Ísland - 13.04.1899, Blaðsíða 4

Ísland - 13.04.1899, Blaðsíða 4
28 ISLAN'D, um. Kóngur gaf honum þá líf, en Ástríður gaf honum flngurgull. Kvæðið um konung heitir höf- uðlausn, og er mikið af því tii, en mansöngurinn er glataður. Óttar var og með Knúti ríka og orti um hann. Sighvatur Þórðarson er fæddur 997 og fóstrað- ur upp á Apavatni í Grímsnesi, en faðir hans dvaldi erlendis með norskum höfðingjum. Sighvat- ur fer utan 18 ára gamall 1015 og til hirðar Ólafs helga. Þar var þá faðír hans. Vegur hans hefst, eins og títt var með því að hann flytur konungi kvæði; komst hann þegar í mikla kær- leika hjá Ölafl konungi og skjótt til hinna æðstu metorða. Hann varð trúnaðarmaður konungs og ráðanautur. Sighvatur var enginn vígamaður, en spakur að viti, forsjáll og kurteis. Ólafur gjörði hana að stallara sínum, en það var æðsta staða við hirðina. 1018 fór hann sem trúnaðarmaður Ólafs konungs á fund Röghvalds jarls í Vestur- Gautlandi, og varð hann miðill þess, að Ólafur konungur fjekk Ástríðar, dóttur Svíakonungs. Um þá för orti Sighvatur austurfararvísur; er það langur flokkur. Sighvatur giptist og setti bu í Þrándheimi, en var þó löngum með konungi. Hann valdi nafn syni konungs og kallaði Magnús eptir Karla-Magn- úsi eða Karli mikla, er hann kvað verið hafa mestan mann í kristnum síð. Aðra för fór Sig- hvatur til Englands og Frakklands. Hitti hann þá Knut ríka og neitaði að gjörast hans maður og flntti honum eigi kvæði, því hann vissi að Ó- lafi konungi mundi mislíka það. Uœ þá ferð kvað hann vesturfararvísur. Árið 1029 fór hann pílagrímsför til Rómaborgar og kom ekki þaðan fyr en eptir fall Ólafs. Þá er Magnús sonur Ó- lafs kom til ríkis, var Sighvatur ráðsmaður hans og honum jafntryggur^sem áður föður hans. Magn- ús þótti fara ver með ráði sínu í fyrstu en menn höfðu vænt eptir og lá við uppreist í landinu. Var þá Sighvatur fenginn til að vanda um við hann og orti þá Bersöglisvísur; segir hann þar konungi til syndanna með hógværð en fullri alvöru. Magnús ljet skipast og var upp frá því allt annar maður. Aðsent að sunnan. Þær eru upp og niður viðtökurnar, sem vínsölu- bannið fær hjer syðra. Mörgum þykir ískyggilegt aðpanta má vín eins eptir sem áður og halda að menn muni þá slá sjer saman, t. d. 10—20 um eina eða tvær tunnur og kaupa í fjelagi. En svo má aptur gefa svo mikið sem vera vill og taka við gjöfum aptur í staðinn, þótt það ekki i orði kveðnu heiti sala. Sumir vilja ekki hækkaðan toll á tóbaki. Jeg vil annars stinga upp á því, að banna allt nema snjó, vatn og vind. Það er líklega ekki gott að hamla fólki frá að ná í það. Jeg vil banna að skamta nema 1—2 merkur af rúggraut í mál og 1 pd. af margarinsmjöri til mánaðarins, 365 kafflbaunir handa manninum um árið og 365 lóð af sykri og 200 lóð af kaffirót. Þetta vil jeg að sje lögákveðið handa manninum um árið. Jeg vil banna að kveykja ljós nema 1—2 kl.tíma á sólarhring allt árið nm kring. Jeg vil banna mönnum að ganga upprjettir og áfram, heldur fari menn að ganga á fjórum fótum og aptur á bak að minnsta kosti vissa tíma ársins til ný breytni. Það er annars makalaust iagamas sem verða á hjer á landi. Allt á að vinna með lagaboðum. Þetta er haft á frelsi manna. Jeg er templar, en jeg er alveg á móti þessu vínsölubanni þeirra þarna í Reykjavík. Botnvörpuskipaútveg ætlar Jón kaupm. Vídalín að setja hjer á fót í sumar í fjelagi við norskan mann, Mundal að nafni. Hr. Mundal hefur verið hjer uppi í vor til að litast um, hvar heppilegast mundi fyrir fjelagið að hafa aðalbækistöð sína. Leizt honum bezt á sig á Kleppi; þar á Reykjavík land og hefur bæjarstjórBÍn leyft það. Er svo í