Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 2

Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 2
FREYJA. MAI 1898. sögu einnar meykerlingarinnar. Ólöf settist niður, og lítilsiglda konan þerði tárin af velgjörða móður sinni, og hinir allir sátu hljódir. Ekkert ló/aklapp fekk ræðukonan, en þegjandi hluttekn- ing allra vina sinna í þeim mun ríku- legri mæli. * * 10 árum seinna dó Ólöf og var öllum sem þektu hana iiarmdauði. En aldrei fekk luín von sina uppfylta. En ein- hver sá gráhærðan öldung í fcrneskju einkenuis búningi krjúpa á l^iöi henn- ar skömmu eftir að allir aðrir voru burt farnir. Að hann væri hinn langþreyði ástvinur hennar þóttust aiiir vita. En hvers vegna hann ekki heimsókti hana áður en hún dó, ef hann var svo nálægt, að geta vitað um danða hennar og jarð- arför eru enn ýnisar getgátur, en engar áreiðanlegar. Mijrrah. SPANN. FRAMFAEIE OG HRUN SPÁNVERJA. Ríki Spánar var stofnað á rústum Rómaveldis, af inum harðlyndu miðaldamönnum, þeim veitti létt að sigra inn gamla heim og lcggja undir sig inn nýja. A ríkisárum Karls 1. (þekktur í Veraldarsögunni undir nafninu; Kaii V. á Þýzklandi) samanstóð veldi Spánverja af Iher- ian skaganum, Balearian eyjunum, Roussillon og Cerdagne norður af Pyrenees, eyjunum Sardinia, Sicily, Naples og Milan, Franche Comte, Holland og Belgiuin, miklum parti af Austria, Bohemia, Hungary og Transylvania. I Afriku héldu þeir löndum þeim, sem Portugiskir far- menn höfðu lagt undir sig og í Asíu héldu þcir Philippine cyjunum. I Norður-Ameriku náðu nýlendur þeirra alla kið frii Savannahað aust- an mcð San Francisco að vestan, með Mexico, Mið-Ameriku og West Indies eyjunum. Spánn hafði umráð ytir allri Suður-Amériku ásamt Braz- iliu allri, sem áður tilheyrði Portu- gal. Þegar veldi Karls stóð sem hæst var ríki hans 17.000,000 ferli. mílur, helmingi stærraen Rússaveldi og margfalt stærra eu nokkurt ann- að ríki í heimi sem sögur fara af. Spánn var ekki stoltur af víðlendi sínu aðeins, heldur aí' auðlegð sinni, sem engan líka átti í þá tíð, Fyrir utan inn auðga Spánarskaga, sem Rothschild-arnir sögðu nœga tryggj- ingu fyrir ótakmörkuðu lánstrausti, var auðlegð þýzkalands, Austurríkis og Niðurlanda í þeirra hó'ndum. Þó var alt þctta lítils virði í saman- burði við gull og silfur það, er þangað streymdi frá Ameriku. Drottncndur Mexico, Mið-Ameriku og Peru, gáfu gull sitt í hcndur Spánskra gullleitarmanna. Ognám- urnar, sem Indverskir þrælar unnu, framleiddi þvílík kynstur af þessum dýrasta mftlmi að heimurinn varð hissa og Spánverjar sjálíír drukknir af. Það er gizkað á að að 2,000 tonn af gulli og 6,000 tonn af silfri hafl verið flutt yfir hafið úr inuni nýja heimi til Spánar á einni öld, og svallað út í sœllífi. Félausir aðals- menn tóku pcningalán svo þcir kæmust til Ameríku og komu aftur miljdnacigendur. Hermenn fóru þangað og komu affrur með lest af þrælum og offjár. Spánskur tiermaðr í Barcelona giftist aðaJsmannsdóttur, og í minningu þess gaf hann 600,000 dollara virðií ölmusugjöfum. Annar Spánverji stóð xið gluggann á húsi sími í Madrid og henti ötágöturnar silfur smápeningum úr tveimfullum tunnum ser til gamans, til þess að sjá 'skrýlinn rífast uni silfrið. Eyðslu semi þjóðarinnar, lauslæti og öll möguleg siðspilling fór samhliða, hvorttveggja var takmarkalaust. Si.