Ísland - 12.03.1899, Blaðsíða 4

Ísland - 12.03.1899, Blaðsíða 4
20 ISLAND. Svo fríi jeg út um Agðanes Orminn langa skríða. Sje skipinu aptur á móti líkt við orm og það síð- an látið renna eða skeiða yfir hafið, eða sje því líkt við hest og síðan lýst svo, að það siglí eða kljúfi öldurnar, þá er myndin skemmd og óskáld- lega með kenninguna farið. Þetta kemur vart fyrir hjá fornskáldunum og eigi fyr en á síðari tímum, þegar nienn íóru að nota kenningar forn- skáldanna, sem þurr nöfn, án þess að skilja þær, eða gæta þess, að þær eru í eðli sínu jafnframt lýsingar. í rímunum eru kenningarnar víða van- brúkaðar á þennan hátt, einkum á síðari öldum, og eru það stór lýti. Kenningar koma fyrir í öllum kveðakap, hjá óllum þjóðum og á öllum tímum og eru sífellt myndaðar nýjar og nýjar, en í fornnorræna kveð- skapnum eru þær svo yfirgnæfandi, að myndun þeirra verður eitt af höfuðatriðum hans. En efn- iðí skáldakvæðunum mörgum, eða flestum, liggur svo fjarri hugsunarhætti nútímans, að kenningar þeirra virðast nú miklu flóknari og torskildari, en þær hafa verið á þeim tíma,sera kvæðin eru ort á. Rímnaskáldin eru allt af að mynda nýjar kenningar, jafnframt og þau nota hinar gömlu, og eins eru víða í nútíðarkveðskap íslenzkum Iíking- ar^ gjörðar á sama hátt og minnzt er á hjer á undan. Ein vísa eptir Kr. Jónsson byrjar svo: Sorgarskýja svífur fjöld sðl fyrir gleði bjarta. Sorginni er hjer líkt við ský, en gleðinni við sól, , og í stað þess að höf. segði: sorgin byrgir eða eyðir gleð minni líkt og ský dragi fyrir sól, orðar hann það "svo: sorgarský svífur fyrir 'gleði- sólina. Eitt með fallegustu kvæðum Jónasar Hall- grímssonar byrjar svo: Hvarmaskúrir harmurinn jsári harðar æsti minnst er varði. Hjer missir myndin, sem felst í kenningunni í fyrsta orðinu að miklu leyti áhrif sín, af því efn- ið í málsgreininni [miðar ekkitil að'fullkomna hana eða skýra. Hefði þar staðið: hvarmaskúrir harma stormur o.s.frv., þá hefði verið betur farið með kenn- inguna. En kenningarnar eru í nútíðar kveðskap venjulega notaðar, eins og hjer hjá Jónasi, ekki sem myndir eða lýsingar,1 heldur blátt áfram sem nöfn. Þessi ágæta háðvísa eptir Jónas, er með- al annars til dæmis um það, að kenningar geta farið vel í nútíðarskáldskap: Hingað gekk hetjan unga Nú ræðst enginn á engi, heiðar um brattar leiðir, í ástarbáli fyr sálast, fanna mundar að^finna styttubands storð að hitta fríða grund,*í hríð™stundum.% stýrir^priks yfir mýrí. Kenningarnar hjálpa honum til að ná svo skýrt og þó í örfáum orðum mótsetningunni mill hinnar rómantísku fornaldarlýsingar í fyrri hluta vísunn- ar og hinnar spaugilegu lýsingar á nútímanum og virkileikanum í síðari hlutanum. (Framh.). Frá leiði ,tf. A.' Um leið og Jón Ólafsson moldar' málgagn sitt „N. Ö." 28. f. m. er hann að sparka til ritstj. „íslands", auðjáanlega til að reyna að geðjast vini sínum, Birni bindindismanni. Hann skrifar þar grein, sem mestmegnis er samansett af orðunum: Ljúga, Iýgur, Iaug, Iogið. Þetta kallar maðurinn „ráðningu", og er svo barnalega ánægður með þenn- an samsetning, að hann móti venju sinni merkir grein- ina með nafni. Ritstj. „ísl." getur svo vel talað við hann í bróðerni um innihald þessarar greinar, því það er svo algengt, að þegar menn vilja líta fram hjá sannleikanum, bregða menn því fyrir sig að segja: þú lýgur, heldur en segja ekki neitt, þótt reyndar þyki þetta aldrei heppilega að orði komizt á prenti. Og þessi stóra lygi, sem skjaldarberi Björns Jónssonar þrammar svo þungvopnaður fram á víg- völlin tií að hrekja, hún er hvorki meiri nje minni en það, að velnefndur é-a-postuli, Jón