Ísland - 14.05.1899, Side 3

Ísland - 14.05.1899, Side 3
ISLAND. 35 tíðkazt hefur til þessa við suma skólana, eptir því sem skýrslur þeirra bera með sjer. Værikennslu- aðferðinni breytt lítið eitt í skólunum og kennt meir eptir fyrirlestrum en nú er, þá mundi það að nokkru leyti bæta úr ástandinu, eins og þ:.ð er nú. Eptir því sem jeg hef heyrt, þá notar Toríi í Ólaísdal þessa aðferð að meira eða minna leyti, og var honum trúandi til þess. Meðan vjer höfum enga vísindalega íslenzka búfræði, þá er eigi annað hægt en að styðjast við útlend bú- fræðisrit, að því er kennsluna snertir. Að hlaupa til og þýða t. d. útlenda jarðvegsfræði, fóðurtræði, áburðarfræði o. s. frv., sem byggðar eru á þýzk- um, dönskum, sænskum og norskum rannsóknum, það tel jeg mestu ráðleysu; það er að vanbrúka tíð og peninga. En höfum vjer þá enga verUega reynslu sjálfir, sem hægt er að styðjast við? Ójú, það höfum vjer að vissu leyti, en það verður að fara mjög varlega í að nota þá reynslu, því hún er svo einhliða og ófullkomin. Menn kalla það opt reynslu, sem í raun og veru ekki er reynsla Það er með öðrum orðum ekki sú reynsla, sem frá vísindalegu tilrauna-sjónarmiði verður byggtá. Optast er reynsla manna í búnaðarlegu tilliti þannig, að hún er byggð á sömu aðferð, fram- kvæmd á sama hátt og með sama lagi ár út og ár inn. Þannig hef jeg heyrt fólk segja, að það hefði reynslu fyrir, að kýrnar „hjeldu bezt á sjer“ og mjólkuðu bezt, ef þær væru aldrei þurmjólk- aðar. Einn bónda heyrði jeg einu sinni segja, að túnið sitt sprytti aldrei betur en þegar hestarnir gengju sem mest á því að vetrinum. En það sjá nú allir, að þetta er í raun og veru engin reynsla. En að hinu leytinu er það svo eðíilegt, að bændur sjeu tregir til að gera vafasamar tilraunir, er hafa kostnað í för með sjer; þeir mega ekki við því og þeim ber ekki að gjöra þær. Allar slíkar tilraunir og rannsóknir eiga að vera kostaðar af því opinbera. Erlendis er það sjaldgæft, að bænd- ur gjöri kostnaðar- og vandasamar tilraunir fyrir eigin reikning; en það er hið opinbera, er kostar þær, kemur þeim í verk og hefur eptirlit með þeim. Það er álitið, að einstakir menn eigi helzt ekki að hleypa sjer í að gjöra tilraunir, sem varða almenning; sumpart af því, að það ervana- lega ofvaxið efnahag bænda, og sumpart fyrir þá sök, að minni trygging er fyrir því, að þær sjeu leystar viðunanlega af hendi, heldur en ef hið opinbera hefur öll umráðin. Því er það aðal- reglan, að ýmist landsjóður eða stærri fjelög hafa slíkar tilraunir með höndum. Það sem mestu varðar við allar vandasamar og þýðingarmiklar tilraunir er það, að þeim sje vel stjórnað og hald- ið fram með festu og nákvæmni. En þegar ein- stakir bændur kosta tilraunirnar, þá er það opt svo, að þá skortir bæði peninga og þolinmæði til að fullgjöra þær, og er þá hvorutveggja, tíma og fyrirhöfn spillt, og tilraunin sjálf eyðilögð. Einhverjum kann nú að detta í hug, að það, að skapa íslenzka búfræði, sje nú ekki svo áríð- andi; búskapurinn geti gengið hjer eptir eins og hingað til. En það þarf nú ekki stóran spámann til þess að sjá það, að búskapurinn getur eklci gengið framvegis eins og verið hefur. Það verður að breyta til, ef vel á að fara. Sjálfstæðar rann- sóknir og tilraunir innanlands með jarðrækt og fLeira, hljóta, sje þeim vel stjórnað og haganlega fyrir komið, að leiða gott af sjer fyrir yfirstand- andi og eptirkomandi tíma. En þessar tilraunir þarf að byrja og það sem fyrst. Það þarf meðal annars að koma upp fieiri (4—6) tilraunastofnun- um, er fáist við að rannsaka fóðurplönturnar, á- burðinn og áhrif hans o. fi. Það þarf að gjöra tilraun með að afla fræs af innlendum fóðurplönt- um og sá því í ýmsan jarðveg undir ýmsum