Ísland - 14.05.1899, Blaðsíða 1

Ísland - 14.05.1899, Blaðsíða 1
ISLAND. 2. ársfj. Reykjavík, 14. maí 1899. 9. tölubl. Nokkrar hugleiðingar umjstafsetningarmál blaðamanna. Jeg rita eigi þessar línur til þess, að reyna að skýra stafsetningarmálið betur en orðið er. Pað er þegar fullskýrt af greinum fyrverandi yfirkenn- ara H. Kr. Friðrikssonar, og öll tvímæli tekin af með ræðu Bjarnar rektors Olsens. Það er nú ó- hugsandi annað, en að hver maður, sem ekki hef- ur látið algjörlega blekkjast af blaðmanna-sam- þykktinni, sjái, að þessi nýbreytni er mjög van- hugsuð, sjálfri sjer ósamkvæm, og tungu vorri til engra framfara nje sóma, og þess hefði þó átt að mega vænta af tilbreytni, sem er að leitast við að ryðja sjer að, rjett um það bil sem 20. óldin er að byrja En hitt er það, sem kemur mjer á stað, að um þetta mál hefur Iítið eða ekkert heyrzt frá hinum hæglátu og seinlátu sveitabúum í landinu, sem búa í fjarlægð við eldfjörið og áhugann og aðal- fylgið, sem eðlilega eiga heima í höfuðstað lands- ins, ekkert heyrzt eða sjezt annað en höfðatölu- skrárnar í ísafold, og mætti ef til vill af þeim ætla, að allur þorri manna úti um land hafi fall- izt á hina nýju stafsetning og tekið hana upp, og þá sjálfsagt með gildum og góðum rökum. En þetta er atriði, se-" jeg vildi mótmæla'; því að víst er um það, að fjöldi manna úti um landið hefur frá fyrstu byrjun, er hreifing þessi hófst, og þeir heyrðu, í hverju breytingarnar voru fólgn- ar, afsagt með öllu að aðhyllast þær, þótt þeir ætluðu aðra vera sjer færari til að hefja mót- mælin, enda hefur þeim eigi brugðizt sú von, að það yrði gjört, og játa þeir fúslega, að þeir hefðu eigi getað gjört það eins vel. Það mun og varla vera fjarstætt að ætla, að nú kunni að hafa>unn- ið tvær grímur á ýmsa þá, sem í nafnaskrám ísa- foldar standa, eptir að ræða rektors er orðin al- menningi kunn, og væri þá betur, að þeir væru þá þeir drengir, að láta sannfærast, og kannast við það, og Ijá lið sitt tilþess, að sporna við því, að rithætti málsins sje ósómi og svívirðing gjör. Þeim hefur sjálfsagt gengið gott til, sem með breytingarnar hafa komið, að styðja að eining rit- hattarins, en nú sjá þeir, að einingia næst eigi með þessu, og þótt hún næðist, þá er hún ill apturför í mörgu og mikilsverðu, en tramför að engu leyti, og því er vonandi, að rjettlættistilfinn- ing þeirra og ást til tungu sinnar og umhyggja fyrir henni, láti þá eigi lengi vera í vafa um, hvern flokkinn þeir eigi að fylla. Það sem fyrst og mest ber á, og hver og einn verður að reka augun í, í þessu máli hjá blaða- mönnunum, er stefnuleysið og ósamkvæmnin, eng- inn tilgangurinn nema sá aleinn, að finna sam- komulagsatriði. Og nú kemur það, sem mestri furðu sætir, að einmitt þegar það er að koma í ljós, að samkomulagsatriðin — aðaltilgangurinn — sjeu eigi fundin, þá er farið að sækja það harð- ast, að koma því á samt, berja það í gegn; þá er í snatri farið út á þjóðvegu og safnað volnðum, vönuðum og blindum, áður en öðrum gefur færi á að átta sig, og þannig verður framhald málsins með sömu einkennum og upphafið. Þau einkenni eru ómótmælanlegur skortur á nauðsynlegri þekk- ingu, nauðsynlegri umhugsun og nauðsynlegri vandvirkni. Jeg segi þetta alls eigi til brigzla við frumkvöðlana, blaðamennina; af þeim var eigi heimtandi næg þekking, og þeir hafa heldur alls eigi, mjer vitanlega, haldið því fram, að þeir hefðu hana. Hitt hafa þeir þótzt finna, að þeir væru ágætir liðsmenn til að koma á einni stafsetningu; en glappaskotið var þetta, að þeir bjuggu hana til sjálfir, þótt þeir legðu hana síðan fyrir ráða- nauta