Ísland - 14.05.1899, Side 4

Ísland - 14.05.1899, Side 4
36 IS'.LANID. Yaltýsbrúnn. Það er nú talið með pólitiskum tíðindum, að dr. Valtýr hefur misst taumhaldið á þeim brúna sínum. Jafnþæg og skepnan hefur verið hús- bónda sínum undanfarandi, þá urðu nú þau tíðindi, þegar spenna skyldi klárinn íyrir eimreið doktors- ins nýlega og aka í sigurför niður eptir braut þeirri, sem Danastjórn hefur verið að leggja, nið- ur Biskupsbrekku og alla leið niður í Innlimunar- voga, — að þá prjónaði Brúnn og vildi hvergi ganga. Orsökin til þessa var lögfræðingur einn hjer í Rvík. Hann leysti þá klárinn frá vagnin- um og rfrið honum á harða stökki á eptir Bene- dikt Sveinssyni, grasi gróna fornmannavegi, beina leið frá öamlasáttmálafelli og sjónhending á Lands- rjettindahnúk, langar leiðir fyrir ofan Stöðulaga- hraun, sem Stjórnarskrárkvíslar koma undan. Þetta er kallaður íslendingavegur og liggur yflr hengi- flug og gljúfur, jarðbrýr og jökulsprungur og sundlar þar alla Dani, svo að þeir geta ekki orð- ið íslendingum þar samferða. En þennan veg hleypti lögfræðingurinn á Brún, en skildi doktor- inn eptir hestlausan á vegamótunum. Alveg er talið óvíst, hvort Valtýr nái Brún sínum aptur í sumar eða ekki. Hann er allt af skoðaður sem óskilatrippi, hversu gamall sem hann verður, og þó hann sje fyrir löngu síðan markaður stjórninni. Þeir ríða honum, hver sem fyrstur er til að komast á bak á hann, í það og það skiptið, og er merkilegt, að stjórnin skuli líða það, eins og líka hitt, að hún hefur aldrei sýnt aumingja Brún nokkurn sóma, heldur farið með hann eins og aumasta púlshest. í pólitiskri skáldsögu, sem nýlega hefur birzt í „Bjarka" ept- ir Guðlaug sýslumann Guðmundsson, er Valtýr látinn vera á ferðinni með „afsláttarhest11 og get- ur ekki verið átt þar við annan hest en Brún. Björn að foaki Skúla. Undarlegur fugl er Björn ísafoldar. Nú er hann flúinn burt úr sínu eigin blaði og farinn að skrækja undan „íslandi" í „Þjóðviljanum“. Hann veit það, karlinn, að það er fullkunnugt hjer í Reykjavík, að allt það, sem sagt hefur verið um hann í „íslandi“, er ómótmælanlegur sannleiki, og að honum tjáir ekki að bera neitt af þvi af sjer frammi fyrir Reykvíkingum. En þarna vestur frá, þar sem menn eru málunum ókunnugir, getur hann fremur vænzt eptir að geta talið einhverjum trú um hið gagnstæða. En svo er fyrir að þakka, að einmitt „Þjóðviljinn“ hefur opt áður lýst fugl- inum satt og rjett fyrir Vestfirðingum, og ættu þeir því að þekkja hann. Viðvíkjandi lýsingu „íslands" á bindindis- mennsku hans má geta þess, að vinir hans í regl- unni hafa getað komið í veg fyrir, að hann væri kærður opinberlega (og þá auðvitað rekinn), þann- ig, að þeir hafa „privat“ veitt honum áminningu fyrir hin sífelldu skuldbindingarbrot hans, sem hann hefur nú játað, og fengið hann til að lofa bót og betrun. Enda veit „ísland“ nú ekki að herma brot upp á hann nú um tíma, og hefur því látið það mál falla niður, og er það líka eptir ósk þeirra templara, sem áður vildu sparka hon- um burt úr reglunni. Vínsölubannsmálið segja sumir að hafi verið vakið upp af kunningjum Björns í reglunni, þegar til stóð, að honum yrði sparkað, til þess að hafa þar eitthvert ákveðið verkefni handa honum og blaði hans. Það hafði svo sem verið fullyrt þá, að „ísafold“ ætti að brjóta því máli leiðina, og því væri Björn ómissandi í reglunni. En hvaða gagn hefur hann nú unnið því máli, svo að á- stæða væri til að halda honum, reglunni til stór- skammar, að eins þess vegna? Sögusögn „íslands" um framkomu hans í rjett- ritunarmálinu hefur hann sjálfur sannað með því, að hann hefur alveg hœtt að þvogla um málið síð- an „ísl.