Ísland - 12.03.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 12.03.1899, Blaðsíða 1
ISLAND. 1. ársfj. Reykjavík, 12. marz 1899. 5. tölufol. .SUNNANFARI' fæst hjá, Einari Gunnarssyni, Kirkjustr. 4. í 5 fyrstu árin vantar samtals 8 blöð og kosta þeir þannig 5 kr. VI. árg. kostar 2,50 og VII. 2 kr. hjer á staðnum. Þeim kaupendum, sem ekki hafa borgað VII. árs síðara hefti, verður ekkisent það fyr en þeir seiida borgun og burðargjald. Hafi nokkrir útsðlumenn óseldan Sunnan- fara, ern þeir beðnir að senda hann til baka; annars verða þcir krafðir um andvirði hans. Yinnufólksekklan. Jeg er ekki vanur að hafa formála, ea þvi má samt ekki gleyma, að um þetta milefni er búið að skrifa svo mikið, að kalla má það sje að bera í bakkafullann lækinn að bæta við það ritgjörðum. Ekki er til neins að sakast um orðinn hlut, en samt dettur mjer í hug löggjöfin um vistarbands- leysinguna. Hjer er svo margt ýmist í ökla eða eyra; sumt getur ekki þokazt úr stað, sumt stökk- ur fjall af fjalli í skessuhlaupum. Það mundi hafa gefizt eins vel að fara hægra, stytta tímann og minnka gjaldið. Timinn hefði átt að vera 14 eða 15 ár, sem útheimtist til að verða laus fyrir ekk- ert, og lausamennskugjald innan þess tíma 50 kr. fyrir karlmann, en 25 kr. fyrir kvennmann. Þeg- ar frelsið er veitt með skessuhlaupum, verður opt missmíði á notkuninni, en veiting þess með smærri skrefum kennir mönnum betur að nota það; en hugmynd mannrjettindanna kallaði hart að mörg- um. Það er algengt hjá stjórnvitringum vorum, manavinum og heimsspekingum, að vit þeirra er eins og netaský og gilaþyrping í loptinu, en hefur ekki lag á þvi að renna um æðar og taugar mann- lifsins, eins og því er farið á jörðuuni og eðli þess heimtar; svo hefur farið með þetta mál og fleiri. Eu nú er komið sem komið er. Tillögur manna skiptast í tvennt: sumir virðast draga taum bænda, sumir aptur taum vinnufólksins. En hjer á engin hlutdrægni að eiga sjer stað. Kaupgjald t. d. á að vera í rjettum jöfnuði við gæði landsins. Það má ekki vera hærra en svo, að bóndinn hafi gjald- þol til að greiða það og ekki lægra en svo, að ekki sje níðzt á vinnufólki í samanburði við gjald- þol bænda, og þessi hlutföll munu tii skamms tíma hafa verið nærri lagi, og eðlilegast er, að þau myndist af sjálfu sjor. Of hátt kaup er eyðileggj- andi fyrir landbúnaðinn og sjávarútveginn og kem- ur með tvennu mótiíkoll vinnulýðnum: hannlegg- ur minni stund á að læra hagsýni og sparsemi, meðan enginn kostnaður kallar að honum. Svo þegar vinnulýðurinn verður vinnuveitandi of þyngir kaupgjaldið honum aptur, svo hann getur ekki út- vegað sjer næga vinnu. Það verður því skaðlegt fyrir hvert hjú, að kaupgjaldið sje hæna en at- vinnuvegirnir þola og verður öllum til ills nema þeim, sem mest græða, og myndar auðmanna- og fátæklingagrúa. Og þó er minnst komið undir kaupgjaldinu, þar sem bóndinn fæðir hiúin og ekki er unnið eptir ákveðnum samningi, langmest kom- ið undir því, að vel og dyggilega sje unnið og vinnufólkið sje ekki fram úr hófi kostavant; það er drýgst sem drýpur. Þegar borin er saman vinnumennska og lausamennska hjer á landi, verð- ur því ekki neitað, að vinnumennska á hjer víðast bezt við og verður farsælust bæði fyrir húsbænd- ur og hjú. Það segir sig sjálft, hve mikið tjón húsbónda er búiðafþví, hafi hann ekki svo margt vinnufólk, sem hann þarf til heimilisstarfa um árið. Hugsa má sjer það getí eins verið lausafólk, en hæpið er það í strjálbyggðu og íólksfáu landi, að hann geti allt af náð í það og bíði aldrei