Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 4

Ísland - 12.02.1899, Blaðsíða 4
12 ISLAND. hann felldi sfg mjög il.Ia víð, þótt hann hins vegar teldi bót í því, ef eining gæti fengizt í stafsetn- inguna, eða úr yrði dregið þeim glundroða, sem þar er. Og þáð kvað svo rammt að þessu, að við sjálft lá, að samþykktin færi þess vegna út um þúfur, áður hún kæmist út frá fjelaginu. En til góðs samkomulags innan fjelagsins gaf hann þetta þó að síðustu eptir. En fyrir alla þá, sem kunnugir eru frammistöðu Bjarnar Jónssonar í þessu máli frá upphafi, hlýt- ur það að vera stórhlægiiegt, að heyra nú og sjá með hvíiíkum gorgeir og drembilæti þessi gamli fáfræðingar kemur fram, síðan hann fór, undir handleiðslu annara, að beita sjer og „ísaf." fyrir málinu. Við samning rjettritunarákvæðanna hafði Björn svo sem ekkert að segja, vegna fákunnáttu sinnar. Jón Ólafsson var frá upphafi aðalmaðurinn í sam- tökunum, þótt hann skákaði „ísaf." fram í um- ræðunum, af því að hann vissi, að hún var meir lesin en hans eigið blað. Og ekki er ófróðlegt að bera saman kenningar þær, sem „ísaf." hefur verið að fiytja um málið og skoðanír þær, sem Björn ljet uppi áður á fundum Blm.fjel. T.d. má taka lofræðurnar, sem „ísaf." hefur fiutt um fyrv. rektor Jón Þorkelsson, sem málfræðing. Því þðtt þær sjeu ekki nema maklegar og sannar, þá eru þær mjög ósamhljóða því áliti, sem B. J. ljet uppi á fundum Blm.tjel. um þetta efni. Honum var lengi vel meinilla við, að nokkuð kæmi það ínn í samþykktina, sem bæri vott um, að það væri arf- ur frá rektor J. Þ. Og það var þvert ofan í til- lögur hans, að J. Ól. sýndi rektor Jóni samþykkt- arákvæðin, eptir að búið var að mestu leyti að gera ut um þau í fjelaginu. Bjettrituu Blm.fje]. er hvorki samin af rektor J6ni Þorkeissyni, nje hr. Pálma Pálssyni, þótt þeir hafi skrifað undir samþykktina og „ísaf." sje nú að skáka fram nöfn- um þeirra. Þeir hafa að eins tjáð sig fúsa til að fylgja þessari stafsetning, ef Blm.fjel. tækist að gera hana almenna. Þegar rætt hafði verið nokkrum sinnum aptur ábak og áfram um þetta mál í Blm.fjel., án þess að mönnum kæmi þar saman, þá var hr. Palmi Pálsson beðinn að koma á fund í fjelaginu og halda fyrirlestur um rjettritun, og var hann und- ir eins fús á það. Skýrði hann þá frá því, eins og síðar í stúdentafjelaginu, að hann teldi það ekki miklu skipta, hverri af þeim stafsetningar- reglum, sem nú væru algengastar, væri fylgt; hann gerði þeirra ekki mikinn mun; kvaðst þó fyrir sitt leyti helzt vera fylgjandi rjettritun rekt- ors Ólsens, af því að hún væri auðveldust. Hann lofaði að eins að leiðboina fjelaginu, en ljet að öðru leyti samþykktir þess afskiptalausar. Á fyrstu fundunum, sem rætt var um málið í Blm.fje)., áður hr. P. P. hjelt fyrirlesturinn, hafði B. J. „malað" töluvert, en hvarf frá flestu því, sem hann hafði áður haldið fram, eptir að hann hafði heyrt fyrirlesturiin, enda hatði hann þá hvað eptir annað oiðið að athlægi í fjelaginn fyr- ir fádæma vankunnáttu um almennustu málfræðis- hugmyndir. Sierataklega man jeg eptir því einu sinni, að hann kom þvi upp um sig, að hann þekkti ekki reglur fyrir algengustu hljóðvörpum í íslenzku; var þá ekki laust við, að brosað væri að karli, af sumum fjelagsmönnum góðmótlega, en fieirum þó nokkuð kýmilega, en Björn varð svo utan við sig, að hann vildi ekkert um rjettritun eða málfræði framar tala á þeim fundi. En af þessu, og fleiru því líku, kom í hann kergja og keppni. Reiðinni fyrir að hafa opinberað fakunn- áttu sína og gjórt sig spaugilegan, sneri hann ekki á sjálfan sig, eins og rjett hefði verið, held- ur á alveg saklausan mann, sem auðvitað gat ekkert að þessu gert, ritstj. „ísl.". Til sönnunar þessu má benda á, að inn í stafsetningarfrumvarp fjelagsins, sem B. J. hafði lofað að prenta og gjöra svo úr garði, með eptiriiti annars manns, að fram- bærilegt væri til samþykktar fyrir fund, sem fje- lagið bauð til mðrgum rithöf. og bókaútgefendum í