Ísland - 15.07.1899, Síða 1

Ísland - 15.07.1899, Síða 1
ISLAND. 2. ársfj. Reykjavík, 1S. júlí 1899. 12. tölubl. Kaupendur ,ÍSLANDs4 eru minntir á, aö borga blaðið hið fyrsta. Nú eru komnir út 2 ársfjórðungar af þessum árgangi blaðsins og kosta í Reykjavík til samans 1 kr., en út um land 1 kr. 20 au. Málfundur Alþingi. Það var sett, eins og lög gjöra ráð fyrir, l.þ.m. Á undan þingsetningunni fór fram guðsþjónusta, og stje sjera Sigurður Stefánsson í Vigur í stól- inn. Forseti sameinaðs þings var kosinn Hallgrímur biskup Sveinsson, en varaforseti Ólafur Briem. Forseti efri deildar: Árni Thorsteinsson, varafor- seti: Sigurður Jensson. Forseti neðri deildar: sjera Þórhallur Bjarnason, varaforseti: Jón Jens- son assessor. Skrifarar í sameinuðu þingi: sjera Sigurður Stefánsson og Þorl. Jónsson; í efri deild: Þorl. Jónsson og Jón Jakobsson ; í neðri deild: sjera Einar Jónsson og Klemens Jónsson. Hjer verður að eins stuttlega drepið á hið helzta, sem hefur gjörst á þinginu. Á boðskap konungs til alþingis og brjefi ráð- gjafa tii landshöfðingja um stjórnarskrármálið er ekki annað að græða en það, að stjórnin lýsir því yfir, að sami misskilningurinn og áður sje enn ríkjandi miili sín og beggja þingdeildanna um stöðu íslands í ríkinu, og geti hún af þeirri ástæðu ekki l&gt fyrir þingið nokkurt frumvarp til bieyt- ingar á stjórnarskránni. — Er nú ekki svo að sjá, sem henni sje nokkurt áhugamál, að þar verði nokkrar breytingar gjörðar. Frumvarp efri deildar frá í fyrra er óbreytt tekið upp í efri deild; flutningsmenn: Sigurður Stefánsson og Þorl. Jónsson. Nefnd er kosin í málið: Sigurður Stefánsson, Hallgr. Sveinsson, Kristján Jónsson, Þorleifur Jónsson og Jón Jóns- son (Sleðbrjót). í fjáriaganefnd eru kosnir í neðri deild: Skúli Thoroddsen, Jón Jónsson (Múla), sjera Sigurður Gunnarsson, Jón Jensson, Tryggvi Gunnarsson, G-uðjón Guðlaugsson og sjera Jón Jónsson. Það mál, sem að líkindum vekur mest líf i þing- inu í sumar, er bankamálið. Um það eru fram komin tvö frumvörp, annað frá stjórninni, um stofnun veðdeildar við landsbankann, og hefur Páll amtmaður Briem átt mestan þátt í samningu þess. Veðdeildin á eingöngu að veita lán mót fasteignar- veði, en um miklu lengri tíma en landsbankinn hefur hingað til gjört, vægari borgunarskilmálum, Landssjóður á að leggja veðdeildiuni 200,000 kr. tryggingarfje og auk þess 5000 kr. á ári fyrstu 10 árin. 2500 kr. má verja til skrifstofuhalds og endurskoðunar reikninga veðdeildarinnar, en laun gæzlustjóra við bankann færist upp í 750 kr. handa hvorum. Þessir eru kosnir í nefnd í málinu (í efri deild): Hallgr. Sveinsson, Kristján Jónsson og Þorleifur Jónsson. Hitt frumvarpið ber Benedikt Sveinsson fram, um stofnun hlutafjelagsbanka, sem á að heita „ís- lands þjóðbanki“, og fer frumvarpið fram á, að fjelagi í Kaupmannahöfn, sem hæstarjettarmálaflutnings- maður Ludvig Arntzen R. af D. og stórkaupmað- ur Alexander Warburg standa fyrir, sje veitt einkaleyfi um 90 ár til að gefa út seðla, sem greiðist handhafa með gullmynt, þegar krafizt er. Almetmingur