tjón af mannleysi. Aptur missir lausafólkið margan dag og hefur margan kostnað, liggi það ekki uppi á bændum, sem vinnufólk hofur ekki af að segj», og þó lausafólk fái stundum hátt kaup, eins og t. d. á Austfjörðum, gengur margt í súginn og kostnað- inn fyrir almenningi. Sjálft getur lausafölkið stung- ið hendinni í sinn eiginn barm og sjeð, hve mikið hagnr þess er blómlegri en vinnufólksins. Jeg hef kynnzt ýmsu af lausafólki, sem hefur verið miklu lakar statt en vinnufólkið. Það er vonandi, að það verði ekki langt þangað til, að það sjer það líka sjálft, þó enginn geti reitt sig á það. En það er annað verra en kauphæðin fyrir bændurna; það er peningagjaldið. Svo er mikil deyfð og ólag á verzluninni hjer, eins og allt af verður meðan húu er mestmegnis vöruskiptaverzlun. Eu hjer mundi mega miðla málum, þannig, að kaupafólkið fengi helminginn af kaupinu í peningum, en helm- inginn í landaurum eða ut úr búð, ef gjaldandi verzlaði við kaupmann kaupamannsins. Vel verk- að feitmeti mun flest kaupafólk geta þegið, og eiaa sauðkindur; allt þess konar mundi einfaldast að gjalda á landsvísu, en kindur líka eptir vigt; það yrði stundum hærra og stundum lægra á markaði, en það væri reiknað til kaupgjalds. Hjer verða báðir hlutaðeigendur að hugsa um leiðrjettingu, ekki hvor að teygja sinn skækil, heldur hitt, hvern- ig beggja hagsmunir geti samrýmzt, því báðir hafa bezt af því, og landið hefur bezt af því, að hagg- munir beggja sjeu sem beztir og með sem sann- gjöraustum jöfnuði. Það er vonandi, að augu vinnulýðsins opnist smásaman, svo hann sjái, að honum og landinu sje það fyrir beztu, að hann gangi að vinnumennsku. Líka er vonandi, að bændur rígbindi sig ekki við gamlar venjur, en liðki til í öllu þvi, sem þeim er ekki um megn. Einkum er það í sveitinni, sem vinnufólk virðist ómissandi; það eru líka sveitabændur, sem bágast eiga með peningagjaldið. Bjóðist vinnulýðnum af- arkaup einhvers staðar, eins og verið hefur á Aust- fjörðum, ellegar ef botnverpingar yfirgæfu Faxa- flóa, er þeir hefðu eyðilagt fiskitegund þá, er þeir sækjast eptir, og aptur færi að aflast á Flóanum, gæti sveitabúskapnum verið hætta búin, ef ekki væri ársvistarfólk í sveitinni, þangað til sveita- búskapur yrði svo arðsamur, að bændur gætu keppt við hvern sem vera skyldi í kaupgjaldsapphæð. Þeir eru til, þó fáir sjeu og ekki sem kunnug- astir, sem álíta nógan vinnulýð á íslandi, en það getur ekki verið; sjávarútvegur eykst og fleirum atvinnuvegum íjölgar, og það að miklu meira leyti en fólkið íjölgar; allt af týnist fólk út úr landinu, einkum frá vinnunni. Hikill fjöldi lærir; annar flokkurinn hnappast að verzlun, iðaaðarmönnum fjölgar, allt af þynnast fylkingarnar, sem vinna bændavinnu. En þó fólkið hafi fjölgað um fáeinar þúsundir, er fjölgunin eiagöngu börn, því ekki hefur vinnandi fólk flutzt inn í landið. Hjer er því enginn vafi á því, að ekki er nóg vinnufólk í landinu, ekki einu sinni til að halda því búskapar- lagi við, sem nú er, hvað þá til endurbóta. En nú er almenningur að heita á Bárð og vona á hann. En hvað á þingið að gera? Á það að herða á visfcarbandinu. Það tel jeg ekki gerandi. En það gæti veitt vinnufólki einhver forrjettindi fyrir lausafólki eða verðlauu, ef það er í vist þangað til það fer að búa, fyrir 10 ár og þaðan af meira, og fyrir 15 ár, þó það færi þá ekki að búa eða yrði þá laust eptir þann tíma. Fólk, sem giptist til búskapar úr vinnumennsku, ætti að ganga fyrir lausafólki með jarðnæði og hæli eða eitthvað því likt. Vinnufólk, sem