ráði, að þar verði byggðar bryggjur og reist hús með öllum útbúnaði til fiskverkunar í stórum stýl. Þrem gufu- skipum á að halda ut í sumar og eitt á vera í förum til Englands og flytja aflann. í sumar, eða meðan verið er að koma upp húsunum á Kleppi verður útgerðin rekin af Akranesi og hefur Mr. Mundal leigt þar hús þau, sem Thor Jensen áður verzlaði í. — Enskur maður, Mr. Ward, ætlar einnig að reka hjeðan flskiútgjörð í stórum stíl í sumar, úr Hafnarfirði. Hann hefur þegar leigt þar stórt svæði, sem hann ætlar til að þurka á fisk og er nú inn- an skamms von á gufuskipi, sem á að reka veið- ina. Fyrir því á að verða íslenzkur skipstjóri, Guðm. Kristjánsson frá Reykjavík. — Þilskipaafli hefur verið fremur lítill í vor, mest vegna stormviðra. Á opnum skipum hefur lengstum verið góður afli á Eyrarbakka og sunn- an við Reykjanesið, en minni hjer inni í flóanum. — „Thyra" fór hjeðan 4. þ. m. norður um Iand. Með henni fór fyrv. sýslumaður Ben. Sveinsson til útlanda. — 28. f. m. fórst i lendingu skip frá Gerðum í Garði með 9 mönnum og drukknuðu 5: Nikulás Eiríksson form. frá Gerðum, Benedikt Magnússon og Guðmundur, bændur úr Garðinum, Gísli Gísla- son frá Kiðafeili í Kjós og Þorkell Sigurðsson, ættaður ofan af Mýrum. — Hval rak nýlega á Melrakkanesi í Álptafirði eystra. — Próf við háskólann hafa þessir íslendingar tekið nýlega: Sigurður Pjetursson frá Ánanaust- um í Reykjavík í mannvirkjafræði með 1. eink. — Jón Þorkelsson frá ReynivöIIum og Magnús Arn- bjarnarson frá Selfossi fyrri hluta lagaprófs, báðir með 1. eink. Aage Schierbeck próf í læknisfræði með 2. eink. og Jón Proppé úr Hafnarflrði heim- spekispróf með 1. eink. — Læknisembættið í Vestur-Skaptafellssýslu er veitt Friðjóni Jenssyni ankalækni á Mýrum. — Lausn frá embætti er veitt Tómasi lækni Helgasyni á Patreksfirði frá 30. þ. m. — Það reyndist röng fregn, sem áður hefur staðið hjer í blaðinu, að sjera Geir Sæmundsson væri kosinn prestur á Hofi í Vopnafirði. Sjera Sig- urður Sivertssen á Útskálum hreppti kosninguna með 2. atkv. mun'; hafði 62 atkv., en sjera Geir 60. Hafði Kosningarbarattan verið harðsótt á báð- ar hliðar. — Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýsiu, Franz Siemsen, hefur sótt um lausn frá embætti. — Trúlofuð eru Einar Benediktsson málaflutn- ingsmaður og fröken Valgerður Zoega, dóttir Ein- ars Zoega hotelverts í Reykjavík. — Það var sagt hjer í síðasta blaði, að dreng- ur sá, sem um er getið, að orðið hafl fyrir meiðsl- um undir bjálkastafla við uppskipun úr „Lauru", hafi dáið, Fregnin var sögð svo rjett eptir að slisið vildi til, en drengurinu náði sjer aptur eptir nokkra daga og, er nú albata. — Snemma í fyrra mánuði brann hús sjera Árna Björnssonar á Sauðárkróki. Eldurinn kom upp á næturþeli. í öðrum enda hússins var verzlun Jð- hannesar kaupm. Stefánssonar og brann þar tölu- vert af vörum. Húsið var vátryggt fyrir 500 kr. — Varðskipið „Heimdallur" kom hingað 27. f. m. og hefur haft mikið að starfa síðan, náð alls 5 botnverpingum. Tvo hafði hann með sjer um leið og hann kom hingað fyrst og hafði tekið þá í Miðnessjó. Annað skipið var hlaðið af fiski og albúið til heimferðar. Skipin fengu hvort um sig 1000 kr. sekt, en afli og veiðarfæri gjört upptækt, alls 4 vörpur, en sagt að aflinn úr öðru skipinu hafi verið 500 pd. virði, og var hann seldur hjer á uppboði. Botnvörpurnar eru nfl ekki skornar sundur og eyðilagðar, eins og áður hefur verið venja, heldur geymdar og mun vera ætlunin að selja þær síðan innlendum botnvörpuveiðurum í í sumar, enda virðist það ólíku skynsamlegra en hitt. Á flmmtudaginn kom „Heimdallur" enn með 2 ensk