Lögfræðingur - 01.01.1899, Page 49
Ágangur búfjár.
Samið hefur
P á 11 B r i e m.
IY.
Ágangur búfjár á heygarða o. fl.
Eins og áður er sagt, segir svo í rjettarbót Eiríks
konungs Magnússonar 2. júlí 1294, 5. gr.: »Skylt er at
bafa löggarð um, hvar sem lilaðit er korni eða töðu«.
í Jónsbók, Landsleigubálki 23. kap., var þegar áður
ákveðið, að menn skyldu hafa löggarð um hey sitt á ann-
ars landi, og samkvæm því voru ákvæðin í Llb. 25. kap.
um löggarð um liey, er rak í liaga eða engi annars manns.
Ennfremur var ákveðið í 23, kap., að menn skyldu hafa
löggarð um hey í fjallhögum sínum og einnig í engi sínu,
ef heyið var eigi meira, en 200 faðma tólfræð frá landa-
merkjum annars manns ^).
1) Jb. Llb. 23. kap.: „Maðr skal („má“ í íslensku útgáfunum)
gera löggarð um hey sitt í amiars landi, ok grafa í sínu
engimarki torf til, ok svá skal hann gera löggarð í fjallhög-
um, þó at hann eigi sjálfr jörð undir (í ísleusku útg. stend-
ur: ok svá skal gjöra löggarð í fjárhögum, þó at hann eigi
eigi sjálfr jörð undir), ok í engimarki sjálfs síus, ef eigi er
lengra frá annars manns landamerki, en 200 faðma tólfræð.“
Lögfræðinsrur III. 1899. 4