Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 2

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 2
238 KTÝJA. OLmM kemr út hvern Laugardag (og oft endrarnær, alls 72 tölhl. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au. ársfjftrð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — döll. 1.25 — árgangrinn. Aðal-umboðsmaðr blaðsins, SlgurOr Krlst- jánsson böksali, annast söluog átsending,— AfgreiOslustwfa uppi yflr Landsbankanum. Ábyrgðarmaður: Jón Ólafsson, Laugavegi 10. Prentuð 1 Félagsprentsmiðjunni. síðan sungið þetta kvæði eftir Nestor vorra núlifandi skúlda, Benedikt Grröndal: Þú fagra, gamla fósturláð, vér færum þér nú kvæði, og þér sé einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði! í>ú stendur enn og stöðugt ert í stímabraki drauma, þó margt á þér sé blátt og bert og brim við harða strauma. Hvað oft var þér ei þulið lof um þínar æfistundir! þó sumum þætti sagt um of og syngi lastið undir; þeir sáu ekkert utan snjó og ótal drauga-hræður, en gleymdu því sem góður bjó sá guð sem öllu ræður. Yér unnum þér þó ei þú sórt í ánauð hverja tekin, þó fossinn ei við bjargið bert í búnaðinn sé rekinn; í frelsi skal hann falla æ, á fornar stundir minna og syngja undir sumarblæ um syndir barna þinna. Hann minni okkur altaf á að ei vór séum hálfir, og hvetji oss úr gljúfra gjá að gera eitthvað sjálfir, og líta ekki ait af út né alt af liggja’ á grúfu, svo hér só ekki heift né sút og Hrapp’r á hverri þúfu. Vér flýjum þig ei, fagra land, þótt fátækt sért og hrakið; þér verður búið betra stand og betur fjörið vakið; og þér sé einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði, þú fagra, gamla fósturláð, sem færð nú þetta kvæði. Næst mælti Guðmundur læknir Björnsson fyrir minni Reykj avíkur, málaði fögrum litum framtíð höfuð- borgar landsins, og vakti djarfmann- lega og dáðríka drauma í brjósti áheyrenda. Sagðist honum mætavel. Var þá húrrað fýrir Reykjavík og sungið þetta kvæði eftir yngsta skáld landsins, Guðmund Cruðmundsson stud. med. & chir., undir nýju lagi eftir Helga Helgason: Reykjavík, maklega má þín minnast á fagnaðarstundu, löngum þó fremur en lof last hafi’ um þig verið sagt! Satt er það, sárt er það víst hvað sárfáir erum og snauðir. —- Kvíðum ei komandi tíð : kemur með þekkingu vald. Aldrei því útbyrðis skal oss örbirgðin kasta, því betur aflvöðvar stælast við stríð, — stríðið, það eykur vort þrek. Satt er að hér eru holt og hrjóstrugt, en þó er hér fagurt, brosir við blágrýti rós, blasa við ljómandi tún. Aldrei ég sólarlag sá um sumarkvöld fegurra’ en hérna, þegar í lognblíðu lék ljómi’ yfir vogum og hlíð. Sett hefir sólgyðjan tjöld i sumar á Skarðsheiðar-tindum, Esjuna hýrbrosa hún hjúpar í purpuralin. Þaðan um loft, yfir lög hún léttfleygu geislana sendir, til þess að vekja í Vík vonirnar góðu hjá oss. Úti við Aruarhól slær, á öldunum ljósbláu, kviku, hörpuna hafmær og skært hljóma þar ljóðin í dag. Leika sér ljósálfar glatt og léttstígir dansa og hlaupa niður við tjörn, yfir tún til þess að glæða vort líf. Vaki þá Víkverjar nú! — til vor er nú geislunum snúið. Strengjum þess hugglaðir heit heill þína að efla, vor bær. Vor er þín framtíð og vor er vegur þinn, aldrei því gleymum: þér ef að búum vér böl, búum vér oss það um leið! Reykjavík, rísi þin frægð við röðulskin komandi tíma! Mentun og manndáð og vit merki þitt beri sem hæst! Þá talaði Einar ritstjóri Hjörleifs- son fyrir minni íslendinga erlendis, og þótti þá mörguin, að þessi væri þó ræðan mælskust allra. Var þá enn húrrað, og sungið kvæðið: „Já, vér elskum ísafoldu11 (undir sama lagi sem við þjóðsöng Norðmanna). Kvæðið er gamalt (1890), en hefir aldrei verið prentað hér á landi fyrri, nema afskræmt (í prentvillu- útgáfunnni 1895 af Ljóðmælum J. Ó.). Það er þannig: Já, vér elskum ísafoldu’, er áa vorra bein geymir djúpt i dimri moldu’, en dís í hverjum stein, sorgar-tár þar stríðast streymir, stærst er gleði-nægð, sem í skauti sínu geymir sögu vora’ og frægð -— sem í skauti sínu :|: geymir :|: sögu vora og frægð. Já, vér elskum Isafoldu eins og hún er nú; dýpst í hennar dimmu moldu dafni von og trú. Trú á guð og trú á eiginn traustan þrótt er sterk; þvílik trú á mátt og megin megnar kraftavark — þvílík trú á mátt og megin megnað getur kraftaverk. Grufðu’ ei, fósturfoldin hvíta, fornaldar við glam, samtíðar á líf skalt líta, lít þú upp og fram! Þá, þótt megi missa frá sér margan nýtan son, viti menn, að ísland á sér endurreisnar von — viti menn, að ísland :|: á sér :j: endurreisnar von! Eómætur er fornöld sjóður framtakssömum lýð: að eins frækorn fyrir gróður fyrir nýja tíð. Já, vér elskum ísafoldu eins og verður hún, er það fræ rís upp úr moldu árdags móti brún — er það fræ rís upp úr moldu, árdags ris upp móti brún. Börn, sem fjarst þér aldur ala, unna þér ei minst; unaðs-bergmál bernsku-dala í brjósti lifir inst. Enginn frónska fjallasali, fossa, hólma’ og sker, enginn maður ísiands dali elskar svo sem vér — enginn maður Islands dali :|: elskar :|: svo sem vér. Já, vér elskum ísafoldu alla heimsins tíð, alt, sem þar er ofar moldu, alt þitt lán og stríð. Heim til þín æ huga vendum; hjarta með og sál handan yfir hafið sendum hlýjast sona mál — handan yfir hafið :|: sendum :|: hlýjast sona mál! D. Thomsom konsúll talaði næst fyrir Danmerkur minni (á dönsku) og lýsti hlýjn þeli og þökktil bróður- þjóðar vorrar. Var en kveðið „húrra“

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.