það rann allt í einu upp fyrir mjer, að um hann lægi leiðin mín og þar mundi gangan þung, — þyngri en þarna í klett- unum við hlið þjer. Jeg var byrjaður á setningu í huganum, sein jeg vissi ekki fyllilega eða vildi ekki gera mjer ijóst, hvernig jeg ætti að ljúka við: „Ef við ætt- um lengri samleið en hjerna um hæðirnar í dag, þá.................* — „Ertu ekki orðinn þreyttur?“ spurðir þú. — „Nei!“ Setninguna mína lauk jeg seinna við í huganum. — Jeg var svo ánægður og mjer þótti svo fai- Iegt þarna, svo undur-fallegt, — þar var eitthvað, sem heillaði mig, — eitthvað, sem dró mig til sín. — Mjer fannst hvert blóm, hvert strá og steinn hafa hjarta, sem mjerværi hlýtt til, — mjerfannst hjer vera einhverjar ljúfar endurminningar bundn- ar við hvern blett, — endurminningar, sem mjer voru óljóssr og í raun rjettri sjálfum mjer óvið- komandi, en samt svo að jeg ætti eitthvað í þeim, eða mínar endurminningar væru þeim skyldar eða tengdar á einhvern hátt: Þú sagðist elska þessar stöðvar; þarna þótti þjer fallegt, — þarna áttir þú æskusporin þín, æskuvorið! 0g þegar þú stóðst þarna hjá mjer og talaðir um kæru lautirnar þínar, — þá varstu Ijúf eins og sumarblærinn, svipfögur og góð sem Huldan, sem vakti í hugsjónam mínum, þegar jeg var barn, — vakti ein úti í brekkunum um bjartar sumar- nætur, batt lyngskúfana brosandi og brá þeim í fljetturnar fögru, sem fjellu henni að mitti, og söng og söng um æsku, ást og von.-------------— -----Nú lemur hríðin rúðurnar og stormurinn þýtur um þakið;— það er vetur og Mjöll hin fagra sveipar jörðina hvítum helblæjum. En jeg sje samt sumarið þitt og átthagana þíua, blómin þín og blikið á vogunum. — í einu vetfangi hverfur allt; — jeg sje ekk- ert nema — þig! Skúmarnir. Þeír eru að segja það hinir blaðamennirnir, að „ísland“ hafi ekki verið „stefnufast" blað, sem þeir svo kalla, ekki fast í rásinni og þar fram eptir götunum. Og það kvað vera stjórnarskrármáiið okkar góða, sem blaðið hafi sýnt þennan fádæma hvikulleik við. Um þetta hefur ritstjóri „íslands“ lesið fjölda greina síðan síðasta þingi var slitið, í „ísafold“, í „Dagskrá“, í „Fj.konunni“ og lík- lega víðar. En hann hefur í heilt ár gengið steinþegjandi fram hjá öllu því rausi, eins og líka allri hinni pólitísku suðu í blöðunum á þessum tíma. Og það er afþví, að hann hefur enga löngun fundið hjá sjer til að taka undir nein af þeim lögum, sem þar hafa verið sungin, finnur líka, þótt ekki sje hann sjerlega sönglærður, að allir þessir pólitísku bark- ar okkar gefa frá sjer meira og minna falskar raddir. Hann hefur siðastliðið ár leitt pólitíkina algerlega hjá sjer, látið hana liggja fyrir utan sinn verkahring. Og meðan enginn pólitískur flokkur er til í landinu, sem „ísland“ kærir sig um að hafa nokkuð saman við að sælda, mun það fara eitt sjer framvegis sem hingað til, hvort heldur það finnur hjá sjer köllun til að leggja nokkuð til þeirra mála, eða það lætur þau hlut- laus. Annars hefur „ísland“ fullt svo einbeitt sem nokkurt hinna blaðanna látið í ljósi skoðun sína á stjórnarmáli okkar. En það fór eitt sjer, og hætti að ræða málið af nokkru kappi, eptir að það sá sjer ekki fært að afla sinni skoðun fylgis að svo stöddu. Um þetta má hver dæma sem hon- um bezt líkar. Ef til'vill hefur almenningur ætlazt til, að „ís- land“ svaraði þessum greinum hinna blaðanna, sem minnzt er á hjer að framan. En að fara að skamma þau fyrir sömu sakirnar telur „ísland“ alveg gagnslaust. Ritstjóri „íslands", nennir ekki að fara að lesa yfir langlokur „ísaf.