“ fletti þar ofan af honum. Nú fá þeir Jón og Valdimar, sem báðir hafa ofurlítið vit á málfræði og rjettritun, að verja Blaðam.fjel., en karlinn stendur í skammarkróknum, þar sem hann á heima meðan það mál er rætt. Getur verið, að „ísland“ fái áður langt líður tækifæri til að sýna framkomu hans í fleiri mál- um. Yorvísur Edinborgar. Edinbog sendir á?arp sitt til íslendinga: Gleðilegt sumar! sældarhaga! Sólskin! gróður! betri daga! Nú er ekkert illt að frjetta úr öllumr'heimi. Hafís út í hafsbotn gengur, hann þarf ekki að óttast lengur. Veðrið breytt og grundin grær og grænka tekur; óðum koma að okkar ströndum alfermd skip frá suðurlöndum. í Edinborg er allt að sjá, sem augað girnist; þar eru vörur flestu^fegri, fágætari og yndislegri. Skærin, sem að klippa kletta, kvennfatnaðir ; Fataefnið kvað^fágætt vera, fegra varla kóngar bera. Ef að, mær, þú óttast sól, en út vilt ganga, Sólhlífar þar silkis hanga, svo ei þarftu að brenna á vanga. Þingmannshattar hanga þar á háum snögum; þeir sem móðins vilja vera verða þá á höfði að bera. Þar eru gullúr, góði minn, sem ganga á steinum, Skór á bæði kong og karla, Kvennslög finnast betri varla. Sirtsið er meir en mittisband á miðja jörðu, og turna mætti Babels byggja úr Borðdúkunum, sem þar liggja. Haflr þú busta og handsápuna hlotið þaðan hlýturðu að vera hvítfágaður, hreinni fegri og betri maður. 0g sveipir þú þig, svása mær, í silkið nýja, þig greinir enginn augum sínum frá uppheimsgyðjum, systrum þínum. ítalskt klæði, kjólatau og karlmannsflibbar og hanzkar, sem að hendur laga, svo hvítar verði þær alla daga. Er þar fegra’ og ódýrara’ en annarstaðar, haldbetra og miklu meira, margháttaðra og ótal fieira. Enda sópast sífellt að og sívaxandi pantanir úr áttum öllum, eins og skriða niður af fjöllum. En þótt vaxi aðsóknin til Edinborgar, eptir því sem útselzt fleira ótalsinnum kemur meira. Jónas Hallgrímsson. Á öðrum stað hjer í blaðinu er prentuð áskor- un, sem íslenzku stúdentafjelögin hafa nú sent út, til að safna samskotum til minnisvarða yfir Jónas Hallgrímsson. Það var cand. Vilhjálmur Jónsson, sem fyrstur vakti máls á þessu í „Þjóðólfi“ haust- ið 1897, og hefur þetta fyrirtæki síðan verið til umræðu í stúdentafjelögunum, bæði í Höfn og hjer í Rvík. Þessi áskorun þarf að líbindum engra meðmæla við, svo kær sem Jónas Hallgrímsson er öllum íslendingum. Þegar þess er gætt, má það undarlegt virðast, að ekki skuli þegar fyrir löngu hafa verið efnt til þessara samskota, og teljum vjer víst, að hver einn og einasti íslenzkur maður og kona sje fús á að leggja sinn skerf til þessa fyrirtækis. Andrée. Það fljúga hjer nú um þær fregnir, að fundið sje brjef frá Andrée snemma í þ. m. norður á Melrakkasljettu. „Austri“ skýrir 29. f. m. svo frá tíðindunum eptir brjefi frá Sveini kaupmanni Einarssyni á Raufarhöfn: „Jóhann Magnússon bóndi á Rifi (nyrzta bæn- um á Sljettu og nyrzta bænum á íslandi) var úti á ís einn dag á selaveiði og fann han þá á jaka flösku með brjefi í frá Andrée. Brjef þetta er stýlað til Polar-expeditiouen'í Göteborg í Svíþjóð og með stimli Andrée’s, undir og beðið að koma því til næstu póststöðva“. Brjefið