Alþýðublaðið - 20.01.1927, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 20.01.1927, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |ALÞÝBUBLAÐ6Ð « kemur út á hverjum virkum degi. i Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við • Hveriisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. 'Í til kl. 7 síðd. : Skrifstofa á sama stað opin kl. i 9i/a-10Va árd. og kl. 8—9 síðd. • Slmar: 988 (aigreiðslan) og 1294 I (skrifstofan). • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ;' (í sama húsi, sömu símar). ....................... Vélbátaútgerðln undir sömu synd seld og togaraútgerðin. Ég lýsti um daginn ýmsnm mis- fellum, sem eru á rekstri tog- aranna, og sem, þó ekkert anna'ð kæmi til, væru nógar til a'ð gera útgerðina óarðberandi- En alveg eins er ástatt á vél- bátunum, enda eru launakjör skip- stjóra með svipuðum hætti. Á vélbátum er öll skipshöfn ráðin upp á aflahluta, og er skift- ingin á eftirfarandi hátt: Á vélbáti meö 12 manna skips- höfn er aflanum skift í 22 staði, og tekur hver skipsmanna einn hlut, en útgerðin 10. Skipshöfn ígreiðir helming þeirrar olíu, er á þorskfiskveiðum eyðist, svo og helming beitu um sama tíma á móts við útgerðina. Skipstjórinn tekur jafnt og hásetar, einn hlut, ög eru það laun hans, en auk þess greiðir útgerðin honum til uppbótar einn af þeim 10 hlut- um, sem til hennar falla, og svar- ar sá hlutur til þeirrar hlutdeild- ar, sem togaraskipstjórum er veitt af brúttéafla togaranna. Eins er og ástatt urn vélbátaskipstjóra og togaraskipstjóra að því Ieyti, að vélbátsskipstjérinn missir stöðu sína, ef hann nær ekki meðal- afla að skippunda- eða tunnu- tölu. Það lendir því alveg í hinu sama hér. Vélbátsskipstjórinn þarf að sjá sér og sínum borgið og verður nú að rembast við að ná upp skippunda- og tunnu-tölunni, þó að kostnaðurinn við að ná hermi sé svo langsamlega meiri en andvirði hennar. Það má sýna fásinnuna í þessu með dæmi, sem raunverulega hef- jr átt sér stað. Vélbátur leggur 80 línur með 9 bölfærum í fyrir- sjáanlega ófæru veðri undan vindi og sjó og liggur yfir í hæfí- legan tíma. En þegar á að fara að draga, lætur skipstjóri alla skipshöfn vera undir þiljum nema þrjá, menn, sem bundnir eru, svo að þá taki ekki út; einn dregur af vindunni, annar goggar og þriðji dregur inn miðbólin og kastar fiskinum í lestina, en skipstjóri sjálfur er í stýrishúsi við andófið. Og hvernig fer? Það nást ekki inn nema þrjár línur, og er það eftir því verði, sem nú er, kr. 1540,50, og er þó vantalin beitan, en m:ð henni eru þetta um kr. 1800,00. 5—8000 kr. þætti góður hreinn ágóði af vélbát yfir árið, og þetta tap hefir því verið einn fjórði til einn þriðji af sæmilegum árságóða bátsins. Þó að skipstjóri (og hásetar eigi þátt í tjóni því, sem verður á olíu og beitu, er það samt hverfandi hjá því tapi, sem lendir á útgerðinni við veið- arfæramissinn. Það er ekki von, að útgerðin beri sig með þessu. Og þó tekur ekki betra við á reknetaveiðum, því aðveiðarfærin, sem þar eru í húfi, éru miklu dýrari, 5—6000 kr. virði, en er ekki hlíft frebar fyrir það, því að skipstjóri tekur arðinn af brúttó-ágóða, og verður að ná skippunda- ög tunnu-tölunni, hvað sem kaurar. Þetta er ekki sagt af handahófi, því að þess eru mörg dæmi, að reknetjaveiðari hefir varpað út um 40 netjum og engu