Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 3

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 3
239 við þrítekið og leikið á hornin: „Vift atolt". Þá var boðað alment málfrelsi til ræðulialda. Skömmu síðar hélt spí- talagjaldkeri Hjálmar Sigurðsson fyndna og fjöruga ræðu fyrir minni kvenna; var að því máli mikill róm- ur ger. Síðar um daginn hafði um- boðskona, Ólafía ungfreyja Jóhanns- dóttir flutt tölu um íslenzkt kvenn- fólk; var fregnriti „N. A." þar ekki nær staddur, því miður, um þær mundir. Söngfélag Reykjavíkur söng ým- is lög. Hornafélag Reykjavik- ur forfallaðist frá að láta heyra til sín (einn þeirra varð lasinn um nóttina á undan). Hefði því orðið snautt um hornleika, ef hornleikarar „HeimdaFs" hefðu ekki með leyfi yfirforingjans bætt úr skák. Skemtu þeir mönnum allan dag frá hádegi til kl. 71/, siðdegis. Á undan ræðu E. Hjörl. las for- seti dagsins upp svolátandi kveðju- ávarp til fundarins: „Kaupmannahöfn, 8. Júlí 1898. Sem formaður Islendingafélags i Kaupmannahöfn, og í nafni allra fé- lagsmanna, sendi eg á þessum hátíðis- degi allrar þjóðarinnar á íslandi ís- lendingum beztu óskir alls góðs á kom andi tímum. Með kærri kveðju frá l'óndum í Danmörku. J Sveinbjörnsson". Þá vóru kl. 2 þreyttar hjólreiðar frá Melshúsum á Seltjarnarnesi um Kaplaskjólsveg upp undir Bræðra- borg. Vann verðlaunin (silfurmeda- líu) Karl Pinsen verzhmarmaður. Kappgöngu þreyttu tveir frá Mýr- húsaskóla inn Framnesingaveg og norður að Bræðraborg. Verðlaunin (silfurmedalíu) hlaut Jón bóndi Guð- mundsson frá Digranesi. A nóni gaf „Heimdal" með fall- byssuskoti merki til að kappróður byrjaði. Þreyttu hann tveir íslenzk- ir bátar og 3 bátar frá „Heimdal"; 3 íslenzkir bátar, sem vóru skráðir til kappróðursins, hurfu frá er til kom. Heimdal'smenn unnu verðlunin (medalíu). Báturinn, sem vann, var 7 mín. 35 sekúndur á leiðinni (2000 al.). íslenzku bátarnir vóru annar 8 mín. 15 sek., en hinn 8 min. 35 sek. á leiðinni. Snarpur vindur var á móti og nokkur sjór. — Verðlaun í kapp- siglingunum (medaliu) vann H. Th. A. Thomsen kaupmaður; sigldi sjálf- ur bát sinum, l/s mílu veg í þríhyrn- ing, á 45 mín., 30 sek. (Dómarar um kappróður og kappsigling vóru: Markús F. Bjaruason skólastjóri og lautin. Hansen af „Heimdal"). Stundu fyrir miðaftan var enu tekið til íþrótta. Fyrst voru verð- launaglímur. Var auðsætt, að glím- um hafði farið mikið fram síðau í fyrra. 1. verðlaun (40 kr.) fékk JPor- grímur söðlasmiður Jónsson; 2. verð- laun (30 kr.) Kristinn Zimsen verzl- unarmaður; 3. verðlaun (20 kr.) Jón Gíslason — allir úr Rvík. Magnús Hannesson gullsm. (Rvík) og Erlend- ur Erlendsson (Miklholt í Bysk.tung- um) fengu medaliur. Rétt er þess að geta, að Erlendur var svoóhepp- inn að hann fékk sinadrátt í fótinn aftur og aftur, og naut sín því eigi. Einn af beztu glímumönnunum meidd- ist í fæti við æfingaglímur kveldið fyrir, og ákváðu glímumenn fyrir- fram, þeir er skráðir voru til kapp- glímu, að gefa honum tíund af glímu- verðlaununum. Næst vóru kapphlaup; 1. flokkur: fullorðnir menn; verðlaun (5 kr.) hlaut Einar Eiríksson á Helgastöðum, A., — 2. flokkur: sveinar 12—16 ára; verðl. (5 kr.) hlaut Pétnr Árni Jónsson, Rvík; — 3. fl.: sveinar9- 12 ára; verðl. (5 kr.) fékk Karl And- ersen; — 4. fl.: sveinar 6—9 ára; verðl. (5 kr.) fékk Jón Halldórssou (gjaldkera); — 5. fl.; meyjar eldri en 12 ára (Gíslina Ásgrímsdóttir, 5 kr.); — 6. fl.: meyjar yngrí en 12 ara (tvær jafhfljótar í þrem tilraun- um: Eagna Gunnarsdóttir, Rvík, og Þóra Guðjohnsen, Görðum — 2 kr. 50 au. hvor). Á miðaftni byrjaði dans, og stóð af og til fram undir kl. 11. í prósessíunni báru ýmis fólög fána sína, og var prýði að. Starsýnast varð öllum á fána Good-Templara- stúkunnar „Einingin"; hann var af skarlatrauðu silki og letraður stórum gullstöfum og allur gullkögraður í kring og gullnir skúíar héngu í gylt- um strengjum frá enda þverstangar- innar. Er það inn fegursti fáni, sem hér hefir sézt Af tjöldunum á túninu var stærst nýja tjaldið G.-T.-stúknanna, 11 álna á hvern veg og háreist. Blakti yfir því Good-Templaravé st. „Einingin" (hvítur feldur og markað á skarlats- rautt kross, akkeri og hjarta og I. O. G. T. undir). Um fjórar þúsundir manna vóru á túninu að minsta kosti. Þegar tekið var að mæla fyrir minni ís- lands, rofnuðu skýin og sólin tókað skína glaðlega; var bezta veður all- an daginn, og hvesti þó heldur og svalaði, er á leið. Skemtunin var in bezta og fór vel fram. — Bæjarstjórnarfundur 21. júlí. 1. Jón Guðmundsson biður um land til erfðafestu með fram Laugavegi fyrir innan Laugarnesveg; en Sig- urður Pétursson biður um sama I stykkið. Ákveðið að fresta málinu til Fóstudagsins 29. þ. m. Þá skyldi nefndin ganga þangað kl. 8. f. m. 2. Sveini Sveinssyni og Olafi Ólafs- syni var veitt erfðafestuland í Norð- urmýri upp frá Rauðarárlæk fyrir sunnan erfðafestuland Péturs Hjalte- steds . og jafhlangt upp í Rauðar- árholtið og það erfðaí'estuland. Eftir- gjald ákveðið 8 álnir eftir dagsláttu. 3. Hannes Erlendsson biður um eftir- gjöf á bæjargjaldi því sem á hann var lagt fyrir þetta ár. Málinu frestað til næsta fundar. —4. bruna- bótavirðingar samþykktar: a. Hús Jafets Ólafssonar skipstjóra 4485 kr. — b. Amunda Amundasonar við Vesturgötu 5645 kr. — c. Hús Arna Sigurðssonar við Sellandsstíg 1617 kr. — 5. Markús Bjarnason sjómanna- skólastjóri tilkynnir að hann hafi selt búfræðingi Sigurði Þórólfssyni 91 ? faðma af erfðafestutúm sinu, Hlíðarhúsatúnabletti Nr. 3., til bygg- ingar, og haí'ði bæjarí'ógetinn ekkert á, móti því. — 6. Tryggvi Gunnars- son bar upp aðgjörð á rennu fyrir neðan Þingholtssti æti og stakk upp á að verja mætti allt að 200 kr. til að búa til rennu fyrir neðan Þing- holtsstræti að húsabaki og var það samþykt. — 7. Samþykt að kaupa lóðarræmu af séra B. Kristjánssyni og Halldóri Högnasyni til að breikka veginn suður að Laufási, og greiða 50 aura fyrir hverja ferhyrnings- alin. Allir á fundi nema Dr. Jónassen og séra Eiríkur Briem. — Séra Þórhallur reið upp að Arnarholti í gærmorgun ásamt Hall- dóri mági sínum bankagjaldkera. Verða burtu um hríð. — Björn ritstj. Jónsson reið á. Miðvikudaginn upp i Kjós. Verður um viku að heiman. — Guðm. Björnsson læknir og Guðbr. Pinnbogason konsúll lögðust út á Mosí'ellsheiði í þessari viku. Laxastengur og fuglabyssur, sem þeir höfðu með, benda til, að þeir muni ætla að leita sér bjargar í lofti og vötnum, svo að Grafhings- menn og Þingvellingar þurfa varla að óttast að þessir nýju útilegumenn leggist á búfónað bænda. — Sóra Eirikur Briem og Björn rektor eru heim konmir úr austur- vegi. — „Reykjavíkin" fór drekkhlaðin af fólki kl. 4 í dag upp til Borgar- ness; það eru gestir til þjóðhútíð- ar Borgfirðinga á morgun. — Norðanstormur á Miðvikudag og Fimtud. hór; í gær blíðviðri í dag svalur. Alt af þurkur siðan' á Þriðjudag.

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.