Ísland - 19.03.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 19.03.1899, Blaðsíða 2
 22 I S'L A NJD'. kemur út annanhvom sunnudag. Verð ársfj. í Keykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjóri: Þorsteinn Gíslason, Laugaveg 3. Afgr.maður: Þorvaröur Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson cand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Pjelagsprentsmiðjunni. er talinn auðugur. Um skoðanir hans í Dreyfus- málinu vita menn ekki, hann hefur ekki látið neitt uppskátt í því efni, en ekki ætla blöð endurskoð- unarfjenda hann tryggan En hann hefur sagt, að það skuli sjer mest um hugað, að styðja og vernda þjóðveldið. Annars verða allir dómar um hann að bíða betri tíða. Rússland og Finnland. í septembermán. f. á. fengu Finnar nýjan landstjóra, er Bobrikow hjet. Varð brátt Ijóst af þeim boðskap, er haira flutti, að fyrirhugaðar væru breytingar á stjórnar- fari og högum Finnlands eptirleiðis, og að Bo- brikow ætti að koma þeim á. Finnar tóku hon- um þvi ekki með neinni blíðu, sem von var, en biðu átekta. í janúarmánuði kom finnski land- dagurinn saman og var lagt fyrir hann frumvarp til laga um breytingar á finnska hernum og þær eigi litlar, því að hann átti að auka úr 5600 manna upp í 20,000 og Iengja varnarskyldutímann um 2 ár (alls 5 ár). En svo fylgdi meira á eptir. Opið brjef undirritað af Michel stórfursta um breyt- ingar á stjórnarfari Finnlands var lagt fyrir öld- ungaráðið til birtingar almenningi. Bobrikow tókst að fá því komið í gegn í öldungaráðinu, að það væri birt, þó með því, að formaður ráðsins greiddi tvisvar atkvæði. Nú sáu Finnar ljóslega forlóg sín; ritstjóri stjórnarblaðsins í Helsingsfors vildi eigi birta brjefið og sagði af sjer ritstjórninni og prentararnir lögðu niður vinnuna. Og nú er svo komið, að Finnar hafa almennt kiæðzt sorgarbún- ingi. Landdagurinn mun að vísu í engu láta á sig ganga, en erfitt verður að spyrna á móti broddunum, og russneska stjórnin fer sínu fram. Það er hennar mark og mið, að taka sjálfsforræði það, er Finnar hafa haft, af þeim og gjöra Finn- land að fylki í landi Rússa og þannig láta þá sæta sömu kúgun og aðra Rússa. Framtíðarhorf- ur Fiuna eru því ekki glæsilegar. Eq þetta gjör- ir friðarhöfðinginn, já, að minnsta kosti er það gjört í hans nafni; en ýmsar sögur ganga núna út um heiminn frá rússnesku hirðinni. Finnar sendu menn á fund keisara til að bera fram bænir þeirra, en þeim var ekki veitt áheyrn. Gaus sið- an upp sá, kvittur, að keisari væri veikur, en svo mun ekki vera. En hjer mun annar hængur á, sem sje sá, að hann ræður litlu eða engu; hin gamla apturhaldsklíka hefur algjörlega náð öllum völdum, og þá er ekki að sökum að spyrja; sagt er og, að ekkjudrotningin fylgi henni að málum, en keisari er talinn heldur frjálslyndur og velvilj- aður þegnum sínum og svo mun og drottning hans vera, en hvaða þýðingu hefur það, þegar hvorki er þrek nje einbeittur vilji til að framfylgja skoð- unum sínum. Hjer á Norðurlöndum hefur þessi meðferð á Finnum vakið sára gremju, en ávörp, er send voru til undirskripta meðal manna, og stíluð voru til keisara, hafa verið kölluð aptur og munu ekki verða send. Síðari hluta janúarmán. sendi Muraview greifi enn á ný umburðarbrjef til stjórnanna í Európu og þakkaði fyrir hinar góðu undirtektír, er frið- arboðið hefði fengið. — Drap hann á nokkur helztu atriðin, er koma mundu til umræðu á friðarþing- inu; það verður víst haldið í Haag. Þýzkaland. Bæði á landdegi Prússa og rík- isdeginum hafa verið gjörðar fyrirspurnir til stjórn- arinnar um útreksturinn úr Sljesvík. Miquel ráð- herra varð fyrir svörum á landdeginum, en á rík- isdeginum neitaði Hohenlohe kanslari að svara fyrirspurninni, er öustav Jóhannsen hafði gjört; samt samþykkti þingið, að umræður skyldu