Ísland - 13.04.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 13.04.1899, Blaðsíða 2
26 ÍSLAND. „ÍSLA.3NTD kemur út annanhvorn sunnudag. Yerð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjöri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, ÞingholtSBtr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson eand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. láta ljós sitt skína þar meðal frumbyggjanna. ítal- ir eru sárgramir yfir þessum málalokum, því að þeir hafa ailt af gjört sjer vonir um Tripolis, en nú þykjast þeir sjá það fyrir, að Frakkar muni verða hlutskarpari þar, með því þeir eigi nú land allt norður að landmærum þess. Rússland og Finnland. Finnar hafa verið drottinholl þjóð og alla eigi óróagjarnir eða heimtufrekir um meira stjórnírelsi. Þeir hafa látið sjer nægja það, sem þeir höfðu, og líka vonað að mega halda því. Þessa kosti Finna hefur Rússastjórn ekki kunnað að meta, hennar mark og mið er að bæla allt og alla und- ir sig og drepa niður vilja allra annara, en berja það blákalt áfram, sem hinum tignu ráðherrum og czarnum(?) lízt. Slíkar eru og afleiðingar einveld- isins. En allir ljúka upp einum munni um það, hve meiningarlaus og óviðurkvæmileg þessi með- ferð á Finnum er; jafnvel Frakkar, sem þó allt at lafa aptan í Rússum, segja einnig hið sama. En Finnum eru allar bjargir bannaðar; þelr verða að láta sjer lynda alla þessa svívirðilegu meðferð, því að eigi mega þeir reisa rönd við harðstjórum sínum, en nærri má geta, hvernig þeim er innan brjósts. Þeir hafa borið traust sitt til keisara og vonað, að þeir hjá honum fengju rjettingu mála sinna. Sömdu þeir því ávarp til hans og báðu hann líknar. Dndir ávarpið rituðu yfir Va nailj. manna og voru 500 Finnar sendir með það á fund keisara. Var það hin önnur sendiför til keisara. En er til Pjetursborgar kom, fengu sendimenn þau svör frá keisara: Keisarinn sinnir engum bænar- skrám nema því að eins, að þær komi gegnum hendur landstjórans; farið því þegar heim aptur, ella verðið þið fluttir þangað. Það var eigi ann- að fyrir þá að gjöra en hlýða. Hermenn eru á hverju strái á Finnlandi til að gæta orða og verka Finna, og reyna að flnna góðan höggstað á þeim, til þess dagiega að geta klekkt á þeim, en Finn- ar eru hyggnari og gæta sín. Á dánardægri Al- exanders H. safnaðlst múgur og margmenni að líkneskju hans i Helsingfors og lögðu þar kransa svo hundruðum skipti, sungu ættjarðarsöngva sína o. s. frv., en allt fór fram með mestu spekt, en sárri gremju yfir því yfirstaudandi, um leið og þeir heiðruðu minningu stjórnaranda þess, er þeir áttu svo margt og mikið að þakka. Allar gjörðir Rússa viðvíkjandi Finnum eru í þá áttina, að brjóta niður landsrjettindi þeirra og þar með f'ótum troða lög og rjett. Þetta gjörir friðarhöfðinginn eða stjórn hans, um sama leyti og hún tekur á sig mannúðargerfi og þykist af heilum hug vilja út- rýma skotvopnum og bryndrekum, og fer um það mörgum fögrum orðum, en viðkunnanlegra væri þá, að hún um sama leyti beitti ekki ómannúð- legri vopnum, og færi ekki ver með trúlynda þegna sína en grimmustu fjandmenn. En annars sýnir þetta Ijósiega, að annaðhvort er friðarboðið blátt áfram hugsæisflan, sem er næsta litilsvirði, eða á að vera dyplomatiskt bragð, sem jþó hefur misheppnazt. Hungursneyð mjög mikil er nú á Rússlandi, sagt jafnvel meiri en 1861—92. Stjórnin hefur eitthvað verið að káka við að hjálpa þessum hung- ruðu veslingum, en enn sem komið er er það kák, þó verja eigi til þess 35 milj. rúblna, því að það segir ekkert meðal svo margra. Hungursneyð og kúgun eru fylgikonur Rússa. Óeirðir hafa verið meðal rússneskra stúdenta. Spánn. Ráðaneytisforsetinn nýi á Spáni heitir Silvela; hann er rammasti apurhaldsseggur, vill