“ til að tína upp úr þeim vitleysurnar. Það væri Iíka óþarft verk. Hver heilvita maður hlýtur að vitx það jafuvel og ritstjóri „íslauds“, að ekkert er líklegra en að „ísaf.“, undir eins og næsta þing kemur saman, rífl og tæti sjálf sundur allt það, sem hún hefur um málið talað í fyrra og í ár. Það er elcki nema í fullu samræmí við framkomu þess blaðs undanfarandi. Það hefur svo margsýnt sig, að stjórnarbótarmáiið hefur aldrei verið því alvörumál, heldur leiksoppur. „Dagskrá“ hefur alls ekki flutt pólitískar greinar, fremur en „ísland“, síðan í apríl í fyrra vetur, ekki eina einustu grein að jeg man, síðan að tek- ið var svo rækilega ofan í blaðið fyrir vaðalinn, eins og þá var gjört í „íslandi“. Um „Fj.konuna" þarf ekki að tala. Hver hefur heyrt þess getið, að nokkur mannskepna meti það að nokkru, sem Yaldimar hefur sagt um .pólitík? Hann gæti gjarnan ritað greinir með einni ekoðunni þessa vikuna, annarí hina, eíns og hann líka hefur opt gjört, án þess nokkur lifandi sála tæki eptir því. Hann hefur víst fulla reynslu fyrir því, að enginn leitar eptir pólitík í „Fj.konunni", og þó þar væri eitt- hvað í þá átt, mun hann vita, að það er svo hjartanlega fyrirlitið af öllum mönnum, sem nokk- ur náin kynni hafa haft af blaðinu eða ritstjóra þess persónulega. Og svo látast þessir „froðusnakkar“ vera að bregða „íslandi“ um stefnuleysi og hringlanda, einasta blaðinu, eem rætthefur um málið afáhuga og sannfæring, og óháð öllu öðru en sinni eigin skoðun, meðan það skipti sjer af því, en sem hefur algjör- lega þagað um þetta mál og gjörzt ópólitískt blað, þegar það sá sjer ekki fært að vinna sinni eigiu skoðun nokkurt fylgi. Sjoneikarnir. n. Ameríkanski sjónleikurinn „Esmeralda“ var leik- inn sunnudaginn 5. þ. m. í 3. sinn. Aðsókn tals- verð. Frá efni leiksins hafa blöðin áður skýrt, svo jeg eleppi því, — jeg skal að eins geta þess, að mjer þykir miklu minna koma til efnis leiks þessa en „Drengsins míus“ og í þessum leik eru lyndiseinkunnirnar ekki eins eðlilegar og í „Drengnum mínum“. Rúmsins vegna skal hjer að eins í stuttu máli getið helztu leikendanna. Hr. Sig. Magnússon (Rogers) leikur hlutverk sitt svo vel, að trauðla mun hann áður hafa betur gjört, og er þá allmikið sagt. Hann skilur hlut- verk sitt fyllilega, haun talar eðlilega, er tilbreyt- ingaríkur í málblæ og Iátbragði. Frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur einnig aðdáanlega vel frú Rogers, þennan óstjórnlega skapvarg. Henni tekst aðdáanlega að sýna ofsa hennar, dramb og drottnunargirni yflr manni sínum og dóttur og eiginlega yfir öllu. Bezt leikur hún síðast í leiknum, þegar hún verður að lægja seglin og láta undan manni sínum og dóttur, þar sem hún hefur rekið sig á flæðisker forlaganna, en getur þó hvorki nje vill algerlega losa sig við stórbokkaskapinn og ráðríkið. Frk. öuðrún Iudriðadóttir (Esmeralda) leikur dável, sumstaðar mjög vel. í byrjun leiksins sýn- ist hún um of barnsleg, en aptur síðar of full- orðin. Hún talar víða eðlilega, en sumstaðar er ekki trútt um að hún hverfi frá hlutverki sínu. Þær frú Þóra og frú Stefanía leika báðar vel, — einkum leikur frú Stefanía snilldarlega í 3. þætti. Hr. Helgi Helgason ieikur greifa, þurradremb- inn og ljettúðugan flagara; fer hanu mjög vei með hlutverk sitt, og hið sama er að segja um hr. Friðfinn Guðjónsson. Hr. Árni Eiríksson leikur og Estabrook vel að mörgu leyti. En nokkuð gjörir hann mikið að ýmislegri tilgerð í látbragði nú sem opt áður, þegar hann hefur leikið. Slíkt getur stundum átt vel við og farið mjög vel, en óviðkunnanlegt er það, að sjá það leik eptir Ieik með litilli tilbreyt- ingu. Hr. Árni hefur svo góða hæfiieika til leik- fþróttar, að