fiskiskip, lóðarskip, sem hann tók skammt undan Reykjanesi. Voru þau sektuð um 18 pd., eða 324 kr., hvert. Enn kom „Heimdallur" með brotlegan botnverping á sunnudagskvöldið. Var hann sektaður um rúmar 1000 kr., en afli og veiðarfæri upptækt. — 14. f. m. andaðist að Akranesi Jón Mýrdal skáldsagnahöfundur, hálfáttræður. — Þóroddstaðarprestakall í Köldukinn er veitt samkvæmt kosningu safnaðarins sjera Sigtryggi Guðlaugssyni, sem nfl er settur prestur á Sval- barði í Þistilfirði. Til að sýna, hversu geðþekkar skammargreinir „ísafoldar" muni kaupendunum, mörgum hverjum, sitjum vjer hjer kafla úr einu brjefl, sem nýlega er skifað hingað utan af landínu: „Ekki furðar mig á því þótt B. M. Ó. hafi þótt grein „ísafoldar" um stúdentafundinn ósvífin. Hún er viðbjóðsleg, og B. M. Ó. svarar henni stillilega; en „ísaf." bætir ekki úr með svari sínu aftur..". — Nfl eru strandferðabátarnir komnir; kom „Skál- holt" í fyrri nótt og hafði farið frá Khöfn 5. þ. m. og beina leið hingað. „Hólar" fóru frá Khöfn 2. þ. m. og komu við í Englandi; þeir komu hing- að um miðjan dag í gær. Með „Skálholti" voru nokkrir farþegar, þar á meðal Möller kaupm. á Blönduósi, Thorsteinsson kaupm. á Bíldudal, Jón Proppé stúdent úr Hafnarfirði. Með „Hólum" var Jón kaupm. Þórðarson. — Franska spítalaskipið „St. Paul", sem fyrir tveim árum rak upp hjer við Rvík, er nú sagt strandað fyrir Meðallandi. Menn allir björguðust. — í sýslunum austanfjalls eru enn sögð snjó- þyngsli og harðindi; sumstaðar orðið tæpt með hey. — Það er haldið að bankaþjófurinn borgfirzki, Stefán Valdason, muni strokinn. Hann átti að sendast suður hingað með gufuskipinu „Mors" frá Borgarnesi nú fyrir helgina sem leið, en kom ekki. Það er sagt að sama daginn, sem maðurinn átti að sendast suður, hitti Akurnesingur mann íslenzk- an flti um borð í botnverpingi og var maðurinn þar einn á bát. Hann vildi fá að dvelja þar um borð, en botnverpingar vildu ekki taka við hon- um. Maðurinn vildi ekki segja AkurAesingnnm til nafns síns. Er haldið að þetta hafi verið Ste- fán Valdason og hafl hann þá leitað fyrir sjer um viðtöku hjá fleiri botnverpingum, sem hjer voru þann dag inniíflóanum og annaðhvort verið veitt víðtaka af einhverjum þeirra, eða hann farist í því ferðalagi. Síðan hefur frjetzt, að hann hafl lent kænu sinni hjer skammt fyrir innan Rvík, hjá Fúlutjörn. Kom þar maður á næturþeli, vakti bónda upp og bað hann að hjálpa sjer til að bjarga skipi sínu frá sjó og gerði bóndi það, en maðurinn var einn á skipi og bæði votur og hrakinn. Ekkert vildi hann segja, hvernig á ferðum sínum stæði, en beið þó eptir kaffi um nóttina á Fúlutjörn. Hann bað að gæta skipsins til hádegis næsta dag og Ijest þá mundi vitja þess, en hefur ekki sjest þar síðan. Á bátinn er skorið nafnið „Ásgeir", og segja menn hann muni vera eign Ásgeirs Eyþórssonar íKóra- nesi, húsbónda Stefáns. Frjest hefur að Stefán hafi sem snöggvast komið í hús eitt í Hafnarfirði daginn eptir að hann kom að Fúlutjörn, og eru það síðustu spurnir, sem menn hafa af ferðum hans. — „Um valtýskuna" heitir bæklingur, sem ný- kominn er út eptir fyrv. sýslumann Ben. Sveins- son, og er svar til Valtýs Guðmundssonar upp á grein hans um stjórnarskrármálið í Eimreiðinni síðnstu. — Dannebrogsmenn eru orðnir: Hallgrímur Jóns- son i Guðrúnarkoti á Akranesi, Brynjóifur Jóns- son á Minna-Núpi og Sighvatur Árnason alþm. í Eyvindarholti. H©rl3©rSÍ handa einhleypum ósk- ast til leigu frá næstu mánaðamótum. ¦y£Lrfr«-33LllS.Í lítið slitinn fæst fyrir gott verð. Ritstj. vísar á. C3Hftiixs«-ls.ort mikið flrval Þingholtsstræti 4=-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.