náð upp. Ég spyr nú sem fyrr: Hvar eru hankarnir? Ef nú hefðd verið far- ið sæmiiega með veiðarfærin, svo að ekki hefði spilst nema það, sem éhjákvæmilegt er, hefði vél- bátaútgerðin þá ekki borið sig? Og hefðu ekki bátarnir gengið nú? Og hefði ekki bankinn kom- ist hjá tapi? Og hefði ekki fóik nóga atvinnu? Því þótt einstök dæmi séu tekin, er svipuð van- brúkun veiðarfæranna á öllum vélbátum! Því Iieimta bankarnir ekki, að úr þessu sð bætt? Það er þeirra hagur og þeirra manna, sem trúa þeim fyrir fé. Eða eru bankarnir svo óhagsýnir, að þeir sjái þetta ekki? Ef svo er, p& er von, að „vondu árin“ séu hér all-tíð. Og leiðin út úr þessu er ein- föld, sú að láta skipstjórana tafta hlut af nettó-ágóða bátanna, en ekki brúttó, og að miða starfs- hæfi þeirra við það að þeir fái meðal-nettó-arð af bátnum að krónutölu, en ekki meðalafla að skippundatölu eða tunnutölu. Bankarnir eru skyldugir til að láta útgerðina breyta þessu, og er þó fleira, sem breyta þarf, að- föng til skipa og sitthvað annað, og skal að því vikið síðar. En þess skal getið, að fleira tapast hér en veiðarfæri og það, sem verðmætara er. Það eru mannslífin. Hinar mörgu drukkn- anir, sem verða á vélbátunum, ^tafa óefað að miklu leyti af þessu fyrirkomulagi. En það mæðir sennilega. ekki þungt á bönkunum eða útgerðinni; — þann skaða bera ekkjur og börn. B. B. J. Hvað er að gerast í Kína? í fréttaskeytum er nú upp á síðkastið nokkuð oft minst á Kína og ástandið þar. En skeytin eru str'ál og fáorð og því erfitt að fá nokkurt heildaryfirlit af þeim. Menn vita, að í Kína er borgara- styrjöld, en eiga annars örðugt með að átta sig á fregnunum. Hver er þessi Kanton-her og hver Norðurherinn ? Hvað er eiginlega að gerast í Kína ? Þrátt fyrir fjar- lægðina fýsir margan að vita ein- Ihver deili á viðburðunum þar 0g tildrögum þerrra. Oti um heim- inn vekja ekki önnur tíðindi meiri eftirtekt um þessar mundir en þau, sem berast frá Kína. Um langan aldur var Kína lok- að land og fáum kunnugt. Þó vissu menn, að þetta land átti eld- gamla, ríka menningu. Sú menn- ing hafði sínar björtu hliðar og sína skugga, eins og gengur og gerist. Þar þróaðist guðstrú 0g guðleysi, dygðir og lestir hlið við hiið. Á sviðum þjóðfélagsmálanna voru sjálfsagt ýmsir annmarkar eins og annars staðar, en yfirleitt lifði þjóðin friðsömu og nægju- sömu lífi. Inn í þetta ríki brauzt svo auð- valdið frá Evrópu með ofbeldi, eins og þess er vandi. Ekki tii þess að græða þau þjóðlífsmein, er þar kynnu að finnast, heldur til þess að græða fé. Og guð skal vita, að því tókst það. Engar hag- fræðitöiur Iiggja fyrir um þær geisi’egu upphæðir, þann feikna- gróða, er sópað var inn fyrir blygðunariausa arðnýtingu og fé- flettingu Evrópuburgeisanna gagn- vart hinum gulu mönnmn. Eins og aikunnugt er, gengu þessir há- kristnu villimenn svo langt eitt sinn á síðustu öld, að þeir not- uðu brezkar fallbyssur til að kúga syni og dætur „himneska ríkisins“, til að flytja inn og reyltja opíum, 'Sem þeir þó gjarna vildu vera lausir við. Vitanlega voru þessir stórvelda- braskarar hátt yfir það hafnir að hlíta landslögum, þar sem þeir komu. Þeir mynduðu sínar eigin sjálfstæðu réttarstofnanir í Kína. Þegar þeir voru búnir að hrifsa til sín með valdi yerzlunarhafnir við hafið og fljótin, höfðu sezt að í bæjunum og bygt sína sérstöku