kring- umstæðum. Það þarf að rannsaka skógana og gjöra tilraunir með ræktun þeirra. Það þarf að gjöra tilraunir með áburðinn, t. d. hvenær hentast er að flytja hann út á túnin, hvort heldur haust eða vor o. s. frv. Einnig þarf að gjöra tilraunir með geymslu hans og aðra meðferð, og sýna mis- munandi verkun þess áburðar, sem vel er hirtur, og hins, sem illa er meðfarið, því slíkt hlyti að vekja eptirtekt manna til umhugsunar um með- ferð hans, Það þarf að rannsaka búpeninginn, kyn hans, kosti og galla. Það þarf að koma upp kynbótafjelögum, bæði fyrir hesta, nautgripi og sauðtje. Það þarf að grennslast eptir og rann- saka, hvaða skepnutegund borgar sig beztáhverj- um stað, og haga svo búskapnum eptir því. Það þarf að gjöra tilraunir með smjörverkun, ostagjörð og sölu á þeim afurðum innanlands og utan. Það þarf að gjöra tilraunir með húsagjörð, og leita eptir, hvað bezt á við, bæði hvað snertir endingu, tilkostnað o. fl. Það þarf, í einu orði sagt, að gjöra tilraunir með allt, er að búnaði lýtur, og þannig smátt og smátt mynda eða búa til íslenzka búfræði, sjálfstæða og óháða öllu fálmi, getgátum og ráðleysi. En til þess að íá því framgengt, þarf fyrir utan það, sem þegar var talið, að koma á fót innlendri efnarannsókn, þar sem hægt erað fá rannsakað eitt og annað búnaði og öðru við- víkjandi. Það er enginn efi á því, að slíkar til- raunir og rannsóknir, sem hjer hefur verið bent á, hlytu að hafa mikil áhrif á búnaðinn og gjör- samlega breyta stefnu hans. Hugsunarháttur þjóð- arinnar breyttist og trúin á landbúnaðinn lifnaði á ný. Honum þokaði smátt og smátt áfram, og eptir því sem tímar liðu fram, mundi hagur þjóðar- innar batna. Þá kæmi það fram, er skáldið kvað, að „eyjan livíta á sjer enn vor, ef fólkid þorir guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða rjettu, góðs að híða“. Örnúlfur. Ex umbra ad astra! Eptir Ouðm. Ouðmundsson. VI. Sólin dáin! Sólin er dáin, — dáin og grafin í djúpunum dökku og huldu. Við banasængina hennar stóðu litlir, yndisfagrir ljósálfar í skínandi skrúðklæðum, grænum, rauðum og fjólubláum, með kórallasveiga um gull-lokkuð höfuðin. Ungar, ljósklæddar meyjar lágu á knjánum við hvíluna hennar með bláa sængurhimninum yfir og lokuðu augum hennar. Og ljósálfarnir og hafmeyjarnar dönsuðu dánar- dans umhverfis hana látna, — fluttu henni sorg- blíð sólarljóð að skilnaði. — Þau sniðu og saum- uðu í sameiningu dánarklæðin hennar, færðu hana í brimhvítan, blikandi hjúp og síðan í blóðrauða purpuraskikkju; ljómandi djásn settu þau á höfuð henni, alsett kóröllum og demöntum, sem brá blik- stöfum hátt á himin upp. Síðan báru þau hana í fanginu og lögðu hana, fagra og tignarlega, brosandi dána, í gullörk og — sökktu henni í hafið! Sægröfin luktist yfir henni og Ijómandi demants regn rauk af földum hafmeyjanna, sem sungu yfir gröfinni. meðan geislatárin drupu af mjúku, blóð- rjóðu vörunum þeirra niður á björtu brjóstin. Framundan gullskýjunum lengst burtu í vestri komu bjartir Ijósarmar fram, — armar englanna, sem huldu audlitin bak við skýin, en teygðu tit- randi hendurnar eptir móður sinni látinni alla leið til grafar hennar. -----Jeg sit út við hafið og blærinn ber til mín bárusönginn vestan frá hafsbrún, — grafljóð sólar- innar og óm af strengjum sædísanna og himnesk- um Eólshörpum. Já, sólin er dáin, og andar næturinnar breiða dökk, dapurleg skuggatjöld á himininn, — fleiri og fleiri blæjur, dekkri og dekkri, sem bregða skugga á bláan sæflötinn. En gegnum þær skina Ijómandi augun Ijósengl- anna, fljótandi í tárum, helguðum heitustu og beztu tilfinningum guða og manna, anda ogengla: móð- urástinni. Sorgartjöld hjúpa hauður og himin. Hjerna sit jeg á klettinum með þungu höfði og þröngt er mjer um hjarta og jeg mæni út í dökkv- ann, — ósjálfrátt rjetti jeg höndina út í vestur eptir henni, sólinni, móður alls lífs og ljóss, — henni, sem jeg hjelt að mundi lýsa þjer og leiða þig, Ijúfa, ónefnda! — henni, sem var ein alhrein og fullkomin að yndi, sem minnti mig allt af á þig, þegar ylur hennar streymdi um mig og geislarnir hennar glóðu á brjósti mjer! En hún er dáin — dáin!