meira að segja helzt í öllum efnum koma á því fyrirkomu- lagi, sem var á miðöldunum. Hann er alveg á bandi Jesúíta, og er þá ekki áverravon. Silvela er einnig utanríkismálaráðherra, en hermálaráð- gjafinn heitir Polavieja og er jafnmlkill framfara- maður og hinn fyrnefndi. Á þingi var þessu ráða- neyti heldur ekki vel fagnað; þingið (Cortes) hefur samþykkt friðarsamninginn og reit drottningin undir hann 17. marz. Mál hefur verið höfðað gegn ýmsum hershöfðingjum, er tóku þátt í ófriða- um. En illar horfur eru innanlands. Frá Bandamönnum og ófriðnum. Frá ófriðnum eru engin stórtíðindi að segja. Orustur eru allt af við og við, þó eigi stórar að jafnaði; eyjaskeggjar fara ávallt halloka og mann- fall mikið í liði þeirra, en lítið fellur af Banda- mönnum. Segja síðustu fregnir, að uppreistar- menn sjeu að þrotum komnir. í New-York brann stórt veitingahús; biðu af því 53 menn bana, en margir melddust. Nokkrar róstur hafa orðið í Havana, en lög- reglunni hefur tekizt að bæla þær niður. Margir voru teknir og settir í varðhald. Danmörk. Ríkisdeginum var slitið 29. f. m. eptir að fjár- lögin höfðu verið samþykkt. Hins vegar hefur þingið neitað að veita fje það, er ráðgjafarnir tóku í sumar til víggirðinganna, og bíður það mál nú þangað til ríkisreiknlngarnir verða lagðir fyrir þingið, og verður þá skorið úr, hvort þá skuli á- kæra fyrir fjártöku þessa. Annars hefur gengið í miklu þófi á þessu þingi; ráðaneytið hefur sem sje engan fylgisflokk á þingi'; eitt skipti var það í fólksþinginu, er Bardenfleth innanríkisráðherra fjekk.vantraustsyfirlýsing þingsins — og var það ekki nýnæmi fyrlr hann — að einungis eitt at- kvæði fjell honum í vil, en það var Olsen þingm. Færeyinga. Landsþingið, þar sem hægri menn eru í stórum meiri hluta, hefur heldur ekki verið fylgispakt ráðgjöfunum. Það endaði t. d. með þvf, að gefa innanríkisráðherranum vantraustsvottun síðasta daginn. Og munu margir hægri menn nú á þeirri skoðun, að heppilegt væri, að vinstra ráðaneyti kæmist að, þvi að þeim er kennt um allt, er illa þykir fara hjá þessu ráðaneyti, en vilja ekki styðja það að málum, og allt af minnkar flokkur þeirra við hverjar kosningar, og núna við borgarstjórnarkosningarnar hjer í Höfn í f. m. sáu þeir sjer ekki fært að ’mæla fram með nokkrum úr sínum flokki, og voru vinstri menn og sósíal- istar því kosnlr án nokkurrar mótspyrnu. Eru öll líkindi til, að þetta ráðaneyti geti ekki lengi haldið völdum úr þvf sem komið er, og ólíkt, þó að einhver færi úr, að þeir fái nokkurn atkvæða- mann til að skipa sæti hans. Þó hafa nokkur mikilvæg lög verið afgreidd frá þlnglnu, þrátt fyrir skærurnar milli ráðgjafa ogþingmanna. Þar á meðal lög um fjárráð giptra kvenna, þar sem konum eru gefin meiri fjárráð í hendur og gjörðar myndugar, og er það fyrirkomulag víst líkt því og fyrir skömmu er komið á i Noregi; hafði Rump dómsmálaráðherra fengið þá próf. Deuntzer og fyrv. ráðgjafa Nellemann til þess að semja frum- varpið fyrir sig, og var það samþykkt óbreytt á þinginu, og er það talin góð rjettarbót. Einnig voru samþykkt alþýðuskólalög í frjálslega átt, og munu þau heldur rýra vald klerkanna í þeim málum. í fjárlögunum er veitt fje til að senda herskipið „Fyen“ austur til Siam, Japan og Kína með Valdemar prinz, og á það að vera til að auka verzlun Dana þar eystra, en ekki að ná í landskika, eins og blöð Þjóðverja hafa brugðið þeim um. Prinz er fæddur, konungsefni, sonur erfðaprinz- ins; óskírður enn. í hæstarjetti er fallinn dómur í málinu gegn Hansen eimreiðarstjóra, er stýrði lestinni, er slys- inu mikla olli vlð Gentofte í hitt eð fyrra. Hann er dæmdur í 6 mánaða fangelsi og málskostnað, því aðsvo er álitið, sem slysið hafl orsakazt með- fram af gáleysi hans. Frá Samúaeyjum. Þar hafa verið róstur nú um nokkurn tíma út úr stjórnandaskiptum; hafa Þjóðverjar staðið þar andvígir gegn Bretum og Bandamönnum í N.