Freyja - 01.05.1898, Side 6

Freyja - 01.05.1898, Side 6
6 FREYJA. MAÍ 1898. DORA THORNE etlir BERTHA M. CliAY. (Framhald frá síðasta númeri). hana þar sem hún sat í hálfrökkrinu, hin yflrgripsmikla fegurð hennar skar yel af við hinn föla silkikjól; á brjóst- inu hafði hún rós, og ilmur hennar var sem sendiboði til Ronalds frá Doru, þar sem hann stóð yið hlið hinnar fögru konu Það var sérstaklega eitt sem ein- kendi Miss Charters. hún var málsnjöll, sérhvert orð var vel hugsað, og færði með sér ósigrandi sannfæringarafl; and- litsdrsettirnir voru töfrandi, og líkt og sólin er hún brýzt undan sólroðnum skýjatjöldum var brosið sem færðist yfir hið yndislega andlit hennar. Vesalings Ronald stóð þarna við hlið hennar og horfði á andlitsdrættina sem breyttust með hverju orði, hlnstaði hrifinn á hið fagra klassiska mál sem hún talaði, og mæður þeirra horfðu á. Lávarðinum fanst þungri byrði létt af sér. Lady Earl bað Valentine að syngja. ‘Hvers konar sörglög geðjastþérbezt? spurði hún Ronald. ‘Einfaldir smásöngvar,’ og svo datt honum í hug hvað vel Dora mundi syngja þá. Hann hrökk við þegar hinir fyrstu tónar gullu við, röddin var sterk en þó þýð; söngur hennar hljóðaði um mann sem varð ástfanginn í ungri stúlku, en fór burt til að frama sig. En þegar hann kom aftur var h\\n liðið lík, og laufin huldu leiði hennar, þannig hefði Dora fölnað, hugsaði, hann, hefði hann yfirgefið hana; honum þótti vænt um að hann hafði rnynzt henni trúr, svo var söngurinn á enda. ‘Þetta er ástarsöngur, hvernig líkar þér hann?’ spurði Valentine. Skyldi tilfinning vera synd á móti tízkunni?’ hugsaði Ronald. ‘Er ást og áhrif hennar hlægileg í þínum angum?’ spurði Ronald. Valentine leit upp undrandi. Lady Earl heyrði ásamtalið og brosti ánægju- lega, en kom ekki til husrar að hjarta hans væri hjá Doru, fallegu Doru sem grét yfir ljóðum hans, og trúði á ásta- mál blómanna. Kvöldið leið skjótt, og Ronald lá við að sakna þess. Lady Earl var of byggin til að spyrja hann hversu hon- um geðjaðist að Valentine. ‘Hafðu þökk fyrir hversu vel þú hef- ur skemt gestum mínum, en ég er hrædd um að þú sért þreyttur,’ sagði hún við Ronald. Þegar Ronald yfirfór í huga sínum hvað hann hafði gjört, fanst honum það næsta lítið, en móðir hans var á- nægð með það; ‘á morgum skal ég gjöra enn betur,’ hugsaði hann. Þannig liðu þrír dagar; þau Ronald voru orðin góðir kunningjar, þau lásu saman bækur og töluðu saman um inni- hald þeirra, svo sýndi hann henni mál- verk sitt, sagði henni frá hvar land- myndirnar voru teknar o. s. frv., og gleymdi því, að á líft sínu væri nokk- ur svartur skuggr ‘Þú ert afbragðs málari,’ sagði Miss Charters; þú hlýtur að hafa eytt æði löngum tíma í það nám.’ ‘Já, mér er sá starfi mjög geðfeldur, og efforlögin hefðu ekki gjört mig efg- anda að titli og eignum íöður míns hefði ég tekið það fyrir.’ Löngu seinua fanst honum þetta hafa veriö spádómur, Miss Charters var ekki einungis fög- ur og tignarleg, hún átti einnig ástríkt og göfugt hjarta. Ronald fann það, og ásetti sér því að segja henni sögu sina, og fá hana svo í lið með sér, til að sætta sig við foreldra sína, og sam- kvæmt þessu áformi var hann með henni ætið og æfinlega; honum kom aldrei til hugar hvaða augum aörir kynnu að líta á þessa háttsemi þeirra. Eoreldrar hans voru svo fegin, því þau skildu þetta á einn veg, n. 1. að hann hefði þegar gleymt Doru. Tíminn leið óðfluga að stórkostlegum dansi semEarls hjónin ætluðu að halda til heiðurs við gesti sína. Lady Earl beið hálf óþolinmóð eftir því að Ron- ald segði sér frá trúlofun þeirra Valen- tine og hans, og Valentine skildi ekki í því hve lengi hann