Freyja - 01.05.1898, Page 3

Freyja - 01.05.1898, Page 3
FREYJA. M A í 1898. 3 ist þangað, og vann ekkert. Penn og Venables sem tóku Jamaica, reyndu að taka Havana, en urðu frá að hverfa. Bretar réðust á virki þeirra 17G0 og náðu borginni, en sleptu henni eftir fá ár við Spán- verja aftur. Við lok aldarinnar jnistu þeir Trinidad, og með því verzlun við Ameríku. Bretar hjálp- uðu þeim í stríðinu við Napoleon, og Frakkar hjálpuðu Ferdinand VII að halda ríki sínu. SPÁNN TAPAR HEIMSÁLFU. Snemma á 19. öld byrjuðu upp- reistir í Suður-Ameríku. Leyni- félög mynduðust í því augnamiði að hrinda af sér inu spánska þræl- dóms oki. Stofnunarmaður þessara félaga var Francisco Miranda, spán ikur að ætt. Hann barðist undir stjórn Washingtons f frelsis stríði Bandar. Þar lærði hann að meta frelsið, og hrifinn af þjóðstjórn og frelsislöngun setti liann alt í hreyfingu i Suður—Ameríku. Fé- lagið, Grand Reunson America myndaði hann í London, því ekki var vogandi að gjöra það í (Jaracas. Nokkur ár gjörði hann árangurslaus upphlaup. í félagi mcð Miranda vav Bolivar og San Martin. 1810, 19. apríl gjörði Caracas upp' reyst móti Spáni undir forustu Mír- andas. Bolivar og San Martin voru einnig þá með honum. I 2 ár stóð styrjöld þessi yfir; þar til jarðskjálfti kom sem eyðilagði allstórann part af borginni og drap f jölda fólks; hin ir lijátrúuðu innbúar heldu það fyr- irboða einhvers íis, lögðu vopnin niður og gáfust upp. Miranda var tek inn fastur og myrtur i varðhaldi. Bolivar flúði til Nýju-Granada. Oktober 1812 kom Bolivar aftur meðöOO menn til Venezuela og hóf stríð móti Spáni, vann hann þá hvern sigurinn á fætur öðrum. 1813 hélt hann sigurför sína til Caracas; eftir það hallaði gengi hans aftur, síðast fiúði hann til Jamaica. Ófriður þessi stóð vfir þangað til 1821 að Nyja- "Granada og Venezuela sameinuðust undir nafninu Columbía sem sjálf- stætt lýðveldi; þá voru og hinar síð- ustu leifar af spánskum hersveitum reknar þaðan. 1824 bættist Ecuador við Columbía lýðveldið. Peru varð sjálfstætt fylki 1825 með nafninu Bolivia. Fyrir dugnað Dundonalds urðu bæði Peru og Chili sjálfstæð árinu áður, n. 1. 1824. Mexico losn- aði einnig 1821. Guatemale—- öll Mið-Ameríka braut einnig liina Spánsku lilekki af sér 1822. Ið litla fylki meðfram Plato ánni. Paraguay var eitt með þeim fyrstu að losna, það var 1814; hennar dæmi fylgdi Uruguay sama árið, og Argentine eftir 10 ára styrjöld sem endaði með frelsi hennar 1824. Brasilía losnaði þegar stríðið stóð milli Spánar og Portugal. Bandar. fengu Florida 18- 13. Cuba og Puerto Rico var þá alt sem Spánn hafði umráð yfir í Vestur álfunni. MOLAR INS SPÁNSKA RÍKIS Að undanskildum spánska tang- anum, nokkrum nærliggjandi eyjum og sakamanna nýlendu f Afríku, á Spánn nú ekkert eftir af sínu fyrrum víðlenda ríki nema Cuba og Philippí eyjarnar sem hvorttveggju eru nú ! uppreyst. Columbus sagði um Cuba að hún væri ið fegursta land sem mannlegt auga hefði nokkru sinni litið. Ina friðsömu innbúa þessa undra lands eyðilögðu Spánverjar með öllum upphugsanlegum níðings- brögðum. Af því ekkert gull fanst á Cuba, hirtu Spánv. ekkert