bæjarhiuta, settu þeir á stofn eig- in lagagæzlu og dómstóla. Ev- rópumenn gátu þannig gert alt, sem þeir vildu; þeir lutu ekld kínverskum lögum og báru enga ábyrgð gerða sinna fyrir þarlend- um dómstólum. Og þá bagaði hvorki feimni né iítillæti. Heila landshluta lögðu þessir víkingar undir sig, stofn- uðu verzlanir, bygðu verksmiðj,- ur og gerðu út skip. Á öllum sviðum urðu íbúar landsins að þræia fyrir þá og þræla mis- kunharlaust. Trúboðar voru sendir inn í landið ti! þess að kenna hinum heiðnu Kínverjum guðsótta og góða siði, Fáfróðir, ofstækikristn- ir uppskafningar óðu um þetta iornhe’ga land og skyldu flytja þjóðinni fagnaðarboðskap Krists og Mammons, — þessari þjóð, sem um þúsundir ára hafði varð- veitt giæsiéga menningu, svo gamla, að hún stóð með miklum blóma á þeim tímum, er forfeð'- ur trúboðanna ráfuðu um í frum- skógum Evrópu, klæddir dýra- húðum og kann ske átu hver ann- an. Evrópa komst smátt og smátt á þá skoðun, að allur þessi yfir- gangur og þrælabrögð, sem beitt var við Kínverja, væri öldungisi eins og ætti að vera. Stórveldin höfðu húið um sig í Kína og bú- ið vel um sig, tekið verzlunina og tollgæzluna í sínar hendurs gefið hinu innienda valdi „langt nef“ og unnið dyggilega að því að eyðileggja hina fornfrægu menningu. Ekkert var við þetta að athuga frá sjónarmiði vald- hafanna í Evrópu. Það var alí sa'man ákvörðun guðlegrar (ev- rópiskrar) forsjónar. Kæmi þaði fyrir, að einstaka Kínverji tæki að rnögla, var litið á hann sem illgjarnan og hættulegan náunga, sem helzt ætti e'kki að fá að ganga laus. Mögluðu margir f einu, var það kailað uppreisn og rof heilagra samninga. Og helgi samninganna var varin rneð' myndugleika hins réttláta mál- staðar. Dygðu ekki fortölur trú- boðanna, var griþið til hnífsins. Fallbyssur og herskip skáru þá'. úr málunum. Nú er svo að sjá, sem þetta æfintýri sé á enda. Þeir dýrð- iegu dagar sýnast bráðum taldir, er verzlunarhúsum og iðnrekend- um stórveldanna leyfist að arð- nýta Kínverja eftir vild. Alt út- lit er fyrir, að vilji hinir hvíta herrar framvegis dvelja þar £ landi, verði þeir að minsta kosti að haga sér eins og siðaðir menn. Halda landslög eða flýja land ella •— það verður líklega hér eftir sú lífsregla, sem Evrópumönnum í Kína leyfist ekki að skella skoll- eyrum við. En þá er auÖvitað óumflýjan- jegt, að gróðinn verði minni en áður og að verzlunar- og átvinnu- fyrirtækin verði áð reka eftir nokkuð öðrum meginreglum. Þetta er nú stórveldunum farið að skiljast. Ekki svo að skilja, að mannúðar- og réttlætis-tilfinning þeirra hafi kent þeim það, heldur hefir rás viðburðanna þar eystra gert þessa viðurkenningu sann- leikans að knýjandi nauðsyn. Værí það ekki svo, er hætt við, að enn hefðu liðið langir tímar áður en augu hvítu mannanna opnuðust, svo þeir sæju að sér og snéru til betri vegar. Frá því um miðja 17. öld og fram á þá 20. var Kína stjórnað af útlendri keisaraætt, — hinni svonefndu Manchu-ætt. En innan ríkisins hafði risið og magnast þjóðleg byltingarhreyfing, sem steypti keisaranum af stóli 1911. Forvigismenn hreyfingar þessarar höfðu fIestir sótt mentun sína til Evréipu og tileinkað sér vestræn- an hugsunarhátt. Eftir að keisara- ættin var rekin frá ríkjum gerðist Kína eins konar iýðveldi með

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.