Ísland - 12.03.1899, Síða 2

Ísland - 12.03.1899, Síða 2
18 ÍSLAND. „ÍSLAKTD kemur út annanhvorn sunnudag. Verð ársfj. í Reykjavík 60 au., út um land 60 au. Ritstjöri: Porstelnn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Dingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson eand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Pjelagsprentsmiðjunni. ætla, að likiadin sjeu meiri til hins síðarnefnda. Þessi breyting yrði þá einkum til þess, að færa drykkjuslark þeirra manna, sem nú halda sjer að veitingahúsunum inn á sjálf heimilin, og munu bindindismenn vart telja það til bóta. Þá eru vínkaupin hjá kaupmönnunum. Þeir mega ekki selja vín framar, en panta mega þeir það fyrir hvern, sem hafa vill, og auðvitað hafa þeir leyfl til að taka ómakslaun fyrir pöntunina. Kaupmaðurinn má gjarnan flytja upp svo mikið vin, sem hann vill, handa sjálfum sjer, og freist- ingin er þá sýnilega mikil fyrir hann til að byrgja sig, ekki einungis handa þeim, sem pantað hafa hjá honum, heldur líka handa hinum, sem gleyma að panta á rjettum tíma. Og því skyldi hann þá vera að gjöra þeim þau óþægindi, þegar þeir koma með peningana, að láta þá bíða eptir vörunni meðan hann sendir eptir henni til Danmerkur eða Eng- lands, úr því hann hefur nóg til af henni, sem hann ætlaði sjálfum sjer? Lögin reyndar banna honum að láta þetta víu fyrir peningana. En ætli ekki að mörgum selj- anda fyndist þá sjálfsagður smágreiði, að lána kaupanda af sínu víni, þangað til pöntunin kæmi? öetur verið, að margir kaupmenn, jafnvel allur fjöldi þeirra, hjeldu lögin fullkomlega. En afleið- ingin yrði þá sú, að í öllum stærri kaupstöðum, þar sem töluverð arðsvon væri að vínsölu, kæmu upp kaupmenn, sem eingöngu hefðu hana að at- vinnuvegi, menn, sem tækju að sjer að panta vín fyrir þá forsjálu, og sem líka, til að fjölga við- skiptamönnum sínum, hugsuðu fyrir þeim óforsjálu, sem gleymdu alveg að panta, eða gættu þess ekki i tíma, að panta nógu mikið. Vínsölubann mundi ekki, að minnsta kosti ekki í hinum stærri kaup- stöðum, gjöra almenningi nokkru óhægra fyrir en nú er að ná í áfenga drykki. Það mundi að eins hafa þau áhrif að breyta vínsölunni í ófrjálsa verzl- un, og enn meir siðum spillandi en hún nú er. En þá eru sveitamennirnir. Gæti vínsölubannið orðið til þess, að venja þá af drykkjuskap, þá væri mikið unnið. Auðvitað gæti vínkaupmaður þeirra verzlað við þá á sama hátt og sýnt er fram á hjer á undan, en það er þó óþægilegra vegna þess, að sveitamaðurinn, sem býr langt frá kaupstað, yrði opt að verzla við vinseljandann með miliigöngu- manni, og þá er hættan meiri að fara kring um lögin. Líklegast er, að sveitamenn, þeir sem ekki vildu vera án vínsins, gengju í vín-pöntunaríjelög. Á þann hátt yrði vínið þeim ódýrara; þeirkeyptu meira í einu. En ef vínsölubannið hefði þau á- hrif, að menn færu að ganga í vínpöntunarfjelög, þá er það vafalaust, að afleiðingin yrði þveröfug við það, sem til erætlazt. Drykkjumennirnir, þeir sem ekki gætu verið án vínsins, legðu að nágrönn- um sínum og kunningjum til að fá þá í pöntunar- fjelag með sjer, og það gæti hæglega orðið til þess, að margur sá, sem aldrei hefði látið sér detta í hug að kaupa vín, leiddist til þess af fortölum kunningja síns. Um leið og vínusölubannið kæmi því á, að menn færu að panta vín í fjelagsskap, kæmi það líka á fót föstum