Ísland - 19.03.1899, Page 3

Ísland - 19.03.1899, Page 3
ÍSLAND. 23 getur engum manni blandazt hugur um, að ekki er gott fyrir skepnurnar að standa meir en hálft árið blautar og skitnar, rígbundnar á básnum í óhreinum og loptlitlum húsum. Q-etur nokkur mað- ur búizt við að skepnur gefi miklar afurðir með slíkri hirðingu og fyrirkomlagi? það mætti mikið heldur búast við, að skepnur fengju ýmsa kvilla, vesluðust upp og dæju. Ef úr þessu væri almennt bætt, raundi sjá góðan mun á kúaræktinni hjá oss. En sem betur fer er víða vakn&ður áhugi manna með hirðing og meðferð á kúm, og vonandi er að þetta verði fljótlega algjörlega bætt. Sá, sem stundar verulega nautgriparækt, hann vandar allt, sem að henni lýtur, tekur kýr sínar inn snemma á haustin, og gefur þeim nóga og góða töðu, ásamt rófum og ýmsu kálmeti, sem hann á að rækta í görðum sínum; með því sparar hann töðuna og gjörirjfóðrið ljúffengara, auðmeltara og tilbreytilegra. Hann gefur þeim hreint og gott vatn að drekka í hvert sinn sem hann færir þeim fóðrið, en það á ætíð að vera á sama tíma dags. Hann bustar og kembir kýr sínar og þvær þær, verði þær venju íremur óhreinar. Hann hefnr fjósið liátt, bjart og loftgott, Það eru hæg heimatökin. Það er drjúgt í búinu, að fá mjóikina á hverju máli úr fjósÍDU, en til þess að geta haft gott kúabú, þarf túnið líka að vera grösugt og góð rækt í því; þá er taðan kraptbetri en ella. Að vel sje borið á túnin er skilyrði fyrir því, að góð og mikil taða fáist af þeim, en undir túnræktinni er aptur kom in nautgriparæktin, og nautgripirnir gefa sjálfir áburðinn. Náttúran er reikningsglögg og lætur ekki hafa af sjer í verzluninni, en hún borgar líka vel fyrir sig þegar henni er sómi sýndur. Jeg get búizt við, að sumum þyki ofmikill til- kostnaðurinn og vandhæfið við kýrnar, en einnig skyldu þær þi gæta að því, að eptir því sem bet- ur er farið með þær og kcstað moiru til þeirra, endurgjalda þeir allan tilkostnað betur, fyrir ut- an það, að mönnum ætti að þykja skemmtilegra að eiga fallega gripi og vel útlítaadi, og ætti iðulega að halda gripasýningar og sæma þá verðlaunum, sem fallegasta gripi hefði til sýnis. Átrúnaður Eyfirðinga. Þú hlærð ekki að því, — jeg held það sje rjett, — í huga mjer flýgur það nú; — Jeg held þeir við Eyjafjörð haldi sig enn við Helga hins magra trú. Hann hjet sjer að vísu til heilla á Krist þá háskinn var ekki svo stór, en lægi’ bonum kröptugri aðstoð á, var athvarfið jafnan hjá Þbr. Því maðurinn fann það, að margt var þar gott og meinlaust við heimsgoðin ný, en til þess að eiga við Eyjafjörð þurfti’ eitthvað, sem dugur var í. Mjer fannst, sem það lægi í loptinu þar og læddist um strandbýlin græn, að ekkert það væri í stórsjó og storm, sem stoðaði minna en — bæn. Hún heyrir opt illa sú heilaga sveit, sem hjálp skal til stórræða tjá. Hún heldur sig kannske í heiminum þar, sem harðviðrin minna þjá. En Þór er lijer hagvanur, þekkir vor jel og þykir hjer vel ganga flest. Hann brosir í kamp þegar bilar ei dug og berserki virðir hann mest. Þeir nyrðra — þeir hleypa’ í sig hörku og kjark og hræðast ei sjó eða jel; það ber þá við stundum þeir bíta á jaxl og bölva — og þá gengur vel. í guðs hús þeir auðmjúkir ganga — jú, rjett, og gjalda því lögboðinn skatt, og Mattías talar um trúleysi þar og — talar þar aldeilis satt. En svo þegar drengirnir sigla út fjörð og smámsaman fjarlægist grund, og hann „fellur“ við Hrólfssker, og