bænum, — inn í það laumaði hann klunnaleg- um glósum til ritstjóra „ísl." Þegar gestir fje- lagsins voru farnir tók ritstj. ,ísl.' svolítið ofan i iurg- jnn á Birni (en þó ekki nærri því eins og B. átti skilið) fyrir frammistöðu hans í málinu, svo að Vaidimar, sem þá var nýlega farinn að fieða sig fyrir fótum Bjirnar, kom þá fyrst með þá uppá- stungu, 'að ritstj. „ísl." væii rekinn úr fjelaginu. Ósamlyndið út úr rjettrítuninni v&r svo mikið á þeim fundi, að ekkert varð gert, og stóð hann þó fram á miðja nótt. Rítstj. „ísl." neitaði að skrifa undir samþykktina. Þá hjeldu hinir aukafund daginn eptir, og þar var samþykktin undirskrifuð. Síðan gerði ritstj. „ísi." það fyrir milligöngu J.Ól. að skrifa undir samþykktina lítið eitt breytta frá því kvöldinu áður, til að eyðileggja ekki samtök- in, og jafnvel fjelagið, sem hana þá eun hjelt að úr gæti orðið með tímanum fjelag siðaðra manna. Ætli mönnum virðist það nú mjög undarlegt, þótt hann, eptir að hafa verið rekinn úr fjelaginu, kasti frá sjer rjettritunarsamþykkt þess, sem hann í fyrstu skrifaði undir að eins fjelagsins vegna. En mikil má vera hjegómagirni „Ísaf."-Bjarnar og tilhneiging til flónslegrar framhleypni, þar sem hann skuli af fremsía megni hafa reynt að gjörast forsprakki í máli, sem hann ber jafnlítið skynbragð á og þetta stafsetningarmál. Ætli afskiptum hans af fleiri málnm sje ekki likt varið? Hann hefur sjálfur tekið stjórnarskrármálið til samanburðar og frammistaða hans er nauðalík í báðum. Hann Iæt- ur anaan mann í fyrstu telja sig á, að hringla -frá skólarjettrituninni, gerir það hugsunarlaust og þekkingarlaust, alveg í biindni. Síðan fyllist hann svo megnum vindi eptir hamaskiptin, að hver saumur á honum ætlar að rifna. Á líkan hátt hafa stjórnmálamennirnir okkar einn eptir annan hrært í honum, einn eptir annan, og sinn í hvert sinn, blásið út þessa pólitisku blöðru, sem síðan hefur fokið fyrir öllum vindum. Það eina, sem merkilegt er við Björn, er það, að blaðran skuli enn ekki vera sprungin, jafnopt og búið er að kreista úr henni vindinn og blása hana út að nýju. Daníel Bruun. Herra ritstjóri! Af því að því var fleygt í blaði yðar, að sumir bendluðu fornfræðinginn, kaptein Dmiel Bruun, við greinar þær, sem staðið hafa í dönskum blöð- um og eru miður vingjarnlegar í garð vorn ía- lendinga, leyfi jeg mjer að biðja yður að birta eptirfarandi grein úr brjefi hans til mín, dags. 1. janúar þ. á.: Berið kveðju mína öllum góðkunningjum og segið þeim, að jeg eigi auðvitað engan þátt í greinum þeim, sem hsfa staðið í nokkrum blöðum hjer og eru ritaðar af kala til íslendinga". Rvik 7. febrúar 1899. Bjöm M. Ólsen. Reykjayík. Reykvíkingar eru nú í vandræðum með kirkjugarðsstæði; gamli garðurinn er útgrafinn, en mönnum kemur ekki sam- an um, hvar taka skuli annan nýjan. Kirkjustjórnin vildi fá part af Skildinganesmelunum, en Rvíkingar þverneituðu á fjölmennum safnaðarfundi í f.m. að liggja þar dauðir. — Boilleau barón fra Hvítárvöllnm dvelur enn hjer í bæn- um. Auk þess lands, sem hann hefur keypt hjer ofan við bæinn, er nú sagt, að hann hafi í hyggju að kaupa allstóra torfu á Álpt»nesinu sunnanverðu. Hann hefur og veriðáferð uppi í Kjós til að skoða jarðir þar. — „Plógur" heitir nýtt blað, sem Sig. Þðrólfsson búfræð- inguð er farinn að gefa út. Það er í sama broti og „V.lj." og eiga að koma út af því 8 blöð á ári. Blaðið a að flytja holl ráð og bendingar handa bændum, og má telja víst, að það flytji ýmislegt það, sem mörgum búmönnum getur vel komið að víta; verðið er ekki hátt, 75 au. árg. — Trúlofuð eru Ólafur Valdimarsson Briem stud. theol. og fröken Katrín Helgadóttir frá Birtingaholti. — 26. f.m. andaðist hjer í bænum Jóhannes Hansen kaup- maður, göður drengur og vel latinn. — Fyrra sunnudag hjelt Jón ritstjóri Ólafsson alþýða- fyrirlestur um dýrasegulmagn, dáleiðslu og andatrú. Á aunnu- daginn var hjelt stud. theol. Fr. Friðriksson alþiyrirlestur um Færeyjar. — Það er nú sagt