Ísland - 26.06.1899, Blaðsíða 2

Ísland - 26.06.1899, Blaðsíða 2
42 islanid. „ÍSLA3NTD kemur út annanhvorn sunnudag. Yerð ársfj. í Reykjavík 50 au., út um land 60 au. Ritstjðri: Porsteinn Gíslason, Laugaveg 2. Afgr.maður: Þorvarður Þorvarðarson, Þingholtsstr. 4. Reikningsskil og innheimtu annast: Einar Gunnarsson oand. phil., Kirkjustræti 4. Prentað í Fjelagsprentsmiðjunni. Ný bók. W. G. Cóllingwood, M. A., and Dr. Jón Stefánsson: A Pilgrimage to the Saga-Steads of Iee- land. Ulverston. 1899. „ísafold“ heíur þegar lokið maklegu lofsorði á þetta myndaverk, sem sýnir merkustu sögustaði lands vors, og um leið hefur hún þar komið fram í allri sinni dýrð : ærð og tryllt, ýmist af lofgjörð eða skömmum; ekki að tala um smekkleysurnar, enda er ekki annað að sjá en ritstjórnin hafi aldrei sjeð fallega bók fyrri en þessa, hvorki að prentun nje pappír, eða með myndum. Orðið ,bók‘ er kvennkennt á íslenzku, eins og allir vita, og er auðfundið, að allar „hugðnæmis“-tilfinningar mannlegrar sálar hafa risið upp í brjóstum ísa- foldar-ritstjóranna með hinu sama brimlöðrandi afli ástarinnar, sem kom þeim til að snúa orðinu „kvindelig" á íslenzku í „dönsku orðabókinni“ sælu og segja það sje „kvennskur“, þvíannaðeins axarskapt getur ómögulega komið af öðru en kvennsemi, því „kvindelig“ merkir blátt áfram „kvennlegur", en ekki „kvennskur“. Af þessari kvennsemi ristjórnarinnar hefur það og komið, að þeir endilega þurfa að fara að tala um kvennfólk, þegar þeir sjá hið kvennkennda orð „bók“, og hafa þessa „kvennlegu veru“ milli handa sjer — nátt- úrlega getur það ekki verið nema „fríð og gervi- leg konungsdóttir í brúðkaupsklæðum“ — endilega að hugsa um „hvílubrögðin“, og svo sem ekki kropið að íslenzkum almúgastúlkum — en í raun- inni er ekki furða, þótt þessir ritforkar hugsi ekki til annara en konungadætra, einkum ef þeir ekki eru algáðir, því auðsjáanlega er ritstjórnin ákaf- lega konungholl, eitraður „Royalisti“ — „Royal- ist“ hjet líka kolabarkurinn, sem lá hjer á höfn- inni forðum, allur alsettur hrúðurködum og hels- ingjanefjum, og svo mun „Royalismus" ísafoldar einnig vera. ísafoldar-ritstjórnin ímyndar sjer auðsjáanlega, að höfundarnir hafi engum sent bókina nema sjer, eða þá einhverjum útvöldum af hennar flokki, og þess vegna mun hún kalla hana „konungsgersemi"; en nú er „konungsgersemin“ komin einmitt frá herra Collingwood í þær hendur, sem ísafoldar- ritstjórnin kannske einna sízt hefði haldið og ósk- að, svo fleirum en henni gefst kostur á að tala um bókina. Það er mjög heppilegt fyrir ísafold, að bókin er ágætlega úr garði gjörð, svo ritstjórnin hefur ekki getað ritað um hani oflof — því annars get- ur hún (ritstjórnin) aldrei stillt sig, eins og allir vita, sem heldur ekki er við að búast af þeim mönnum, sem trylltir eru af „áfengisböli11 og brennivínsbrölti. Raunar er auðsjeð, að æsingin og „andagiptin11 hefur ekki átt sjer langan aldur; þeir hafa ekki haldið út nema fyrsta sprettinn, og hann stuttan, þá er „konungsdóttirin“ gleymd og allt hennar „mikilsverða brúðkaupsskart11, og þá fara manngarmarnir að þylja upp nöfnin á myndunum, rjett eins og þeir væru að þylja upp atkvæðagreiðslu á bæjarstjórnarfundi eða í „Gróð- templarafjelaginu“. En eins og vjer höfum sagt, þá er lof ísafoldar nm bókina ekkert oflof, því „opt ratast kjöptugum satt á munn“. Bókin er aðöllu hin eigulegasta og geðugasta, hvort sem tekið er tillit til myndanna, orðanna eða prentunarinnar. Prentaða lýsingin er fáorð og kjarngóð — svipar stundum til ritsháttar Carlyles en ekki finnst oss mikill skáldskapur í því, sem tekið er