Alþýðublaðið - 22.01.1927, Side 2

Alþýðublaðið - 22.01.1927, Side 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ ÍALPÝPUBLAÐI® kemur út á hverjum virkum degi. ■ Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við : Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. ; til kl. 7 síðd. : Skrifstofa á sama stað opin kl. 1 pi „ —10' '2 árd. og kl. 8—9 síðd. 3 Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 1 (skrifstofan). « j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j hver mm. eindálka. : Prentsmíðja: Alpýðuprentsmiðjan j (í sama húsi, sömu símar). ; Nýtt skilningarvit Eftir Þörberg Þórðarson. (Frh.) Þriðja ástæðan gegn esperantó hljóðar pannig, að „tilbúið" mál hljóti að vera „dautt“ mál og geti því aldrei fullnægt pörfum lifandi mánna. „Tilbúið“ mál sé „ónátfúrlegt“. Þetta áræða pó peir einir að fullyrða, sem eru nægi- lega grunnhyggnir til að fordæma nýjungar, er vaninn hefir ekki gefið J)eim neina hugmynd um. Ég fullyrði þá með sama rétti, að „tilbúin“, upphugsuð hús séu ófullkomnari og „ónáttúrlegri" mannabústaðir en náttúrlegar hol- ur og hellar. Og ég staðhæfi, að náttúrlegir, óræktaðir vall- Jendispaldrar fullnægi betur þörf- um manna en fagurlega ræktað- ar ekrur og „tilbúnir“ jurtagarð- ar. Hvað er „tilbúið“? Hvað er „náttúrlegt" ? Og hvað er „lif- andi“? Er ekki öll þessi óbeit yðar 4 „tilbúnu" og lotning yðar fyrir „náttúrlegu“ og „lifandi“ al- vöru’au t orðag álfur, hiæsnislul'- ur kjaftavaðall ? Sýnið mér trú yðai! í verki. Farið austur í Þing- vallahraun og lifið þar sjö daga eftir lögmáli hins , náttúrlega" og „lifandi". Og ég skal ábyrgjast, að þegar á hinum fyrsta degi hverfið þið aftur að fótum mér eins og skynlausar skepnur og grátbænið mig um eitthvað „til- búið“, eitthvað „ónáttúrlegt" og „dautt“. Ef þér kallið það eítt „ná'tt- úrlegt" og „lifandi ", sem er ekki „tilbúið", ekld upphugsað, þá er öll mannleg menning „ónáttúrleg" og „dauð“. Fötin, sem þér klæð- ist, maturinn, sem þér etið, hús- in, sem þér búið í, verkfærin, sem þér vinnið með, bækurnar, sem þér lesið, stafrófið, sem þér látið íákna ákveðin hljóð, tónstig- amir, sem þér leikið eftir lista- verk sniilinganna, myndirnar, sem þér skreytið með hýbý'i yðar, vís- mdastofnanirnar, sem veita yður þekkingu, trúarbrögðin, sem láta yður í té eilífa sáluhjálp, vegir, brýr, skip, bifreiöar, eimlestir, flugvélar, póstur, sími, viðvarp, jafnvel þjóðfélagsskipunin, sem þér fallið fram fyrir og vegsamið, af því að hún veitir yður hent- ugt tækifæri til aÖ seðja rá'n- dýrseðli yðar á sveita litilmagn- ans, — ait er þetta „tilbúið", upphugsað eftir vísindalegum rcglum og hlýtur þess vegna að vera „ónáttúrlegt" og „dautt", ef þér teljið að eins ástand villi- dýrsins „náttúrlegt" og „lifandi". Öll menning er „ónáttúrleg". Villi- dýrin ein lifa „náttúrlegu" lífi. Hvar sem menskur maður gefur sér tóm til að hugsa eina ein- ustu viti borna hugsun, þar er hafin árás á „náttúrlegt" líf. Hugsun er „ónáttúrleg". „Náttúr- leg“ er einungis hin blinda eðlis- hvöt. Því glæsilegri sem menn- ing vor er, því „tilbúnari" eru lífsskilyrði vor, J)ví „ónáttúrlegri" breytni vor, því „dauðara" líf vort. Hin mæltu mál mannkynsins eru meira að segja „tilbúin", upp- - liugsuð eins og öll önnur menn- ing. Þeim hefir ekki skotið upp ósjálfrátt eins og puntstráunum í vall-lendispaldranum. Og það er fyrst, ffegar búið er að temja þau við vísindalega og listræna hugsun kynslóð