drykkjuskaparfjelögum. Af þessum ástæðum hygg jeg það vanhugsað aí bindindismönnum, að berjast fyrir vínsölubanni. En það er annað, sem mjer virðist athugavert við uppástunguna um vínsölubannið, ekki frá sjón- armiði templara, heldur löggjafarvaldsins. Annað- hvort hlýtur það að dæma áfenga drykki skaðleqa vöru eða ekki skaðlega vöru. Ef það teldi þá skaðlega (t. d. eins og morfín eða opíum), þá mætti það ekki leyfa innflutning þeirra nema til Iyfjabúða, og ekki sölu þeirra nema samkvæmt læknisvottorði. En vínsölubannsmennirnir ætlast til, að löggjafar- valdið telji þá ekki skaðlega. Með hvaða rjetti, og eptir hvaða reglum getur þá löggjafarvaldið hept sölu þeirra á þann hátt, sem ætlazt er til að gjört verði með vínsölubanni? Hverjar ástæður ætlast forgöngumenn málsins til að löggjafarnir færi fr&m fyrir vínsölub3nninu, — þeir sem ekki telja áfengið eitur, eins og sjálfir formælendur málsins að iík- indum gjöra? Þessum spurningum ætla jeg þeim að svara. Jeg get það ekki. Það er sjálf agt, að forgöngumenn þessa máls, sem án efa hafa bindindismál iðulega að umhugs- unarefni sumir hverjir, kunna að nefna ýmsar sennilegar líkur til þess, að vínsölubann muni að stórum raun draga úr nautn áfengra drykkja. En af umræðum þeirra á fundinum um daginn komst jeg á gagnstæða skoðun, hafði aldrei um málið hugsað áður og því enga skoðun á því haft fyr. Likt get jeg hugsað mjer ástatt með fleiri. Þingræðurnar og blöðin- „ísland“ stakk upp á því einhverntima í hitti- fyrra, að breytt yrði útgáfu alþingistíðindanna og hætt að prenta þar þingræðurnar eins og nú er gjört, en blöðin látin ein um að flytja kjósendum, hvaðfulltrúar þeirra hefðu mælt á þinginu. Síðan hef- ur hvað eptir annað verið minnzt á þetta í blöð- unum, bæði í ritstjórnargreinum og greinum að- sendum úr ýmsum áttum. Og allir, sem á þetta hafa minnzt, hafa lokið upp um það sama munni, að prentun á þingræðunum Bje allsendis óþarfur kostnaður, og að þingtíðindin munu vart lesin af nokkrum manni. Mjer datt í hug að minnast á þetta nú aptur, af því að jeg var nýlega að blaða í gömlum þing- tíðindum frá 1853 og datt ofan á umræður, sem þá höfðn orðið, um lestur og sölu þingtíðindanna. Þeir, sem halda því fram, að allt sje hjer í aptur- för, álíta sjálfsagt, að áhugi á landsmálum hafi í þá daga verið miklu meíri og almennari en nú gjörist. Þetta er nokkrum árum eptir að alþing- ið var endurreist, rjett eptir þjóðfundinn, í æsing unum, sem út af honum risu. Þá var mjög lítið um blöð til að færa þjóðinni frjettir frá þinginu, og því miklu nauðsynlegra en nú á okkar tímum, að sníða þingtíðindin eins og gjört var og gjört er enn. En menn munu þá álíta, að almenningur hafi keppzt eptír að ná í þingtíðindin til að kynna sjer nákvæmlega, hvað gjörzt hefði á hinni nýend- urreistu, þjóðkæru stofnun, alþinginu, og einkum rjett eptir að það endaði jafn sögulega og þjóð- fundurinn 1851. En hvað segja nú þingtíðindin sjálf um þetta? Umræðurnar, sem jeg gat um, eru um það, hvort upplag þingtíðindanna skuli vera 1000, 800 eða 600 og kemur það fram í ræðum allra, sem um þetta tala, að þingtiðindin eru þvi nær ekkert keypt eða Iesin. Annar þingmaður Þingeyinga skýrir frá því, að hann hafi 1851 haft með sjer norður 20 expl. af þjóðfundartíðindunum og gjört sjer far um að selja þau, en þegar hann reið til þings 1853 voru ein 