Ólafsson, hafi sýnt rektor Jóni Þorkelssyni stafsetningar- reglur Blm.fjel., eptir að þær voru svo gott sem fullgerðar, þar sem hljóðvarpatræðingurinn og mál- vitringurinn, Björn Jónsson, á nú að hafa unnið það frægðarverk. Það, sem ritstj. „ísl." er kunnugt í þessu máli, er það, að BlaðamfjeJ. fól J. Ól. þennan starfa, en ekki hljóðvarpafræðlngnum, eins og naum- ast gat heldur átt sjer stað, þar sem hann hafði áður svo fastlega mælt móti því, að rektor J, Þ. væri við riðinn samþykktina, og því hefur sannleiksvitn- ið J. 01. ekki þorað að mótmæla. Hafi nú Björn loks orðið til þess að sýna rektor Jónl samþykkt- ina, þá hefur J. Ól. narrað hann til þess, og þá auðsjáanlega í þeim tilgangl, að negla Björn á þann hátt fastan við einhver af stafsetningará- kvæðum rektors J. Þ. Hann hefur leíkið þar á Björn og notað sjer hjegómagirni hans, þar sem þá var auðsjeð, að Björn var mjög farið að langa til að beita sjer fyrir málinu. Jón hefur sjeð, að Björn brast þekkingu til að halda fram nokkrum ákveðnum reglum, og, að hann mundi fús á að ganga inn á hvað sem í boði væri, aðeins ef svo mætti líta út, sem hann væri sjálfur forsprakkinn og uppástungumaðurinn. En Jón hjelt í öllu fram rjettritun J. Þ., og var umhugað um, að ná Blrni á sitt mál. Það er því ekki annað en laglega hugaað brsgð, sem hann hefur beitt hjer. í stað þess að fara sjálfur, sendir hann Björn með regl- urnar til rektors. Björn staulast svo upp eptir, heldur en ekki hnakkakertur að líkindum, karlinn, því nú hlaut það líta svo út, sem hann stæði fyrir rjettritunarbreytingunni. En gaman hefur sjálf- sagt verið að heyra viðræður þeirra Jóns rektors og Bjarnar, og sjálfsagt, að hinum fræga málfræð- ing bafi ekki fundizt lítið til um djúpsæi og kunn- áttu þessa nýuppgótvaða fræðibróður síns, rjettrit- unar-reformatorsins. Um þetta kænskubragð Jóns gat ritstjóri „ísl." ekkert vitað, ur því að Jðn ekki sagði honum frá því sjálfur, hvernig sjer hefði tekizt að veiða BjörninD. Nú sjer hann það. Svo þú fórst svona að því! það var skrambi gott! — En þú segist aldrei hafa talað við rektor J. Þ. um þetta efni. Allt Blm.fjel. mun þó hafa skilið þig svo, sem þú hefðir ráðfært þig við hann og máttu því sjálfum þjer um kenna, ef rangt er frá þessu skýrt í „ísl." „Alveg ámóta eru lygasögur hans (Þ. O.) um okkur (J. Ó. og Björn brotlega) sem templara", segir Jón í „N. Ö.u. En bvíð hef jeg um þig sagt sem templara, sem þjer geti verið vansi að? Mjer finnst þú óþarflega upptektasamur fyrir Björn. En svo jeg gjöti nú góðan aptur þann ímyndaða órjett, sem þjer víst finns að jeg hafit gjört þjer „sem templara", skal jeg gjarnan geta þess, að eins og jeg hef skömm á skynhelgi þeirri, sem kunnugir bera Birni á brýn í bindindismálinu, eins viðurkenni jeg starf þitt í þarfir bindindis- ins og virði vel. Jeg er þá ekki frekar að ræða um þessa 6- merkilegu grein þína í „N. Ö.". Mjer finnst að þú gætir látið Björn og „ísaf." ein um að verja sig fyrir „ísl"., þó karlinn sje reyndar orðinn and- legur skrapalaupur, og jafnvel finnst mjer, að þú hefðir vel getað staðið þig við að láta viðskipti okkar Björns hlutlaus frá upphafi. 