á íslandi er ráðgjört að skrifi sig fyrir helming hlutanna, en þeir, sem einkaleyfið veitist, eiga að sjá fyrir hinum helmingnum. Fyrst um sinn má hlutafjeð ekki fara fram úr 6 miljón- um króna. Flutningsmaður sá svo um, að engar umræður urðu um málið, þegar það kom fyrir í neðri deild, og er mönnum því ókunnugt um undirtektir þingmanna. Nefnd er kosin: Benedikt Sveinsson, Klemens Jónsson, Pjetur Jónsson, Tryggvi Gunnarsson og Valtýr Guðmundsson. Guðl. Guðmundsson og Ben. Sveinsson fara fram á, að varið sje af landssjóði 5000 kr. til að undir búa stofnun klæðaverksmiðju, sem ætlazt er til að sett sje á stofn sem hlutafjelagseign, og megi verja úr landssjóði allt að 75,000 kr. til að kaupa fyrir ailt að helmingi hlutanna, en síðan hafi landsstjórnin eptirlit með stofnuninni, og sje henni falið að koma fyrirtækinu áleiðis. IJm þetta mál hafa orðið langar umræður í neðri deild. Var svo að heyra, sem flestir væru málinu meðmæltir, eins og það var borið fram, en þó mæltu aðrir á móti því, að landssjóður yrði eígandi í fyrirtækinu og þannig atvinnurekandi, og vildu heídur láta hann styrkja þann eða þá, sem taka vildu fyrirtækið að sjer, með lánveit- ingu með vægum kjörum, til að reka fyrirtækið fyrir eigin reikning, og er sú skoðun víst hyggi- legri. Jón í Múla hafði enga trú á fyrirtækinu, kvað íslendingum nær að hugsa um að rækta landið, áður en þeir færu að koma þar upp iðnaði „með kunstugum meðölum“. í fjárlagafrumvarpi stjóraarinnar fyrir árin 1900 og 1901 eru meðal annars áætlaður 35,000 kr. siðara áríð (1901) til frjettaþráðarlagningar milli íslands og útlanda, sem á að vera fyrsta ársborg- un af tillagi sem greiðist í 20 ár. Stjórninni er áskilið að mega haga lagningunni svo, að þráður- inn verði lagður í land á Austurlandi, ef sá, sem leyfl fær til að leggja þráðinn, leggur fram 300,000 kr. tillag til frjettaþráða á landi milli þess stað- ar, þar sem þráðurinn verður lagður í land og Reykjavíkur. Einnig stungið upp á, að stjórninni veitist hoimild til að verja á fjárhagstímabilinu allt að 74,000 kr. til að undir búa landþráðarlagn- inguna. í frumvarpi stjórnarinnar er farið fram á töiu- verðar nýjar fjárveitingar til póststjórnarinnar: Laun póstmeistarans í Reykjavík hækkuð úr 2400 upp í 3000 kr. og bætt við tveimur póstafgreiðslu- mönnum í Reykjavík, öðrum með 1500 kr. laun- um, en hinum með 1000 kr.; laun póstafgreiðslu- manna utan Reykjavíkur hækkuð úr 6,700 kr. upp í 8,100 kr. á ári og Iaun brjefhirðingamanna upp í 6000 kr. samtals. Þá er stungið upp á, að Helga Jónssyni sje veittur 2000 kr. styrkur til jurtafræðisrannsókna, að Bogi Melsteð haldi styrk sínum til að semja íslandsögu, að Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, Páll Ólafsson skáld, Einar Jónsson myndasmiður og Þórarinn Þorláksson málari haldi styrk sínum frá fyrra fjárhagstímabili og stjórninni veitt heimild til að veita Dr. Þorvaldi Thoroddsen lausn frá kennaraembætti við lærða skólann með eptirlaunum. var haldinn í gærkvöld í leikhússalnum í Iðnaðar- mannahúsinu til að ræða um