Ísland - 30.04.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 30.04.1899, Blaðsíða 1
ISLAND. 2. ársfj. Reykjavík, 30. apríl 1899. 8. tðlubl. — Um Goðdali eru þeir í kjöri sjera Brynjólfur Jónsson á Ólafsvöllum og sjera Havsteinn Pjeturs- son í Winnipeg. — „Lýsing“ heitir nýtt mánaðarrit, sem sjera Magnús Skaptason í Winnipeg er farinn að gefa út og er það málgagn Únítara. — Ársrit garðyrkjufjelagsins er komið og í því ýmsar fróðlegar smágreinir eptir Árna Thorstein- son, Einar Helgason o. fl. — Fyrsta heptið af „Nýju Öldinni“ í timarits- formi er nú komið út og er 70 bls. og kostar á- skrifendar 65 au., en í iausasölu 75 au. Aðal- greinín í því er fyrirlestur sá, sem Jón Ólafsson flutti hjer nýlega um: Dýrasegulmagn, dáleiðslu og andatrú; þá eru þar hugleiðingar um íslenzk- ar bókmenntir og ýmsar nýjar bækur og nokkrar þýddar greinar. Heptið er fremur gott. Ekki minnist „ísafold41 með einu orði á þetta í ýja tímarit og sýuir það, þó í litlu sje, eins og margt annað, lubbaskap Björns. — „Laura“ kom hingað frá Útlöndum 25. þ. m. Með henni komu kaupmennirnir: Björn Kristjáns- son, W.Ó.Breiðfjörð, Friðrik Jónsson, Ditl. Thom- sen, Ólafur Árnason frá Stokkseyri; K istján Jón- asarson agent, ungfrú Þórdís Helgadóttir o. fl. — Með „Lrura“ kom upp hiugað lík kaupm. H. Th. A. Thomsens og var jarðsett hjer á fimtu- daginn. — Fregnirnar, sem borizt hafa um hafís við Vesturland og Norðurland eru ósannar; nýjustu fregnir segja íslaust kring um allt land. — Botnverping tók Heimdallur enn í landhelgi 22. þ. m., og fjekk hann sörnu sekt og venja er til 1008 kr., auk þess sem veiðarfæri og afli var gert upptækt. — Jón kaupm. Vídalín hefur nú keypt verzl- unarhús Knudzons verzlunar í Hafnarflrði. Hann ætlar að hafa þar í firðinum aðalbækistöð sína með botnvörpuútveginn, sem byrja á í næsta mán- uði. Höfuðstóllinn, sem byrjað er með, kvað vera 600,000 kr. og skip 6. — Kosning á konungkjörnum þingmönnum til næstu sex ára hefur nú farið fram og eru 4 hin- ir fyrri endurkosnir: Hallgrímur biskup, Árni iandfógeti, Kristján yfirdómari og sjera Þorkell á Reynivöllum, en tveimur var hafnað, þeim Svein- björnsson háyflrdómara og Hjaltalín á Möðruvöll- um, sem báðir voru móti Valtýskunni, og eru teknir í þeirra stað: Júl. Havsteen amtmaður og J. Jónassen landlæknir. — Sighvatur Árnason alþm. Rangvellinga hefur lagt niður þingmennsku; þrír eru nefndir, sem bjóða muni sig fram í stað hans: Magnús Torfa- son sýslumaður, sjera Eggert Pálsson og Eyjólfur bóndi í Hvammi. — Hvervetna að af landinu eru sögð mestu harð- indi, heyleysi mjög víða og yflrvofandi gripafellir. Á sumum bæjum í Húnavatnssýslu er sagt að bændur væru farnir að skera fje sitt vegna bjarg- arskorts. — Gand. theol. Haraldur Níelsson, sem nú er að endurskoða íslenzku biblíuþýðinguna, siglir með „Lauru“ á mánudaginn til Þýzkalands. Hann hef- ur fengið styrk af dönskum sjóði til að nema he- bresku og ætlar að dvelja árlangt á Þýzkalandi. — Sigurður Thoroddsen ingeniör hefur keypt baðáhöidin, sem notuð hafa verið síðan baðhúsið var stofnað hjer í bænum, og ætlar að setja upp nýtt baðhús suður með tjörninni austanmegin; er byrjað þar á byggingunni og eiga böðin að verða fullgerð í næsta mánuði. — Afli hefur verið svo mikill undanfarandi í Vestmannaeyjum, að menn muna ekki annan eins. — Lítinn gufubát hefur