sína, sem ástæða var talsverð til að treysta. Þessum ráðanautum, Pálma Pálssyni og Jóni Þor- kelssyni, fyrverandi rektor, verður eigi brugðið um Bkort á þekkingu, en þeim verður þá aptur að kenna hugsunarleysið og óvandvirknin. Lík- lega hefðu máialokin orðið allt önnur, ef þessum mönnum hefði frá upphafi verið falið á hendi, að semja reglurnar. Þeir mundu þá vafalaust hafa borið það undir aðra, sem sjálfsagt var að væri eigi gengið framhjá, og að minnsta kosti mundu þeir hafa vandað sig mun betur, ef til þess hefði frá upphafi verið ætlað, að þetta væri þeirra verk. Það er annars nærri því hryggilegt, að Pálmi skuli vera bendlaður við þetta mál, því að hann var þó maður líklegur til margs góðs fyrir tungu vora; on svo bregðast krosstrje sem önnur trje. Sama mætti segja um dr. Jón Þorkelsson; en frjettin segir, að honum sje farið mjög að higna að heilsufari öllu, og væri því rangt, að leggjast þungt á hann; enda mun engum lifandi manni detta í hug, að hann hefði sent frá sjer slíkar stafsetningarreglur, meðan hann var í fullu fjóri. Að þessum tveimur mönnum er öll ábyrgð borin fyrir hinni nýju staf- setningu, og verði henni lengra lífs auðið, mnn hún sennilega með tímanum kennd við hinn fyr- nefnda, en vegur hans mun naumast mikið aukast af þessu. í ísafold stendur á þá leið, „að enginn, sem á málið minnist, hafi treyst sjer til að brjóta upp á neinu öðru, ekki getað nefnt nokkurt eitt atriði í samþykktinni, sem betur hefði fengið álmennt fylgi, ef það hefði verið öðruvísi. Þeir vita, að svo er ekki". Og rjett á eptir þessu kemur, „að höfundar samþykktarinnar gætu virt þetta sjer til metnaðar". Mjer datt í hug, að höfundurinn hefði eigi verið einhamnr, þá er hann ritaði þetta; svo mikíð ofurkapp kemur fram í þessu. Þetta er blátt áfram fjarstæða, nema því að eins, að þeir einir hafi minnzt á málið við „ísafold", sem vildu eigi móðga hana, því að annars hlyti hverjum ein- um, sem hirti um „að brjóta upp á einhverju", að geta dottið í hug flest atriði samþykktarinnar. Jeg skal nefna éið. Jeg hef flett upp bókum eptir 50 höfunda; þar af rita 17 é, en 33 je, og af þessum 50 rita í mesta lagi 5 eða 6 einfaldan samhljóðanda, er samhljóðandi fer á eptir í sömu samstöfu. Jeg gat ekki sjeð aðalreglurnar hjá sumum, með því að sitt var haft á hverjum staðn- um. Skyldi þá je og sjerstaklega tvöfaldur sam- hljóðandi hafa verið mjög miklu ólíklegri til al- menns fylgis? Eða hve nær hefur áður verið haldið fram þeirri tillögu, að nema e úr miðmynd sagna og hvergi annarstaðar? og eigi styðst sú tillaga við venjulegan rithátt í fornu máli. En það virðist hafa vakað fyrir höfundunum, að samþykktaratriðin þyrftu að vera fóigin í afbrigðum frá þeim rit- hætti, sem almennastur hefur verið, annars tækju menn líklega eigi eptir því, að það væri neitt að samþykkja, og fyndu svo sem ekkert bragð að því. Mótmæla verður því sem ranghermi er stendur í ísafold 4. febr., að „reynslan hefði sýnt, að skóla- stafsetninguna var alls óhugsandi að gjöra að sam- komulags grundvelli", því að sá dagur og það ár er eigi til í sögu vorri, er tilraun hafi verið gjörð til að ná því samkomulagi. Eigi blaðið við það, að vitanlegt væri um einstaka menn, að þeir mundu eigi fáanlegir til að taka upp sum atriði skóla- stafsetningarinnar, þá var hið sama vitanlegt um þann samkomulags-grundvöll, er upp var tekinn, og er þá jafnt á komið að því leyti. Undarlega kemur og við, er fastheldni við skólastafsetning- una er kólluð sjerkredda eins manns. Orðið er þá haft hjer í einhverri sjerstakri merking, ef kalla má sjerkreddu fastheldni við þá