verða um málið og stóðu þær yfir í 3 daga; margir ræðumenn víttu harðlega þetta athæfi stjórnarinn- ar, en þó urðu margir til að verja stjornina og mæla henni bót, og meðal þeirra var t. d. Her- bert Bismarek. Annars munu þessar fyrirspurnir enga þýðingu hafa. Þess má geta að kanslarinn minntlst Frakka sjerlega hlýlega, er hann tilkynnti ríkisdeginum lát Faurós. Keisari sendi og sjerstaka sendinefnd til Parísar til að vera við jarðarför forseta. Þykja þetta allmikil vinahót milli jafnandvígra þjóða eins og Frakkar og Þjóðverjar hafa verið að undanförnu. í haust gjörði stjórnin enska og þýzka samn- ing með sjer, einsogáður hefur verið getið hjer um í blaðinu, en hvorug stjórnin vill láta nokkuð uppskátt um efni hans fyr en eitthvað það kem- ur fyrir, er samningurinn snertir. Látinn er Caprivi, fyrverandi kanslari. Ungverjaland. Þo friðvænlegar horfur væri milli flokkanna hjer víðast og menn teldu víst að Banffy fengi að sitja kyr, þá brást það þó þegar á átti að herða, og mótstöðumenn hans kváðust engum samningum geta tekið meðan hann væri við. Sagði hann því af sér ráðherrrastörfum. Eptirmaður hans er Kólomann Széll, frjálslyndur maður. Honum hefir loks tekizt að miðla málum milli flokkanna. í ráðaneyti hans sitja flestir þeir sömu, sem í ráðaneyti Banffýs. Belgía. Skammt frá Bryssel varð mikið járn- brautarslys 18. f. m. Tvær lestir rákust á í þoku. Um 30 manns ljetust þegar í stað, en yflr 100 særðust og af þeim eru 50 hættulega særðir. England. Til foringa síns í neðri málstofunni kaus frjálslyndi flokkurinn Campell-Bannermann. Aequitt þótti þeim ekki heppilegur, því að hann er „Imperialisti", fylgismaður Rosebery, og hefði þá ef til vill mátt við því búast að hinir, sem fylgja Morley og Harcourt, hefðu skilist frá. Enginn skörungur C.—B., en er í allmiklu áliti meðal flokksbræðra sinna og syndir mitt á milli beggja deilda flokksins, til að hrinda hvorugum frá sjer. Við stjórnmál hefir hann mikið fengizt og ávallt átt sæti í ráðaneytum frjálslyndaflokks- ins síðan 1871 og þótti þar dugandi maður. Smámsaman bætist nýtt og nýtt við á synda- regestrið milli Frakka og Englendinga. Frakkar höfðu fengið stjórnandann í Mascít, austur við Persaflóa, til að leyfa sjer að hafa kolastöð þar í hafnarborg ehrni. Þegar EBglendingar komust á snoðir um það, undu þeir bráðan bug að því að senda á fund stjórnandans og banna honum að leyfa Frökkum höfnina og varð hann að láta að vilja þeirra, en Frakkar sitja með sárt ennið. Þó mun England eiga bágt með að banna Frökkum kolastöð, því að það kæmi í bága við áðurgjörð- an samning milli þeirra. Þing er komið saman á Englandi og hefur ekkert gjörzt þar sjerlega frásagnavert. Einn þingmað- ur í neðri málsstofunni gjörði fyrirspurn til Salis- bury út af trollarasmölun Dana við Færeyjar á dögunum og vildi láta ensku stjórnina senda fall- byssubát þangað og til íslands til að vernda rjett trollara. Flotamálaráðgjafinn svaraði, að eigi væri tiltök að senda fallbyssu bát á þessa staði til þess að hlíft yrði í nokkru trollurum, er gjörðu sig seka í lagabrotum. Bandaríkin í Norðnr-Ameríku og Filipps- eyjar. Loks var friðarsamningurinn samþykktur af öldungaráðinu með litlum atkvæðamun, og hefur nu forseti ritað undir hann. Öldungaráðið á Spáni hefur líka fallist á samninginn, en talið efa- samt hvað Cortes muni gera. Bandamenn greiða Spánverjam 20 milljónir dollara. En nú hafa þeir snúið öllum mætti sínum að því að bæla Filippseyinga, enda er hin mesta styrjóld þar á eyjunum. Fyrsta aðalorustan milli Bandamanna og uppreistarmanna varð Iaugardaginn 4. febr. hjá Manilla. Uppreistarmenn höfðu tekið vatns- bólin og spillt þeim. Slóg þegar í bardaga með þeim og fóru eyjarskeggjar, sem vonvar, halloka, enda var útbúnaður þeirra hinn versti. Þó stóðu skærur