4 expl. af þeim gengin út. Hafa þó Þingeyingar lengi fengið orð fyrir að vera mestir bókamenn hjer á landi. Þegar tekið er tillit til þess, að blöðin fluttu þá ekki nema mjög óverulegar frjettir af þinginu, og tíðindin voru því nær ein um það, þá hlýtur okkur nú að undra það, hve óforvitnir menn hafa almennt verið um gjörðir alþingis á þeirn dögum. Það eru blöðin og tímaritin, sem fyrst hafa vak- ið almenning til að fylgjast með í þingmálum og þjóðmálum, og hefur þetta farið vaxandi, eptir þvi sem blaðamennskan hefur eflzt. Nú á dögum flytja blöðin allar helztu frjettir af þinginu löngu áður en alþingistíðindin koma út, svo að mest af skriptunum við þingið og prent- unina á ræðum þingmanna orðrjettum er svo gott sem ónýtt verk. En þetta kostar landið hvert þingár 10,000 til 12,000 kr. Úr Mýrdalnum. Nú sem stendur er hjer góð tíð og hefur hún staðið síðan porrinn kom; jörð víðast auð og margir hafa dregið talsvert af gjöf, og sumir gefið lítið eða ekkert, og fer það eptir gæðum haglendisins, sem er hjer mjög misjafnt. Yet- urinn hefur, jiað sem af er, verið fremur góður að veðrinu til, því aldrci hefur komið stórhríð eða stórfengilegt veður, siðan landsynningsveðrið í haust. En hins vegai hefur í góðu meðallagi gengið á hey, því fáir dagar voru það frá byrjun jólaföstu til byrjunar þorra, sem skepnur höfðu nokkra jörð, en þó munn hjer heldur góðar horfur með hey, ef meðaltíð verð- ur hjeðan af. Heyskoðun fór fram hjer í haust, og mun skoð- unarmönnum hafa líkað heldur vel. í f. m. dó hjer gömul kona, Ragnhildur Ólafsdóttir að nafni. Hún var góð fyrirmynd annara og yfirleitt sómakona og munu margir, sem hana þekktu, minnast hennar með sökn- uði. Ekki er gaman að verða veikur hjer, því ekki eru heima- tök að vitja læknis hjeðan, því þó menn sjeu hver öðrum hjálplegir og mundu hvorki spara hesta sína nje sjálfa sig, ef unnt væri að ná til læknis, þá geta þeir samt ekki verið læknar, þð þeir fegnir vildu. Yerzlunin er hjer aðallega í höndum J. P. T. Bryde, og þykir hún fremur slæm, en bót er þar í máli, að maðurinn, sem stendur við stýrið, er óefað úr fyrsta flokki þeirrar stjett- ar manna. Líka hefur Halldór Jónsson í Vík töluverða verzlun og gefur ætíð nokkru betra verð en Bryde, og fyrir það hefur hann orðið stórum vinsælli, en aðalgallinn á honum er sá, að hann verzlar ekki með alla vöru. Pöntunarfjelag hefur staðið hjer i nokkur ár, en sá sjer ekki fært að halda lengur áfram og er þess vegna dottið úr sögunni. En hvað um það, það hefur samt gjört töluvert gott, því þar hefur allt af verið dágott verð og hefur það haldið Bryde fremur í skefjum. Hann hefur alltaf sett niður verðið á allri þungavöru móti hrossum og peningum, en sú verzlun hefur ekki verið fyrir fátæklinga, því til að njóta þess hafa menn orðið að taka af kornvöru 200 pd. sekki, af kaffi og sykri heila kassa, tunnu af steinolíu o. s. frv. Nú heyrist, að kaupmaður úr Reykjavík hafi í hug að koma hingað, og væri betur að hann gæti náð hjer fót- festu, því þegar fjelagið er ekki lengar til, þá vantar ein- hverja verzlun í þess stað, sem ekki væri lakari. Það væri óskandi og vonandi, að þetta gæti gengið vel, þvi þó höfnin sje hjer ekki sem bezt, þá tókst Bryðe með atorku og dugn- aði að koma hjer upp verzlun, sem allt útlit er fyrir að hann skaðist ekki á. En hvernig sem þetta kann að ganga, þá