Freyja - 01.05.1898, Síða 4

Freyja - 01.05.1898, Síða 4
4 FREYJA. MAÍ 1898. FREYJA. íslenzkt kvennblað, geflð út af Mrs. M. J. Benedictsson, Selkirk, Man. Kemur út einusinni í mánuði og knostar: um árið....................$ 1,00, um 6 mánuði...............$ 0,50, um 3 mánuði...............$0,25. Borgist fyrirfram. Auglýsinga verð: þumlungur í ein- földum dálki 25 c., á stærri auglýs- ingum afsláttur eftir stærð og tíma- lcngd. Hvenær, sem kaupandi skiftir um bústað er liann beðinn að láta oss vita það. Allar peninga-sendingar eða a,nn- að, sem ekki snertir ritstjórn aðeins, sendist til Freyju. Utanáskrift til blaðsins er: Freyja Selkirk P. 0. Man. Canada. Ritstjóri (Editor). Mrs. M. J. Benedictsson. Er strið lieiðarlegt? Stríð er Jieiðarler/t fijrir þá sem vernda með því heiður og rétt fuðurlandsins . .. _ og Fyrir þáhverra sverð. er verndarmúr liins undiroltaða gagnvart harðstjóranum. Vcraldarsagan sýnir að stríð, upp- reist — hefur oft og einatt verið hin síðustn úrræði undirokaðra, þjóða, og hafa þau endað misjafnlega. Stund- um hefur uppreist sökt inum undir- okuðu vesalingum í enn dýpra eymd- ar ástand, og stundum hefur upp- i’eistarmönnum tekist að brjóta af sér hlekkina, og verða frjálsir. Stund- um liefur líka stríð verið haflð til að svala metorðagirnd, hefnd eða drottnunargirni einstakra manna og í þeirii skilningi er það óheiðarlegt. Þannig löguðum liernaði er engin bót mælandi. Slíkur liernaður hef- ur úppsvelgt líf og eignir margra miljóna manna, kvenna og barna. Af slíkum liernaði hefur stafað óút- segjanleg bölvun fyrir lönd oglýði, Spursmáiið er því ekki um lrinn liðna tíma, heldur yfirstandandi tím- ann. Þaðer voðalegt að stríð skuli þurfa að eiga sér stað nú á þessum sið- menningar árum, við lok 19. aidar, — stríð með öllum sínum óttalegu afleiðingum, stríð, sem eftirskilur munaðarlausar ekkjur og föðurlaus börn, sem sendir dauðans skugga nótt inn á heimili sem áður voru hamingjusöm, sem lœtur angistar- stunur deyjandi ástvina hljóma i eyrum syrgjandi mæðra og eigin- kvenna, systra og barna. Því eru menn þá svo blindir að gefa sig út í stríð, mæðurnar, systurnar og kon- urnar — að sleppa ástvinum sínum. Er það röttlátt að stjórnimar hafi rétt til að kalla þúsundir manna út í dauðann? Og því hlýða mennirnir þessu kalli? Það er réttlátt aðeins, þegar menn- irnir hlýða fyrir þá sök, að kallið er sprottið af hinum göfugustu hvöt- um sem nokkru sinni hafa komið manrii til að offra lífi sínu fyrir aðra, á altari mannkærleikans. Hversu oft liafa ekki björgunar- menn lagt út í hið ólgandi haf upp á líf og dauða, til að bjarga skip- brotsmönnum úr klóm dauðans. Angistar stunur Armeníu-manna liafa, hljómað í eyrum alls hins ment- aða heims, þangað til sérhver taug licfur titrað af geðshræringu, og sér- hvert ærlegt hjarta hefur langað, óskað og beðið um hefnd á böðlum þeirra, og langað innilega til að hjálpa þeim, og margir hafa gjört það, k þann hátt sem það var mögu- legt. Hvað var það sem hélt um hendur stórveldanna, að skakka þann grimdar leik. inna æðisgengnu, dýrslegu Tyrkja, fyr en gjört var, og á eftirminnilegri liátt? Sann- arlega var það ekki mannkærleiki. Og þegar loksins andláts og kvala stunum þeirra, slotar, tekur heimur- inn eftir upptökum annars slíks leiks. Hin smáa Cuba-þjóð rís einu sinni enn upp á móti böðlum sínum, og liin kjarkmiklu fi'clsisorð Patrick Ilenry’s ‘give me Liberty or give me Death’ eru þar endurtekin í verkinu. Og þeir eiga við böðla sína án verplegra afskifta umlieims- ins — lambið við týgrisdýrið — í heilt ár, og heimurinn starir liissa á þessi blóðugu viðskifti. Oubamenn óska eftir viðurkenningu sjálfstæðis og sjálfstjórnar sinnar af inum sið- uðu þjóðum heimsins, en árangurs- laust þangað til hin göfgasta þjóð heimsins verður til að taka kröfur þeirra til greina á sama liátt og þeir sjálfir höfðu óskað að Evrópu þjóð- irnar gjörðu sör til handa fyrir 100 árum síðan. Það eru menn þessarar þjóðar, sem í þúsunda tali gefa sig fram til að rétta hluta lítilmagnans, án efa í fullri von og vissu um það að föðurlandið sjái um ástvini sína, ef þcir falli og með fullri sannfæi- ingu fyrir heiðarleik þessa stríðs. Og hver skyldi dyrfast að neita því að það sé heiðarlegt. Yör óskum og vonum og biðjum i nafni mann- úðarinnar og frelsisins að inn þrek- mikli verndari réttlætisins og frels- isins, nágranni vor Jónatan sjái ina hugrökku sonu sína fyrst reka óvin- ina -— fjendur mannúðarinnar og frclsisins — burt af Cuba, og að Cuba undir vernd hans sjái sem fyrst sól frelsisins uppljóma og lýsa næturskuggalaust yflr sín frjófsömu lönd. Húrra fyrir The Stars And Strip- es, rnerki frelsis og mannúðar. I næsta númeri skulum vér sjá hvort ómögulcgt sé að koma í veg fyrir stríð, hvað því standi mest til fyrirstöðu og hvernig rneigi sigra þær fyrirstöður. Kvennlegheit. Af öllum þeim eiginlegleikum, sem sannarlega kvennlcgri konu eru nauðsynlegir, er sjálfsvirðing fyrst og helzt. þessum eiginlegleika fylgir að sjálfsögðu hin hógværa þægilega kurteysi, sem aldrei líður konunni að fara yflr viss takmörk gleði eða sorgar, aldrei líður henni að láta mikið yflr velgengni sinni, né kvarta yfir mótgangi sínum; sem kennir henni að líta mildum með- aumkunar augum á sigraðan óvin og gefur lienni þrék til að bera fall- ið ef það er óumflýjanlegt, sem gefur konunni sálarþrek til að vera hinn góði engill heimilisins, sem hún stjórnar, þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem þeirri stöðú er samfara, hjálpar lienni tii að fullnægja hinum þungu skyldum sem eiginkona og móðir hlýtur að fullnægja ef heimili henn-

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.