stafsetning, sem flestir hafa fylgt á prenti, og jafnvitanlega einnig langfiestir þeirra, er ekkert hafa á prenti eptir sig látið. Og úr því, að jeg er með „ísafold" 4. febr., þá get jeg eigi stillt mig um að lýsa van- þokka á hinu drengjalega, en nauða-ófyndna skopi um þá rektor og H. Kr. Friðriksson í upphafi grein- arinnar. AUt þetta Iýsir því oturkappi, sem alls eigi bendir á góðan málstað, og naumast gæti ver- ið til stuðnings góðum málstað; enda er hann hjer sannarlega veill. Sannleikurinn er sá, að skólastafsetningin var sá langlíklegasti samkomulags-grundvöllurinn. Það sanna eigi að eins ritgjörðir H. Kr. Friðrikssonar og rektors, heldur einnig og einmitt reynslan, því að reynslan er þessi, að fiestir hafa í prenti fylgt þeirri stafsetningu, og af hinum, sem eigi hafa fylgt henni að öllu leyti, hafa þó flestir fylgt henni að mestu leyti. Það munu varla finnast fleiri en 4 eða 5 rithöfundar, sem nú eru uppi og fylgt hafa meginatriðum nýju stafsetningarinnar. Eu það má einu gilda; það eru svo sem eigi sjerkreddumar, sem þeir menri hafa farið með, og engum hefur dottið í hug, að hafa þessa stafsetning, eins og hún kemur fyrir sjónir nú, enda verður eigi sjeð, að í henni sje nein tilhliðrun eða málamiðlun í þeim aðalstefnum, sem uppi hafa verið í stafsetning- unni. Frumreglan sýnist hafa verið sú, að gjöra breytingar frá skólastafsetningunni, í stað þess að hún hefði verið sjálfkjörinn grundvöllur samkvæmt allri reynslu. Erfiðast má ætla, að éið hefði orðið, því að allmargir hafa ritað það, en brugðið í engu öðru út af skólastafsetningunni. En úr því að allir segja je, þá getur varla verið örvænt um, að þeir hefðu fengizt til að rita svo, og vinna það til „samkomulags" og einingar í rithættinum. Það hefur verið talið é-inu til yfirburða, að með því væri táknuð tvö hljóð, þar sem aðrar tungur yrðu einatt að tákna með tveim og þrem stöfum (au, eau o. fl.); en sá samanburður er með öllu rangur, því að í öðrum tungum eru það ein- ungis hljóðstafir, sem eru táknaðir með fleiri stöf- um, og eigi að rýtna því úr íslenzku, þá verður að búa til stafamerki fyrir au, ei og ey. En hitt er satt, að engin tunga, að minnsta kosti ger- mönsk, táknar samhljóðanda og hljóðstaf með einu merki; é-ið er þar eins dæmi, og það get jeg eigi fundið að sjeu meðmæli með því; það mundimega kalla það fordild eða sjerkreddu. Næst é-inu mun mesta þýðingu hafa atriðið um tvöfaldan samhljóð- anda á undan öðrum samhljóðanda. „ísafold" kallar þessa tvöfóldun ófagra og óþarfa; en til þess hefur hún engan rjett. Það er að minnsta kosti fullt eins rjett, að telja ófagurt að>já ritað „steknum", „vegnum", „Jirepnum", og fyrst tvö- faldan samhljóðanda þarf i þessum orðum í öllum öðrum föllum, bæði í eintölu og fleirtölu, bæði með greini og án greinis, þá er fullur rjettur til>ð segja, að hans þurfi líka í þessn eina fallj, þágu- falli eintölu með greini, og sá rjettur er studdur af skýrum framburði. Jeg veit, að segjamá, að vjer berum eins fram orðin „teJcnum", „gegnum" og „skepnum", en þar er miklu fremur til að dreifa ófultkomleik framburðarins og ritvenjunnar, þar sem þessi orð eru borin fram með tvöföldum samhljóðanda, og lægi þá nær, að fullkomleikinn drægi ófullkomleikann upp til sín, heldur en hið gagnstæða, ef ófullkomleikinn þætti svo mikill, að rótgróin venja, studd af uppruna, ætti þar eigi meira að ráða. Og þegar á það er litið, að lang- flestir hafa nú ritað tvöfaldan samhljóðanda, þar sem uppruni liggur til, verður eigi talið örvænt, að það hefði getað orðið að samkomulagi.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.