beið með það; að hann elskaði hana fanst henni enginn efi, og henni geðjaðist eins vel að hon- um og nokkrum öðrum. Hún var engin sorgarleika drotning, aðeins ástrík ung stúlka með mögu- leika ástarinnar uppfyllingar fram und- an sér. Henni geðjaðist að Ronald, og Lady Earl hafði sagt henni frá honum í Greenock; t ún vissi líka að móðir »ín mundi fegin vilja eiga hann fyrir tengdason. Ronald var í hennar augum alt sem ung kona gat óskað af elskhuga sínum, hið mesta prúðmenni í öllu, gáfaður, mentaður, drenglyndur og afbragðs vel vaxinn; henni geðjaðist svo vel að hans óþreytandi rannsóknarfýsn, hann liugs- aði vel og Ijóst og svo formlega, lienni fanst hún mundi geta verið ánægð sem eigin kona hans, jafnvel stjórnfræðis- hugmyndir sem skelfdu föður hans voru ávextir af frjálsri rannsókn, og henni þótti vænt um þær. Ronald sem ekki hugsaði um annað en hina yfirgefnu, elskuðu konu sem hann mátti hvorki sjá né skrifa, kom al- drei til hngar hvað gjöra mætti úr vin- áttu hans og Valentine. VII. Kap. Dagurinn kom, þessi mikli dansdag- ur, við morgunverð töluðu konurnar um blóm og blómvendi, ‘þau eru svo yndisleg að ég veit ekki hvort ég á helzt að taka,’ sagði Valentine. ‘Ég væri ekki í miklum vandræðum meö að velja; þú ásakar mig ef til vill fyrir að vera of viðkvæmur, en livíta liljan, dala liljan, þykir mér lang feg- urst,’ svaraði Ronald. Lady Earl var hin eina sem tók eftir þessn samtali, og undraði ekki þó Valentine hefði hvíta lilju, er hún kom inn í danssalinn og héldi á blóm- vendi af hinum sömu blómum hálf huld- um í grænum blöðum í hendinni. Allra augu litu með nndrandi aðdáun á Valentine þegar hún kom inn; klæðn- aður honnar, hún sjálf og blómin sam- svaraði hvað öðru svo vel; hér var engu of aukið, og ekkert sem vantaði, en Ronnld hugsaði að Dora hans væri ynd- islegri en allur þessi hópur af finum dömum, en honum kom aldrei til hug- ar að ValentÍDe hefði valið þessi hvitu blóm til að geðjast sér. Nei, einhvern tíma kæmi sá tími að Dora liði hægt og tígulega gegnum þessi skrautlegu herbergi; draumar hans trufluðust við það að móðir hans kom til hans og sagðl óþolinmóðlega: ‘Ronald, hefurðu gleymt því að þú hlýtur að byrja dansinn; þú verður að bjóða Miss Charters fyrsta dansinn.’ ‘Þaö er létt verk, ég vil heldur dansa við hana en nokkra aðra hér,’ BagÖi hann. Hún svaraði engu, hún vonaði í hjarta sínu að þetta meinti eitthvað meira en það í raun og veru gjörði. Ronaid dansaði við Valentine upp aftur og aftur, aðeins af því það var hægra en að leita að nýjum félaga meðal hinna sem hann þekti lítið eða ekkert; þau töluðu saman um eitt og annað, hann sló henni enga gullhamra, og hún virt- ist ekki vonast eftir því. Hvað mundu hinar segja ef þær vissu að hann væri giftur. Með henni var honum óhætt, með henni leið honum bezt. Lady Earl heyrði á samtal þeirra. Einhver sagði að þau væru falleg bjóna- efni. Alt þetta stafaði af því að Ron- ald vantaði vin, og bjóst við að í henni findi hann þann vin, sem hann leitaði að. Þegar Ronald bauð henni upp í fjórða sinn sagði hún, ‘veiztu hvað oft við höfum dansað saman í kvöld?’ ‘Nei, en hvað gjörir það til?’ hann skildi ekkert í roðanum sem færðist yfir andlit hennar. Miss Charters, þú skilur fegurðhreyf- ingarinnar.’ ‘Er það alt? og þess vegna viltu dansa við mig,’ sagði hún brosandi. ‘Já, það er mér sönn ánægja, því á móti hverjum 50 sem illa dansa er að- eins einn sem kann það vel,’ svaraði sakleysinginn Ronald. Hann skildi hana ekki. ‘Þú hefur ekki sagt mér hversu þér geðjast að blómunum mínum.’ ‘Þau eru yndisleg,’ svaraði hann. •

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.