Björn Kristjánsson keypt fyrir Boiloaou barón, og á hann að notast til að draga flutningaskip ofan úr Hvítá og hingað suður. — Dáinn er hjer í bænum skipstjóri Jón Þórð- arson (frá Gróttu). íslenzk búfræði. ii. Fyrir nokkuð mörgum árum (12 eða 13) ljet skólastjóri Jósep Björnsson rannsaka hey efna- fræðislega, og kom það í Ijós, að heyið var mik- ið gott. Þegar hann svo birti þessa rannsókn fyrir almenningi, gerðu menn gaman að henni, og kölluðu töðuna á Hólum „korngæfa11, og svo var því ekki geflnn frekari gaumur. Þegar inspektör Feiíberg var hjer seinast, tók hann með sjer til Hafnar bæði hey, (töðu og engjahey), jökuivatn, mold o. s. frv. og ljet rannsaka það efnafræðislega. Rannsóknin sýndi, að heyið stóð ekki á baki dönsku heyi, en var að sumu leyti betra\ vatnið var frjóefnaríkt og miklu auðugra af sumum mik- ils varðandi efnum, heldur en gerist um vatn í ám í Danmöku. Sjerstaklega var vatnið ríkt af kalí og fosforsýru, og hafði einnig í sjer töluvert af kalki. Þessa rannsókn ljet hann gera fyrir sína peninga, og án minnsta tilhlutunar frá því opinbera á íslandi. En hvernig var svo þessu tekið. Það var ekki minnzt á það svo teljandi sje, og svo virðist, sem mönnum flnnist ekkert um þetta frekar en það væri „hjegóminn einber11. Þó nú þessar rannsóknir hafl eigi stórvægilega þýðingu, verklega þýðingu, sem ekki er heldur að vænta, eins og nú á stendur, þá eru þær all þýðingarmik- il bending til vor um, að vjer eigum fólgna fjár- sjóðu, sem vert er veita athygli. Það dettur víst engnm í hug að segja, að með þessum rannsókn- um sje þegar mynduð íslenzk vísindaleg búfræði, en þær benda á, og hvetja til þess, að gera meira en gert hefur verið í þá átt. Jeg hef nefnt þessi tvö dæmi til að sýna, að með þeim er unúturinn ekki leystur; en að þau þó bendi á, að náttúra íslands er ekki svo snauð eða fátæk, ef henni að eins væri sómi sýndur, og að það mundi borga sig að rannsaka ýmislegt betur, en gert hefur verið. Það þarf enginn að írnynda sjer, að íslenzk búfræði rísi upp af sjálfri sjer. Nei, það skeður aldrei. Til þess að skapa hana, þarf að gera ótal tilraunir og rannsóknir á ýmsan hátt og með ýmsu móti. En enn þá er svo að segja allt órannsakað. Þann- ig er það t. d. með búpeninginn, fóðurgiösin, á- burðinn, mjólkina, skógana o. s. frv. Um bú- peninginn vita menn fátt, sem verulega verður byggt á, hvorki um kyn eða ólíkt kyn eiginlegleika. Hestaræktin er i því aumasta niðurlægingará- standi, og ekkert gert, eða lítið, fyrir hana eða henni til bóta. Jeg tel ekki þessar kynbótatil- raunir, sem í sumum sýslum landsins hafa gert vart við sig. Þær eru víst naumast til öðruvísi en á pappírnum. Hið opinbera skiptir sjer ekki af neinu þess konar, hvorki þingið eða landsstjórnin, svo teljandi sje. — Líkt er að segja um nautpen- ings og fjárræktina, sem hestaræktina. Það er víst enginn, sem getur t. d. sagt um það með vissu, hvort það er eitt og sama fjárkyn yflr allt landið, eitt og sama nautgripakyn („raceu), o. s. frv. Jafnvel þó svo hafi verið fyrir 1000 árum, þá er svo langt frá, að það sje sönnun fyrir því, að svo sje þann dag í dag. Þó ísland sje ekki stórt, þá er þó töluverður munur á veðuráttu, jarðvegi og s. frv. á ýmsum stöðum, sem hefur hlotið að hafa nokkur áhrif á skepnurnar, og gefið þeim mis- munandi útlit, frábrugðið hvað öðru. Þess utan