þessar fram til sunnudags. Talið er að af AmGríkumönnum hafi fallið og verið særðir um 250, en af eyjarskeggjum um 4000. Fieiri orust- ur hafa orðið millum þeirra, en þessi er hin œesta. Jafnan eru óeyrðir kringum Manilla og hafa upp- reistarmeun reynt að kveykja í borginni en orðið lítt ágengt. Bandamenn hafa tekið Ilo-Uo;1) áð- ur uppreistarmenn fóru úr borginni, kveyktu þeir í henni, en eldurinn varð slökktur. En likindi eru til að Bandamenn verði að tvískipta liði sínu innan skamms, því að þrátt fyrir fagnaðarlætin í Havanna á nýársdag, þegar fáni Bandamanna var dregin upp í stað hins spánska, sem merki þess að eyjan hafði skipt um stjórnendur, verður þó ekki annað sjeð en að þaðan sje brátt ófriðar- von. Gomez hershöfðingi, foringi uppreistarmanna, hefur enn mikinn fjölda manna undir vopnum og lætur ófriðlega. Bandamenn skoruðu á hann að láta liðið frá sjer fara, en hann neitaði nema hann fengi 16 milj. doll. handa liðsmönnum sínum, því neituðu þeir, en buðust til að láta 3 milj. en það boð þáði hann ekki. Allt virðist benda á það, að Kúba muni verða Bandamönnum dýr, eigi síður en Filippseyjar. Undir þessum kringumstæðum samþykkir þingið víst tillögur stjórnarinnar um að auka herinn. ítalía. Páfinn hefir verið veikur síðustu dagana. Hann hefur í mjög mörg ár þjáðst af meinsemd í mjöðminni, en nú loks skáru læknar hana burtu; var það mikíll skurður og voru menn hræddir um að hinn heilagi faðir mundi ekki afbera það, þar sem hann er svo fjörgamall, en karl er hinn hress- aBti, bvo að læknar telja vist að hann muni verða albata, og segja að haan muni þá geta Iifað í 10 ár enn; en það er auðvitað spádómur. Krít. Nefnd sú, er Georg landstjóri setti til að semja frumvarp til stjórnarskipunarlaga fyrir Krít, hefur lokið störfum sínum og er komið sam- an þing til að fjalla um frumvarpið. Aðslatriði þess eru þessi: Eyjan hefur sjálfsforræði sam- kvæmt úrskurði stórveldanna. Til að halda á friði verður sett lögreglulið og borgarvörður og eru eyjarskeggjar skyldir til þjónnstu í honum. Trúar- frelsi er fullkomið; gríska er stjórnarmál. Allir Kríteyingar hafa aðgang að embættum, svo fram- arlega sem þeir eru til þess hæfir og hafa óspillt siðferði. Framkværadarvaldið er hjá landstjóran- um og ráðgjöfum, er beri ábyrgð á gjörðum stjórn- arinnar. Löggjafarvald hefur fulltrúaþing og sitja þar í þjóðkörnir menn, nema 10, sem landstjóri velur. Um nautgriparækt og landMnað á íslandi. Eptir .lúlíus Grunnlaugsson. (Niðurl.) Kúakyn vort stendur alls ekki á baki útlendu kúakyni hvað nythæð snertir, en eflaust getur það tekið miklum bótum, ef menn legðu meiri stund á að vanda uppeldi kálfanna og velja kyn þeirra, og eigi síður föðurkynið ea móðurkyn- ið.*) Það er fast ákvarðað lögmál i náttúrunni, að af- kvæmið líkist foreldrum sínum að meira eða minna leyti, og á þessu náttúrulögmáli byggist það, að menn geta smátt og srsátt myndað kynstofn með vissum eiginlegleikum, þegar skepnur eru látnar tímgast saman hver fram af aanari, sem hafa þá kosti til að bera, sem menn helzt kjósa. Þessir kostir fara svo vaxandi hjá afkvæminu lið fram af lið, þangað til festa er komið í kynið og allar skepnur, sem af því fæðast, hafa náð miklum yflr- burðum. En um leið og kynið er bætt, þarf líka að hafa gott og nægilegt fóður haada skepnunum, og vanda mikið alla hirðingu á þeim, en því mið- ur er henni sumstaðar mjög ábótavant. Fjósin eru víða lág og dimra og í alla staði óhafandi; það ') í síðustu frjettum var þetta borgarnafn miBprentað; þar stóð Ko-Ko í stað Ilo-Ilo. *) Búmenn ættu vandlega að lesa fyrsta árgang Búnaðar- ritsins eptir hinn göðkunna bufræðing Hermann Jönasson á Þingeyrum. 1. Um fððrun búpenings. 2. Um uppeldi kálfa, og 3. Um mjaltir á kúm.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.