Alþýðublaðið - 22.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.01.1927, Blaðsíða 3
ALfcÝÐUBLAÐIÐ 3 rantó einfaldara, fegurra og full- komnara en nokkur töluð tunga. „Lifandi mál!“ Ég hefi spurt rnarga, við hvað þeir ættu með þessari margþvældu upphrópun. En mér hefir alt af verið svarað með þögn hinnar óflekkuðu ein- feldni. Pað, sem ég skil við lif- andi mál, er 1 stuttu máli þetta, að málið sé meðfærilegt tæki hugsunarinnar, að það sé fært um að endurspegla hggmyndir og geðshræringar sálarinnar og sam- svari anda staðar síns og stundar bæði að orðavaii og setningaskip- un. Lífsorka málsins er því meiri, því hæfara sem það er til að inna þessi hlutverk af hendi. Esperantó fullnægir öllum þess- um skilyrðum út í yztu æsar. í>að tekur rneira að segja öllum mæltum málum fram í þessum greinum. Engin töluð tunga kemst í hálfkvisti við esperantó að lip- urð, skýrleik og fjölbreytni. Ekk- ert mælt mál stendur því nándar- snærri á sporði í því að orða ná- kvæmiega og akkúrat jafnvel fín- gerðustu blæbrigði hugrenninga vorra. Þess vegna hafa ýmsar stéttir valið það til alþjóðaskifta sem lingvo klara (málið skýra). Og engin þjóðtunga samsvarar jafnvel anda staðar og stundar sem esperantó, bæði að orðavali og setningaskipun. Sá hefir enga hugmynd um takmarkanir, flónsku og fátækt mæltra mála, sem ekki hefir kynt sér esperantó til hlít- ar. Samt segi ég ekki, að esperantó láti eins „náttúrliega“ í eyrum vor- um sem móðurmál vort. En það heíir til brunns að bera rniklu rneiri skilyrði til að samrýmast hugsunarhætíi vorum en nokkur erlend þjóðtunga. f fyrsta lagi vegna þess, að esperantó er reist á alþjóðlegri undirstöðu líkt og músik og myndali t, og allir menn eru í insta eð’.i sínu alþjóðasinn- ar, I öðru lagi af þeim ástæðum, að það talar jafnan til heilbrigdr- cir skynsemi, og heiibrigð skyn- semi er þjóðernislaus á sama hátt og vísindin. Og í þriðja lagi fyrir þær sakir, að vér höfum að minsta kosti prjátíu sinnum meiri ■skilyrdi til ac) geta lœrt espercintó til hlítar og beitt pví til fullnustu, af því að það er óefaö þrjátíu sinnum einfaldara, auðlærðara og meðfærilegra en talaðar tungur, og ég hefi sýnt frarn á, að það sé ickunin, sem gerir málin „náttúr- leg“. Þess eru mörg dæmi, að smákrakkar læra að tala og rita esperantó reipreniandi. Þannig verður esperantó kent í framtíð- Snni. Og ég er sannfærður um, að þeir, sem ná valdi á esperantó á unga aldri, þeim verður það jafn- náttúrlegt og lifandi sem móður- málið. Pxófessor einn í Oxford kvað þann dóm upp um „ti búna'* tungu endur fyrir löngu, að óhugsandi væri að rita skáldlegt meistara- Verk á slíku rnáli, og hann nefndi Hamlet Shakespeare’s til dæmis. Þetta var á dögum Zamenhofs, og hann fekk vitneskju um þessa fullyrðingu prófessorsins. Zamen- hof gerði sér þá lítið fyrir og þýddi Hamlet á esperantó. S-ðí an sendi hann prófessornum þýð- ingu sna. Þessi prófessor var svo fordómalaus, að hann fékst til að lesa þýðinguna gaumgæfilega. En það sýnir þó enn þá átakanlegar yfirburði hans yfir forpokaðar prófessors-ómyndir, að hann kvað þann dóm upp um þýðingu Za- menhofs á þessu „tilbúna'” máli, að hún bæri stórum af öllum þeim útleggingum á Hamlet Sha- kespeare’s, er hann hefði séð. Og þessi