Ísland - 19.03.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 19.03.1899, Blaðsíða 1
ISLAHD. 1. ársfj. Reykjavík, 19. marz 1899. 6. tölubl. w M N N N N £3 lli Ai ' iW> <li ilW^ Jki ¦» ' fít1 Slk Ai ém ¦!> <l» ifl» A A ¦¦ I JHULE' N er stærsta lífsábyrgðarfjelag á Norðurlöndum. N N N N N N Ábyrgðir þess nema nú rúmlega ÍOO XXlÍlj. XXJPÓDCL^- Ábyrgðir teknar 1897 voru 3S7S að tölu; var upphæð þeirra samtals 14,512,800 ISLX*. JH /THULE' borgar líftryggjendum hærri BOtfUS en nokkurt annaö fjelag. M i N N N i H Umboösmaöur fjelagsins fyrir Island: W m Bernharð Laxdal, Akureyri. § Heimsins ódýrustu og vönduöustu ORGEL 01FORTEPlAIÓ fást með verksmiðjuverði beina leið frá Cornish & Co., Washington, New Jersey, TJ. 8. A. Orgel úr hnottrja með 5 oktövum, tvöföldu hljóði (122 fjöðrum), 10 hljóðbreytingum, 2 hnje- spöðum, með vönduðum orgelstól og skóla, kostar í umbúðum c. 133 krónur. Orgel úr hnottrje með sama hljóðmsgui ko3tar hja Brödrone Thorkild- sen, Norge, minnst c. 300 kr., og enn þá meira hjá Petersen & Steenstrup. ÖIl fullkomnari orgel og fortepíanó tiltölulega jafnódýr og öll með 25 ára ábyrgð. Flutningskostnaður á orgeli til Kaupmannahafnar c. 38 krónur. Allir væntanlegir kaupendur eiga að snúasjer til mín, sem sendi verðlista meðmyndum o. s. frv. Jeg vil biðja alla þá, sem hafa fengið hljóðfæri frá Cornish & Co., að gera svo vel að gefa mjer vottorð um, hvernig þau reynast. Fulltrvii fjelagsins hjer á landi: Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Frá útlöndum. Khöfn, 4. marz. Frakkland. Beaurepaire hefur verið óþreyt- andi; hann hefur skrifað hverja greinina á fætur annari til að svívirða fjandmenn sína; og honum hefur orðið allmikið ágengt. Eins og getið var um síðast hafði dómsmálaráðgjafinn skipað Mazeau yfirforseta í hæstarjetti, að rannsaka kærur hans á hendur þeim Loew og Bard. Mazeau komst að raun um, að við gjörðir þeirra var ekkert vítavert, en samt Iagði hann til, að Dreyfusmálið væri lagt fyrir alla dómendur hæstarjettar, en það var til- laga Beaurepaires. GHldar ástæður færði Mazeau ekki fyrir þessari tillögu sinni, en samt gaf ráða- neytið henni gaum og lagði þegar frumvarp þess efnis fyrir þingið. Frumvarpinu var vísað til nefndar og lagði hún eindregið á móti því. En Dupny sat við sinn keip og kvað ráðaneytið fara frá, ef frumvarpið yrði eigi samþykkt. Umræðurn- ar í fulltrúarþinginu urðu eigi eins heitar og vænta mátti; sá, sem mest og bezt barðist á móti þess- umlögum, var Millerand sósíalisti, en Dupuy varð honum yfirsterkari, svo að frumvarpið var sam- þykkt með 332 atkv. : 216. Halda menn að það hafi mest stuðlað að því, að frumvarpið náði sam- þykki þingsins, að þingmenn óttuðust ráðherra- skipti. Gekk svo frumvarpið til öldungadeildar- innar. Þar var búizt við meiri mótspyrnu; þ6 mátti telja það víst, að það mundi eigi fella það, með því að þá hefði bæðl ráðaneytið farið frá og f ulltrúadeildín verið leyst upp. Og eins og þá stóð á, hefði það getað orðið mjög hættulegt fyrir ríkið. En þá kom atburður einn, er enginn bjóst við, og það var lát forsetans, Felix Faure. Hann varð bráðkvaddur að kveldi þess 16. f.m. Dauðameinið var heilablóðfall. Nú sáu allir frelsisvinir, að hjer voru góð ráð dýr og að þeir þyrftu að taka höiidum saman við forsetakosninguna, svo að her- sinnar og klerkavinir yrðu þeim ekki yfirsterkari, því að þá hefði mátt búast við, að dagar þjóðveld- isins hefðu verið taldir. Þjóðveldismenn, sósíalist- ar og allir frjálslyndari þingmenn komu sjer sam- an um að kjósa Loubet, forseta öldungadeildarinn- ar. Hann gaf kost á sjer eptir áskorun Brissons og fleiri góðra manna. Hersinnar og klerkavínir vildu gjöra Méline að forseta, en hann er rammur apturhaldsseggur og talinn viðsjáll. Beaurepaire ætlaði líka að styðja þá og Ijet skammirnar dynja yfir Loubet og kvað hann hafa verið óþægilega riðinn við Panamamálið o. s. frv. En nú brást B. bogalistin, svo að heita mátti, að þessar árásir styddu meir að kosningu Loubets en hitt. Mönn- um varð enn Ijóssra, hvílík hætta var á ferðum og tóku því betur höndum saman. Laugardaginn 18. f. m. komu allir þingmenn saman til forseta- kosningar í Versailles, eins og venja er til. Fór sú kosning nokkurn veginn friðsamlega fram og fjellu kosningar þannig, að Loubet var kosinn for- seti með 483 atkv., en Meline