Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 8

Freyja - 01.05.1898, Blaðsíða 8
FREYJA. MAI 1898. SELKIRK. Náttúran er buin aðbreiða grænt klæði undir fætur vora ogfroskarnir og fuglarnir konmir í sinn vanalega kappsöng, sérhvað singur sín vorljóð. Fólk er óðum að flytja í bæinn bæði úr Argyle og Nýja-Islandi. Þjóðólfur hefur nýlega borist oss að heiman. Vér erum ritstjóranum þakklátar fyrir hann, og hlýleg orð í garð Freyju. Samt vildum vér gefa þá skýringu að Freyja er gefin út af konu, ekki 'konum' í Selkirk. Gefið gætur að auglýsingum í blaði voru það getur sparað yður nokkra dali á ári; mnnið eftir að nefna Freyju um leið og þér kaupið. J. A Sigurðsson prestur, var hér á ferð þann 12. þ. m. Hann talaði í Isl. kyrkjunni; var að kveðja hér áður hann fœri heim til Islands. Vér óskum honum góðrar ferðar og biðj- um aS lieilsa heim. Fjöldi af Ný-íslendingum eru hér k ferð um þessar mundir. Frá Gimli voru þeir Mr. G. Þorsteinsson, J. P, Sr51mundsson, J. Kafteinn og fleiri. Mr. E Ólafsson var hér á ferð um daginn og fór til Winnipeg aftur eftir eins dags dvöl. Takið eftir auglýsingu Ben. Sam- sonar, í blaði voru. Fiskifélögin leggja af stað um þessar mundir; í þjónustu þeirra verða margir landar eins og að undanförnu. Hlíf Guðmundsdóttir fór upp til Winnip. til þess þann 19. að sitja brúðkaup dóttur sinnar Jónínu, og Guðmundar Kristjánssonar, Freyja óskar bruðhjónunum til lukku. Til minnis, Good-Templars hafa fundi sína á föstudag; kappræðufelagið á mið- vikudag; kvennfél. Vonin á þriðju- dag; Porester stúkan á mánuda»'; og kyrkju kvennfél. á miðvikudag; ílla sókt, hefur það sjálfsagt stafað af því að hún var illa auglýst; án efa hefði hún verið betur sótt hefðifólk alment vitað um hana, þar eð ágóð- inn átti að renna í sjóð bláfátækrar og munaðarlausrar konu og barna. Ver erum Miss R. Árnason þakk- látar fyrir lista af 14 nýjum áskrift- um að Freyju. Breiti aðrar þareftir. Þann 18. maí hélt kvcnnfél, Vonin samkomu í Templarahúsinu nýja. Þar var leikinn Narfi af fjöri og list Program var dágott og fríar veiting- ar. Sámkoman var yfir höfuð skcmti leg og myndarleg. Lady of the lake liggur ferðbfdn á höfninni. Hún er nýmáluð og in tígulegasta. Mr. J. Sigurðsson hefur verið í bænum um nokkurn tíma, til að búa út sína ttskiútgjörð. Þann 5 þ, m. var hér haldinn al. mennur fundur til að rœða um ísl. dag. Pundur þessi var ílla sóktur; og það, af fólki sem kom, sýndist alveg áhugalaust, að undanteknum fáum 17. júní mönnum. Niðurstaðan varð því sú, að Islenfiingadag skyldi halda her þann 17. júní eins og í fyrra. Tombóia var iialdin á Pearsons hall þann 6. þ. m. seni var fremur Séra M. J. Skaftason frá Winnipeg kom hingað niður eftir og messaði í Goodtemplara húsinu þann 22. þ. m. - um morguninn og flutti fyr- irlcstur um kvöldið, hafði því nær húsfylli í hvort skifti. Fyrirlesturinn var um þjóðsagnir og var ínjög merkilegur. Hlýleg orð, mannúðleg umgengni, og varúð fyrir því að meiða tilfinn- ingar annara, er ekki stór útlát; samt er það óútsegjanlega mikils virði. Að gleyma því, er óbætanlegt tjón. Óbætanlegt, þegar þú hugsar til állr- ar þeirrar saklausu gleði, sem það hefði getað aflað þer. Óbætanlegt, þegar þú skoðar alla þá blessun. sem mannkæiieikurinn hefur í för með sér. Óbætanlegt, þegar þú lítur á hinn andvarpandi, líðandi, stríðandi mannheim, á hörmunganna djúp, sem þú hcfðir getað hjálpað til að brúa, meðan þú svafst á ko dda gjá- lí fisins og léttúðarinnar. Eobertson. KVÆÐT. flutt á samkomu kyrkiukvcnnfcl. í Sclkirk, á sumardaghm fyrsta af Gesti Jóhannssvni. Nú kvcður vetur furðu vel og fljótt; í fréttum eg það cinkanlcga segi; hann hverfur eins og niðamyrkurs nótt sem nauðug flýr, þá ljóma slær af dcgi. I morgun fyrsti sumar-röðull rann, þá rýmdi myrkur, dags af ljóma hrakið, og þessi dagur, það er einmitt hann, sem þúsund fagnaðs raddir hefur vakið Á Fróni hcyrðum fyrsta lóu kvak, svo friðar blítt á þcssum sumar dcgi, og svo var henni Ictt um tungutak, að tóna slíka menn fá numið eigi. En þótt ei gætum numið lag við Ijóð, er lóan söng á vorum æskudíigum, þá semjum nú vorn sumar fagnaðs óð, og syngjum hann mcð öðrum nýrri löguni. Og blessað suniar, hlyntu að vorum hag, og hafðu & þínum börnum sterkar gætur, á hverri stund og dýrðar bjartan dag oss dreyma láttu um þínar fögru nætur. Og þá, sem lifsins þraut um vetur skjól, í þínum faðmi láttu varma kenna, og lát þú öllum sælu bjarta sól úr sálar djúpi' á iiverjum morgni renna. Munið eftir auglýsingu Freyju. BARNA KRÓ. Níðurlag frá þriðju blaðsíðu. eins nátturlega eiiu og hún hefði verið móður þeirra. Eftir það var lienni slept gjörði hún þáenga tilraun til aðstrjúka. Ungamseður tvær reyndu til að tæla fóst ur börn uglunnar, varð hún þá ákaflega reið, og réðist á þser báðar svo grimd- arlega að bóndi varð að bjálpa þeirr,. Eftir það dyrfðist enginn að áreita hana svo hún var einvöld yfir fjósinu og grendinni. Hún slepti þeim ekki úr um- sjón sinni fyr en þeír vorn fulivaxnír og höfðu sjáltir fjölskyldum fyrir að sjá. Finst ykkur ekki að uglan hafi borgað bóndi lífgjöfina ?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.