frumvarpið, sem fram er komið á alþingi til stofnunar hlutafjelagsbanka. Þingmaður Reykvíkinga, Jón Jensson, boðaði til fundarins og var hann kosinn fundarstjóri. Um- ræðurnar hóf Halldór Jónsson bankagjaldkeri, las upp frumvarpið og útlistaði það, en iagði eindreg- ið á móti því. Hann sagði, að landsbankinn hefði árlega um 20,000 kr. ágóða af seðlaútgáfunni; fengi hlutafjelagið einkarjettindi til seðlaútgáfunn- ar rinni sá ágóði til hlutaeigenda, en þeir yrðu að sjálfsögðu að mestum hluta útlendir auðmenn. Þar sem einkaleyfið ætti að veitast um svo lang- an tíma (90 ár), þá yrði þetta afarmikið fje. Sighvatur Bjarnason bankabókari mælti einnig ákaft á móti frumvarpinu, bæði einstökum atrið- um þess og einnig hugmyndinni um bankastofnun- ina, eins og hún kom þar fram. Hann hjelt fram frumvarpi stjórnarinnar um veðdeild við lands- bankann. Indriði Einarsson revisor hjelt uppi vörn fyrir hlutafjelagsbankann. Þá lýsti Páli Torfason yfir því, hvað fyrir sjer hefði vakað, þegar hann gekkst fyrir, að koma máli þessu á stað; hann sagðí að atvinnugreinar íslendinga væru nú reknar fyrir útlent fje, sem íslendingar borg- uðu af 20%; milliliðurinn í þeim viðskiptum væru dönsku lánsverzlanirnar og kaupfjelögin. Úr þessu ætti hinn nýi banki að bæta, og breyta verzlunar- aðferðinni. Guðl. sýslumaður Guðmundsson talaði þá langt erindi og reif niður frumvarpið. Hann sagði, að það gæti verið heppilegt frá dösnku sjón- armiði, en frá íslenzku sjónarmiði væri það óhaf- andi. Yerzlun okkar væri að færast frá Dönum og finna beinni leiðir á heimsmarkaðinn. Danir sæu, að með því að ná ráðum yfir þessum banka, gætu þeir haft áhrif á alla verzlunina og beint henni aptur til sín, en þar væri henni verst kom- ið. Dr. Valtýr Guðmundsson kvað menn skyldu líta rólega á málið og þótti það rætt af helzt til miklum hita. Hann sagði, að margar ástæður, sem fram hefðu komið gegn frumv. væru á rökum byggðar, en þetta mætti allt laga og væri ekki með þeim aðfinningum sýnt, að fyrirtækið í sjálfu sjer ekki gæti verið gott. Hann hafði kynnt sjer málið áður hann fór frá höfn og leitaði ráða hjá áreiðanlegum fjármálafræðingum og vildi samkvæmt því gjöra ýmsar breytingar á frumvarpinu og ekki samþykkja það á þessu þingi. Kvað málið lítt undirbúið. í líka átt talaði Jón Ólafsson; hann sagði, að til þess að koma upp atvinnuvegum okk- ar vantaði okkur fje, en það fje yrðum við að fá að láni frá útlöndum; við gætum ekki búist við bæði að fá fjeð til láns og líka að njóta vaxtanna af því sjálfir. Hræðslan, sem kæmi hjer fram við þetta fyrirtæki, af því að það væri byggt á út- lendu fje, hefði því ekki við neitt að styðjast. Fundurinn var fjörugur og hús nær fullt. Fund- urinn stóð frá kl. 8%—11%. Yjefrjettin, Hún stóð og hjelt á baldursbrá og blöðin duttu, eitt og eitt. Hún taldi hljótt og hlustaði á; — það heyrir enginn neitt. Svo sleit hún síðsta blómsins blað. Hvað birtist nú? — Hvað sagði það? Hún stóð þar eptir hljóð, svo hljóð, — svo hljóð og rauð sem blóð. b.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.