verið hefðí í vist í 15 ár, en færi svo ekki að búa, ætti að fá verðlaun, og eptir því hærri sem það væri Iengur í vinnumennskc. Svo getur þingið lagt fram pen- inga til að smala fólki frá öðrum þjóðum, sem mjer sýnist óumflýjanlegt, því gagnslaust er að skrifa og skrafa um þetta sem annað, ef ekkert er gjört, og svefn og doði mun ekki Isngur duga í þessu máli. Vinnulýðurinn biði auðvitað meiri eða minni halla við innflutning af fólki, en í það tjáir ekki að horfa; fyrst verður að sjá fyrir bænduuum, og lausafólkið getur líka dregið úr þessum halla með því að ganga í vistir. í vetur ættu þingmenn að fá skýrslur um það, hve margt vinnufóik bændur vantaði, hver i sínu kjördæmi, til hliðsjónar við meðferð málsins á þicgi. J. B. Yínsölubannið. Templarar hjer i Reykjavík hafa nti komið fram með þá uppástungu, að skorað verði á næsta al- þingi, að fylgja fram algjörðu vínsölubanni hjer á landi. Eptir áskorua frá þeim boðaði þingmaður Eeykvíkinga til almenns borgarafundar 3. þ.m. til að ræða málið, og var það ályktun fundarins, að æskilegt væri, að vínsöiubannið kæmist á. Það skal tekið fram til skýringar fyrir þá, sem má!- itfu eru ókunnugir, í\ð hjer er ?.ð eins farið fram á, að bannað sje að vín, eða áfengi, gangi kaup- um og sölum innanlaiids; þar á móti er hverjum einum heimilt að panta svo mikið af áfengum drykkjum, sem hann vili, utanlands frá, neyta þeirra í landinu og veita þá öðrum. Vínsölubann- ið bannar mönnum að eins að hafa áfengi á boð- stólum sem verzlunarvöru. Að þessu Ieyti er það gagnstætt aðflutningsbanninu á áfengi, sem nokk- uð hefur verið rætt hjer um áður, og sem banna á allan flutning áfengra drykkja til landsiny. Þessi uppástunga er hjer ný, hefur aldrei verið rædd áður, nema ef vera kynni innan Templara- reglunnar. Þið hlýtur því að vera kærkomið Templurum og öðrum bindindisvinum, að hún sje rædd af alvöru, einkum sje það gert frá þvi sjón- armiði, hvort uppastungan sje heppilega valinu vegur til að ná, markmiði þeirra, að út rýma á- fengisnautninni úr landinu. Það er sjálfsagt, að allir sanngjarnir menn, hvort bindindismenn eru eða ekki, hljóta að viður- kenna, að markmið Templarareglunnar er gott og lofsvert, og, að hún hefur yfir að líta ekki lítils- vert starf hjer á landi. Um hitt geta verið skipt- ar skoðanir, hvort þessi eða hin uppástungan, sem fram kemur frá reglunni til eflingar bindindisins, sje heppileg eða ekki. Og um þessa uppástungu eru skoðanirnar skiptar meðal helztu bindindis- frömuðanna innan reglunnar hjer í bænum, og verða það sjálfsagt enn meir, þegar úfc fyrir regluna kemur. Kjarni málsins er þetta: Miðar vínsölubannið, ef það kemst á, til þess að minnka áfengisnautn- ina í landinu? Þetta virtisfc mjer þeir, sem á fundinum töluðu og jeg heyrði til, taka sjer gefið, — en það er einmitt það, sem sanna þarf, eða færa líkur að — og því varð þ&ð aðalefuið að ræða um, hvernig bæta ætti landssjóðnum tapið, ef vínfanga- tollurinn svo gott sem hyifi úr sögunni. Hvort vínsölubannið miðaði til að minnka á- fengisnautnina, getur reynslan ein sannað. Það eru að eins Iíkur, sem hægt er að færa fram með og móti. Drykkjan á veitingahúsunum hyrfi; það er víst. En hitt er líka víst, að það er ekki nema lítill hluti af því áfengi, sem keypt er, drukkið á veitingahúsum. Og hvort munu nú meiri líkindi til, að þeir menn, sem iðulega drekka vín á veit- ingahúsum, hætti að drekka, ef veitingahúsunum yrðí lokað, eða þeir drykkju þá aanars staðar. Jeg

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.