prófessor i Oxford var svo hlægilega ólíkur steingröfunum við Austurvöll, að hann gerðist eindreginn esperantisti. Hamlet- þýðing Zamenhofs hefir nú verið* gefin út sex sinnum. Og enn þann dag í dag telja Englendingar hana glæsilegustu útlegginguna, sem nokkurn tima hafi verið gerð á Hamlet Shakespeare’s. Ég segi frá þessu til þess að sýna hleypi- dómafullum steingervingum, að dómar og hleypidómar geta ver- ið tvent ólíkt. Eg skammast mín ekki fyrir að segja það um sjálfan mig, að ég hefi alveg eins næman smekk fyr- ir rnáli og stíl og aðrir íslenzkir rithöfundaj. Ég hefi lesið fjölda bóka á útlendum þjóðtungum nú í milli tíu og tuttugu ár. Ég hefi lesið nokkrar bækur á esperantó í bálft annað ár. Og fyrir minn smekk er esperantó fyllilega eins „náttúrlegt" og „lifandi" og út- lendu þjóðtungurnar, þrátt fyrir hina löngu viðkynningu mína af þeim, en stuttu afskifti mín af esperantó. Eini munuri.nn, sem ég finn á esperantó og erlendum þjóðtungum, er ég hefi lært, er þessi: Esperantó er margfalt ein- faldara, margfalt fauðlærðara, miklu fegurra og hreinlegra, miklu skýrara og óendanlega mörgum sinnum' fullkomnara starffæri hugsunarinnar. Sannasti dómurinn, sem ég hefi séð um „líf“ esperantós, eru þessi orð dr. Privat’s, forseta í miðstjórn alþjóðahreyfingar espe- rantós: „Esperantó er lifandi mál lif- andi manna." (Nl.) Sínmöin í Baiifeastræíi 8. f safni því, sem hr. Jóh. Kjar- val sýnir í Bankastræti 8 þessa daga, eru án efa einhverjar þær athyg’isverðustu myndir, sem sést hafa frá hsndi hans. Flestar eru þær gerðar með tússi, nokkrar með vatnslitum og ein olíumynd. Það er einkum hin undraverða fimi Kjarvals í meðferð tússpens- ilsins, sem hlýtur að draga að sér athygli skoðandans á þessari sýningu. Sumar þessara mynda, einkum andlitsmyndirnar, eru gerðar með þeim hætti, að maður freistast til að nefna þær ýmist málverk úr tússi eða nálætingar (raderingar), gerðar án sinks og nálar (sjá ýmsar fjallamyndirnar að austan!). Sá, sem virt hefir fyr- ir sér íslenzk stuðlabergsfjöll und- ir mjöll á vetrardegi, hlýtur ó- sjálfrátt að álykta, að myndform það, er hæfi þeirn bezt, sé nálæt- ingin; samt hefir næmnin í hand- bragði Kjarvals hafið þau til fulls gildis með tússinu og að auki gef- ið þeim þau blæbrigði, sem nál- ætingin á ekki til (sjá t. d. fín- indin í loftskyggingunum). Óvíða í tízkulist gefur að líta jafnnostursama leikni eins og þá, er lýsir sér í handbragði þessa íslenzka meistara, og mikið má vera, ef til er nægilega næmur smekkur hér til að fá metið raf- finement það, sem liggur í fjalla- mýndum hans. Efast ég um, að til sé sú stofa í Reykjavík, þar sem myndir þessar féllu ekki út úr jafnvægi, ef þær væru hengdar upp. Vinnubrögðin á andlitsmyndun- um eru einnig sérstaklega eftir- tektarverð. Þau votta skilning há- mentaðs listamanns á íslenzkri náttúru, íslenzkum kjörum og ís- lenzkri sál betur en hægt er í nokkrum skáldskap. Það er ó- hægt að nefna einstök dæmi, því myndirnar eru illa merktar og sumar ekki. Þótt stíllinn sé að vísu samur í öllum andlitunum, þá skiftir gersamlega um vinnu- brögð við hvert módel; ber t. d. sarnan dökku stúlkumyndina (gerð með hálfþurrum pensli) og rauðkrítarmyndina nreð draum- leiðslusvipnum (mig minnir, að