um hana í mörg ár. En inir Spánsku nýlendu menn fundu skjótt að Cuba fram- leiddi meiri auð í sykri en margar gullnámur hefðu getað gjört. í tvær aldir hefur það nú verið in ótæm- anlega auðsuppspretta sem Spánverj- ar hafa ausið úr. Loksins tók Cuba að leiðast ránsstjórn Spánar og gjörði uppreist hvað eftir annað, aðeins til að flnna enn átakanlegar til þrœl- lyndis böðla sinna. Svo kom ið al- kunna 10 ára stíð; og síðast er þessi yflrstandandi ófriður. Puerto Rico hefur verið lítill gaumur gefinn; saga hennar er dauf, og forlög hennar verða in sömu og Cuba. Philippine eyjarnar eru merkur þáttur í inum mikla eldfjalla hrygg, sem ljggur frá ströndum Asíu. Kamchatka, Kur- iles, Japan, Formosa, Philippi, Born- eo, Java, allar þessar eyjar mynda þennann sama klasa, ásamt tveimur stórum, Luzon og Mindanaho, og fleiri hundruðum af smáeyjum sem allar eru afieiðingar af eldi og full. ar af dýrmætum málmi. Loftslagið er ákaflega heitt. Þurt land á öllum þessum eyjum er samtals 45,000 fer- li. mílur. Innbúatal á þessu svæði er 8,000,000. Allar þessar eyjar eru framúrskarandi auðugar. Þar eru engar skaðlegar skepnur nema krók odíllinn, en grúi af vísundum, svín- um, antilópum, öpum og ýmsum skaðlausum gagnlegum dýrum. Inn- búarnir eru blendingur af Spánverj- um, Malays og Polynesians, Kínar hafa einnig numið þar land; á seinni árum hafa Japans menn flutt þang- að í stór hópum, ef til vill í þeim til- gangi að ná haldi á eynni er Spán- verjar yrðu burt reknir. Nú er þar fátt af óblönduðuin Sánverjum. Iðn- aður og verzlun er í allmiklum blóma gufuskipa línur, járnbrautir og frétta þræðir. Útlend verzlun þeirra nemur $60,000,000 árlega, Manilla er skínandi fögur borg, og stendur nærri inni beztu höfn, sem til er i heimi; með æfa gömlum vig-girðing- um, stórum kyrkjum, ljómandi listi- görðum, stórar skrauthallir, rík- mannleg veitinga-hús og tízkuleg leikhús. Fólkið er viðfeldið og lag- legt. (Framh. næst.) BARNA KRÓ. Börnin mín góð: - Síðast sagði ég ykkur sögu sem án efa hefur komið út tárunum á einhverju ykkar. Nú atla ég að segja ykknr skrítna sögu seml þið getið hlegid að og haft til eftir hreytni. Hún er alveg sönn og kom fyrir austurí ríkjum fyrir stuttu síðan. Bóndi nokkur var á fuglaveiðum; varð honum það slis að skjóta uglu í vænginn sem sat í tré skamt þaðan. Uglan varð hrædd og atlaði að fijúga burt, en misti jafnvægið og féll af því h ún var vængbrotin. Bóndi fór þá til, tók hana og flutti hana heim, setti hana í fugla búr cg græddi svo brotna vænginn hennar. Það var auðséð að hmni leiddist ósköpin öll, það vildi nú svo til að gömul hæna eem átti hreiður sitt skamt frá búri uglunn- ar, dó frá ungum sinum þriggja nátta gömlum, Bóndi vissi ei hvað hann átti að gjöra við móðurleysingjana; tekur hann þá eftir því að uglunniermjög ó- rótt svo honum dettur í hug að færa henni þá, svo með mestu varúð lætur hann þá til hennar. Uglan varð auðsjá- anlega sárfegin, og ekki leið á löngu áð- ur þeir voru horfnir undir vængi hennar Eftir það gengdu ungarnir kalli hennar (Framh* á 8. síðu.)

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.