honum mun auðvelt að laga þetta svo vel fari. Hr. Guðm. Magnússon leikur einna sízt af leik- endunum og þó víða vel. Aðalgalli við leiklist hans er, að hann talar og leikur yfir höfuð nokk- uð þurt, tilfinningalítið, og ber einkum á þessu við skilnað hans við Esmeröldu og foreldra henn- ar og svo síðast í leiknum. En hlutverk hans er erfitt, og mundu ekki margir, er lítt eru vanir að leika, eins og hann, hafa betur gjört. Hr. Kr. Ó. Þorgrímsson leikur lítið hlutverk, en leysir það lýtalaust af hendi. Yflr höfuð ber leikurinn með sjer, að leikend- urnir eru vel æfðir í að tala og haga sjer á leik- sviðinu. Búningar eru ágætir og andlitsgervi leikenda sýnu betra en í „Drengnum mínum“. Gnðm. Guðmundsson. Laganám á Islandi. Lengi höfum vjer beðið stjórnina um lagaskóla, en hún synjað. Ekki er heldur annars von, með- an hún traðkar þeim rjetti, sem oss er veittur með stöðulögunum og stjórnarskránni, en fer í hans stað í mörgu eptir frumvarpinu, sem hún lagði fyrir þjóðfundinn 1851. Á meðan hún er á því máli, finnst henni sama að stofna lagaskóla hjer eins og það væri á Fjóni eða Falstri. Því má óhætt fullyrða, að Danastjórn samþykkir hjer aldrei laga- skólastofnun fyr en hún yrði fengin til þess að kannast við allan þann sjerstjórnarrjett, sem oss er veittur í stöðulögunum og stjórnarskránni. Lagaskóli yrði æði-dýr, eins og nú stendur. Ráð mætti fyrir því gjöra, að ekki kæmi af hon- um nema einn á ári, eða einn og tveir á víxl, ef allir lærðu hjer, en þurfa mundi 2—3 kennara. Eptir því sem íslenzkir námsmenn rækja nú hinar inn- lendu menntastofnanir, mætti óvíst telja, að fleiri gengju á lagaskólann en svo, að einn kæmi af hon- um þriðja hvert ár. En allt fyrir það er íslenzk og inulend laga- kennsla nauðsynleg og hún getur ekki fengizt nema í iagaskóla. Reynandi væri þá að leita hófanna við stjórnina, hvort hún fengist ekki til þess að leyfa það, að hjer væri stofnaður skóli í íslenzkum lögum. Og það væri gjört að skilyrði fyrir því, að fá lögmannsembætti á íslandi, að lögmannaefni öll gengu á þennan skóla og lærðu þar íslenzk lög svo vel væri, sigldu síðan á háskólann og Iegðu þar fyrir sig hið almenna og vísindalega iaganám. Gott væri, að þeir losn- uðu við eitthvað af því, sem sjerstaklegt er fyrir Danmörku, svo að lærdómurinn yrði ekki meiri alls yfir. Eins ætti hver danskur maður, sem hjer yrði embættismaður að ganga á þennan skóla og taka þar próf í íslenzkum lögum. Nefnd af lögmönnum ætti að ákveða, hvað læra skyldi í íslenzkum lögum. Það ætti auðvitað að ganga fyrir sem lögmaðurinn þarf helzt á að halda; grein og grein mættí taka úr eldri lögum til rann- sóknar, ef svo sýndist. Stórhuga mönnum þykir þetta lítið, en jeg skal samt víðfrægja þá, geti þeir komið þessu fram, eins og afreksmenn. Þetta nægðilíka, og hefur þaun kost í för með sjer, að allir íslenzkir lögmenn vissu eitthvað í íslenzk- um lögum, svo gætu alþýðumenn hlýtt á fyrir- lestra og þingmenn og nefndarmenn lært að skilja lögín betur en þeir nú skilja þau. Þinginu má ætla það, að kostnaðurinn verði sem lægstur við þessa kennsl og að nota allt, sem þar að lýtur. J. B. Jsafold4 og rjettritimarstagliö. Þeir Björn og Valdimar látast vera að brígsla ritstjóra „ísl.“ um það, að hann hafi fleygt frá sjer rjettritun Blm.fjel. Fjelögum þess þyrfti þó sízt að þykja þetta undarlegt, nú, eptir að hann er farinn úr fjelaginu og eptir að útsjeð má heita um, að samþykktin nái þeim árangri, sem til var ætlazt í fyrstu. Þeir vita sem sje vel, að ýmls- legt var það í stafsetningarsamþykktinni, sem

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.