Kjarval hafi kallað hana Islœn- derinde med keltiske Drömme á Kaupm.hafnarsýningu sinni 1920); enn fremur Ijósmyndarnákvæmn- ina í sumum myndunum og svo hráunnu höfuðin af síðskeggjun- um, sem virðist vera kastað upp í einu vetfangi. Þær síðast töldu eru. e. t. v. hinar glæsilegustu myndir í safninu. Það er hinn sálræni skiiningur meistarans á roódellinu, sem skipar fyrir um vinnubrögðin í hvert skifti. Hugsi ég til annara sýninga Kjarvals og margbreytni þeirrar, sem hann hefir sýut í vinnubrögð- um, sé ég ekki betur en hér sé snilling-ur, sem hafi að baki sér samstæðan og gloppulausan lær- dóin. Við kunnáttuna bætist hTð afburðafrjóa sköpgnarafl manns- ins. Áhrif frá íorngildn list og nýrri eru gengin yfir í sjálfstæð- an persónuleik við alvarlega sjálfsprófun hans á fjarstæðustu stílum og skólum. Listamaðurinn hefir auðsýnilega sezt fordóma- laus qo- hæverskur við fótskör bæði voldugra og vafasamra meistara, áður en hann náði bekk- ingu þeirri og listreynslu, sem orðið hefir vaxtargrundvöllur hins siálfstæðíu kjarvalska persónu- leiks. Annars finst mér, að Kjarval geti eins farið til Angmagsalik, eins og að vera að sýna þetta hér. Að vísu hefir almenningur jafn- gott (eða ilt) vit á myndum hér á landi sem annars staðar, en hinir, útvöldu eru miklu færri. Þar að auki eru allir blankir hér og hafa ekki efni á að kaupa listaverk. Kjarval ætti að selja allar andlits- myndir sýnar í einni samstæðu til útlanda. Þær eru áreiðanlega nokkur hundruð þúsund króna virði og verða meira, þegar tímar líða. Kiljan. Um dagim ©g vefginn. Næturlæknir er í nótt Ólafur Þorsteinsson, Skólabrú 2, sími 181, og aðra nótt Maggi Magnús, Hvg. 30, simi 410. Næturvörður er næstu viku í lyf jabúð Reykja- víkiu'. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. 1 fríkirkj- unni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur prófessor Níels- son. f Landakótskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- þjónusta með predikun. í Aðvent- kirkjunni kl. 8 síðdegis séra O. J. Olsen (sjá auglýsingu). — 1 Sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðsþjónusta. Allir velkomnir. — 1 Spítalakirkjunni (kaþ.) í Hafnar- firði kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predik- un. Stjórn verkakvennafélagsins „Framsóknar" var kosin á aðalfundi þess í fyrra kvöld. Kosnar voru: Jónína Jónatarisdóttir formaður, Jóhanna Jónsdótíir varaformaður, Maria Pétursdóttir ritari, Jóhanna Eg- ilsdótlir fjármálaritari og Herdís Símonardóttir féhirðir. Togárarnir. „Gylfi" korn af veiðum í gær með 1200 kassa og fór til Eng- sands í gærkveldi. „Egill Skalla- grímsson" kom í morgun af veið- um með 1000 kassa. „Arinbjörn hersir" kom í gær frá Englandi. „Hélgir s?ðir“ heitir erindi, er Grétar Fells lögfræðingur flytur á morgun kl. 2 í Nýja Bíó fyrir stúdentafræðsl- una. Ætlar h,ann að segja frá viðhöfn ýmissa helgra siða bæði fyrrum og nú og skýra frá gagni þeirra og gildi í ýmsum efnum, kirkjulífi, félag :lífi og daglegu lífi. Stúdentafræð Jufyrirlectrana ættu menn að sækja vel, því að þeir eru jafnan fróðlegir og að- göngugjaldið lágt. Þeura dag árið 1783 fæddist George Byron (frb. Bæron), stórskáldið enska.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.