gjörðu sjer margir góðar vonir um þennan tilvonandi við- skiptavin okkar. Lestrafjelag var stofnað hjer fyrir nokkrum árum (1894), og er enn i góðu horfi. Fjelagið hefur í stjórn: formann, gjaldkera og bókavörð; því er skipt í 4 deildir og stjórnar sinn maðurinn hverri. Formaður annast um framkvæmdir fje- fjelagsins, gjaldkeri um innheimtu á tillögum, sem eru kr. 1,60, og bókavörður geymir hækur og lánar þær út til deildarstjóranna frá byrjun október til maímánaðarloka, og tekur á móti þeim aptur, en þar fyrir utan lánar hann bækur hverjum fjelagsmanni, sem hafa vill. Deildar- stjóri lánar aptur bækurnar út um deildirnar Bvoleiðis, að hver sækir á hans heimili það, sem hann vill hafa, auðvitað eptir samkomulagi, skilar því svo aptur eptir ptinn tíma og fær svo annað; þetta gengur svo kollaf kolli, þangað til hver einasti maður í deildinni er búinn að lesa allar bækurnar, sem deildarstjóri hefur fengið; þá skilar hann þeim til bókavarðar og fær aðrar, og þá gengur alt á sömu leið. Fjelagið hefur vanalega haft um og yfir 60 kr. til bóka- kaupa; fyrst voru fjelagsmeðlimir um 60 og var þá tillagið 1 kr. fyrir hvern, en þegar þeir fækkuðu allt niður að 30, komu menn sjer saman um að hækka tillagið um 60 au. Á hverjum árs-aðaifundi, sem haldinn er í maí, eru kosnir 3 menn til bókakaupa, og ráða þeir einir þeim bókakaupum, sem gjörð eru það árið, og eru bækurnar allar íslenzkar utan Kringsjaa, sem hefur verið koypt í 2 ár. Ekki selur fjelagið bækur sínar, heldur safnar þeim, og eru þær til taks hver og ein þegar hver vill, og þó menn gangi úr fjelaginu, þá fá þeir ekki einn eyri endurgoldinn af því, sem þeir hafa lagt í fjelagið, og þykir sumum það hið eina, sem þeir geti sett út á fjel. Fjelagið mun nú eiga 160—200 bindi bóka, sem ganga á milli 30—40 fjelagsmanna, og eru þó 2—3 bækur víða í einu bindi. Bindindisfjelag er hjer og er allt útlit fyrir að það eigi fagra framtíð fyrir höndum, ef því verður vel og viturlega stjórnað, því menn hjer eru nokkuð stefnufastir, og úr því þeir hafa einu sinni sjeð skaðsemi áfengisins, þá halda þeir þeirri skoðun sinni ef til vill nokkuð lengi. Fjelagþetta hef- ur á milli 60 og 60 meðlimi og heldur vanalega fundi einu- sinni í mánuði. Fjelaginu gengur fremur vel að sefa áfengisfýsn manna, þó þeir allir hafi enn ekki gengið í fjelagið, þá er minna drukkið hjer en áður, og einkum allra minnst sem næst kaup- staðnum, og er það mesta furða, því alltaf veitir Bryde víu á háðar hendur um hvern tíma árs sem er; svo er hann heldur ekki með öllu einn um vínsöluna. Af Fljótsdalshjeraði er skrifað: „Aðalfund sinn hjelt pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðs 3.-6. jan. hjá Eiríki bónda í Bót í Hróárstungu. Var þar kosinn form. fjelagsins, í Stað Snorra Víums, er dó i sumar, Jón alþm. Jónsson í Múla, að sögn eptir tilhlutun Zöllners. Dar voru og rædd ýms fje- lagsmálefni. Tvo Dingeyinga höfðu Fellnamenn í sumar við túnasljett- un og beittu þeir hestum fyrir plóg og herfi við verkið og þótti mörgum nýstárlegt. Mennirnir voru þeir Jónas Páls- son búfræðingur frá Ólafsdal og Jón Stefánsson frá Arnar- vatni við Mývatn, sá sami, sem Einar Hjörleifsson hefur verið að narta í í „lsaf.“ Hann er frændi Einars og mann- vænlegur maður. Kann jafnt að beita plóg sem penna“.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.