sem áreiðanleg frjett hjer í bænum, að Jón ritsjóri Ólafsson hafi selt prentsmiðju sína David 0gt- und, hinum norska adventista trúboða, og kvað hr. 0 stlund taka við prentsmiðjunni 1. marz næstkomandi. Líka er það fullyrt, að hr. Jón Ólafsson sje nú ráðinn til að taka við stjórn „ísafoldar"-prentsmiðju. Og úr því svona var ástatt, þá getur „ísl." ekki annað en fyrirgefið þeBsum gamla vini sínum, þðtt því hafi virzt hann helzt til leiði- tamur Birni undanfarandi. Dað var ekki nema sjálfsagt. Og ef hann hefur nú, eins og líklegt er, gjört bragarbót við Btökuna, sem prentuð var hjer í síðasta blaði, þá vildi „ísl." gjarnan fá að flytja hana líka. — Mikill bjáni er Björn okkar orðinn, ef hann hyggur, að vörn hans í „ísaf." gegn þvi, að hann hafi brotið rjettritun- arsamþykkt Blm.fjel. sje að nokkrufnýt. Því þótt blaða- menn hafi ekki rjett til að breyta stafsetning á anglýsingum mðti vilja auglýsanda, þá hafa þeii þð rjett tíl að neita auglýsingum viðtöku. Björn hafði skuldbundið sig til að taka ekkert í blaðið með annarí stafsetningu en Blm. fjel., en Ijet nú rektor Ólsen kaupa inn í það aðra rjettritun fyrir 2—3 kr. — Með „Laura" fara til útlanda í dag: Möller kaupm. af Blönduósi, Hannes Hafstein sýslum. af ísafirði og frú hans, Skúli Thoroddsen ritstjóri, Thorsteinsen kaupm. af Bíldudal og Björn Sigurðsson kaupm. úr Flatey, Ólafur Árna- son kaupm. af Eyrarbakka. Hjeðan &r bænum fara kaup- mennirnir Ásgeir Sigurðsson, Ben. S. Þðrarínsson, W.Ó.Breið- fjörð, Björn Kristjánsson, Jðn Þórðarsoa og Sturla Jónsson. Einar Benediktsson málaflutningsmaður og Quðmundur Ja- kobsson snikkari. Sigurður Sverrisson sýslumaður á Bæ í Hrútafirði andaðist 27. f. m. úr lungnabðlgu. Hann var elztur sýslumaður á á landinu, f. 13. marz 1831 og hafði þjónað Strandasýslu síðan 1863. — Dáinn er og ð.f.m. Fensmark fyrrum sýslum. a ísafirði. — I f.m. andaðist Daníel Sigfússon Thorlacius bðndi á Núpsfelli í Eyjafirði. — 31. des. audaðist Guðrún Sveinsdðttir prests Skúlason- ar, kona Ögmundar kennara Sigurðssonar í Flensborg. — 20. des. varð úti Sigurður Þorsteinsson vinnumaður í Vík í Mýrdal. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hefur fengið heiðurspsning landfræðisfjelags Dana fyrir rannsóknir sínar hjer á landi. — í í'norsku blaði, er „Heimhug" heitir, sem áður hefur verið getið hér í blaðinu, er nú mynd af dr. Valtý Guð- mundssyni og grein um hann eptir ritstjórann, Ól. Felixson. Myndin er hin sama sem áður er prentuð í „Sunnanfara". — Fyrri hluta lagaprðfs hefur tekið við háskðlann í Khöfn Jón Þorkelsson frá Reynivöllum og fengið I. einkuan. — 4. nóv. í haust Ijest í Chicago fru Sharpe (Hðlmfríð- ur Þorvaldsdðttir Stephensen). — Síra JúIíub Þórðarson, sem dvalið hefur lengstum í Kristjaníu undanfarandi ár, er nú trúlofaður norskri stúlku, Jörgine Olafsdðttur Oppeböen, bðndadðttur frá Þelamörkinni; hún er kennslukona við þjððskðlann (Folkeskolen) í Krist- janíu. Taliie ©i>-tlr- Munið eptir þessum alþekta skó- og vatnsstíg- vjelaáburði sem hvergi fæst betri í bænum en hjá, Jóhannesi Jenssyni 2 Kirkjustræti 2. Hjá undirskrifuðum eru eins og að undanförnu hinar miklu byrgðir af Sjóstígvjelum, Karlmanns- skóm og Dömuskóm, sem alt er unnið á minni al- þekktu vinnustofu. Sömuleiðis fást aðgerðir á slitn- um skófatnaði mjög fljótt og vel af hendi leystar og þar að auki er allt selt mjög ódýrt mót borg- un út í hönd. Til þess að sem fiestir geti fengið þetta góða úrval af skótatnaði, má borga helming í innskript, sömuleiðis á aðgjörðum, en þeir eem borga allt í peningum fá mjög háar prósentur. Virðingarfyllst. Q 3E3Lii*l5LJXlstlf. 2. Jóliannes Jensson, skósmiður. .ÍSLAND" kemur út annanhvorn sunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjðri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Beikningsskil og innheimtu annast: Einar Crunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. fí

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.