Ísland - 26.06.1899, Side 1

Ísland - 26.06.1899, Side 1
Reykjavík, 26. júní 1899. 11. tölubl. 2. ársfj. Ekkjan yið ána. Hví okyldi jeg ekki reyna að byrla Braga fnll, og bræða, Bteypa og mðta hið dýra feðra gull, ef heimasætan kynni að horía á aðferð mína og hlnBta á stntta sögu nm mömmn og ömmn sína. * * * Á bakkanum við ána hún bjð við lítil völd, og barðist þar við skortinn i næstum hálfa öld. Á hrifnskafti og prjðnum var höndin kreppt og bogin, og hartnær þorrin brjðstin — af tín mnnnnm sogin. Og meðan inni’ i sveitinni bústöðum var býtt, og býlin sneydd og ankin, af kappi um völdin strítt, hún nndi sjer við heiðina’ og elfarstrauminn bláa en annars vegar braunið — í kotinu sínn lága. Hún undi sjer við hraunið og ánni sinni hjá, sem urðarveginn þræddi, unz fjell í kaldan sjá — í sjóinn djúpa og kalda, er soninn hennar geymdi, en samt ei vildi skila, þð ekkjutárin streymdi. * * * Sem vefstðll úti’ í horni ’ún var in hinztu ár, sem voðinni er sviftur, af ryki og elli grár. En brýr og kinnar voru sem bðkfell margra alda; þær birtu langa sögu um marga daga og kalda. Um hjeraðsbrest ei getur, þð hrökkvi sprek i tvennt, er hríðarbylur geisar; það liggur gleymt og fennt. Og eins er litill tregi og engin sorg á ferðum, þð ekkja falli í valinn með sjötíu ár á herðum. (Eimr. 2. ’99). <?. Fr. kútnum er að ræða, hafa ýmsir, en allt of fáir, yngri menn hjer í Eyjafirði pantað sjer þetta stðr- merkilega nýja tímarit. Það er prentað í Höfn og kemur í heptum og er afar-auðugt og að sama skapi vandað að efni, — nær yfir fiestar mennta- fróðleiks- og framfaragreinir vorra daga. Og hvað kostar svo árgangur þessa umfangsmikla ritverks, sem er heljarstórt bindi, ágætlega prent- að og fullt af myndum og dráttlistarfurðuverkum eptir beztu meistara á Norðurlöndum? Það kost- ar — segi og skrifa — fimm 'kronur! — ritverk, sem myndirnar eintómar í eflaust mættu kosta tíu krbnur, en efnið fjörutíu krbnur\ Hvað segja menn svo um slík menntunarfyrirtækí? Og hvað segja menn um þann ábata og hagnað, sem lagð- ur er upp í hendur allra sem kunna eða skilja danska tungu? Enn fremur: hvað segja menn um hið almenna áhugaleysi almennings, um að veita eða útvega unglingum næga tilsögn í því máli, sem svo margir geta kennt og allir lært, sem læra vilja? my og jbta. Nýir prestar. Prófi hafa lokið á prestaskólanum: Magnús Þorsteinsson með 1. eink. (90 stig), Pjetur Þor- steinssou með 2. eink. (72 stig) og Stefán Kristins- son með ágætiseink. (99 stig). Stefán Kristinsson hefur feugið hæstu einkunn, sem gefizt hefur í prestaskóiannm, og hefur eng- inn stúdent útskrifazt þaðan áður með ágætiseink. Á sunnudaginn voru þessir þrír guðfræðiskandí- datar vígðir: Jón Stefánsson að Lundabrekku, Pjetur Þorsteinsson aðstoðarprestur að Heydölum og Þorvarður Þorvarðarson prestur til Fjallaþinga. Kosningin í Rangárvallasýslu. Það fór svo um kosningarnar í Rangárvallasýslu, að Sighvatur Árnason í Eyvindarholti bauð sig fram að nýju til þingmensku, en sjera Eggert Páls- son á Breiðabólsstað dró sig þá í hlje. Kjörfund- urinn stóð 17. þ. m. og sóttu Rangvellingar hann svo vel, að ekki munu dæmi til annars eins áður