-----------------Já, dáin er hún, en hjerna sit jeg og hugsa um þig og hana, þangað til hún er grátin úr helju af öllu lifandi og dauðu á himni og jörðu, — þangað til hún rís upp aptur í allri fegarð sinni, lýeir og ljómar um land og haf, árrisin, endurborin. Og þá skulum við ganga saman í vor, þegar hún blikar kvikast, blærinn hiær og broshýrar bárurn- ar færa henni vorljóð, en mjallhvítir svanir fljúga kvakandi móti henni ofan frá fjöllum................. .......................................Nú flýgur lítill fugl yfir hafið í vestur og ber með sjer þrá mína, — sólþrá, vorþrá, ljósþrá, lífsþrá — þrá — Áskorun til íslendinga frá íslenzku stúdentafjelögununi í Eeykjavík ogr Kaupmannahöfn. Júnas Hallgrímsson fæddist 16. dag nóv- embermánaðar árið 1807. Leitun mun vera á íslenzkum manni fulltíða, er ekki hefur heyrt Jónasar getið, og flestum mun fullkunnugt, hvert gagn hann hefur unnið þjóð sinni. Hann var einna fremstur í flokki þeirra manna, er mest og bezt unnu að því, að hreinsa íslenzkt ritmál og leysa það undan áhrifum útlendra mála. Sjálfur var hann hverjum manni orðhagari, hvað sem hann ritaði, og aldrei hefur heyrzt fegri ís- lenzka en á Ijóðum Jónasar Um Ijóð hans er það að segja, að með þeim hófst ný og fögur stefna í íslenzkum kveðskap. Hafa þau haft afarmikil áhrif á flestöll íslenzk skáld, sem ort hafa eptir hans dag. Enda var því líkast, sem þau væru sprottin við lijartarætur landsins oq runnin undan tungurótum þjóðarinnar. Þótt nú sje talið það, sem Iengst mun halda minningu Jónasar á lopti, þá ber ekki því að gleyma, að hann var líka vísindamaður. Hann var mjög vel að sjer í náttúrufræði og varði mörg- um árum æfi sinnar til að rannsaka landið. Hafði hann það jafaan hugfast, að gjöra landinu gagn með rannsóknum sinum, og lýsti sjer í því sem öðru hin hreina og fölskvalausa ættjarðarást hans. Hann dó á ungum aldri, er hann var nýtekinn til aðrita um þessar mikilvægu rannsóknir sínar, og eru þær því fáum kunnar. Að átta árum liðnum, 16. dag vóvembermánað- ar 1907, verða hundrað ár liðin frá því, er Jónas Hallgrímsson fæddist. Má eflaust gjöra ráð fyrir því, að Islendingar telji sjer skylt að heiðra þenn- an fyrsta aldarminningardag hans á einhvern hátt. Oss íslenzkum stúdentum þykir bezt eiga við og teljum sómasamlegast fyrir þjóðina, að gjört sje líkneski Jónasar í fullri stcerð og afhjúpað í Reykjavík 16. dag nóvembermánaðar 1907. Slíkt líkneski kostar nokkrar þúsundir króna, en þess erum vjer fullvissir, að íslendingum er Ijúft að láta það fje af hendi rakna, til að heiðra óska- skáld sitt. Vjer treystum því fastlega, að landar vorir bregðist vel við þessari áskorun. Þjóðin heiðrar sjálfa sig, er hún heiðrar óskabörn landsins. Þeir, sem þetta brjef fá, eru vinsamlega beðnir að safna sem mestu þeir geta, hver i sínu hjeraði, og senda fjeð Halldóri bankagjaldkera Jónssyni í Reykjavík eða Finni háskólakennara Jónssyni í Kaupmannahöfn. Við hver árslok verða gjörð full reikningsskil. Reykjavík og Kaupmannaköfn í aprílmánuði 1899. Árni Pálsson, Bjarni Jónsson, Björn Bjarnarson, Btud. mag. frá Vogi. stud. mag. Finnur Jónsson, Ouðm. Björnsson, Halldór Jónsson, háskölakennari. hjeraöslækniri. bankagjaldkeri. Jón Ólafsson, Vilhjálmur Jónsson. ritstjóri cand, phil.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.