fram undan sjer í freyðandi Grímseyjarsund, þá fer um þá eitthvað, sem afrekar það, að hver æð og hver taug verður stríð; það skyldara hólmgönguskjálftanum er en skýrn eða kvölmáltíð. Og svo þegar skúturnar leggja sig ljúft og iöðrar um bógana sjór, þá fara þeir síður með sálm eða bæn en sagnir og stökur um Þór. En minnst, þegar hákarlinn „handóður11 er, þeir hugsa’ um það andlega dót; þótt Matthías talaði’ um trúleysi þar, þeir tækju’ ei eptir því hót. Þá skyggnist hann Þór yfir skýjanna mön, hann skilur það ijóslega hjer, að það er ei bæn, heldur þrelc sem er með, — og þrekinu hlynntur hann er. Guðm, Magnússon. Ex umbra ad astra! Eptir Guðm. Guðmundsson. IV. Á danzleiknum. Jeg er orðinn þreyttur á að horfa á dansleikinn. Menn og kouur þjóta framhjá mjer um salinn, sveifla sjer, snúast eins og laufblað í hringiðu. Ljósin glampa á mjallhvíta kvennkjólana, fíiabeins- hálsana ,silkisvunturnar, gylltu skúfhólkana, hvíta kraga og hálsböndin með hnútunum, sem örðugt er að leysa. Það stirnir á svarta kjóla og frakka; •— hvítu hanzkarnir eru farnir að verða blakkari og mórauðir, farvegir svitalækjanna mynda hlykkj- óttar rákir á hálslíninu. Danslögin hljóma úr horninu á salnum og ým- ist eru menn á fleygiferð eða iíða áfram í þessum faðmlögum, sem vaninn hefur veitt óskyldum dansendum einkaleyfi til að bindast að ósekju í danssainum, en sem endranær mundi talið velsæm- isbrot. — Umhverfis dansendurna sitja karlar og konur á stólum út við veggina og tala saman, — ýmist brosandi eða hlæjandi; jeg heyri við og við ávæning af þessu marklitla hjali og ástæðulausu fagurmælum, sem menn stytta sjer stundir með, vekja undrun annara og aðdáun, — reyna að gjöra sjálfa sig og aðra ástfangna í sjer. Loptið er þrungið af uppgufun ilmvatnanua, svita- og vitagufu, — sem sumum finnst svo holl ogþægileg, af því að sá eða sú hafa andað henni frá sjer. — Hvítir vasaklútar og mislitir blævæng- ir blakta á víð og dreif og veita líkamanum þennan viðurkennda svala, en fela þó opt að baki sjer eldinn, sem hitar um hjartaræturnar og kveykt gæti jafnvel í púðri, rennvotu af tárum yfir rofn- um ástum og rifnum mótseðlum og valdið svo voðalegri sprengingu. Þarna eru ótal augu ýmist fest á einhverjum föstum miðpunkti, sem öll hugsun þess, er augað á, snýst um, eða eirðarlaust þjótandi frá manni til manns, leitandi að einhverju, sem enn er ó- fundið en optast finnst, ef vel er leitað. — Og i andlitsdráttunum lýsir sjer göfuglyndi, Ijettúð, sakleysi, keskni, ánægja, ólund — yflr því að „sitja yfir“ eða þá einhverju öðru, — þar má sjá flest það, er einkennir mennina, jafnvel huldir harmar gægjast þar út og geta ekki falið sig og dulið í dulargerfi gleðinnar. En þrátt fyrir allar þessar sundurleitu tilfinn- ingar og lyndiseinkunnir er það einkennilegast, að allir eru brosandi; — þarna er nefnilega sið- ferðileg skylda að brosa, — helzt brosa blítt, — samkvæmt siðfræði tízkunnar. Og jeg brosi líka, — brosi ósjálfrátt í kampinn að henni, tízkunni, sem drottnar yfir hugsun og hjörtum svo margra, hefur svo margar sálir á valdi sínu. — Enginn pólitískur flokksforingi, enginn vegbrjótur nýrrar stefnu hefur fengiðjafn- eindregið fylgi, — enginn einvaldur fengið menn til jafnskilyrðislausrar hlýðni við sig, — enginn trúboði snúið jafnmörgum hjörtum, ekkert skor- dýr tekið slikum myndbreytingum. — Menn eru á valdi hennar áður en þeir vita af. Já, jeg brosi