ðfcrðis og iðnaðarstofnanir hurfu fyrir fjárglæfrabralli. Spánn var einvaldur yflrmiklum parti heims. ins, og sveik og kúgaði liinn. ' HNIGNUN SPÁNVERJA. Þegar veldi Spánar stóð í blóma sínum, virtist það ósigrandi. Ein einasta þjóð í heimi . dyrfðist að halda sínu fyrir þeim; þessiþjóðvar England. Verzlunarskip Spánverja voru tekin í suðnrhaflnu, og þar næst var sjúfioti þeirra sigraður. ís- inn var brotinn. Spánverjar byrj- uðu niðurgöngu sína, o»- hafa hald- ið henni áfram síð;m. Nú byrjuðu .utan og innan ríkis óeyiðir. A stjórnarárum Ferdinandsogísabellu byrjaði sú rotnunarveikl. sem andir stjórn eftirkomer.daþeina hefurfar ið æ vaxandi. Þeir ráku Gyðinginn og íioorsmanninn burt af Spáni, og þaðan má rekja öll þeirra mein, þ\í þessar þjciðir mynduðu millibils flokk milli aðals og bændastjéttar- innar; þcir voru fólkið sein ofstæki Isabellu og kyrkjunnar rak þurt úr löndum sínum, Þcgar þeir voru farnir byrjaði rannsóknarrétturinn, sem eyðilagði sérhverja ærlega og frjálslega sannfæring; undir merkj- uni krossins, kyrkjunnar og rann- sóknaiTcttarins, gatekkert slíkt þrif- ist. Þegar heimsspekingurinn, vís- indamaðurinn og listamaðurinn var farinn, var ekki annað eftir cn her- maðurinn og bóndinn. Frá döguni Ferdinands frani á daga Weylers hefur það verið regla Sp&nverja að þröngva þegnum sínum tií hlíðni nieð kúgun og þrengingum, og alt fram á þenna dag hefúr sú aðferð al. gjörlega misheppnast. Snemma á 16. öld gjörðu Niður- löndin uppreist og mynduðu sam- bands fylki. Hinir þreklyndu Hol- lendirigar eyddu því scm cftir var af ski}>aflota Spánverja. Og 1643 lcið fótgöngulið þeirra, sem áður þótti ósigrandi, algjörlega undir lok við Rocroy. Pörtúgal með öllu tillicyrandi, stórum nýlend- um í þremur álfum heimsins t(">i>uðu þeir 1040. Naples gjörði upphlaup 1648 undir forustu Masaniello. Hann var myrturaf Spönskum morð hundurheftir fyrirskipun Si>. stjórn- arinnár og appreistin var bæld nið- ur. En hald þeirra á Sicilies varð aldrei traust aftur. Frakkar tóku fylkin norður af Pyrenees og Franche Comte. Löngu áður en lier var komið höfðu þeir tapað öllu haldi á Þýskalandi, og hinn síð- asti konungur Spánverja af Austur" ríkis ættum sá óðul sín í höndum annara stói-velda. Ekki gekk þeim betur með ný- lendur.sínar; Hollendingar, Frakk- ar og Englendingar tóku Guianas, og hverja eyna eftiraðra i Caribbean sjónum. Kröfum Spánverja til eignar á öllu þessu svæði var ekki anzað 1665 þegar .IlQllendinga stríð- ið stóð yflr. Englendingar tókn Jameica, Prakkar Tortuga, ogsendi- menn þeirra ráku Spanverja frá Haibi—Hisponi >la, Litla-Spá-ni,— og gjíi.ði það að frönakum fylkjum. Þeir icðu:- jafnvelá Hayana, þóþað hcfði engan árangur. Drake reð-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.