hafði verið opnað, að þvi er frjettin segir, af cand. Páli Bjarnarsyni á Sigurðarstöðum á Sljettu, en ekki varð það lesið. Nú er það sent til útlanda og frjettist þaðan að líkindum nánar af því áður langt um líður. — 8. þ. m. kom „Heimdallur“ inn með 3 botn- verpinga; tveir af þeim voru enskfr og vorusekt- aðir, annar um 360 kr., en hinn um 1008 kr. Hafði hvorugur verið með vörpu útbyrðis, er þeir náðust í landhelgi, og hjeldu því afla og veiðar- færum. En sá, sem hærri fjekk sektina, átti gamlar syndir óbættar. Þriðja skipið var einn af botnverpingum Jóns kaupm. Yídalíns; heitir „Akra- nes“ og var á uppleið hingað. Skipstjóri er dansk- ur. Sekt 1008 kr. og afli og veiðarfæri gjört upp- tækt. Þetta er fyrsti íslenzki botnverpingurinn, sem hingað kemur til landsins, og er skipstjóra mjög ámælt fyrir að fara svo að ráði sínu og talið sjálfsagt, að hann verði settur frá undir eins og hann kemur til Englands. — í vetur las sjera Matthías Jochumsson upp á samkomu á Akureyri kafla úr nýju leikriti, sem hann hefur samið og heitir „Jón Arason“. — Nýlega er dáinn á ísafirði Einar Snorrason verzlunarmaður, sonur Snorra Pálssonar áður á Siglufirði. Einar dó úr lungnatæringu. — Sigurður Sigurðsson búfræðingur frá Lang- holti, sem dvalið hefur erlendis tvö undanfarandi ár, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, kom upp hingað í vor til Vestfjarða og nú með „Skálholti“ hingað til Rvíkur. Hann verður í sumar í þjón- ustu búnaðarfjelagsins. — í vor á að gjöra tilraun til að planta útlend skógartrje í Þingvallasveitinni; það gjörir Einar Helgason garðyrkjufræðingur. — Sjera Benedikt á Grenjaðarstað hefur ný- lega stungið upp á því í „Þjóðólfi“, að Guðmund- ur Hannesson, hjeraðslæknir Eyfirðinga, verði leystur frá hjeraðslæknisstörfunum og gjörður að spítalalækni á Akureyri með föstum launum. Að- sóknin að spítalanum á Akureyri vex stöðugt og það stórkostlega, og álit Guðm. læknis og vin- sældir þar nyrðra fara einnig sívaxandi. Árni. Eptir Björnstj. 33j örnsson. íslenzk þýðing, eptir JÞorst. Gíslason. Fæst hjá öllum íslenzkum bóksölum. Sjera Priðrik Bergmann fer meðal annars þessnm orðum um bðkina í „Aldamótnm" 1898: ...„Það er yel til fundið, að þýða hinar eldri eögur eptir Björnson. AUar sögurnar hans af bændalíflnu norska ættu að yera tii í íslenzkum þýðingum. Þær eru allar 6- svikinn skáldskapur og holl fæða. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að Þorsteinn Gíslason hafl leyst þýðinguna vel af hendi. ..... Kvæðin eru ljðmandi vel þýdd........... og var það þð ekki vandalaust verk, því það er óvenjulega torvelt að snfla kvæðum Björnsons á hvaða mál sem er........... Það er mikið unnið við að eignast þessi kvæði á íslenzku, því við þau eru ljómandi falleg sönglög, sem fræg eru orðin hvervetna, þar sem vel er sungið auk þess sem kvæðin eru í sjálfu sjer sannir gimsteinar“. ísland. Þeir kaupendur og útsölumenn ÍSLANDS, sem ekki hafa en borgað síðasta árgang blaðsins, eru hjermeð áminntir um að greiða gjaldkeranum hið bráðasta skuld sína; sje þeim send fleiri eintök en þeir kaupa, eða hafa útsölu á, verða þeir að endur- senda hið ofsenda, ella verður það einnig fært þeim til reiknings. Brandur eptir Hendrilc Ibsen íslenzk þýðing eptir Matth. Jochumsson er nýkomin út og fæst innan skamms hjá öllum bóksölum. Yerð 3 krónur.

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.