hjer á iandi. Sighvatur fjekk 194 en Magnús sýslumaður Torfason 131. Um þetta skrifar Rangvellingur „íslandi" 18. þ. m.: „Það var ástæðan til þess, að Sighvatur lagði þingmennsku niður í vor, að sýslunefnd Rangvell- inga taldi honum þá trú um, að vilji allflestra kjósanda í kjördæminu væri honum andstæður f stjórnarskrármálinu. Síðan komst hann að því, að þetta mundi ekki sem sannast og taldi þá rjett- ast að bjóða sig fram aptur, með því að þá gæf- ist kjósendunum bezt tækifæri til að láta vilja sinn í ljósi“. Ölvanarslys hörmulegt vildi til á stórstúkuþingi Good-Templara, sem nýlega stóð hjer í bænum. Bróðir Björn Jóns- son, „ísaf.“-maðurinn þjóðkunni, hafði haft allar árar úti til að ná stórtemplar-tign í Reglunni. En hann hreppti að eins 12 atkvæði af nær 80. Reglan sá sjer ekki fært að láta þetta eptir hon- um vegna hins alkunna breyskleika hans, og er sárgrætilegt til þess að vita, að áfengisdjöfuliinn stendur jafnvel hinum nýtustu mönnum í vegi fyrir upphefð og frama. Þessi valinkunni sæmd- armaður hefur nú verið 15 ár samfleytt í Templar- reglunni og hefur þó enn ekki tekizt að kæfa hjá sjer til fulls þessa eitruðu ástríðu, áfengisástriðuna. Það lá við sjálft, að hann missti nú fyrri stöðu sína í Reglunni, kanzlara-embættið, með því að stungið var upp á ýmsum nýjum mönnum til þess starfs. En þeir aumkuðust þá yfir hinn breyzka bróður og neituðu allir að taka við kosningu; fjekk hann þannig að halda þeirri stöðu. Hún elskaði ekki landiS, en að eins þennan blett — af ánni nokkra faðma, og hraunið svart og grett. Er grannarnir sig fluttn & hnöttinn hinum megin ’ún hristi bara kollinn og starði fram & veginn. * * * Er börnin voru í ðmegð, hún bjð við marga þraut, — hjú börnunum í ellinni þess hún aptur namt. — Hún kenndi þeim að lesa og kemba, prjðna og spinna; — hún kenndi þeim fyrst að tala og svo að ganga og vinna. Er búið var að „lesa“, hún bar þeim kvöldverð inn og breiddi siðan ofan á litla hópinn sinn, á vessin sín þau minnti og vermdi kalda fætnr, en vakti sjálf og prjónaði fram á miðjar nætur. * Hún rjeðst með hrífu sína og reiddan miðdagsverð um refilstigu grýtta, var harla skjðt í ferð, — því einn var „pabbi“ að heyja á engjateignum grænum — frá ðmegð þeirra hjóna og þernulausum bænum. í míluvegar fjarlœgð — og mörgum sinnum stðð í mýrinni við rakstur og fóngum saman hlóð. Að morgunverkum loknum hún mátti fara að bragði; til mjaltanna á kvöldin um náttmál heim svo lagði. En yngsta reifastrangann sinn út í túnið bar — þau eldri skyldu hans gæta —, er „pabbi“ að slætti var. í lágra þúfna skorning í ljósi sðlar hollu, þar ljek hann sjer að smára og fífli og biðukollu. Og hrifu Binni brá ’ún og hart að ljánni gekk, sem harðla skjðtt gekk saman og varð að dreifðum flekk. En það var henni leikur í þokunni að smala og þumalinn að prjóna — um hvíld var ekki að tala. * * * í þjððgötunni miðri í þrjátiu ár hún bjð, í þröngum ekkjustakki og litt af kröptum drð. Þeir verða ekki taldir, sem viku að hennar garði, — en valdsmaðurinn aldrei að dyrum hennar barði. Um það, sem gaf hin hægri, hin vinstri vissi ei hót; þeim vegmöðu og snauðu i dyrum tðk hún mót. Með