upp eptir Morris, þótt allmikið sje látið af honum á Englandi. Vjer sáum allar myndirnar hjá herra Collingwood, þegar hann ferðaðist hjer; það voru allt saman litmyndir, og báru það með sjer, að „sá kló sem kunni“. Collingwood er ekki einungis listamálari, heldur einnig hálærður maður, og hefur ritað æflsögu Jóns Rúskins, sem er einhver hinn einkennilegasti og frægasti rithöfundur á Englandi, fagurfræðingur, málari og skáld (nú orðinn gam- all, fæddur 1819); hann var áður kennari við há- skólann í Öxnafurðu, en sagði af sjer 1887 og býr nú í Lancashire; þar á Collingwod einnig heima og hefur meðal annars samið yfirgripsmikið rit um mynda-skraut (Philosophy of Ornament, 1883), mjög fróðlegt og skemmtilegt. Manni nokkrum, sem sá þessa myndabók, fund- ust sumar myndirnar ekki likjast þeim stöðum, sem þær áttu að sýna, en slíkir dó nar eru marklaus- ir, því 1) hefur „dómarinn“ ekki sjeð staðina frá sama sjónarmiði og málarinn, og 2) dæmir „dóm- arinn“ eptir minni eingöngu, ener ekki á sjálfum staðnum, og 3) eru menn hieigðir fyrir óþarfa útásetningu og sjálfbyrgingslega aðfinningasemi. Eins góður málari og Collir gwood er, hlýtur að> hafa auga fyrir þeim hlutum, sem hanu ætlar að mynda, enda bera allar myndirnar það með sjer, að þær líkjast stöðunum; maður finúur það ósjálf- rátt, að hjer hefur enginn klaufi eða viðvaningur fjallað um, enda eru þessar myndir öðru vísi en þær, sem vjer sjáum venjulega í flestum bókum ferðamanna. Hjer fer eins og annars: hafi menn ást og áhuga á verkinu, þá fer það vel úr hendi; en það sem flaustrað er af einungis til málamynd- ar, fer aldrei eins vel. Collingwood ferðaðist hjer um landið ekki eins og aðrir „túristar“, sem ekk- ert vita um það sem þeir sjá og ekkert hirða um að vita það; þessi ferðamaður setti sig inn í forn- sögurnar og jafnframt nútímann; hann málaði ekki í blindni, hann vissi, hvað hann gerði, og bar hlýjan hug til lands og þjóðar, enda naut hann góðrar aðstoðar, þar sem Dr. Jón Stefánsson var, og mun hann hafa ritað textann við myndirnar, eða að miklu leyti. Collingwood málaði uppruna- Iega allt með litum, eins og áður er sagt, og víst er um það, að litmyndir eru hinar einustu staða- myndir, sem eru fullnægjandi, því náttúran er ekki einungis svört og hvít, heldur ljómar hún með ótal litum og litbreytingum, og engarmyndir nema litmyndir geta gefið mönnum verulegar hug- myndir um fjarlægðir, eða það sem útlendingar kalla „Luftperspectiv“ (á ísafoldar-máli mundi þetta heita „fjarstæða“, og „fjarstæðumeistaii“ sá, sem kynni að mála þetta, álíka og „hættumeist- ari“ í „dönsku orðabókinni“). En flestar mynd- irnar í bókinni eru litarlausar, eins og ljósmyndir, en gefa samt (eins og þær) góða hugmynd um staðina; það er margfalt kostnaðarmeira og fyrir- hafnarmeira að prenta litmyndir, þar sem hver mynd verður að prentast eins opt og litirnir eru margir; sje nú tuttugu Iitir á myndinni, þá verður hún að prentast tuttugu sinnum með tutt- ugu spjöldum — eða þá aðrar aðferðir eru hafðar, sem ekki eru auðveldari nje kostnaðarminni. Nú vegna þess að náttúran er ýmislega lit, en menn vilja helzt hafa myndina sem likasta náttúrunni, þá þykir mönnum meira koma til litmyndanna, sem hjer í bókinni eru þrettán að tölu, en alls eru myndirnar hálft annað hundrað. Varla er efamál, að ýmsum muni þykja gaman að sjá myndir af þeim stöðum, þar sem sögurnar gerðust, þar sem atburðir fornaldar vorrar fóru fram, þar sem Kjartan og Guðrún voru, þar sem höfundur Höfuðlausnar og Sonartorreks átti heima; þar sem Gunnar var, eða Grunnarshaugur, sem Bjarni Thorarensen ritaði