01kofra-þáttur. Ekki hefur enn verið lesin yfir Birni kæra í Good-Templarfjelf.ginu, þótt allt af sje sagt, að það standi til. Það lítur líka svo út sem karlinn ætli að fara að ganga í endurnýjungu lífdaganna sem Templari, og getur verið, að reglubræður hans finni þess vegna hvöt til að hlífa honum. Hann mætir nú, að sögn þeirra, á hverjum fundi í stúku sinni og situr fundina frá byrjun tii enda; hann var jafnvel á „balli" í fjelaginu fyrir skemmstu, og er ekki laust við, að sumir templarar brosi að því, hve mikla rækt hann hefur farið að leggja við fjelagsskap þeirra, eptir að „ísl." tók bindindis- mennsku hans til íhugunar. Því kvað nú vera haldið fram af meðhalds- mönnum hans í reglunni, að ekki megi sparka honum burtu vegna blaðsins. En hann hefur víst aldrei verið málefni þeirra til nokkurs gagns með „ísaf.u. Ef til vill halda þeir, að hann snúist algjörlbga móti reglunDÍ með blaðið, ef þar sjeu látin ganga Iög yfir hann; — máskeþeir trúi honum ekkibetur en það ? Björn er í „ísaf." nýlega að skamma út ein- hvrern ónefndan mann, sem hann auðsjáanlega heldur að lýst hafi bindindi hans fyrir ritstjóra „íslands,,. En eins og áður er sagt, hefur „ísl." hreift við þessu máli fyrir tilmæli templara, sem viljað h&fa koma lögum yfir Björn innan reglunn- ar, en ekki getað það. Björn kvartar yfir því í „ísaf." nýlega, að rit- stjóri „ísl." hafi nú höfðað gegn sjer skaðabóta- mál fyrir atvinnuníð, og gjörist hann þá heldur en ekki skrækróma. Það eru 10,000 kr., sem rit- stj. „ísl." krefst af honum í skaðabætur. Forseti Frakklands er dauður. Með frakkneskri skútu, sem kom inn hingað á föstudags- kvöldið barst su fregn, að forseti Frakklands, Felix Fanre, hefði andast 16. f. m. — Trúlofuð eru Magnús dýralæknir Einarsson og Ásta Sveinbjörnason, dóttir háyfirdómara L. E. Sveinbjörnsson. — Um Lundabrekku sækja kandídatarnir Jón Stefánsson á Ásólfsatöðum og Vigfús Dórðarson a Eyjóifsstöðum. — Vinnukona á Hjeðinshöfða á Tjörnnesi, Jðhanna að nafni, varð úti 13. f.m. a heimleið frá Húsavík. Tveir menn, sem fóru til að leita hennar daginn eptir, lentu í snjóflóði og beið annar bana af, Bjarni bðndi Jðnsson frá Tröllakoti, en hinn komst lífs af, en mjaðarmbrotnaði. — Jarðskjalftakippir fundust hjer aðfaranðtt 27. f.m. Úti á Reykjanesinu bar þó miklu meira á þeim og skemmdist Reykjaaesvitinn nokkuð og svo ibúðarhús vítavarðarins. Jarð- skjálfta þessa varð og vart vestur á Mýrum og norður í Húnavatnssýslu, en ekki austanfjalls. Vist. Dugleg og þrifin stúlka getur fengið vist í góðn húsi hjer í bænum frá 14. maí þ. á. Ritstjóri vísar á. TéUxIö ©i^ti-r- Hjá undirskrifuðum fæst ágæt og ódýr Ma- skínuolía. Jóhannes Jensson 2. Kirkjnstræti 2. Nýtt stofuborð, pólerað, er til sölu með vægu verði. — Ritstjórinn vísar á. Hjá undirskrifuðum eru eins og að undanförnu hinar miklu byrgðir af Sjóstígvjelum, Karlmanns- skóm og Dömuskóm, sem alt er unnið á minni al- þekktu vinnustofu. Sömuleiðis fást aðgerðir á slitn- um skófatnaði mjög fljótt og vel af hendi leystar og þar að auki er allt selt mjög ódýrt mót borg- un út í hönd. Til þess að sem flestir geti fengið þetta góða urval af skótatnaði, má borga helming í innskript, sömuleiðis á aðgjörðum, en þeir sem borga allt í peningum fá mjög háar prósentur. Virðingarfyllst. Jóhannes Jensson, skósmiður. Þessar bækur fást til kaups með litlu veröi: Álþingistíðindin frá upphafi í bandi, íslendingasögur (Sig. Kr) í bandi, Fornbrjefasafnið óbundið, Biblíu- Ijóðin í skrautbandi. Ritstj. vísar á seljanda. Ta,i3Liö ©i>tlr. Munið eptir þessum alþekta skó- og vatnsstíg- vjelaáburði som hvergi fæst betri í bænum en hjá Jðhannesi Jenssyni 2 Kirkjustræti 2. Til kaupenda „íslands". öjaldkeri blaðsins, cand. phil. Einar Gunnars- son, Kirkjustræti 4, hefur á hendi innheimtu á öll- um skuldum þesi, eldri og yngri, og eru menn vin- samlega áminntir um að borga blaðið til hans hið fyrsta. — Kaupendum innanbæjar verða sendir heim reikningar fyrir yfirstandandi ársfj. þegar þetta tölublað er komið út.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.