fjekk 279. Blöð hersins og klerkanna voru eðlilega reið yfir þessu og höfðu ýmsar hótanir í frammi, en þó urðu eng- ar sjerlegar róstur og ætluðu endurskoðunarfjend- ur að láta ekki til sín taka fyr en við greptrun forseta, sem fór fram 23. f. m. Hið nýja tjelag þeirra, er heitir „La patrie frangaise" og vísinda- maðurinn Jules Lamaitre er formaður fyrir, reri að því öllum árum, að uppreisn og róstur yrðu þá. Lamaitre og Deronléde gengu svo frækilega fram, að jafnvel svæsnum apturhaldsseggjum, eins og Brunetiére, aðalritstjóra „Eevue du duex mon- des" ofbauð og drógu sig í hlje. En lögreglan hafði búið sig undir þetta, og greptrunín, sem var með hinni mestu viðhöfn, fór fram allspaklega. Deroulédo var samt ekki af baki dottinn og rjeðst með nokkrum fylgifiskum sínum í hermannaskál- ana og hvatti Boget hershöfðingja að halda til forsetahallarinnar og reka Loubet í brott, en gjöra að vilja „ættjarðarvinanna". Hann brást illa við og kærði Deronléde, og var hann settur í varð- hald og situr nú þar ásamt öðrum fjelaga sínum, og eru þeir ákærðir fyrir landráð. Leiddi þetta til nánari rannsókna og hefur lögreglan nú látið greipar sópa um öll skjöl „La patrie fransaise" og fleiri pólitiskra fjelaga; sterkur grunur leikur á því, að Orleanistar hafi ætlað að gjöra stjórnar- byltingu við tækifæri, en það er eigi fallvíst enn, hvernig ráðabrugg þeirra hefur verið. Nú hefur þingið tekið aptur til starfa. Formaður í öldunga- deildinni í stað Loubets er kosinn Falliéres, ann- ars heldur lítið þekktur maður, þótt hann hafi opt verið ráðherra. Endurskoðunarfrumvarp ráðaneyt- isins var tekið til meðferðar í öldungadeildinni og visað þar í nefnd; nefndin mælti með frumvarp- inu. Allsnarpar umræður urðu um það og var má'.ið rætt í 3 daga, en loks saoiþykkt 1. þ. m með 158 atkv. gegn 131. Sakamáladómurinn lauk við rannsóknir sínar snemma í febr. og mun nú allur hæstirjettur taka til starfa innan skamms. Sagt er, að Manau kref jist þess, að Dreyfus verði sýkn- aður og málinu eigi vísað til herrjettar á ný. Frumvarp ráðaneytisins og framkoma þess hef- ur mælzt mjög illa fyrir, því að það kemur í bága við grundvallarsetningar laganna, að dómararnir sjeu hindraðir í dómaraverkum sínum. Auk þess er þetta gagnstætt stefnuskrá ráð ineytisins, og það hefur jafnan barizt á móti tækifærislagafrum- vörpum frá þingmanna hálfu, en nú gengur það sjálft í broddi fylkingar fyrir slíku athæfi. Sakamáladómur hæstarjettar hefur gjört þann úrskurð í Picquartsmálinu, að ákæruatriðum skuli skipt niður milli sakamáladómsins og herrjettar, en mikilvægustu atriði, kemur hinn fyrnefndi til að fjalla um og má geta nærri að hershöfðingjun- um þyki sórt í broti, ef þeim tekst ekki að svala reiði sinni á Picquart. Lát Faures vakti sjerstaklega mikla athygli vegna þess, að það kom svo óvænt, og að því er virtist á svo óhentugum tíma, þar sem þessi sundrung og flokkadrættir áttu sjer stað. En nú er mesta hættan, er yfir vofði, að likindum um garð gengin. Frakkar sakna ekki mjög Faures, þó munu þeir jafnan minnast forsetadæmis hans, því að hann varð til að birta sambandið milli Kússa og Frakka. Hann var maður stilltur og gætinn, en enginn stjómvitringur. Hann var ein- dregið á móti endurskoðuninni, þó lágt færi. Út- för hans var hin konunglegssta. Hinn nýi forseti heitir fullu nafni Emile Loubet. Hann er fæddur 31. des. 1838. Hann er lögfræðingur og hefur lengi verið málaflntnings- maður í Montelímas. Á þing var hann kosinn 1876, og hefur jafnan verið eindreginn þjóðveldis- maður; brátt sýndi hann allmikinn dugnað á þingi, því að hann barðist manna mest gegn ráðaneytí Broglies 1877 og apturhaldsstefnu þess, og loks varð hann foringi vinstri manna (þjóðveldismanna) á þingi. 1885 fjekk hann sæti í öldungadeildinni og 1887 varð hann ráðherra í ráðaneyti Tirards, sem fjell eptir eitt ár. 1892 myndaði Loubet ráða- neyti eptir beiðni Carnots forseta, og er hans ráðaneytistíð all-minnistæð; þá gengu anarkista- róstur fjöllum hærra, Panamamálið hófst o. fl., er olli stjórninni mikilla óþæginda. Loks fjell ráða- neytið í nóvember s. á. f jan. 1896 var hann val- inn formaður í öldungadeildinni og hefur haldið því síðan, þar til hannnúvar valinn æðsti maður á Frakklandi. Hann er kvongaður og á börn og

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.