Alþýðublaðið - 24.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1927, Blaðsíða 1
1927. Mánudaginn 24. janúar. 19. tölublað. Stór kosningasíour AlMðu- flokbslns á Slglufirði. Hann tekur öll sætin, sem kosið er um til bæjarstjórnar. íhaldið kemur engum manni að. •Kosningin fór fram á laugar- daginn. Fór hún fram í tvennu lagi, því aí> kjósa átti einn mann til fjögurra ára, en tvo menn til tveggja ára. Til kosningarinnar til ■ fjögurra ára höfSu komið fram tveir listar, Aljrýðuflokkslisti (A) og íhaldslisti (B). För sú kosning svo, að A-listinn hlaiit 369 aikv. en B-listinn að eins 72 atkv., og hafði Alþýðuflokkurinn komið að sínum manni, Ottó Jörgensen stöðvarstjóra. Til kosningarinn- ar til tveggja ára; höfðu komið fram Alþyðúflokkslisti (A) og tveir íhaldslistar (B og C), B með Sigurði kaupm. Kristjánssyni efst- um og C með Þormóði Eyjólfs- syni afgreiðslumanni efstum, og fór svo, að AljDýðuflokkslistinn kom að báðum sínum mönnum, Sigurði Fanndal og Sveini Þor- steinssyni, en B- og C-listinn eng- um. Hlaut A-listinn 251 atko,, B 111 atkv. og C 98 atkv. Það sannast á þessu, að úti um land er Ihaldið „alt af að tapa“, engu síður en í Reykja- vík. ErleKd sims&eyti. Khöfn, FB., 22. jan. fhaldið pýzka á að viðurkenna lýðveldið. Frá Berlín er simað, að mið- flokkarnir heimti, að þýzkir þjóð- ernissinnar viðurkenni lýðveklis- stjórnarfyrirkomulagið og sam- komulagsstefnu Stresemanns gagnvart Frökkum. Neit! þeir að gefa slíka yfirlýsingu, geti um enga samvinnu við þá verið að ræða. Er talið sennilegt, að j)ýzkir pjóðernissinnar muni fallast á þetta. Frökkum lizt ekki á ihaldið pýzka. Frá París er símað, að inenn joar búist við, að væntanleg þátt- taka þýzkra þjóðernissinna í stjórnarmynduninni muni auka tortryggni Frakka í garð Þjóð- verja og sþilla fyrir Thoiry-stefn- unni. Khöfn, FB., 23. jan. Bretar auka lið sitt í Kina. Frá Lundúnum er símað, að Brekkan, F. Á.: Gunnhildw drotning og aðrar sögur 5,00, ib. 7,50. Ágætlega samdar sögur, frumritaðar á dönsku og hétu þar „De gamle fortalte". Sumt eru gamlir kunningjar, settir „í hærra veldi“, ein,s og t. d. Djákninn ú Myrká og Árni lögm. Oddsson. Crcdgie: Kenslubók í ensku, 3. hefti. 3,00. Enskunám eykst ár- lega, og þá um leið krafan um hentuga námsbók. Enginn skyldi hefja enskunám svo, að kynna sér ekki strax þessa bók Crai- gies — eða Snæbjarnar Jónssonar, eins og oft er sagt, en hann er þýðandinn. Davíð Stefánsson: Munkarnir á Möðnwölltim. 5,00. Leikrit þetta verður bráðlega farið að sýna hér, og væri þá skemtilegt fyrir yður að hafa kynst því áður. Bókin kostar lítið rneira en einn að- göngumiði. (Frh.) hermálastjórnin brezka hafi skip- að, að senda skuli fjögur ný her- fylki til Kína, Götubardagar i Shanghai. Frá Shanghai er símað, að þar hafi slegið í götubardaga meðal Kínverja og lögreglu störveld- anna. Lögreglan bar sigur úr být- um. Margir særðust. Bankar Breta í Shanghai opn- aðir. Frá Hankow er símað, að breskir bankar og verzlunarhús verði opnuð aftur á morgun. Vinir Mussolinis fara i tukt- húsið. Frá París er símað, að Gari- baldi og Maccia ofúrsti hafi hvor um sig verið dæmdir í tveggja mánaða fangelsi fyrir þátttöku í catalonska samsærinu. Sigur alþýðimnar á ísafirði. ísafirði, FB., 22. jan. Bæjarstjórnarkosning fór fram í dag. A-listi (Alþýðuflokkurinn) kom að 2 (373 atkv.), þeim Magnúsi Ölafssyni og Jóni Sig- mundssyni, en B-iisti (íhald) kom að 1 (271 atkv.), Matthíasi Ás- geirssyni. [32 seðlar \oru ó- gildir, en 7 auðir.j Jarðarför konunnar minnar, Ólafar Magnúsdóttir, fer fram frá dómkirkjsmni priðjudaginn 25. pessa mánaðar og liefst með húskveðju á heimili hennar, Þórsgðtn 8, klnkkan 1 eftir hádcgi. Magnús Gislason. JaSnailariiaaBm&gélagg Islands ' heSdur fund fyrir meðlimi sína annað kvöid kl. S Va i Mauppingssalnum. — Dagskrá sama og auglýst var siðast. — DeiSdarstjórar eru heðnir að gera skil. Fiölmennið félagar! Lyftan I gangi! SStjórnin. Tilkynning frð S. R. Relkningar til Sjúkrasamlags Reykjavikur fyrir árið 1928 verða að vera komnir til gjaldkera eigi siðar en 1. fehrúar næst komandi. Jóis Pálssoit, formaðtrr. 58 krónur tonnið (1 heilum tonnum, heimflutt) af Hest §»©uth YorksMreMarfHsSieaisi'- koluntJ Kr. skippundið, heimflutt. Tekið á móti þöntunum í síma"58® frá ki. 10—12 f. h. og 1—5 e. h. og í porti H.f. Bræðings við Tryggvagötu, við hliðina á Vörubílastöð Reykjavíkur. lllafur Ölafssono Hattabúðin i Kolasundi. MF~ Utsaiara Iieldnp áfram. Hattar á bora og fullorðna fyrir gjafverð. UHarhúfur (kuidahúfur fyrir drengi) 1,20 stk. Anna Ásmundsdóttir. Frá sjómonmmum. FB., 22. jan. Lagðir af stað til Englands. Vel- iíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Apríl. „Inflúenzan“ Svolátandi skeyti barst stjórn- ■inni í fyrra dag frá Sveini Björns- syni sendiherra: Skýrsla heilsudeildar Þjóða- bandalagsins í dag segir „inflú- enzu“ í rénun í flestum lönd- um. Veikin virðist nú dálítið þyngri. Einkennilegt, að fleiri konur deyja en karlar. Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru einu löndin, þar sem útbreiðsla veik- innar hefir aukist síðustu daga. „Influenzan“ er nú að byrja á italíu, heflr eigi verið þar áður. 1 Sviss er hún nú mikið minni, (og er búið að afnema allar sér- stakar ráðstafanir ]>ar, er gerð- ar voru hennar vegna. Veikin stöðugt væg í Danmörku, en þó kemur fyrir, að hún verði inönn- um að 'bana. Sextugur verður á morgun Jóliann B. Snæfeld verkamaður, Barónsstíg- 10 B, einn af flokksmönnum vor- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.