eftir kynslóð, að þau verða viðunandi starffæri sið- aðrar sálar. En sá er hinn mikli eðlisgalli mæltra mála, að þau eru að eins hugsuð að nokkru leyti. Hið hugs- aða er aðalsmerki þeirra. En á hinn bóginn hafa þau hrúgast upp fyrir tilviljanir blindra hendinga. Og það eru hinar idiotiskú eyður . jög torfærur mæltra mála. Að móðurmál vort snertir vitund vora eins og „náttúrlegt", „lif- andi“ fyrirbrigði stafar alls ekki af því, að það er bæði upphúgs- að og óhugsað eða viturlegt og yitlaust.. „Náttúrlegt" og „lifandi" er það einungis þess vegna, að vér höfum vanist því svona frá blautu barnsbeini. Spyrjið útlend- ing, sem er að læra íslenzku. Fyrir hans hugskotssjónum er ís- lenzk tunga mjög „ónáttúrleg" í samanburði við hans eigið móð- urmál. Hann ber sér meira að segja á brjóst yfir því, að obb- inn af íslenzkri ljóðagerð frá síð- ari öldum sé .éinhver flóknasti og „ónáttúrlegasti" samsetniagur, sem hann hafi nokkurn tíma kom- ist í kast við. En oss finst samt sem áður megnið af þessum Ijóð- um vorum Ieikandi létt, „lifandi" og „náttúrlegt". Nákvæmlega eins eru útlend mál „ónáttúrleg" og „dauð“ fyr- ir 03s. Otlent mál verður oss alclr- ei svalandi lífslind, nema vér dveljumst langvistum með þjóð þeirri, sem talar það, lærum það tii hlítar og temjum oss að beita því árum og jafnvel áratugum saman. Og þó éfast ég um, að það verði oss nokkurn tíma eins „náttúrlegt" og „lifandi ‘ sem Vort eigið móðurmál. Með öðrurn orð- um: Sérhver iöluð tunga er Jil- búið“ mál í meðvitund allra, sem ekkl hafa feng.ð pað í vöggugföf að móðurmáli. Einhver kynri nú að vilja svara mér og segja: íslenzk tunga íræjð- ir J:ig um, hvernig orðin eru hug - uð, og þess vegria finst þér hún „náttúrleg" og „lifandi". En þessu er ekki þann veg farið. Þorri ís- lenzkra orðstofna er náskyldur samsVarandi orðstofnum í öðrum indógermönskum málum. Allir þessir orðstofnar eiga röt sína að rekja til einnar og sörnu frum- myndar. Og grundvallarhugsun frummyndarinnar er mér jafnfólg- in og óskiljanleg í íslenzku or’ð- myndinni sem í hinum útlendu systrum hennar. ö 1 indógermönsk mál hafa breyzt svo stórkostlega frá uppruna sínum, að þau veita almenningi enga fræðslu um það, hvernig orðstofnarnir hafa verið hugsaðir í árdiaga frumtungunnar. f minni vitund er frumhugsunin í íslenzku orðmyndinni faðir í raun réttri jafnóskiljanleg sem í ensku orðmyndinni fgther og patro á esperantó. Þó finst mér íslenzka orðmyndin ofurlítið „náttúrlegri" og liggja hjarta mínu ofurlítið nær en father og patro. Hvers vegna? Einungis vegna þess, að ísienzku orðmynd- inni hefi ég vanist frá blautu barnsbeini og að við hana eru tengdar ■ margvsílegar minningar frá umliðnum æfidögum. Orð- myndin father fellur hins vegar bezt í smekk ensku mælandi manns. Og þeim, sem væri fæddur og uppalinn við esperantó, myndi finnast orðmyndin patro sál sinni skyldust. Sömu lögum hiýðir skilningur minn á samsetningum orða og niðúrskipun orða í setningu. fs- . ienzkar samsetningar og setninga- skipun falla „náttúrlega" í minn smekk, af því að ég hefi vanist þeim frá óvitaaidri. Ég hefi vanist áð segja: Ég elska fö'óur minn. Þetta finst mér „nátt- úrleg" orðaröðun. Enskumæland- inn segir aftur á móti: / love my father. Og það eitt fellur „nátt- úrlega“ í hans smekk. Esperant- istanum væri jafnnáttúriegt að segja þessa hugsun á tvo vegu: Mi amas mian palron eða mi amas patron mian, af því að hvort tveggja eru lög