að henni og er þó — nauðugur — viljugur á valdi hennar líka! En nú geng jeg út úr salnum, ínn i hlið- kiefa, og kveyki í vindli; — þar er jeg einn, þar er svalara. Og til þín hvarflar hugurinn; — til þín hvarfl- ar hann þaðan burtu frá glaumnum, gleðskapnum, hljóðfæraslættinum, hlátrinum, ilmþrungna löptinu og „englunum í danssalnum“. Samt eru hjer hvelfd brjóst og bjartir armar, eldfjörug augu og yndisþokki yfir margri mey. En hvað stoðar það? Jeg sje þær liða áfram, tvær og tvær, þrjár og þrjár, tala saman brosandi tengdum höndum, hug- ljúfar og hýrbrosa sem Karíturnar. En fyrir mjer eru þær annarlegar, erlendar verur, sem jeg að vísu dáist stundum að, en engin frekari áhrif hafa á mig og eru gleymdar áður en jeg hef misst sjónar á þeim. Þær hverfa aliar í skuggann þinn. Og nú kasta jeg mjer niður í legubekkinn með andlitið beint upp, sýg vindilinn og sendi ljósbláa smáhringi út iir mjer upp í loptið, og nú hef jeg þó ró, — frið í þjer, hugsuninni um þig, þó þú sjert fjarlæg. En dýpri mundi þó sá friður, ef jeg sæti hjá þjer, væri einn hjá þjer þegar allt er í kyrrð, og einkennilegi hljómbærinn á röddinni þinni titraði mjer í eyrum og ljeti hjartað mitt skjálfa, en töfrandi litblær af ljósinu á borðlampanum með rauðbleiku ljóshlífinni Ijeki sjer titrandi um and- litið þitt. -------------------------------------- ----------Jeg kafa, kafa djúpt niður í haf minna eigin hugsjóna, — jeg sveima þar fram og aptur og fálma eptir þjer, sæperlunni, hafmeyjunni, sem átt þar hallir þínar og óðul; — jeg gríp höndina þína og leiði þig, geng með þjer um ó- kunn sjónarsvið, grundir og dali. Jeg klifra þar með þjer um kletta og hæðir. Á fleygiferð erum við, eirðarlaust, hvíldarlaust, áfram, áfram......................................... ..........Jeg hef ekki tekið eptir því, að herbergið er orðið fullt umhverfis mig af þreyttu dansfólki, sem þarf hvíldar við. Jeg stend upp og geng út. Þættir um íslenzkar bókmenntir. III. Skáldakvæðin. (Framh.J. Það yrði hjer of langt mál, ef farið væri út í násvæmari lýsingu á fornkvæðunum, en gert hefur verið hjer á undan og eins, ef telja skyldi mörg af þeim skáldum frá fornöld, sem kunn eru. Þó skal stuttlega getið hjer nokkurra hinna allra helztu, og eru þau öll meira eða minna kunn úr fornsögunum. Egill Skallagrímsson er elztur íslenzkra skálda. Hann er fæddur á Borg á Mýrum og voru þeir feðgar miklir menn fyrir sjer og höðingjar í hjer- aði. Egli er svo lýst, að hann var jötunvaxinn, bverjum manni hærri, svíradigur og herðibreiður, brúnaþungur og mikiileitur; hárið þykkt og úlf- grátt, en varð snemma sköllóttur. Hann var af- burðamaður að afli og hreysti, forn í skapi og geð- stór, fjegjarn og ódæll viðfangs og víkingur hinn mesti. Egill fór snemma utan með Þórólfi bróður sinum og fór víða um lönd. Voru þeir um stund með Aðalsteini Englakonungi og gerðust land- varnarmenn hans. Þar fjell Þórólfur. Árið 929 kemur Egill út aptur og dvelur um tíma á Borg, en 933 fer hann enn utan og dvelur ytra 12 vet- ur; fór hann þá margar svaðilsfarir og átti víða sökótt. Eirikur konungur blóðöx gjörði hann út- lægan úr öllu Noregsríki og sat lcngi um líf hans, en Egill hafði drepið frændur og venzlamenn kon- ungs, og vildi ekki vægja fyrir konungi. Egill hafði góða stoð og athvarf þar sem var Arinbjörn vinur hans, ríkur höfðiugi norskur og handgenginn

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.