-Ameríku, og nú hefur nýlega verið skotið á höfuðstaðinn og þjóðverski konsúll- inn orðið að flýja á skip Þjóðverja. Kenna þeir Bandamönnum um þetta. Talið er víst að þeir jafni það á friðsamlegan hátt. Frá Andrée. Flugufregnir hafa komið austan úr Síberíu um, að Tungusarnir hafi fundið loptfar og þrjú lík hjá. Var þetta seinna borið til baka og festu engir trúnað á það. En Ljalin veiði- maður, er Tungusarnir áttu að hafa sagt þetta, reit skömmu síðar grein í Pjetursborgar-blað eitt og skýrði frá málavöxtum, og kvað öll líkindi til, að frásögn Tungusa væri sönn. Vakti þotta þá eptirtekt á ný, og hafa Svíar sent Martin, að- stoðarmann við sagnfræðissafnið í Stokkhólmi, austur í Síberíu til að fá sannar fregnir um þetta. Þó telja fróðir menn þetta lítttrúanlegar fregnir. — Nathorst jarðfræðingur ætlar í sumar til Austur- Grænlands i Andrée-Ieit, og er því Daniel Bruun lautinant hættur við för sína þangað. Athugasemd. Það er beldur en ekki gorgeir í Ísafoldar-Birni 5. april þ. á. af því að Þorleifi í Sólheimum tókst að merja valtýzkuna í gegn á þingmálafundi að Blönduósi 11. marz þ. á. En til þess nú að sýna, að sigur þessi sje ekki eins glæsilegur og í fyrstu kann að virðast, bið jeg yður, hr. ritstjóri, að Ijá rúm í blaði yðar eptirfylgjandi brjefkafla, er merk- ur maður skrifar mjer að norðan um fund þenna 20. marz: „Hjer var haldinn pólitízkur fundur 11. marz. Þorleifur í Sólheimum smalaði Svíndælum saman og rak þá í halarófu niður á ós og hafði klerk- inn í broddi fylkingar, því að raikils þótti hon- um við þurfa. Ver gekk Birni í Grimstungu smala- mennskan, þrátt fyrir „aðsenda brjefið", er hann las upp á pöntunarfjelagsfundi í vetur. Árni nokkur á Geitaskarði var gjörður fundarstjóri, en Auðkúluklerkurinn tók að sjer varaforsetaem- bættið(!) og má af þessu ráða, að Svíndælir og Langdælir hafi þðtzt ráða mestu og gegnir það furðu, að Þorleifi skyldi takast að gjöra þá svo pólitíska, að þeir greiddu atkvæði. Fundurinn kom flatt upp á vestursýslubúa, en þeir eru sjálf- stæðari í skoðunum ea Þorleifs Svíndælir, og hafa þeir vanalega mátt sín mest á þingmálafundum og svo hygg jeg að enn verði, er til skarar skríður. Umræður urðu nokkrar um stjórnarskrármálið. Þingmennirnir’ reru á bæði borð með Valtý og höfðu sem háseta þá Árna bónda á Geitaskarði og Stefán Svíndælaprest, og voru það handhæg verkfæri, og fleiri. Sjera Bjarni Pálsson talaði skörulega á móti og hinn ungi sýslumaður vor, er mæltist vel, og þykir mjer það vel, að Hún- vetníngar hafa yfirvald sitt í broddi hinna frjáls- lyndu manna. Auk þess töluðu á móti valtýzk- unni, Júlíus læknir Halldórsson, Jósafat hrepp- stjóri Jónatansson og Árni Árnason á Spákonu- felli. Atkvæðagreiðslan fór fram á undarlegan og einkennilegan hátt, hvernig svo sem á því hefur staðið. Er hjer almenn óánægja yfir fundi þessum“. „Það er Iítið, sem" hundstungan flnnur ekki“, má segja um framkomu „ísaf.“ í þessu efni, þar sem hún getur í hvoruga löppina stigið af monti út af fundi þessum. Trauðla skal jeg trúa því, eptir þeirri kynningu, er jeg hef af Húnvetningum, að „ísafold“ verði eins hróðug yfir úrslitum stjórn- arskrármálslns, þegar þeir halda þingmálafund í vor. Gamall Húnvetningur. Islenzk búfræði. i. Því hefur verið haldið fram, að námsbækurnar við búnaðarskólana ættu að vera skráðar á íslenzku, annaðhvort þýddar eða þá öllu heldur frumsamdar. Það hefur verið ritað um þetta, og um tíma var það eitt af áhugamálum sýslunefndarinnar í ísafjarðarsýslu, að fá dönskuna útilokaða frá bún-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.