esperantós. Hér ber því alt að sama brunni: Það er ekki myndun málanna, sem gerir þau „náttúrleg". Það ieru endurminningar vorar, sem við þau eru tengd, æfing vor í að heyra þau og tamning vo'r í að|» beita þeim. Ég hefi heyrt menn staðhæfa, að hin mæltu mál séu ekki „til- búin“, ekki upphugsuð. Þau séu innblástur, sem runnið hafi af vörum manna ósjálfrátt og heila- brotalaust. Þess vegna séu þau „npttúrleg" og „lifandi". Þessi fullyröing brýtur gersamlega í fcág við þekkingu mina á eðli og orsökum mæltra mála. Ég hefi sagt — og Jrann dóm reisi ég á þekkingu —, að mælt mál séu bæði hugsuð og óhugsuð, bæði vituríeg og vitlaus. Ég hefi þar að auki sýn,t fram á, að það er ekki myndun málanna, sem gerir þau „náttúrleg", heldur langæ sambúð vor við þau. Hin.s vegar játa ég, að sá hluti mæltra mála, sem ég tel hugsaðan eða á viti reistan, geti að nokkru leyti ver- ið „innblásinn", og skil ég þá við „innbiásinn", að þörfin hafi knúð orðin ósjáifrátt fram á varir manna án undangenginna heila- brota. En ég fullyrði einnig, að þessi hluti málanna sé að miklu leyti „tilbúinn“, upphugsaður, og skil ég þá við „tilbúinn", að þau séu til orðin fyrir umhugsun, heilabrot. En falla hin væntanlega „inn- blásnu" orð nokkuð „náttúrleg- ar“ í smekk vorn en hin „til- búnu“ eða upphugsuðu? Þar til er því fyrst og fremst að svara, að vér höfum enga hugmynd um, hvort meginþorri þeirra orða, sem vér notum í ræðu og riti, er „inn- blásinn" eða upphugsaður. Vér vitum ekki, í hvaða kringumstæð- um forfeður vorir skópu þessi hugsanatákn fyrir þúsundum ára. En ef draga má líkingu milli fornra orðmyndana og orðmynd- ana nú á tímum, að því leyti sem þær eru oss kunnar, þá virðist mér þau orð giæsilegust og vitur- Iegust, sem skýrast eru hugsuð. Ég neita því ekki, að orðið bíl- ungi sé nógu skringilega smell- ið, þótt það sé „innblástur", sem kom >Tir óiærðan alþýðumann uppi á Hellisheiði, En. greindar- legra, fegurra og jafnvel „nátt- úrlegra“ finst mér þó orðið skó- hlíf, sem er „tilbúið", upphugsað eftir iangæ heilabrot inni í ofn- hitaðri hugmyndasmiðju hér í höfuðstaðnum. Mikið af nýyrða- smíðum dr. Guðmundar Finn- 'bogasonar og prófessors Sigurðar Nordals í rafmagns- og verzlun- ar-máli er mér fullkomin sönnún þess, að „tilbúin" orð bera af orðahrati stefnulausra „inspirati- ona“ eins og gull af eiri. Orð eins og glöaldin er sennilega of svipmikið til þess að geta sam-. rýmst auðvirðileika daglegs murmsafnaðar. En s’.íku nafni gæti ég bugsað itícr að meistararnir L Tíbet vildu nefna appelsínu. Esperantó er sá geníalasti inn- blástur, sem ég hefi séð opinber- aðan í orðum. En geníalasti inn- b.'ásturinn í esperantó er þó sá, að þar; er í raun og veru ekkert „til- búið". Hljóðin, orðstofnarnir, orð- myndirnar, forskeytin, endingarn- ar, beygingarnar 0g setningaskip- unin, þetta er alt samandregið úr hinum mæltu málum. En það eitt er tekið, sem er náuðsynlegt, hag- kvæmt og fagurt, en því slept.. sem er óþarft, gagnslaust og Ijótt. Esperantó er sam nþjappað vit og fegurð mæltra mála. Heimsku þeirra, tilviljunum og lýtum varp- ar það fyrir borð. Það er því ger- samlega rangt að kalla esperantö „tilbúið" mál. Esperantó er ekki fremur tiibúið en íslenzka, latína; eða sanskrít. Esperaníó er úrvals- mái, -sem dásamlegt málaséni, skáld og tónsnillingur söng á bók í tuttugu ár, áður en hann gaf það mannkyninu. Þess vegna er espe-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.