um í Aunálum forn- fræðafjelagsins (1848), og „Gfunnarshólmi“, sem Jónas gjörði kvæðið um, sem frægt er orðið — þar er Hlíðarendi og Knafahólar — öll Njála — þar er Helgafell, sem opnaðist fyrir Þorsteini þorskabít, og þar drakk hann inni í gleði og glaumi við hornaskval með framliðnum hetjum — þar er Sauðafell, ftægt af Sturlungu og JóniAra- syni — þar er Geirþjófsfjörður, þar sem Gísli Súrsson var. — Vjer getum ekki talið upp allar þessar myndir, vjer viljum einungis minna á það, að þetta myndaverk er nauðsynlegt og óumflýjan- legt hverjum þeim, sem nokkra tilfinningu hefur fyrir sögum vorum og fornöldinni, sem nú i fjarska virðist oss ætíð svo glæsileg og fögur, eptir að tíminn hefur sópað burtu öllum þeim misfellum og hrufum og skuggum, sem eru stöðugir fylgi- sveinar mannlífsins. Hjalti. Hann Hjalti var ekki svo heimskur, ó-nei, þótt himnesku goðin hann kallaði grey og gis að þeim gerði í ljóðum. Um goðgá hann sakaði alþingi allt, og orðanna djörfu ha m hvarvetna galt svo hrekjast hann mátti um hafdjúpið kalt og hafna á útlendum slóðum. Hann fann það svo vel, að hin fornhelgu goð ei framvegis dugðu, og öll þeirra boð ei meir höfðu mikið að segja. Hann fann, hverri fórn var til ónýtis eytt, og öll þeirra tilbeiðsla’ ei stoðaði neitt, og fyrir þeim lá þ tta einungis eitt sem öllu því gamla — að deyja. Hann fann það, að synd var að þegja yfir því, og þess vegna egghvössum háðvisum í hann gekk móti goðum og blóti. Hann hugsaði frjálst og hann hreinn var og beinn og hvorki til orða nje framkvæmda seinn, og horfði’ ekki i það, þótt hann stæði einn og hefði sjer alla á móti. Og erlendis nam hann hinn suðræna sið, er sjálfur hann alls hugar felldi sig við og líkan fann guðlegum gjöfum. Hann fann, að hann með sjer bar menningarfræ, var mildur, og svipaður vordagablæ; — hann langaði’ að flytja hann langt yfir sæ til landsins síns norður i höfum. Hann kom og hann boðaði byrjandi’tíð og bauð nú því gamla og úrelta stríð og neyddi það fljótt til að flýja. Á alþingi stóð hann, og aptur hans mál þar ómaði snjallt, eins og hreinasta stál, og hreif hverja einustu — einustu sái með eldfjöri lærdómsins nýja. Að reyna að feta í feðranna spor er fyrsta og seinasta ráðlegging vor, sem finnur þó viðleitni valta. En mætti jeg kjósa þar einungis einn, eg yrði í valinu hreint ekki seinn; og vertu þess fullviss, jeg fyndi ekki’ neinn sem fyrirmynd — annan en Hjalta. Því nú er hjer þörf fyrir nýjungatíð, og nauðsyn að boða þeim skurðgoðum stríð, sem ofmikið enn haf&’ að segja. Því til þeirra fórnum er ónýtis eytt og almenning stoða þau hreint ekki neitt cg fyrir þeim liggur það einungis eitt sem öllu því gamla — að deyja. 0g Hjalta þótt geti’ eg ei fetað i för, jeg fylgi mitt ljæ þeim, og afl mitt og fjör, sem ei fylgir alþýðu’ að blóti. Sem frjálslega hugsar og hreinn er og beinn og hvorki til orða nje framkvæmda seinn og horfir ei I það, þótt hann standi eina og hafi sjer alla á móti. Guðm. Magnússon. Vilji — þrek. (Úr Kringsjá). Það hefur á síðari árum opt verið þrætt um það, hver væri hin sanna orsök til framfara og þroskunar mannkynsins, hvað það sje, sem knýi mannkynið áfram, þrátt fyrir alla óhamingju, allt suudurlyndi, mismunandi hugsjónir og skoðanir á markmiði mannsins, allar hindranir, sem af náttúr- unnar völdum, eða af tilviljun, verða á vegi þess. Menn svara spurningunni á ýmsan hátt. Sumir segja t.d., að allur þorri menningarinnar sje að þakka einstökum framúrskarandi gáfuraönnum heili þeirra, eða hugsanaafl, sje aðalhreififjöður framfar-

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.