hefur meðferðin verið allólík, einkum í seinni tíð; hjálpar það mikið tii að breyta útliti og eiginleg- leikum skepnanna. Það þarf heldur ekki annað en bera saman t. d. fje úr Þingeyjarsýsiu og Rangárvallasýslu, eða þá fje af Vesturlandinu, til að sjá og sannfærast um, að mismunurinn er stór. Jeg skal eigi fara lengra út í þetta efni hjer, en vildi að eins benda á, að þetta er allt órannsak- að, og þarf að rannsakast. Hvað nautpeninginn suertir, þá má ef til vill segja likt um hann. Eitt er víst, að þeir eru fáir, sem vita nokkuð með vissu um afnot hans, t. d. kvað kýrnar mjólka mikið yfir árið, hvað þær gefa mikið smjör o. s. frv. Hvergi munu vera betri kýr til jafnaðar en í Þing- eyjarsýslu; en sem sagt, þá er þetta á reiki og enginn hefur neitt fast til að byggja á. Hvað á- burðinn snertir, þá gildir hið sama um hann. Eins er það með jarðveginn; menn vita lítið um samsetning hans, eða hvaða efni (áburðarefni) hann er fátækastur af, o. s. frv. Um skógana er svipað að segja, en nú eru þegar byrjaðar rann- sóknir þeim viðvíkjandi, og er væntandi, að þeim haldi áframa. Með plönturækt og aðrar gróðrar- tilraunir hefur fátt verið gert; en þar er stórt verkefni fyrir hendi. Það er einu sinni ekki reynt, svo hægt sje að treysta, að sá grasfrœi; en það er þó eitt af því, sem hvað mest ríður á, að fá rannsak ð með tilraunum, og það sem fyrst. Menn vita heldur ekki, hverjar fóðurgrasa tegundir geta þrifizt hjá oss, og hverjar ekki, og þarf að gera tilrsunir með það, og því betra, því fyr það er gert. Um almenna engjarækt, vatnsveitingar og fleira vita menn að vísu nokkuð, en fátt þó svo, að á því verði byggt, sem reynslusannleika. Þar er enn margt að læra og margt að rannsaka á einn og annan hátt. Það hefur stundum verið sagt, að landbúnaður- inn væri óskabarn þingsins, en jeg fæ ekki sjeð, að það sje rjett ályktað. Það verður eigi annað sagt, en að hann hafl fengið að sigla sinn eiginn sjó til þessa, án verulegs styrks. Eu það litla, sem þingið hefur miðlað honum, svo sem styrkn- um til búnaðarfjelaganna og búnaðarskólanna, þá er þetta fje tíðast veitt án þess, að um leið sje höfð nægileg umsjón með því, hvernig það er not- að. Það er ekki nóg að veita styrkinn og semja „reglur“ fyrir notkun hans, en láta svo allt af- skiptalaust um framkvæmdirnar. Það verður jafn- hliða að hafa nákvæmt eptirlit, hvernig fjeð er notað, og sjá um, að það sje notað samkvæmt til- ganginum, sem hafður er fyrir augum með veit- ingu þess. En sannleikurinn er sá, að eptirlitið er ófullnægjandi og fjeð er opt veitt, ef ekki út í bláinn, þá að minnsta kosti án nægrar trygg- ingar fyrir, að því sje varið á rjettan hátt. Þetta eptirlitsleysi og þetta óákveðna í framkvæmdinni er hinn rauði þráður í okkar fjárpólitík og flest- um styrkveitingum, og því er árangurinn af þeim opt lítill eða enginn. Allar styrkveitingar til landbúnaðarins eiga að veitast eptir ákveðnum grundvallarreglum og með ákveðnu augnamiði, samfara nægu eptirliti frá hálfu hins opinbera. Þegar nú á allt þetta er litið, þá kemur það í ljós, að ísleuzk búfræði er ekki tii í þeim skiln- ingi, sem Torfi og Stefán meintu, og að það er hjer um bil ekkert gert til þoss, að búa hana til, enn sem komið er. Að þetta lagist og breytist er sjálfsagt að vona. Örnúlfur.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.