gestrisninnar einlægni saðning gaf hún svöngum og Bvalaði inum þyrstu — af næsta litlum föngum. * * * Af iðunni við túnið var öndin hvergi styggð, og urriðarnir vöktu í sinni Ijðsu byggð. t>ar átti rjúpan friðland á veturna og vorin, i veggjarholu þröngri var snjötitlingur borinn. Þar átti rjúpan friðland; í vellinum hún varp, af vallarsúru-kornmeti tindi fullan sarp; með unga höpinn vappaði upp á bæinn Iága úr útsköfunni þýfðu við hraunjaðarinn gráa. * * * flún undi sjer við hraunið. Hve inndælt var að sjá, er ána hafði fellda hin ljósa nött i dá og náttsðlin á klettana kufli rauðum steypti og kjarrskóginum strjála i þúsund loga hleypti. Breýfus sýknaður. Með ensku herskipi, „BIonde“, sem kom hingað 14. þ. m., kom sú fregn, að úrskurður sje nú kveðinn upp í Dreyfusmálinu; hefur ónýtingarrjetturinn skorið svo úr málinu, að dómur herrjettarins yfir Dreyfus 1894 skuli teljast ógildur og málið takast til rannsóknar að nýju frá rótum. Æðsti dómarinn lýsti því jafnframt yfir, að hann hefði ekki í máls- skjölunum fundið nokkrar ástæður, er mæltu með því, að Dreyfus væri sekur. Skip hefur verið sent á stað til Djöflaeyjar til að sækja Dreyfus og flytja hann heim til Parísar. Verður sjálf- sagt mikið um að vera, þegar hann kemur heim þangað. Gtuðmundur læknir Hannesson. Spítalinn á Akureyri er nú fullgjör, mestmegnis eptir forsögn læknisins, Gtuðm. Hannessonar, sem er manna hagastur og furðu-vel heima í bygginga- list, eins og svo mörgu öðru. Að hinn sem Iækn- ir, sjer í lagi við banamein og holsáralækningar, tekur hverjum öðrum lækni fram, sem menn hjer hafa þekkt, það er alkunnugt, enda hefur aðsókn- in að gamla-spítalanum á Eyrinni verið að sögn jafnmikil árið í fyrra, ef ekki meiri, en aðsóknin að hinum spítölum landsins þrem samanlögðum. Að þessum nýbyggða, gullfallega spítala má bú- ast við stórmikilli aðsókn, og þsð strax í sumar. Tillögur sjera Benedikts á Grenjaðarstað í Þjóðólfi nýlega um það, að dr. G. Hannesson fái leyfi til að vera eingöngu spítalalæknir, er einkar-góð og eflaust allra ósk hjer nyrðra, bæði sakir heilsu og endingar þessa ágæta manns og sakir spítala sjúk- linganna. En hækka yrði laun hans og það ríf- lega, um leið og öðrum lækni væri veitt hjeraðs- embættið. Eyfirðingur. Nýtt leikrit. „Jón Arason“, leik sjera Matth. Jochumsonar, er sagt að Skúli Thoroddsen hafi nú keypt til prentunar fyrir 200 kr., og mun það rífari borgun en höf. átti kost á að fá í Rvík. Þeir, sem vit hafa á og heyrðu höf. lesa þennan stórkostlega söngleik, sem þræðir furðulega vel alla helztu at- burði sögunnar við æfilok þeirra Hólafeðga, fannst að vísu mikið til um hann, en efast mjög um, hvort íþróttin er enn þá komin á það stig hjer á landi, að heila og mikilfenga harmsöguleiki (tra- gedíur) megi þolanlega sýna. J. Tímaritið ,Frem‘ er ljósasta og yngsta dæmið til að sýna oss og sanna, hve ómetanlegur gróði það er fyrir unga alþýðupilta og stúlkur, að skiija dönsku. Fyrir áeggjan og meðmæli fróðari manna, einkum dr. Gluðm. Hannessonar, sem víða hefur opin augun, þar sem um einhverjar umbætur og viðrjetting úr

x

Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.